Fleiri fréttir

Sveinn hættir í bæjarráði Akraness

Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akraneskaupstaðar, lét af störfum í dag. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Í hans stað kemur framsóknarmaður.

Sýrlendingar tilbúnir til friðarviðræðna við Ísrael

Sýrlendingar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Ahmad Arnous, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að þeir væru reiðubúnir til að tala við Ísraela á grundvelli Madridar ályktunarinnar. Í henni er kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi fyrir friðarsamninga.

Háskóli Íslands kemur best út í stjórnsýsluúttekt á íslenskum háskólum

Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla.

Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin

Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl.

Miðborgin hefur mörg sóknarfæri

Miðborgin hefur mörg sóknarfæri til að auka verslun á svæðinu að mati Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Aðeins rétt rúmlega helmingur borgarbúa fer oftar en einu sinni í mánuði í miðborgina til að sækja verslun samkvæmt nýbirtri könnun Capacent Gallup. Vilhjálmur segir tölurnar ekki vera áhyggjuefni og segir frekar um verkefni að ræða.

93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla

Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda.

Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði

Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans.

Íslenskur strætó í Kína

Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning.

Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla

Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn.

Hent fram af 15 hæða húsi

Heiftin í átökum Palestínumanna á Gaza ströndinni er slík að þegar nokkrir Hamas-liðar náðu einum lífvarða Abbasar forseta á sitt vald fóru þeir með hann upp á þak á fimmtán hæða húsi og hentu honum framaf. Liðsmenn Hamas og Fatah láta sér ekki lengur nægja að ráðast á vígi hvers annars heldur eru farnir að sprengja upp heimilin líka.

Aflaheimildir þrjú hundruð fyrirtækja skerðast

Aflaheimildir yfir þrjú hundruð fyrirtækja verða skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Mest skerðist aflaheimild útgerðarfyrirtækisins HB Granda hf. eða um 815 þorskígildistonn. Úthlutun byggðakvóta stendur nú yfir.

Viðgerð hafin á Alþjóðageimstöðinni

Geimskutlan Atlantis er komin á leiðarenda sinn, Alþjóðageimstöðina. Ætlunarverk áhafnarinnar er að halda áfram viðgerðum á stöðinni og hófust þær í dag. Fyrsta verkefnið er að koma nýjum sólarrafhlöðuvængjum í gagnið.

Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa

Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta.

Palestínska heimastjórnin á bláþræði

Líf palestínsku heimastjórnarinnar hangir á bláþræði eftir heiftarlega innbyrðis bardaga í morgun . Hamas samtökin settu þá Fatah úrslitakosti um að rýma samstundis höfuðstöðvar sínar á Gaza ströndinni. Ellegar yrði gerð árás á þær. Sú árás var gerð skömmu síðar. Ekki er vitað um mannfall en tugir manna hafa fallið í bardögum undanfarna daga.

Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar

Ferjum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Kostnaður vegna þessa nemur um 30 milljónum króna.

Bestu skólamjólkurmyndirnar verðlaunaðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu.

Dæmdir í 30 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás

Tveir karlmenn á fertugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samanlagt 30 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Mennirnir réðust á annan mann í ágústmánuði í fyrra og spörkuðu meðal annars í hann liggjandi og lömdu með billjardkjuða í andlitið. Þá var annar maðurinn sviptur ökuleyfi fyrir að hafa ekið bifhjóli á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 60 kílómetrar á klukkustund.

Fangar opna vef

AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra.

Miklar breytingar á Norræna húsinu

Miklar breytingar standa til á innviðum Norræna hússins en húsið verður lokað í sumar. Forstjóri hússins segir að samráð sé haft við Alvar Aalto stofnunina um breytingarnar.

Stendur ekki til að einkavæða Íbúðalánasjóð

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segir að ekki standi til að einkavæða Íbúðalánasjóð eins og sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt til. Ráðherra segist almennt ánægður með niðurstöður nefndarinnar en er sammála því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjaraviðræðum.

Komu í veg fyrir vantrauststillögu

Öldungadeildaþingmenn repúblikana komu í gærkvöldi í veg fyrir að vantrauststilltaga á hendur Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði borin upp á þingi. Ráðherann hefur legið undir ámæli síðan í fyrra þegar hann rak átta ríkissaksóknara. Demókratar segja það hafa verið gert af pólitískum ástæðum en því hafna Repúblíkanar.

Launahækkanir bankastjóra senda fráleit skilaboð

Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu launahækkanir bankastjórnar Seðlabankans á Alþingi í dag. Þeir sögðu bankaráð vera með hækkununum að senda út fráleit skilaboð á tímum þegar óstöðugleiki á vinnumarkaði væri mikill.

35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi

Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk.

Þjóðstjórnin hugsanlega fallin

Leiðtogar Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, ákveða það á næstu klukkustundum hvort gengið verði út úr þjóðstjórn landsins aðeins þremur mánuðum eftir að hún var skipuð. Það var í mars síðastliðnum sem stjórn Fatah og Hamas tók við völdum og var með henni ætlunin að binda enda á átök fylkinganna. Síðan þá hefur komið til bardaga millið liðsmanna hreyfinganna og margir fallið.

Landspítali fær loftdýnur að gjöf

Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200.

