Fleiri fréttir Nokkur eldfjöll líkleg til að gjósa Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls benda til þess að eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Ómögulegt er þó að segja til um hvar eða hvenær næsta eldgos á Íslandi verður. 23.7.2007 18:30 Vill að Hagstofan fari með verðlagseftirlit Finnur Árnason, Forstjóri Haga er hlynntur rafrænum verðkönnunum en segist ekki sjá fyrir sér að hægt verði að fylgjast með verðþróun dag frá degi. Hagar funduðu með Hagstofunni í lok júní þar sem þeir viðruðu þá hugmynd sína að veita Hagstofunni aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins. Finnur segir eðlilegra að Hagstofan fari með verðlagseftirlit fremur en ASÍ eða Neytendastofa. 23.7.2007 18:30 Áreitti flugfreyjur og hótaði þeim Ofurölvaður flugdólgur, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í gærmorgun frá Bandaríkjunum, á yfir höfði sér himin háar sektir og janfvel fangelsisdóm. Maðurinn veittist meðal annars að flugfreyjum og brást ókvæða við þegar lögregla hugðist ræða við hann. 23.7.2007 18:04 Næturferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar Vegagerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eimskip að fleiri næturferðir verði farnar milli lands og Eyja um verslunarmennahelgi en nú þegar hefur verið ákveðið. Þetta kemur fram í skeyti sem Elliða Vignissyni barst frá Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra í dag. 23.7.2007 17:57 Ódýrara er auga en augu Erlingur Brynjúlfsson hefur um nokkurt skeið rannsakað tölvusjón. Markmiðið er að geta búið til þrívíddarlíkön með einni venjulegri myndavél og reiknislíkani. 23.7.2007 17:30 Lögregluembættin greiða ekki kostnað við aukið umferðaeftirlit Embætti ríkislögreglustjóra áréttar vegna frétta, um að aukið umferðareftirlit sé kostnaðarsamt fyrir lögreglembætti landsins, að þau beri ekki kostnað sem til fellur vegna aukins umferðareftirlits á vegum landsins. 23.7.2007 17:27 Allur pakkinn í Sony Center Breytingar gerðar á starfsemi Sony Center í Kringlunni. Til stendur að auka úrval svokallaðra „high-end" vara og auka um leið þjónustu. 23.7.2007 16:30 Írakar reyna að setja niður deilur sínar Fimm helstu stjórnmálaleiðtogar Íraks munu setjast saman á fund í þessari viku til þess að reyna að binda enda á það pólitíska neyðarástand sem hefur lamað þjóðina í marga mánuði. Þar munu hittast leiðtogar kúrda og sjía og súnní múslima. Þeir munu meðal annars ræða um skiptingu á tekjum af olíuframleiðslu og um yfirráðasvæði hvers hóps fyrir sig. 23.7.2007 16:17 Réttindalaus á níræðisaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina réttindalausan ökumann á níræðisaldri. Hann var sá elsti af sautján réttindalausum ökumönnum sem voru stöðvaðir í bænum um helgina. En flestir hinna eru á þrítugs- eða fertugsaldri. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Fimmtán þeirra voru karlar og tvær konur. Fimm hinna réttindalausu reyndust jafnframt vera ölvaðir og tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 23.7.2007 16:11 Skotið, klippt og upphalað beint Talið er að nýi Samsung SCH-B750-farsíminn verði búinn ýmsum spennandi eiginleikum, meðal annars getunni til að taka upp hreyfimyndir, klippa þær og upphala á netið án milligöngu tölvu. 23.7.2007 14:26 Lúkas kominn heim Hundurinn Lúkas er kominn heim heill á húfi. Egnt var fyrir hann með æti og náðist hann í felligildru í morgun. Hann hefur verið týndur frá því í maí og hinar furðulegustu sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Lögreglan á Akureyri rannsakaði meðal annars meint dráp á honum, þangað til að sást til hans sprellifandi í hlíðunum fyrir ofan Akureyri á dögunum. 