Fleiri fréttir Da Silva hreinsar til í flugmálum Brasilíu Luiz Inacio da Silva, forseti Brasilíu, ætlar sér að skipta um ráðherra flugmála vegna slyssins sem varð þar í landi í síðustu viku. Nærri 200 manns létu lífið þegar farþegaþota rann útaf flugbraut á flugvellinum í Sao Paulo og hafnaði á bensínstöð. 25.7.2007 13:45 Nígerísk stjórnvöld höfða mál gegn Pfizer Nígerísk stjórnvöld hafa lagt fram formlega kæru gegn bandaríska lyfjarisanum Pfizer vegna lyfjaprófanna sem fram fóru í ríkinu Kanó í norðurhluta Nígeríu árið 1996. 25.7.2007 13:23 Dýrasti bíll landsins Bíll af tegundinni Bugatti Veyron 16,4 sem er auglýstur til sölu hér á landi kostar rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Þetta er dýrasti skráði bíllinn á söluvefnum bílasölur.is sem er sameiginlegur gagnagrunnur flestra bílasala á landinu. Næst dýrasti bíllinn á söluvefnum kostar rúmar 46 milljónir. 25.7.2007 13:06 Þriðja þjóðverjanum rænt í Afghanistan Þriðja þjóðverjanum á einni viku var rænt í Afghanistan í morgun. Um helgina fannst lík annars þjóðverja sem rænt var í síðustu viku af Talibönum sem krefjast þess að þýsk og suður-kóresk stjórnvöld sendi herlið sín tafarlaust frá Afghanistan og að talibanar í afgönskum fangelsum verði leystir úr haldi. 25.7.2007 13:05 Kjalvegur illa farinn Syðri hluti Kjalvegar er illa farinn eftir þurrka síðustu misseri. Vegurinn er heflaður á vorin en síðan er lítið sem ekkert viðhald á honum yfir sumartímann. Dæmi eru um að akstur yfir Kjöl taki hátt í fimm klukkustundir. 25.7.2007 13:02 Hitabylgja í SA-Evrópu veldur miklum skaða Talið er að allt að fimm hundruð manns hafi látist í Ungverjalandi af völdum hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir landið síðustu daga með um og yfir 40 stiga hita. Dauðsföll í nágrannaríkjunum í sunnanverðri Evrópu eru einnig rakin til hitannna og víða loga skógareldar vegna þurrka. 25.7.2007 12:58 Minningarathöfn um Einar Odd Minningarathöfn verður í Hallgrímskirkju í dag um Einar Odd Kristjánsson alþingismann, sem varð bráðkvaddur í síðustu viku. Sérstakt aukablað með minningargreinum um Einar Odd fylgir Morgunblaðinu í dag. 25.7.2007 12:47 Búist við að flóð nái hámarki næsta sólarhring Svo virðist sem verstu flóð í Englandi síðastliðin 60 ár séu að ná hámarki. Stór svæði eru þó enn undir vatni og meira en 350 þúsund íbúar á flóðasvæðunum eru enn án neysluhæfs drykkjarvatns. 25.7.2007 12:35 Sprengja sprakk á leið Tour de France Lítil sprening varð um hádegisbil á spænska legg Tour de France hjólreiðakeppninnar. Stuttu áður hafði maður sem kynnti sig sem meðlim ETA, basknesku aðskilnaðarsamtakanna, hringt í vegagerðina á Spáni og fullyrt að hópurinn hefði sett sprengjur við hluta leiðarinnar. Enginn særðist í sprengingunni og keppnin hélt áfram án áfalla. 25.7.2007 12:26 Jónína S. Lárusdóttir verður ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins Viðskiptaráðherra hefur skipað Jónínu S. Lárusdóttur í starf ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Jónína tekur við starfinu um næstu mánaðamót. 25.7.2007 12:25 Þarf sérstök björgunargöng samhliða Eyjagöngum Grafa þyrfti sérstök björgunargöng upp á tugi milljarða króna, samhliða Vestmannaeyjagöngunum, ef farið yrði eftir reglum Evrópusambandsins um öryggi í löngum jarðgöngum. 25.7.2007 12:14 Metafkoma hjá Kaupþingi Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins. Hagnaður bankans eftir skatta var tæpir fjörutíu og sjö milljarðar króna. Eignir hafa vaxið og eru nú meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. 