Fleiri fréttir

Eftirskjálftamyndbönd

Íbúar í nágrenni skjálftans komu magir hverjir að heimilum sínum í rúst. Eyðileggingin er greinilega mikil og mikið verk er framundan hjá mörgum.

Fjögurhundruð björgunarsveitamenn voru að störfum

Um það bil tveimur tímum eftir skjálftann í gær var kominn mikill fjöldi björgunarsveitafólks á svæðið með ýmsan búnað. Þegar mest var voru um 400 björgunarsveitarmenn að störfum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Eyjamenn leggja mikla áherslu á ferju í júlí 2010

„Við fögnum því auðvitað að það sé einhver niðurstaða að koma í þetta og þrátt fyrir að hafa verið bjóðendur í málinu ásamt Vinnslustöðinni höfum við alltaf litið á þetta sem tvö aðskilin mál

Mikið álag á farsímakerfi

Alls voru GSM símtöl hjá Vodafone um 260 þúsund talsins á fyrstu klukkustundinni eftir skjálftann. Álagið á GSM kerfið minnkaði eftir því sem leið á daginn og var notkunin að mestu komin í eðlilegt horf um kl. 19. GSM samband hélst á öllu skjálftasvæðinu, en tímabundnar truflanir á rekstri fáeinna senda ollu skertu GSM sambandi innanhúss um stund. Tímabundnar truflanir urðu hins vegar á fastlínuþjónustu á Selfossi, vegna rofs á ljósleiðara hjá Mílu hf. en viðgerð á honum gekk vel og var ljósleiðarinn komin í gagnið um kl. 20:30 í gær.

Húðflúrstofa Ragnars fór í rúst

Það fór allt um koll á húðflúrstofu Ragnars Haukssonar á Selfossi í skjálftanum í gær. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning maður. Það er allt farið, bara eins og hendi væri veifað," sagði Ragnar í samtali við Vísi.

Rice: Engin mannréttindabrot framin í Guantanamo

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt blaðamannafund í Höfða í kjölfar fundar hennar og Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra. Á fundinum var Rice meðal annars spurð út í fréttir þess efnis að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi dregið til baka Fulbright styrki til handa palestínskum börnum á Gasa svæðinu. Frá þessu var greint í International Herald Tribune í dag. Rice sagðist ekki hafa heyrt af málinu og hét því að það yrði kannað ofan í kjölinn.

Dýrin tóku skjálftanum misvel

Oft er sagt að dýr hagi sér undarlega rétt fyrir stóra jarðskjálfta og að þau finni á sér að jarðhræringar séu væntanlegar. Nú þegar hafa fregnir borist af því að hestar hafi byrjað að stappa niður hófum sínum rétt áður en jarðskjálftinn reið yfir í gær.

Eins og eftir loftárás

„Allir vinna nú eins og einn maður að því að koma daglegu lífi í eðlilegt horf,“ segir Eyþór Arnalds, bæjarstjórnarfulltrúi Árborgar. Þegar Vísir náði tali af Eyþóri var hann að ganga út af fundi með bæjarstarfsmönnum þar sem farið var yfir stöðuna.

Dóttirin varð næstum undir bókaskáp (Kúlumynd)

Jóhann Karlsson íbúi í Hveragerði fékk símhringingu frá dóttur sinni laust fyrir klukkan fjögur í gærdag. Hann var þá staddur í Reykjavík, en dóttirin á heimili fjölskyldunnar að Kambahrauni 43 í Hveragerði.

Áfallateymi Rauða krossins heldur fundi í Hveragerði og á Selfossi

Áfallateymi Rauða krossins heldur fundi fyrir íbúa á Suðurlandi nú eftir hádegið. Á Selfossi hefst fundurinn kl. 12:30 í fjöldahjálparhjálparstöð Rauða krossins í Vallarskóla. Þar verða einnig fulltrúar frá bæjaryfirvöldum til að ræða við íbúana.

Verulega ósáttir við aðstöðuleysi siglingafélags

Forsvarsmenn Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi kveðast verulega óánægðir með að Kópavogsbær hafi svikið félagið um bráðabirgðaaðstöðu sem því hafi verið lofað þar til framkvæmdum lýkur við nýja aðstöðu félagsins Fossvogsmegin í Kópavoginum en hennar hefur verið beðið í sjö ár.