23.7.2007 14:22 21 stútur undir stýri um helgina Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, ellefu á laugardag, sjö á sunnudag og einn í nótt. Sextán voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru sextán karlar og fimm konur. Fjórar kvennanna eru um tvítugt en ein er rúmlega hálffertug. Tæplega þriðjungur karlanna er undir tvítugu. Þar af eru tveir 17 ára en annar þeirra var á stolnum bíl. 23.7.2007 14:21 Gordon Brown útilokar ekki hernað gegn Íran Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að hervaldi verði beitt til þess að fá Íran til þess að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu. Hann telur hinsvegar að refsiaðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt muni duga til þess að fá Írana ofan af fyrirætlunum sínum. 23.7.2007 14:17 Kvartað yfir reykjandi veitingahúsagestum Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lögreglu vegna háreysti gesta sem bregða sér út af veitingastöðum til að reykja. En eins og kunnugt er hefur verið bannað að reykja innandyra á öldurhúsum frá 1. júní. Í dagbók lögreglu kemur fram að hún hafi verið að benda gestgjöfunum á að það er bannað að hafa með sér áfengi út úr veitingahúsum, jafnvel þó það sé „bara" út á gangstétt. Lögreglan mun herða eftirlit með þessari hegðan gesta. 23.7.2007 14:13 Ekkert bendir til að handtökuskipun hafi verið gefin út Ræðismaður Íslands á Möltu segir ekkert benda til þess að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur skipstjóranum á Eyborginni. Ekkert bendir heldur til þess að yfirvöld á Möltu vilji ná tali af Ólafi Ragnarssyni skipstjóra Eyborgar. 23.7.2007 13:59 Libya heimtar hátt lausnargjald fyrir hjúkrunarfólk Libya vill fá fullt stjórnmálasamband við ríki Evrópusambandsins í skiptum fyrir fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestinskan lækni sem hafa verið þar í fangelsi í átta ár. Þau eru sökuð um að hafa vísvitandi smitað yfir 400 libysk börn af eyðni og voru dæmd til dauða. Libyumenn krefjast einnig hárra skaðabóta og efnahagsaðstoðar. 23.7.2007 12:56 Þúsundir heimila á rafmagns og drykkjarvatns í Englandi Hátt í fimmtíu þúsund heimili eru án rafmagns og fjöldi fólks er án drykkjarvatns eftir miklar rigningar og flóð í vesturhluta Englands. Talið er að tryggingafélögin geti á endanum staðið frammi fyrir því að þurfa að greiða út hátt í tvö hundruð og fimmtíu milljarða króna í bætur vegna flóðanna. 23.7.2007 12:48 Flokkur Erdogans vann stórsigur í kosningum í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrklands ætlar að halda áfram endurbótum í landinu og vinna að inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið. Flokkur Erdogans forsætisráðherra vann sigur í þingkosningum í Tyrklandi í gær. 23.7.2007 12:44 Miklar líkur á eldgosi á næstunni Miklar líkur eru á að eldgos verði á Íslandi á næstunni, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.. Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og aðrar eru í startholunum. Jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls gætu allt eins bent til eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju. 23.7.2007 12:34 Skemmdir unnar á bílum á Selfossi Nokkuð hefur verið um að skemmdir séu unnar á bílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Í síðustu viku bárust lögreglunni fjórar tilkynningar þar sem búið var að rispa lakk á bílum. Þá var umferðarmerkjum að verðmæti um 200 þúsund krónum stolið um helgina. 23.7.2007 12:26 Tvær bílveltur í Borgarfirði í morgun Tvær bílveltur urðu í morgun í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Flytja þurfti þrjá á slysadeild með minniháttar meiðsl. Báðir bílarnir eru gjörónýtir að sögn lögreglu. 23.7.2007 11:30 Flugfélag til sölu -ódýrt Ítalir eru nú svo örvæntingafullir að þeir eru tilbúnir til þess að selja ríkisflugfélagið Alitalia hverjum sem er, hvort sem það eru Eskimóar eða Kínverjar. Evrópuráðherra landsins, Emma Bonino lét þessi orð falla á blaðamannafundi þar sem fjallað var um flugfélagið. 23.7.2007 11:09 Fjallað um Ísland í virtu bandarísku ferðatímariti Fjallað er ítarlega um Norðurland og Vestfirði í nýjasta tölublaði bandaríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. Greinin er 13 síður að lengd og er auglýsingaverðmæti umfjöllunarinnar metið á um 5,5 milljónir króna. 