25.7.2007 11:59 Búlgaría afpöntuð ókeypis Norsk ferðaskrifstofa hefur ákveðið að leyfa ungum viðskiptavinum sínum að afpanta ferðir til Búlgaríu sér að kostnaðarlausu. Fjölmargar fréttir hafa borist um nauðganir og önnur ofbeldisverk gegn Norrænum unglingum í baðstrandarbænum Sunny Beach á Svartahafsströnd landsins. 25.7.2007 11:23 Snæfellsbær tapar 2 milljörðum vegna niðurskurðar á þorskkvóta Snæfellsbær verður af rúmum 2 milljörðum króna vegna niðurskurðar á aflaheimildum í þorski á næsta fiskveiðiári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarráði Snæfellsbæjar. Ráðið telur einboðið að aðgerðirnar muni hafa mikil neikvæð áhrif á samfélagið. 25.7.2007 11:02 Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot með fréttinni. 25.7.2007 10:50 Alcan ætlar að kæra mótmælendur Alcan ætlar að kæra þá meðlimi samtakanna Saving Iceland sem mótmæltu við álver fyrirtækisins í Straumsvík í gær. Fjármálastjóri fyrirtækisins segir lögfræðinga fyrirtækisins vera vinna í málinu. 25.7.2007 10:41 Starfsfólk BBC á námskeið til að læra að segja satt Yfir 16 þúsund starfsmenn breska ríkissjónvarpsins BBC hafa verið sendir á námskeið þar sem þeir eiga að læra að segja satt. Þetta var ákveðið eftir að upplýst var um stórfelldar falsanir í útvarps- og sjónvarpsþáttum þar sem fé var safnað. 25.7.2007 10:23 Stofnandi Facebook sakaður um að hafa stolið hugmyndinni Tengslavefurinn Facebook á nú yfir höfði sér málsókn frá stofnendum annars tengslavefs, ConnectU. Þeir segja stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, hafa stolið hugmyndinni frá sér á meðan þau voru saman við nám í Harvard háskóla. 25.7.2007 10:14 Kæra múslimskan frambjóðanda fyrir landráð Þingmaður íhaldsflokksins í Danmörku hefur kært Asma Abdol Hamíd frambjóðanda Einingarflokksins fyrir landráð fyrir að réttlæta árásir vígamanna á danska hermenn í Írak. Hún líkir þeim við andspyrnuhreyfingu Dana gegn þjóðverjum í síðari heimstyrjöldinni, sem danskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum vísa á bug. Allt að sex ára fangelsi getur legið við landráði í danmörku. Eins og greint hefur verið frá stefna Danir að því að kalla herlið sitt heim frá írak í næsta mánuði. 25.7.2007 09:09 250 heimili í Oxford rýmd Íbúum 250 heimila í Oxford var gert að yfirgefa þau í nótt, en borgin er sú síðasta til að verða fyrir barðinu á flóðunum sem geysað hafa á Englandi undanfarna daga. 25.7.2007 09:07 Gordon Brown vill lengja tímann sem halda má grunuðum hryðjuverkamönnum án ákæru Forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, íhugar að lengja þann tíma sem halda má grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að ákæra þá, í allt að 56 daga. Þetta er tvöfaldur sá tími sem nú er. 25.7.2007 09:04 Danir hafa mismikið álit á fólki eftir hreimi Danir hafa minna álit á fólki sem tala dönsku með miðausturlenskum hreim en öðrum. Berlingske tiderne greinir frá þessu. Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla báðu fólk að leggja mat á persónuleika 16 manns út frá því hvernig það las stuttan danskan texta. Þeir sem þóttu tala með miðausturlenskum hreim voru álitnir vitlausir og óáreiðanlegir, á meðan norðuevrópskur hreimur var tengdur við sjálfstæði, metnað og áreiðanleika. Þeir sem lásu textann voru allir með háskólamenntun og töluðu málfræðilega rétta dönsku. 