Erlent

Segja Marulanda fallinn

Manuel Marulanda er fyrir miðri mynd.
Manuel Marulanda er fyrir miðri mynd. MYND/AP

Talsmaður stjórnarhersins í Kólumbíu greindi frá því í morgun að Manuel Marulanda, leiðtogi og stofnandi FARC-skæruliðasamtakanna, væri allur.

Kólumbískt blað greindi frá því í mars síðastliðnum að hann hefði fallið í loftárásum Kólumbíumanna en það fékkst ekki staðfest. Staðfesting hefur ekki fengist frá FARC-liðum í morgun um að Marulanda sé dáinn. Sérfróðir segja að ef það reynist rétt gæti það hæglega þýtt endalok FARC-skæruliðahreyfingarinnar. Hún hefur barist við stjórnarher Kólumbíu síðan 1964. Skæruliðarnir hafa tugi manna í gíslingu í skógum Kólumbíu, þar á meðal Ingrid Betancourt, fyrrverandi forsetaframbjóðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×