23.7.2007 10:19 Matís leitar að óþekktum örverum Matís tekur nú þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum sem hafa það að markmiði að finna óþekktar örverutegundir sem má nota í líftækni. Sérstakur bræðslubor var notaður til að bora í gegnum þrjúhundruð metra þykka íshellu til að komast að lóninu. Aðstæður eru einstakar, því lón undir íshellu jökla eru mjög sjaldgæf og þar má finna mjög einangruð og vel varðveitt vistkerfi. 23.7.2007 10:15 Svindlað á íslenskum gististöðum Dæmi eru um að erlendir aðilar reyni að svindla á gististöðum hérlendis og hafa af þeim fé. Um er ræða svindl þar sem notast er við stolin greiðslukort eða bankaávísunum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur sent út sérstaka viðvörun vegna þessa. 23.7.2007 09:54 Krefjast þess að Múlavirkjun verði lagfærð Svo kann að fara að Múlavirkjun valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár og Baulárvallavatns að mati Landverndar, landgræðslu og umhverfisverndarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau krefjast þess að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Segja þau að lög hafi verið brotin. 23.7.2007 09:30 Lögreglan lýsir eftir vitni að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitni að umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi við Úlfarsá í gærmorgun. Ekið var á reiðhjólamann með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á slysadeild. 23.7.2007 09:02 Forsetafrú Frakklands reynir að frelsa sex heilbrigðisstarfsemnn Sendinefnd frá Evrópusambandinu og Cecilia Sarkozy, eiginkona forseta Frakklands, héldu í morgun til Líbíu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að sleppa sex heilbrigðisstarfsmönnum sem þar eru í haldi. Fólkið hefur verið fangelsi í Líbíu síðan 1999 en það er sakað um að hafa sýkt 460 börn með HIV-smituðu blóði. 23.7.2007 08:45 Tíu láta lífið í sprengjuárásum í Bagdad Að minnsta kosti tíu létu lífið og fimmtán særðust í tveimur sprengjuárásum í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunum var komið fyrir í bílum og sprakk önnur þeirra fyrir framan stjórnarskrifstofu en hin við fjölfarna verslunargötu. 23.7.2007 08:30 Fyrrverandi konungur Afganistan látinn Fyrrverandi konungur Afganistan, Mohammad Zahir Shah, lést í morgun 92 ára að aldri. Shah var konungur Afgana í fjörtíu ár eða frá árinu 1933 til 1973 þegar hann var settur frá völdum. 23.7.2007 08:10 Herflugvél hrapar Einn maður lét lífið þegar indónesísk herflugvél hrapaði á eyjunni Java í morgun aðeins mínútum eftir að hún hafði farið á loft. Vélin sem er orrustuvél af gerðinni OV-10 Bronco fór niður skammt frá flugvellinum í borginni Malanga á austurhluta Jövu. 23.7.2007 08:07 Fundu líkamsleifar barna og fóstra Lögreglan á Indlandi fann í morgun um þrjátíu poka sem innhéldu líkamsleifar ungra barna og kvenkynsfóstra.Pokarnir fundust í brunni skammt frá einkarekinni læknamiðstöð í Orissa héraði. 23.7.2007 08:03 Ölvaður í flugi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í morgun karlmann sem var að koma úr flugi frá Bandaríkjunum. Að sögn lögreglunnar var maðurinn mjög ölvaður og lét ófriðlega. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. 22.7.2007 21:15 Stöðvaður á 192 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður á 192 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Strandarheiði um tvöleytið í dag. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og má búast við hárri sekt. 22.7.2007 20:45 Íranir og Bandaríkjamenn funda um stöðuna í Írak Bandarískir og íranskir stjórnarerindrekar munu funda um stöðu Íraks í Bagdad í næstu viku, samkvæmt heimildum CNN fréttastofunnar. 22.7.2007 20:42 Fimm skotnir til bana í Fíladelfíu í dag Fimm voru skotnir til bana á innan við sex klukkustundum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum fyrr í dag. Þrír hinna látnu voru myrtir á öldurhúsi í nágrenni við heimili þeirra. Alls hafa 232 verið myrtir í Fíladelfíu það sem af er ári og hafa ekki verið framin fleiri morð í meira en áratug. Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásanna í dag. 22.7.2007 19:54 Jóns Vigfússonar minnst í Vestmannaeyjum Í dag var minnst hundrað ára ártíðar Jóns Vigfússonar í Vestmannaeyjum og björgunar áhafnarinnar af vélbátnum Sigríði. Aðkoma Jóns að björgun áhafnarinnar telst til meiriháttar björgunarafreka á Íslandi. 22.7.2007 19:43 Hómer og fjölskylda mætt til Vermont Heimabær Hómers, Marge, Barts, Lísu og Maggie, Springfield í Vermont í Bandaríkjunum, var valinn gestgjafi frumsýningar kvikmyndarinnar um fjölskylduna vinsælu, The Simpsons Movie. 22.7.2007 19:40 Óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi Allt stefnir í að ráðandi stjórnmálaflokkur Tyrklands, íslamski AK flokkur Erdogan forsætisráðherra, hljóti sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt nýjustu tölum er flokkurinn nú með þriðjung atkvæða, en í fyrstu talningu var flokkurinn með tæp fimmtíu og tvö prósent atkvæða. 22.7.2007 19:37 Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22.7.2007 19:35 Talíbanar enn með Suður-Kóreumenn í haldi Varnarmálaráðherra Afghanistans sagði í dag að svæðið sem talið er að Talibanar haldi tuttugu og þremur suður Kóreumönnum hafi verið umkringt. Talibanar hafa framlengt fresti Suður Kóreumanna til að draga herlið sitt til baka frá Afghanistan. 22.7.2007 19:32 Flóð víða um heim Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. 22.7.2007 19:26 Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi. 22.7.2007 19:20 Krúttlegir bolabítar Mannfólkið er ekki það eina sem notið hefur veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu því það hafa dýr einnig gert. Þessir litlu bolabítshvolpar skemmtu sér í það minnsta ljómandi vel í blíðviðrinu þegar fréttastofu bar að garði að heimili þeirra í Hafnarfirði í dag. 22.7.2007 18:44 Vísitala gosverðs framtíðin? Forstjóri Neytendastofu vill auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð og að verð verslana verði sótt í gagnagrunna þeirra og þaðan miðlað til neytenda. Þannig gætu neytendur auðveldlega séð hvar og hvenær sé ódýrast að versla. 22.7.2007 18:39 Sjá næstu 50 fréttir
Nokkur eldfjöll líkleg til að gjósa Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls benda til þess að eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Ómögulegt er þó að segja til um hvar eða hvenær næsta eldgos á Íslandi verður. 23.7.2007 18:30
Vill að Hagstofan fari með verðlagseftirlit Finnur Árnason, Forstjóri Haga er hlynntur rafrænum verðkönnunum en segist ekki sjá fyrir sér að hægt verði að fylgjast með verðþróun dag frá degi. Hagar funduðu með Hagstofunni í lok júní þar sem þeir viðruðu þá hugmynd sína að veita Hagstofunni aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins. Finnur segir eðlilegra að Hagstofan fari með verðlagseftirlit fremur en ASÍ eða Neytendastofa. 23.7.2007 18:30
Áreitti flugfreyjur og hótaði þeim Ofurölvaður flugdólgur, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í gærmorgun frá Bandaríkjunum, á yfir höfði sér himin háar sektir og janfvel fangelsisdóm. Maðurinn veittist meðal annars að flugfreyjum og brást ókvæða við þegar lögregla hugðist ræða við hann. 23.7.2007 18:04
Næturferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar Vegagerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eimskip að fleiri næturferðir verði farnar milli lands og Eyja um verslunarmennahelgi en nú þegar hefur verið ákveðið. Þetta kemur fram í skeyti sem Elliða Vignissyni barst frá Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra í dag. 23.7.2007 17:57
Ódýrara er auga en augu Erlingur Brynjúlfsson hefur um nokkurt skeið rannsakað tölvusjón. Markmiðið er að geta búið til þrívíddarlíkön með einni venjulegri myndavél og reiknislíkani. 23.7.2007 17:30
Lögregluembættin greiða ekki kostnað við aukið umferðaeftirlit Embætti ríkislögreglustjóra áréttar vegna frétta, um að aukið umferðareftirlit sé kostnaðarsamt fyrir lögreglembætti landsins, að þau beri ekki kostnað sem til fellur vegna aukins umferðareftirlits á vegum landsins. 23.7.2007 17:27