25.7.2007 08:49 Fimm fjallgöngumenn frjósa í hel í Ölpunum Fimm fjallgöngumenn urðu úti í Ölpunum aðfaranótt þriðjudags. Lík fjögurra fundust frosin í fjögur þúsund metra hæð á Mont Blanc, og eins á Monte Rosa. Þá dvelur illa kalin þýsk kona á spítala í Zermann í Sviss. Slæmt veður gerði björgunarmönnum erfitt fyrir að ná til fólksins. Sjaldgæft er að svo margir verði úti á einum degi í Ölpunum. 25.7.2007 08:48 Fjárframlög aukin vegna flóðanna Breska ríkisstjórnin ætlar að auka fjárframlög um 10 milljónir punda vegna fóðanna sem herja á landið . Ákvörðunin var tekin eftir að ljóst varð að um 350 þúsund manns verða án hreins vatns í allt að tvær vikur. 24.7.2007 23:16 Íslendingar heimsmeistarar í gervigreind Íslenskur hugbúnaður bar sigur úr býtum í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada. Keppninni lauk í gær eftir úrslitaleik hugbúnaðar frá Háskólanum í Reykjavík gegn Háskólanum í Kaliforníu, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum og í öðru sæti í fyrra. 24.7.2007 23:03 Aðgerðum Saving Iceland mótmælt Undirskriftarsöfnun hefur verið hrundið af stað á netinu þar sem þess er krafist að samtökin Saving Iceland hætti ólöglegum eignarspjöllum, umferðartöfum og skerðingu ferðafrelsis. 24.7.2007 22:15 Samgönguráðherra Bretlands lofar úrbótum á lestarsamgöngum Ruth Kelly, samgönguráðherra Bretlands, hefur greint frá því að milljörðum punda verði varið til að bæta lestarsamgöngur í landinu. En samgöngurnar anna sem stendur ekki eftirspurn. Aðgerðirnar eiga að stuðla að stærri og öflugri járnbrautum sem geta flutt allt að helmingi fleiri farþega fyrir 2030. 24.7.2007 21:12 Heilbrigðisstarfsfólkið náðað Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu. 24.7.2007 20:42 Íbúar við Thamesá varaðir við flóðum Óttast er að enn fleiri hús verði flóðunum í Bretlandi að bráð á morgun, þegar flóðbylgjur berast niðureftir Thamesánni. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem myndi enn auka á vatnsflauminn. 24.7.2007 20:37 Bensín lækkar loks Það er sagt að sum fyrirtæki hækki um leið og krónan veikist en birgðastaða þeirra virðist alltaf mikil þegar krónan styrkist. Dollarinn hefur nú um nokkurt skeið verið undir 60 krónum og var marga farið að lengja eftir lækkun ýmissa vara, til dæmis bensíns. 24.7.2007 20:30 Metár í ferðamennsku Það er staðfest, þetta er besta ferðaár frá upphafi. Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt, en hver eru næstu skref í þessum geira? Ísland í dag ræddi við Magnús Oddsson, ferðamálastjóra. 24.7.2007 20:29 Gæludýrin svæfð Fólk lætur frekar svæfa dýrin sín á sumrin en á öðrum árstíma og töluvert fleiri kettir á vergangi koma inn í Kattholt. Ísland í dag hitti dýralækni og formann Kattavinafélagsins til að ræða þessi mál. 24.7.2007 20:24 Þjófavarnir Innbrotsþjófar eru margir útsjónarsamir og nýta sér sumarfríin til þess að láta greipar sópa um híbýli fólks. Sumir eru með öflugt öryggiskerfi til þess að fæla burt óboðna gesti en ekki hafa allir efni á slíku. En ýmislegt er þó hægt að gera til þess að halda óprúttnum þjófum í fjarlægð. 24.7.2007 20:19 Annríki hjá lögreglu vegna fíkniefnamála Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sautján ára piltur var stöðvaður við akstur í Háleitishverfi í gærmorgun. Hann var í annarlegu ástandi og á vettvangi fundust ætluð fíkniefni. 24.7.2007 20:18 Öldruðum, fötluðum og deyjandi úthýst Yfirlæknir öldrunarmála á Landspítalanum segir að ekki sé gert ráð fyrir öldruðum, fötluðum eða deyjandi sjúklingum í líknarmeðferð á nýju hátæknisjúkrahúsi. Engin skýr svör hafi fengist en ákveðið hafi verið að þessir hópar fengju ekki inni þegar lækka þurfti eina spítalabygginguna eftir grenndarkynningu. 