Hirðingjar í Namibíu fá vatnsból

Stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur samþykkt að ráðast í að bora fyrir 33 nýjum vatnsbólum í heimkynnum Himba í norðvesturhluta Afríku. Himbar eru hirðingjar sem eru mikið á faraldsfæti með nautgripahjarðir sínar að leita uppi vatn og beitilönd og munu vatnsbólin auka lífsgæðin og gera hirðingjum fært að hafa lengur fasta búsetu en nú tíðkast.

Fatah íhugar stjórnarslit

Talsmaður Fatah sagði fyrir nokkrum mínútum síðan að hreyfingin muni ákveða innan nokkurra klukkustunda hvort að ríkisstjórnarsamstarfi með Fatah verði hætt. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sakaði fyrr í morgun Hamas um að reyna að taka völdin á Gaza með hervaldi.

Nýr framkvæmdastjóri OR

Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar.

Vara við afnámi auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðsins

Varhugavert er að fella niður auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðs Íslands að mati Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Þetta kemur fram umsögn bandalaganna á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Telja þau hætt við að þetta dragi úr gagnsæi við ráðningu opinberra starfsmanna og komi jafnvel í veg fyrir að hæfasti maður sé ráðinn hverju sinni.

Líðan mótorhjólamanns óbreytt

Líðan mannsins sem slasaðist í mótorhjólaslysi á Sunnudagskvöld er óbreytt en manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans að sögn vakthafandi læknis. Slysið átti sér stað á Breiðholtsbrautinni eftir að tveir menn höfðu ekið mótorhjólum sínum á ofsahraða yfir Hellisheiði og sinnt í engu tilmælum lögreglu um að hægja ferðina.

Tekur Blair kaþólska trú ?

Tony Blair mun fara í kveðjuheimsókn í Páfagarð hinn 23. þessa mánaðar, til þess að kveðja Benedikt sextánda páfa. Vangaveltur eru um að hann muni við það tækifæri taka kaþólska trú. Forsætisráðherrann tilheyrir nú ensku biskupakirkjunni.

Krefjast svara um stuðning við stríð í Írak

Stríðið í Írak var rætt í umræðu um störf þingsins á Alþingi í morgun. Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Visntri grænna segja augljóst að engin stefnubreyting hafi orðið í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún harmi stríðið í Írak.

Kynslóðir mætast í trjárækt

Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár.

Hamas hóta árásum á höfuðstöðvar Fatah

Vopnaður armur Hamas samtakanna hótaði því í dag að ráðast á öryggismiðstöðvar sem lúta stjórn Fatah hreyfingarinnar ef hún rýmir þær ekki samstundis. Aldrei áður hefur þvílíkur úrslitakostur verið settur fram í deilu fylkinganna tveggja. Hótunin var gerð í yfirlýsingu sem útvarpað var á útvarpsstöð undir stjórn Hamas.

Leita enn að skemmdarvörgum

Engar upplýsingar hafa borist vegna skemmdarverka sem unnin voru í nýbyggingu á Akranesi í síðasta mánuði. Verktakafyrirtækið hét hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónum í verðlaun.

50 ára ónotaður bíll grafinn upp

Þann 15. júní árið 1957 fagnaði borgin Tulsa í Oklahoma 50 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins var ákveðið að grafa ekta amerískt tímahylki í jörðu. Það skyldi grafið upp aftur þegar borgin ætti 100 ára afmæli. Ekta ameríska tímahylkið var náttúrlega bíll. Glænýr Plymouth Belvedere. Átta gata tryllitæki.

Tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök

Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur ógilt dóm yfir 17 ára ungling sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök af 15 ára stúlku. Saksóknari ríkisins hefur hins vegar áfrýjað niðurstöðu dómarans og vill halda drengnum í fangelsi.

Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf.

Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur.

Átta mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot

Tveir piltar í kringum tvítugt voru dæmdir Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær í annars vegar 8 mánaða fangelsi og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot. Piltarnir voru meðal annars fundnir sekir um þjófnað, vörslu ólöglegs fíkniefnis og fyrir fjársvik.

Hæstiréttur Suður Karólínu hafnar vörn unglingspilts

Hæstiréttur Suður Karólínu í Bandaríkjunum hefur hafnað vörn hins 18 ára gamla Christopher Pittman sem að skaut ömmu sína og afa til bana áður en hann kveikti í húsi þeirra. Pittman framdi ódæðið árið 2001, þegar hann var aðeins 12 ára gamall.

Þjóðaröryggismál að útrýma fátækt

Samtökin One, sem eru baráttusamtök gegn fátækt, vilja að næsti forseti Bandaríkjanna skuldbindi sig til þess að stíga ákveðin skref til þess að draga úr hungri og sjúkdómum og bæta aðgang að menntun og vatni alls staðar í heiminum. Samtökin hafa ákveðið að eyða 30 milljörðum dala til þess að þrýsta á frambjóðendur fyrir bandarísku forsetakosningarnar að einbeita sér að gegn fátækt í heiminum.

Fyrrverandi hermaður fær greiddar bætur

Breskur fyrrverandi hermaður sem lamaðist frá mitti eftir að hafa lent í bílslysi við skyldustörf hefur verið verið dæmdar fjórar milljónir punda í bætur. Maðurinn sem var í Land Rover bifreið sem valt fór í mál við varnarmálaráðuneytið.

Sjá næstu 50 fréttir