Innlent

Sumarbústaðaeigendur varaðir við gasleka

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri til sumarbústaðaeigenda og annarra húseigenda á jarðskjálftasvæðinu:

Hætta er á að gasleiðslur hafi gefið sig við umbrotin í gær. Því þarf að fara með ítrustu gát þegar farið er inn í húsin. Gætið þess að hvergi sé eldur eða neistar sem gætu komið gassprengingu af stað. Fara þarf vel yfir allar leiðslur og athuga vel að samskeyti séu í lagi.

Ef gasleki hefur orðið ber að skrúfa fyrir gaskút og loftræsta húsnæðið mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×