24.7.2007 20:11 Hús hrundi aðeins augnablikum eftir rýmingu Byggingaeftirlitsmanni á Azoreyjum leist svo illa á hús sem hann fór framhjá að hann fékk lögregluna til þess að rýma það. Og það var eins gott. Aðeins nokkrum augnablikum eftir að síðasti íbúinn fór út úr húsinu hrundi það til grunna. 24.7.2007 20:03 Mannskæð hitabylgja í Ungverjalandi og víðar í Suður-Evrópu Um 500 dauðsföll í Ungverjalandi síðastliðna viku eru rakin til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir Suður-Evrópu. Þetta er mesta mannfall vegna hita í landinu um margra ára skeið. Um 30 manns í nágrannalandinu Rúmeníu hafa einnig látið lífið í hitabylgjunni. 24.7.2007 19:51 5 ára sonur gæti bjargað flóttamanni Framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að flóttamaður frá Darfur héraði í Súdan, sem á fimm mánaða son en hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi, geti kært úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Ákvæði í lögum heimilar manninum að dvelja hér á landi hafi hann sérstök fjölskyldutengsl við landið. 24.7.2007 19:16 Mótmælendur í lífshættu við álverið í Straumsvík Þrettán manns voru handteknir eftir mótmæli samtakanna Saving Iceland við álverið í Straumsvík í dag. Lögregla segir hóp fólksins hafa verið handtekin af öryggisástæðum, þar sem fólkið hafi hreinlega verið í lífshættu er það hljóp inná svæðið við kerskála álversins. 24.7.2007 19:12 Göng til Eyja munu kosta 50-80 milljarða króna Vestmannaeyjagöng munu kosta á bilinu fimmtíu til áttatíu milljarða króna, samkvæmt nýrri skýrslu íslenskrar verkfræðistofu. Í skýrslunni er það talið álitamál hvort réttlætanlegt sé að grafa jarðgöng á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið er. 24.7.2007 18:59 Auðmenn að safna jörðum á Íslandi Sverrir Kristinsson, varaformaður Félags fasteignasala,segir að íbúafjölgun í Reykjavík nú sé sú mesta í hálfa öld. Þetta sé einn af meginþáttunum sem orsakað hafa mikla hækkun á húsnæði í höfuðborginni. Sverrir segir að eignamenn séu að safna jörðum og verð á þeim og lendum hafi því hækkað mikið. 24.7.2007 18:45 Tveir á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í gærkvöldi en bílar þeirra mældust á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu í Breiðholti. Annar ökumannanna er 17 ára og nýkominn með bílpróf en hinn er á fertugsaldri. 24.7.2007 18:33 Vonlítið að veiða ýsukvótann segja sjómenn fyrir vestan Sjómenn á Vestfjörðum telja nánast vonlaust að veiða ýsukvótann sem þeim hefur verið úthlutað því mikið af þorski komi með sem þeim verður ekki heimilt að veiða. 24.7.2007 18:30 Umhverfissinni smíðar flugvél í frístundum og spilar á fullvaxið pípuorgel í bílskúrnum Einn helsti baráttumaður gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár er þúsund þjala smiðurinn Ólafur Sigurjónsson í Forsæti. Á meðan hann berst ekki gegn áformum Landsvirkjunar leikur hann á pípuorgel ættað úr Landakirkju í Vestmannaeyjum í bílskúrnum sínum og hann smíðar líka flugvél. 24.7.2007 18:30 Talið að mótmælendur gætu verið í hættu Óttast var um öryggi mótmælendanna sem handteknir voru við álver Alcan í Straumsvík. Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan eitt í dag. Talið var að þeir sem fóru inn á svæðið gætu verið í alvarlegri hættu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. 24.7.2007 18:08 Sjá næstu 50 fréttir