Condoleezza komin í Höfða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Ingibjörgu Sólrúnu í Höfða fyrir stundu. Hún er hér í vinnuheimsókn og mun einnig ræða við Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Þjónustumiðstöð sett á laggirnar vegna jarðskjálftans

Geir Haarde forsætisráðherra ræddi atburði gærdagsins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við fengum þrjá gesti á fundinn til að fara yfir stöðuna og nýjustu upplýsingar,“ sagði Geir. Ákveðið hefur verið að tillögu dómsmálaráðherra að setja á laggirnar tímabundna þjónustumiðstöð sem verður sá aðili sem allir geta leitað til og hafa mun á höndum miðlæga veitingu á upplýsingum og þjónustu.

Aðgerð Norvikur gæti stangast á við samkeppnislög

Ekkert ólögmætt þarf að vera við aðgerð Norvíkur ehf. þegar dótturfyriræki þess sendu bréf til birgja og þjónustuaðlila sinna þess efnis að fyrirtækin hefðu einhliða lengt greiðslufrest sinn til að tryggja skilvirkari greiðslu. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, sem þó telur að aðgerð Norvíkur gæti stangast á við samkeppnislög þar sem fyrirtækið sé að nýta sér markaðsráðandi stöðu.

Glerverksmiðja á Hellu slapp vel

Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist í Glerverksmiðjunni Samverki á Hellu í jarðskjálftanum í gær en þar brotnaði ekki neitt.

Ingibjörg og Geir ætla austur í dag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er farin af ríkisstjórnarfundi sem nú stendur yfir. Hún segir að Ríkisstjórnin hafi fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála fyrir austan fjall frá þeim sem farið hafa fyrir aðgerðum á svæðinu.

Fundu áður óþekktan ættbálk í Brasilíu

Stjórnvöld í Brasilíu hafa greint frá því að fundist hefur enn einn ættbálkurinn sem áður var óþekktur og hefur aldrei komist í kynni við nútímamenningu.

Þriggja mánaða vanskil aukast

„Þessar tölur bera augljóslega með sér að vanskil eru að aukast, en þetta er langt frá því versta sem við höfum séð,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs.

Nýr leirhver við Hveragerði

Það er þekkt að við jarðskjálfta geta hverasvæði breyst og virkni þeirra ýmist aukist eða minnkað. Í jarðskjálftanum í dag hefur nýr leirhver myndast rétt norður af Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Gosið í leirhvernum hefur farið vaxandi og eru gos í allt að 10 - 12 metra hæð. Varasamt getur verið að fara of nálægt hvernum þar sem gosin i honum eru ekki regluleg og leir slettist í allar áttir.

Fjöldahjálparstöðvar opnar í Hveragerði og á Selfossi í nótt

Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins verða opnar í Hveragerði og á Selfossi í nótt. Lítil ásókn hefur verið í fjöldahjálparstöðvarnar í nágrannabæjunum, og hefur því verið ákveðið að loka á Hvolsvelli, Hellu, Þykkvabæ, Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir miðnætti.

Geislafræðingar við það að semja

Allt bendir til þess að geislafræðingar nái samkomulagi við stjórnendur Landspítalans í kvöld. Þeir höfðu hótað uppsögnum ef staðið yrði við fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi en Kristín Þórmundsdóttir sagði að samkoulag væri í burðarliðnum sam báðir aðilar gætu sætt sig við.

Skjálftinn á Suðurlandi - Yfirlit

Jarðskjálfti sem mældist 6.3 á Richter skók Suðurland í gær. Tæplega þrjátíu manns slösuðust, þó enginn alvarlega. Flestir þeirra sem meiddust hlutu skurði og skrámur en eitthvað var um beinbrot.

Fjármálaráðherra er umhugað um fólkið

Árni Mathiesen segir ljóst að jarðskjálftinn í dag verði ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn er á morgun. Árni er staddur á Selfossi til að kynna sér aðstæður og hafði einnig komið við í Hveragerði. Árni segir að eyðileggingin sé talsverð.

Á þriðja tug manna slasaðir

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir segir að á þriðja tug manna hafi slasast í jarðskjálftanum í dag. Enginn þó alvarlega svo vitað sé. Meiðslin eru allt frá skrámum og skurðum til beinbrota.

Einangrunarföngum ekki hleypt út á Litla-Hrauni

Fangi á Litla-Hrauni hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að ekki hafi öllum föngum í fangelsinu verið hleypt út en fyrr í dag greindi Vísir frá því að fangar hefðu verið fluttir út undir bert loft af ótta við frekari skjálfta á svæðinu. Hann var ósáttur við það og sagðist ósáttur við það sem hann kallaði mismunnun af hálfu stjórnenda fangelsins.

Sjá næstu 50 fréttir