Allur pakkinn í Sony Center Breytingar gerðar á starfsemi Sony Center í Kringlunni. Til stendur að auka úrval svokallaðra „high-end" vara og auka um leið þjónustu. 23.7.2007 16:30
Írakar reyna að setja niður deilur sínar Fimm helstu stjórnmálaleiðtogar Íraks munu setjast saman á fund í þessari viku til þess að reyna að binda enda á það pólitíska neyðarástand sem hefur lamað þjóðina í marga mánuði. Þar munu hittast leiðtogar kúrda og sjía og súnní múslima. Þeir munu meðal annars ræða um skiptingu á tekjum af olíuframleiðslu og um yfirráðasvæði hvers hóps fyrir sig. 23.7.2007 16:17
Réttindalaus á níræðisaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina réttindalausan ökumann á níræðisaldri. Hann var sá elsti af sautján réttindalausum ökumönnum sem voru stöðvaðir í bænum um helgina. En flestir hinna eru á þrítugs- eða fertugsaldri. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Fimmtán þeirra voru karlar og tvær konur. Fimm hinna réttindalausu reyndust jafnframt vera ölvaðir og tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 23.7.2007 16:11
Skotið, klippt og upphalað beint Talið er að nýi Samsung SCH-B750-farsíminn verði búinn ýmsum spennandi eiginleikum, meðal annars getunni til að taka upp hreyfimyndir, klippa þær og upphala á netið án milligöngu tölvu. 23.7.2007 14:26
Lúkas kominn heim Hundurinn Lúkas er kominn heim heill á húfi. Egnt var fyrir hann með æti og náðist hann í felligildru í morgun. Hann hefur verið týndur frá því í maí og hinar furðulegustu sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Lögreglan á Akureyri rannsakaði meðal annars meint dráp á honum, þangað til að sást til hans sprellifandi í hlíðunum fyrir ofan Akureyri á dögunum. 23.7.2007 14:22
21 stútur undir stýri um helgina Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, ellefu á laugardag, sjö á sunnudag og einn í nótt. Sextán voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru sextán karlar og fimm konur. Fjórar kvennanna eru um tvítugt en ein er rúmlega hálffertug. Tæplega þriðjungur karlanna er undir tvítugu. Þar af eru tveir 17 ára en annar þeirra var á stolnum bíl. 23.7.2007 14:21
Gordon Brown útilokar ekki hernað gegn Íran Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að hervaldi verði beitt til þess að fá Íran til þess að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu. Hann telur hinsvegar að refsiaðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt muni duga til þess að fá Írana ofan af fyrirætlunum sínum. 23.7.2007 14:17
Kvartað yfir reykjandi veitingahúsagestum Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lögreglu vegna háreysti gesta sem bregða sér út af veitingastöðum til að reykja. En eins og kunnugt er hefur verið bannað að reykja innandyra á öldurhúsum frá 1. júní. Í dagbók lögreglu kemur fram að hún hafi verið að benda gestgjöfunum á að það er bannað að hafa með sér áfengi út úr veitingahúsum, jafnvel þó það sé „bara" út á gangstétt. Lögreglan mun herða eftirlit með þessari hegðan gesta. 23.7.2007 14:13
Ekkert bendir til að handtökuskipun hafi verið gefin út Ræðismaður Íslands á Möltu segir ekkert benda til þess að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur skipstjóranum á Eyborginni. Ekkert bendir heldur til þess að yfirvöld á Möltu vilji ná tali af Ólafi Ragnarssyni skipstjóra Eyborgar. 23.7.2007 13:59
Libya heimtar hátt lausnargjald fyrir hjúkrunarfólk Libya vill fá fullt stjórnmálasamband við ríki Evrópusambandsins í skiptum fyrir fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestinskan lækni sem hafa verið þar í fangelsi í átta ár. Þau eru sökuð um að hafa vísvitandi smitað yfir 400 libysk börn af eyðni og voru dæmd til dauða. Libyumenn krefjast einnig hárra skaðabóta og efnahagsaðstoðar. 23.7.2007 12:56
Þúsundir heimila á rafmagns og drykkjarvatns í Englandi Hátt í fimmtíu þúsund heimili eru án rafmagns og fjöldi fólks er án drykkjarvatns eftir miklar rigningar og flóð í vesturhluta Englands. Talið er að tryggingafélögin geti á endanum staðið frammi fyrir því að þurfa að greiða út hátt í tvö hundruð og fimmtíu milljarða króna í bætur vegna flóðanna. 23.7.2007 12:48