Da Silva hreinsar til í flugmálum Brasilíu Luiz Inacio da Silva, forseti Brasilíu, ætlar sér að skipta um ráðherra flugmála vegna slyssins sem varð þar í landi í síðustu viku. Nærri 200 manns létu lífið þegar farþegaþota rann útaf flugbraut á flugvellinum í Sao Paulo og hafnaði á bensínstöð. 25.7.2007 13:45
Nígerísk stjórnvöld höfða mál gegn Pfizer Nígerísk stjórnvöld hafa lagt fram formlega kæru gegn bandaríska lyfjarisanum Pfizer vegna lyfjaprófanna sem fram fóru í ríkinu Kanó í norðurhluta Nígeríu árið 1996. 25.7.2007 13:23
Dýrasti bíll landsins Bíll af tegundinni Bugatti Veyron 16,4 sem er auglýstur til sölu hér á landi kostar rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Þetta er dýrasti skráði bíllinn á söluvefnum bílasölur.is sem er sameiginlegur gagnagrunnur flestra bílasala á landinu. Næst dýrasti bíllinn á söluvefnum kostar rúmar 46 milljónir. 25.7.2007 13:06
Þriðja þjóðverjanum rænt í Afghanistan Þriðja þjóðverjanum á einni viku var rænt í Afghanistan í morgun. Um helgina fannst lík annars þjóðverja sem rænt var í síðustu viku af Talibönum sem krefjast þess að þýsk og suður-kóresk stjórnvöld sendi herlið sín tafarlaust frá Afghanistan og að talibanar í afgönskum fangelsum verði leystir úr haldi. 25.7.2007 13:05
Kjalvegur illa farinn Syðri hluti Kjalvegar er illa farinn eftir þurrka síðustu misseri. Vegurinn er heflaður á vorin en síðan er lítið sem ekkert viðhald á honum yfir sumartímann. Dæmi eru um að akstur yfir Kjöl taki hátt í fimm klukkustundir. 25.7.2007 13:02
Hitabylgja í SA-Evrópu veldur miklum skaða Talið er að allt að fimm hundruð manns hafi látist í Ungverjalandi af völdum hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir landið síðustu daga með um og yfir 40 stiga hita. Dauðsföll í nágrannaríkjunum í sunnanverðri Evrópu eru einnig rakin til hitannna og víða loga skógareldar vegna þurrka. 25.7.2007 12:58
Minningarathöfn um Einar Odd Minningarathöfn verður í Hallgrímskirkju í dag um Einar Odd Kristjánsson alþingismann, sem varð bráðkvaddur í síðustu viku. Sérstakt aukablað með minningargreinum um Einar Odd fylgir Morgunblaðinu í dag. 25.7.2007 12:47
Búist við að flóð nái hámarki næsta sólarhring Svo virðist sem verstu flóð í Englandi síðastliðin 60 ár séu að ná hámarki. Stór svæði eru þó enn undir vatni og meira en 350 þúsund íbúar á flóðasvæðunum eru enn án neysluhæfs drykkjarvatns. 25.7.2007 12:35
Sprengja sprakk á leið Tour de France Lítil sprening varð um hádegisbil á spænska legg Tour de France hjólreiðakeppninnar. Stuttu áður hafði maður sem kynnti sig sem meðlim ETA, basknesku aðskilnaðarsamtakanna, hringt í vegagerðina á Spáni og fullyrt að hópurinn hefði sett sprengjur við hluta leiðarinnar. Enginn særðist í sprengingunni og keppnin hélt áfram án áfalla. 25.7.2007 12:26
Jónína S. Lárusdóttir verður ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins Viðskiptaráðherra hefur skipað Jónínu S. Lárusdóttur í starf ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Jónína tekur við starfinu um næstu mánaðamót. 25.7.2007 12:25
Þarf sérstök björgunargöng samhliða Eyjagöngum Grafa þyrfti sérstök björgunargöng upp á tugi milljarða króna, samhliða Vestmannaeyjagöngunum, ef farið yrði eftir reglum Evrópusambandsins um öryggi í löngum jarðgöngum. 25.7.2007 12:14
Metafkoma hjá Kaupþingi Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins. Hagnaður bankans eftir skatta var tæpir fjörutíu og sjö milljarðar króna. Eignir hafa vaxið og eru nú meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. 25.7.2007 11:59
