Erlent

Glæsilegt brúðkaup Jóakims og Marie

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Að sögn Danmarks Radio og Ekstrabladet féllu ófá tár í kirkjunni í Møgeltønder á Suður-Jótlandi þegar Jóakim prins kvæntist hinni frönsku heitkonu sinni, Marie Cavallier. Prinsarnir Nikolaj og Felix voru einnig viðstaddir að ógleymdri konungsfjölskyldunni dönsku.

Eftir myndum danskra fjölmiðla að dæma var margt um dýrðir og athöfnin hin stórkostlegasta. Sungið var á dönsku og frönsku í samræmi við þjóðerni hinna nýbökuðu hjóna og að tilfinningaþrunginni athöfn lokinni hurfu skötuhjúin inn í sólarlagið á reykspúandi Bugatti af árgerð 1941 sem sérstaklega hafði verið fluttur inn af þessu tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×