Flokkur Erdogans vann stórsigur í kosningum í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrklands ætlar að halda áfram endurbótum í landinu og vinna að inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið. Flokkur Erdogans forsætisráðherra vann sigur í þingkosningum í Tyrklandi í gær. 23.7.2007 12:44
Miklar líkur á eldgosi á næstunni Miklar líkur eru á að eldgos verði á Íslandi á næstunni, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.. Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og aðrar eru í startholunum. Jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls gætu allt eins bent til eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju. 23.7.2007 12:34
Skemmdir unnar á bílum á Selfossi Nokkuð hefur verið um að skemmdir séu unnar á bílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Í síðustu viku bárust lögreglunni fjórar tilkynningar þar sem búið var að rispa lakk á bílum. Þá var umferðarmerkjum að verðmæti um 200 þúsund krónum stolið um helgina. 23.7.2007 12:26
Tvær bílveltur í Borgarfirði í morgun Tvær bílveltur urðu í morgun í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Flytja þurfti þrjá á slysadeild með minniháttar meiðsl. Báðir bílarnir eru gjörónýtir að sögn lögreglu. 23.7.2007 11:30
Flugfélag til sölu -ódýrt Ítalir eru nú svo örvæntingafullir að þeir eru tilbúnir til þess að selja ríkisflugfélagið Alitalia hverjum sem er, hvort sem það eru Eskimóar eða Kínverjar. Evrópuráðherra landsins, Emma Bonino lét þessi orð falla á blaðamannafundi þar sem fjallað var um flugfélagið. 23.7.2007 11:09
Fjallað um Ísland í virtu bandarísku ferðatímariti Fjallað er ítarlega um Norðurland og Vestfirði í nýjasta tölublaði bandaríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. Greinin er 13 síður að lengd og er auglýsingaverðmæti umfjöllunarinnar metið á um 5,5 milljónir króna. 23.7.2007 10:19
Matís leitar að óþekktum örverum Matís tekur nú þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum sem hafa það að markmiði að finna óþekktar örverutegundir sem má nota í líftækni. Sérstakur bræðslubor var notaður til að bora í gegnum þrjúhundruð metra þykka íshellu til að komast að lóninu. Aðstæður eru einstakar, því lón undir íshellu jökla eru mjög sjaldgæf og þar má finna mjög einangruð og vel varðveitt vistkerfi. 23.7.2007 10:15
Svindlað á íslenskum gististöðum Dæmi eru um að erlendir aðilar reyni að svindla á gististöðum hérlendis og hafa af þeim fé. Um er ræða svindl þar sem notast er við stolin greiðslukort eða bankaávísunum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur sent út sérstaka viðvörun vegna þessa. 23.7.2007 09:54
Krefjast þess að Múlavirkjun verði lagfærð Svo kann að fara að Múlavirkjun valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár og Baulárvallavatns að mati Landverndar, landgræðslu og umhverfisverndarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau krefjast þess að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Segja þau að lög hafi verið brotin. 23.7.2007 09:30
Lögreglan lýsir eftir vitni að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitni að umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi við Úlfarsá í gærmorgun. Ekið var á reiðhjólamann með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á slysadeild. 23.7.2007 09:02
Forsetafrú Frakklands reynir að frelsa sex heilbrigðisstarfsemnn Sendinefnd frá Evrópusambandinu og Cecilia Sarkozy, eiginkona forseta Frakklands, héldu í morgun til Líbíu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að sleppa sex heilbrigðisstarfsmönnum sem þar eru í haldi. Fólkið hefur verið fangelsi í Líbíu síðan 1999 en það er sakað um að hafa sýkt 460 börn með HIV-smituðu blóði. 23.7.2007 08:45
Tíu láta lífið í sprengjuárásum í Bagdad Að minnsta kosti tíu létu lífið og fimmtán særðust í tveimur sprengjuárásum í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunum var komið fyrir í bílum og sprakk önnur þeirra fyrir framan stjórnarskrifstofu en hin við fjölfarna verslunargötu. 23.7.2007 08:30