Búlgaría afpöntuð ókeypis Norsk ferðaskrifstofa hefur ákveðið að leyfa ungum viðskiptavinum sínum að afpanta ferðir til Búlgaríu sér að kostnaðarlausu. Fjölmargar fréttir hafa borist um nauðganir og önnur ofbeldisverk gegn Norrænum unglingum í baðstrandarbænum Sunny Beach á Svartahafsströnd landsins. 25.7.2007 11:23
Snæfellsbær tapar 2 milljörðum vegna niðurskurðar á þorskkvóta Snæfellsbær verður af rúmum 2 milljörðum króna vegna niðurskurðar á aflaheimildum í þorski á næsta fiskveiðiári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarráði Snæfellsbæjar. Ráðið telur einboðið að aðgerðirnar muni hafa mikil neikvæð áhrif á samfélagið. 25.7.2007 11:02
Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot með fréttinni. 25.7.2007 10:50
Alcan ætlar að kæra mótmælendur Alcan ætlar að kæra þá meðlimi samtakanna Saving Iceland sem mótmæltu við álver fyrirtækisins í Straumsvík í gær. Fjármálastjóri fyrirtækisins segir lögfræðinga fyrirtækisins vera vinna í málinu. 25.7.2007 10:41
Starfsfólk BBC á námskeið til að læra að segja satt Yfir 16 þúsund starfsmenn breska ríkissjónvarpsins BBC hafa verið sendir á námskeið þar sem þeir eiga að læra að segja satt. Þetta var ákveðið eftir að upplýst var um stórfelldar falsanir í útvarps- og sjónvarpsþáttum þar sem fé var safnað. 25.7.2007 10:23
Stofnandi Facebook sakaður um að hafa stolið hugmyndinni Tengslavefurinn Facebook á nú yfir höfði sér málsókn frá stofnendum annars tengslavefs, ConnectU. Þeir segja stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, hafa stolið hugmyndinni frá sér á meðan þau voru saman við nám í Harvard háskóla. 25.7.2007 10:14
Kæra múslimskan frambjóðanda fyrir landráð Þingmaður íhaldsflokksins í Danmörku hefur kært Asma Abdol Hamíd frambjóðanda Einingarflokksins fyrir landráð fyrir að réttlæta árásir vígamanna á danska hermenn í Írak. Hún líkir þeim við andspyrnuhreyfingu Dana gegn þjóðverjum í síðari heimstyrjöldinni, sem danskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum vísa á bug. Allt að sex ára fangelsi getur legið við landráði í danmörku. Eins og greint hefur verið frá stefna Danir að því að kalla herlið sitt heim frá írak í næsta mánuði. 25.7.2007 09:09
250 heimili í Oxford rýmd Íbúum 250 heimila í Oxford var gert að yfirgefa þau í nótt, en borgin er sú síðasta til að verða fyrir barðinu á flóðunum sem geysað hafa á Englandi undanfarna daga. 25.7.2007 09:07
Gordon Brown vill lengja tímann sem halda má grunuðum hryðjuverkamönnum án ákæru Forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, íhugar að lengja þann tíma sem halda má grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að ákæra þá, í allt að 56 daga. Þetta er tvöfaldur sá tími sem nú er. 25.7.2007 09:04
Danir hafa mismikið álit á fólki eftir hreimi Danir hafa minna álit á fólki sem tala dönsku með miðausturlenskum hreim en öðrum. Berlingske tiderne greinir frá þessu. Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla báðu fólk að leggja mat á persónuleika 16 manns út frá því hvernig það las stuttan danskan texta. Þeir sem þóttu tala með miðausturlenskum hreim voru álitnir vitlausir og óáreiðanlegir, á meðan norðuevrópskur hreimur var tengdur við sjálfstæði, metnað og áreiðanleika. Þeir sem lásu textann voru allir með háskólamenntun og töluðu málfræðilega rétta dönsku. 25.7.2007 08:49
