Erlent

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld vara við kynlífslyfjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Vilhelm Gunnarsson

Landlæknir í Kanada varar eindregið við notkun ýmiss konar svartamarkaðskynlífslyfja sem ætlað er að bæta, breyta, skerpa og skreyta kynlíf, kynlífsupplifun og frammistöðu í launhelgum svefnherbergisins. Meðal þeirra aukaverkana sem varað er við eru meðvitundarleysi, brjóstverkir og sístinning.

Desire nefnist eitt þeirra lyfja sem finna má á svarta listanum hjá heilbrigðisyfirvöldum. Desire inniheldur t.a.m. phentolamine sem er lyfseðilsskylt lyf notað við háum blóðþrýstingi. Ekki er vikið að þessu einu orði á umbúðum Desire.

„Notkun phentolamine af hjartasjúklingum getur aukið hættu á alvarlegum hjartakvillum, s.s. lágum blóðþrýstingi, brjóstverkjum og hjartsláttaróreglu," segir í tilkynningu frá landlækni Kanada.

Lyfið Desire er víða selt á svarta markaðnum í Kanada og má meðal annars nálgast það á netsíðum.

Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×