Fyrrverandi konungur Afganistan látinn Fyrrverandi konungur Afganistan, Mohammad Zahir Shah, lést í morgun 92 ára að aldri. Shah var konungur Afgana í fjörtíu ár eða frá árinu 1933 til 1973 þegar hann var settur frá völdum. 23.7.2007 08:10
Herflugvél hrapar Einn maður lét lífið þegar indónesísk herflugvél hrapaði á eyjunni Java í morgun aðeins mínútum eftir að hún hafði farið á loft. Vélin sem er orrustuvél af gerðinni OV-10 Bronco fór niður skammt frá flugvellinum í borginni Malanga á austurhluta Jövu. 23.7.2007 08:07
Fundu líkamsleifar barna og fóstra Lögreglan á Indlandi fann í morgun um þrjátíu poka sem innhéldu líkamsleifar ungra barna og kvenkynsfóstra.Pokarnir fundust í brunni skammt frá einkarekinni læknamiðstöð í Orissa héraði. 23.7.2007 08:03
Ölvaður í flugi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í morgun karlmann sem var að koma úr flugi frá Bandaríkjunum. Að sögn lögreglunnar var maðurinn mjög ölvaður og lét ófriðlega. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. 22.7.2007 21:15
Stöðvaður á 192 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður á 192 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Strandarheiði um tvöleytið í dag. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og má búast við hárri sekt. 22.7.2007 20:45
Íranir og Bandaríkjamenn funda um stöðuna í Írak Bandarískir og íranskir stjórnarerindrekar munu funda um stöðu Íraks í Bagdad í næstu viku, samkvæmt heimildum CNN fréttastofunnar. 22.7.2007 20:42
Fimm skotnir til bana í Fíladelfíu í dag Fimm voru skotnir til bana á innan við sex klukkustundum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum fyrr í dag. Þrír hinna látnu voru myrtir á öldurhúsi í nágrenni við heimili þeirra. Alls hafa 232 verið myrtir í Fíladelfíu það sem af er ári og hafa ekki verið framin fleiri morð í meira en áratug. Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásanna í dag. 22.7.2007 19:54
Jóns Vigfússonar minnst í Vestmannaeyjum Í dag var minnst hundrað ára ártíðar Jóns Vigfússonar í Vestmannaeyjum og björgunar áhafnarinnar af vélbátnum Sigríði. Aðkoma Jóns að björgun áhafnarinnar telst til meiriháttar björgunarafreka á Íslandi. 22.7.2007 19:43
Hómer og fjölskylda mætt til Vermont Heimabær Hómers, Marge, Barts, Lísu og Maggie, Springfield í Vermont í Bandaríkjunum, var valinn gestgjafi frumsýningar kvikmyndarinnar um fjölskylduna vinsælu, The Simpsons Movie. 22.7.2007 19:40
Óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi Allt stefnir í að ráðandi stjórnmálaflokkur Tyrklands, íslamski AK flokkur Erdogan forsætisráðherra, hljóti sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt nýjustu tölum er flokkurinn nú með þriðjung atkvæða, en í fyrstu talningu var flokkurinn með tæp fimmtíu og tvö prósent atkvæða. 22.7.2007 19:37
Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22.7.2007 19:35
Talíbanar enn með Suður-Kóreumenn í haldi Varnarmálaráðherra Afghanistans sagði í dag að svæðið sem talið er að Talibanar haldi tuttugu og þremur suður Kóreumönnum hafi verið umkringt. Talibanar hafa framlengt fresti Suður Kóreumanna til að draga herlið sitt til baka frá Afghanistan. 22.7.2007 19:32
Flóð víða um heim Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. 22.7.2007 19:26
Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi. 22.7.2007 19:20
Krúttlegir bolabítar Mannfólkið er ekki það eina sem notið hefur veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu því það hafa dýr einnig gert. Þessir litlu bolabítshvolpar skemmtu sér í það minnsta ljómandi vel í blíðviðrinu þegar fréttastofu bar að garði að heimili þeirra í Hafnarfirði í dag. 22.7.2007 18:44
Vísitala gosverðs framtíðin? Forstjóri Neytendastofu vill auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð og að verð verslana verði sótt í gagnagrunna þeirra og þaðan miðlað til neytenda. Þannig gætu neytendur auðveldlega séð hvar og hvenær sé ódýrast að versla. 22.7.2007 18:39