Fimm fjallgöngumenn frjósa í hel í Ölpunum Fimm fjallgöngumenn urðu úti í Ölpunum aðfaranótt þriðjudags. Lík fjögurra fundust frosin í fjögur þúsund metra hæð á Mont Blanc, og eins á Monte Rosa. Þá dvelur illa kalin þýsk kona á spítala í Zermann í Sviss. Slæmt veður gerði björgunarmönnum erfitt fyrir að ná til fólksins. Sjaldgæft er að svo margir verði úti á einum degi í Ölpunum. 25.7.2007 08:48
Fjárframlög aukin vegna flóðanna Breska ríkisstjórnin ætlar að auka fjárframlög um 10 milljónir punda vegna fóðanna sem herja á landið . Ákvörðunin var tekin eftir að ljóst varð að um 350 þúsund manns verða án hreins vatns í allt að tvær vikur. 24.7.2007 23:16
Íslendingar heimsmeistarar í gervigreind Íslenskur hugbúnaður bar sigur úr býtum í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada. Keppninni lauk í gær eftir úrslitaleik hugbúnaðar frá Háskólanum í Reykjavík gegn Háskólanum í Kaliforníu, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum og í öðru sæti í fyrra. 24.7.2007 23:03
Aðgerðum Saving Iceland mótmælt Undirskriftarsöfnun hefur verið hrundið af stað á netinu þar sem þess er krafist að samtökin Saving Iceland hætti ólöglegum eignarspjöllum, umferðartöfum og skerðingu ferðafrelsis. 24.7.2007 22:15
Samgönguráðherra Bretlands lofar úrbótum á lestarsamgöngum Ruth Kelly, samgönguráðherra Bretlands, hefur greint frá því að milljörðum punda verði varið til að bæta lestarsamgöngur í landinu. En samgöngurnar anna sem stendur ekki eftirspurn. Aðgerðirnar eiga að stuðla að stærri og öflugri járnbrautum sem geta flutt allt að helmingi fleiri farþega fyrir 2030. 24.7.2007 21:12
Heilbrigðisstarfsfólkið náðað Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu. 24.7.2007 20:42
Íbúar við Thamesá varaðir við flóðum Óttast er að enn fleiri hús verði flóðunum í Bretlandi að bráð á morgun, þegar flóðbylgjur berast niðureftir Thamesánni. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem myndi enn auka á vatnsflauminn. 24.7.2007 20:37
Bensín lækkar loks Það er sagt að sum fyrirtæki hækki um leið og krónan veikist en birgðastaða þeirra virðist alltaf mikil þegar krónan styrkist. Dollarinn hefur nú um nokkurt skeið verið undir 60 krónum og var marga farið að lengja eftir lækkun ýmissa vara, til dæmis bensíns. 24.7.2007 20:30
Metár í ferðamennsku Það er staðfest, þetta er besta ferðaár frá upphafi. Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt, en hver eru næstu skref í þessum geira? Ísland í dag ræddi við Magnús Oddsson, ferðamálastjóra. 24.7.2007 20:29
Gæludýrin svæfð Fólk lætur frekar svæfa dýrin sín á sumrin en á öðrum árstíma og töluvert fleiri kettir á vergangi koma inn í Kattholt. Ísland í dag hitti dýralækni og formann Kattavinafélagsins til að ræða þessi mál. 24.7.2007 20:24
Þjófavarnir Innbrotsþjófar eru margir útsjónarsamir og nýta sér sumarfríin til þess að láta greipar sópa um híbýli fólks. Sumir eru með öflugt öryggiskerfi til þess að fæla burt óboðna gesti en ekki hafa allir efni á slíku. En ýmislegt er þó hægt að gera til þess að halda óprúttnum þjófum í fjarlægð. 24.7.2007 20:19
Annríki hjá lögreglu vegna fíkniefnamála Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sautján ára piltur var stöðvaður við akstur í Háleitishverfi í gærmorgun. Hann var í annarlegu ástandi og á vettvangi fundust ætluð fíkniefni. 24.7.2007 20:18
Öldruðum, fötluðum og deyjandi úthýst Yfirlæknir öldrunarmála á Landspítalanum segir að ekki sé gert ráð fyrir öldruðum, fötluðum eða deyjandi sjúklingum í líknarmeðferð á nýju hátæknisjúkrahúsi. Engin skýr svör hafi fengist en ákveðið hafi verið að þessir hópar fengju ekki inni þegar lækka þurfti eina spítalabygginguna eftir grenndarkynningu. 24.7.2007 20:11
