Kjalvegur illa farinn 25. júlí 2007 13:02 Syðri hluti Kjalvegar er illa farinn eftir þurrka síðustu misseri. Vegurinn er heflaður á vorin en síðan er lítið sem ekkert viðhald á honum yfir sumartímann. Dæmi eru um að akstur yfir Kjöl taki hátt í fimm klukkustundir. Þeir sem hafa lagt leið sína um Kjalveg að undanförnu hafa orðið verulega varir við þetta. Vegurinn er líkastur þvottabretti á köflum og á öðrum stöðum eru sprungur í honum sem í safnast vatn sem mynda eins konar læki. Þá er hann víða stórgrýttur og eru dæmi um að ferðin yfir Kjöl hafi tekið allt að fimm klukkustundir. Þrátt fyrir það er vegurinn sagður fólksbílafær á upplýsingavef Vegagerðarinnar. Staðarhaldari á Hveravöllum tekur undir mat Vegagerðarinnar en segir fólk verða að gera sér grein fyrir því að ekki sé hægt að aka hratt um veginn. Kjalvegur er um 200 kílómetra langur og miðað við 5 klukkustunda akstur þá geta þeir sem ætla að aka þarna um gert ráð fyrir að aka á 40 kílómetra meðalhraða á klukkustund. Þegar fréttastofa hafði samband við Vegagerðina í morgun fengust þær upplýsingar að þar sem Kjalvegur sé skilgreindur sem hálendisvegur þá er hann aðeins heflaður á vorin en síðan ekki söguna meir fyrr en að sumri loknu þrátt fyrir að vegurinn sé nokkuð fjölfarinn yfir sumartímann. Hins vegar var ákveðið að fara og kanna ástand vegarins núna vegna fjölda ábendinga að undanförnu um ástand hans. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru nú á staðnum og verður ákvörðun um hvort ástæða sé til aðgerða eður ei tekin í framhaldi af þeirri skoðun. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
Syðri hluti Kjalvegar er illa farinn eftir þurrka síðustu misseri. Vegurinn er heflaður á vorin en síðan er lítið sem ekkert viðhald á honum yfir sumartímann. Dæmi eru um að akstur yfir Kjöl taki hátt í fimm klukkustundir. Þeir sem hafa lagt leið sína um Kjalveg að undanförnu hafa orðið verulega varir við þetta. Vegurinn er líkastur þvottabretti á köflum og á öðrum stöðum eru sprungur í honum sem í safnast vatn sem mynda eins konar læki. Þá er hann víða stórgrýttur og eru dæmi um að ferðin yfir Kjöl hafi tekið allt að fimm klukkustundir. Þrátt fyrir það er vegurinn sagður fólksbílafær á upplýsingavef Vegagerðarinnar. Staðarhaldari á Hveravöllum tekur undir mat Vegagerðarinnar en segir fólk verða að gera sér grein fyrir því að ekki sé hægt að aka hratt um veginn. Kjalvegur er um 200 kílómetra langur og miðað við 5 klukkustunda akstur þá geta þeir sem ætla að aka þarna um gert ráð fyrir að aka á 40 kílómetra meðalhraða á klukkustund. Þegar fréttastofa hafði samband við Vegagerðina í morgun fengust þær upplýsingar að þar sem Kjalvegur sé skilgreindur sem hálendisvegur þá er hann aðeins heflaður á vorin en síðan ekki söguna meir fyrr en að sumri loknu þrátt fyrir að vegurinn sé nokkuð fjölfarinn yfir sumartímann. Hins vegar var ákveðið að fara og kanna ástand vegarins núna vegna fjölda ábendinga að undanförnu um ástand hans. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru nú á staðnum og verður ákvörðun um hvort ástæða sé til aðgerða eður ei tekin í framhaldi af þeirri skoðun.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira