Innlent

Sólbaðsveður víðast hvar

MYND/365

Veðurstofa Íslands spáir allt að tuttugu stiga hita á norðaustanverðu landinu í dag en klukkan níu í morgun var hitastigið komið yfir tíu gráður í öllum byggðum.

Hægur sunnanvindur leikur um landið og er ekki að sjá neina regndropa í kortunum heldur gert ráð fyrir þurrviðri og sólskini víðast hvar í dag. Á austanverðu landinu er vart að sjá ský á himni en það er helst að sólin feli sig yfir Vestfjörðum og vestanverðu landinu og þar má reyndar búast við dálítilli vætu í nótt og á morgun. Í Reykjavík er gert ráð fyrir allt að fimmtán stiga hita í dag. Veðurspáin er reyndar óvenjugóð fyrir næstu daga og gert ráð fyrir yfir tuttugu stiga hita norðaustan- og austanlands fram á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×