Hús hrundi aðeins augnablikum eftir rýmingu Byggingaeftirlitsmanni á Azoreyjum leist svo illa á hús sem hann fór framhjá að hann fékk lögregluna til þess að rýma það. Og það var eins gott. Aðeins nokkrum augnablikum eftir að síðasti íbúinn fór út úr húsinu hrundi það til grunna. 24.7.2007 20:03
Mannskæð hitabylgja í Ungverjalandi og víðar í Suður-Evrópu Um 500 dauðsföll í Ungverjalandi síðastliðna viku eru rakin til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir Suður-Evrópu. Þetta er mesta mannfall vegna hita í landinu um margra ára skeið. Um 30 manns í nágrannalandinu Rúmeníu hafa einnig látið lífið í hitabylgjunni. 24.7.2007 19:51
5 ára sonur gæti bjargað flóttamanni Framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að flóttamaður frá Darfur héraði í Súdan, sem á fimm mánaða son en hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi, geti kært úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Ákvæði í lögum heimilar manninum að dvelja hér á landi hafi hann sérstök fjölskyldutengsl við landið. 24.7.2007 19:16
Mótmælendur í lífshættu við álverið í Straumsvík Þrettán manns voru handteknir eftir mótmæli samtakanna Saving Iceland við álverið í Straumsvík í dag. Lögregla segir hóp fólksins hafa verið handtekin af öryggisástæðum, þar sem fólkið hafi hreinlega verið í lífshættu er það hljóp inná svæðið við kerskála álversins. 24.7.2007 19:12
Göng til Eyja munu kosta 50-80 milljarða króna Vestmannaeyjagöng munu kosta á bilinu fimmtíu til áttatíu milljarða króna, samkvæmt nýrri skýrslu íslenskrar verkfræðistofu. Í skýrslunni er það talið álitamál hvort réttlætanlegt sé að grafa jarðgöng á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið er. 24.7.2007 18:59
Auðmenn að safna jörðum á Íslandi Sverrir Kristinsson, varaformaður Félags fasteignasala,segir að íbúafjölgun í Reykjavík nú sé sú mesta í hálfa öld. Þetta sé einn af meginþáttunum sem orsakað hafa mikla hækkun á húsnæði í höfuðborginni. Sverrir segir að eignamenn séu að safna jörðum og verð á þeim og lendum hafi því hækkað mikið. 24.7.2007 18:45
Tveir á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í gærkvöldi en bílar þeirra mældust á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu í Breiðholti. Annar ökumannanna er 17 ára og nýkominn með bílpróf en hinn er á fertugsaldri. 24.7.2007 18:33
Vonlítið að veiða ýsukvótann segja sjómenn fyrir vestan Sjómenn á Vestfjörðum telja nánast vonlaust að veiða ýsukvótann sem þeim hefur verið úthlutað því mikið af þorski komi með sem þeim verður ekki heimilt að veiða. 24.7.2007 18:30
Umhverfissinni smíðar flugvél í frístundum og spilar á fullvaxið pípuorgel í bílskúrnum Einn helsti baráttumaður gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár er þúsund þjala smiðurinn Ólafur Sigurjónsson í Forsæti. Á meðan hann berst ekki gegn áformum Landsvirkjunar leikur hann á pípuorgel ættað úr Landakirkju í Vestmannaeyjum í bílskúrnum sínum og hann smíðar líka flugvél. 24.7.2007 18:30
Talið að mótmælendur gætu verið í hættu Óttast var um öryggi mótmælendanna sem handteknir voru við álver Alcan í Straumsvík. Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan eitt í dag. Talið var að þeir sem fóru inn á svæðið gætu verið í alvarlegri hættu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. 24.7.2007 18:08
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent