Erlent

Yves Saint Laurent er látinn

Einn þekktasti tískufrömuður heimsins, Yves Saint Laurent, er látinn 71 árs að aldri.

Óhætt er að segja að fáir einstaklingar hafi haft jafnmikil áhirf á klæðaburð kvenna á síðustu öld og Saint Laurent. Er hann þar í hópi þeirra Christian Dior og Coco Chanel.

Saint Laurent dró sig í hlé frá tískuheiminum árið 2002 eftir 40 ára starf í sviðsljósinu en hann hélt sína fyrstu tískusýningu undir eigin nafni árið 1962.

Í minningarorðum um vin sinn segir Pierre Bergé að Gabrielle Chanel hefði gefið konum frelsi en að Saint Laurent hafi gefið konum styrk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×