Háskóli Íslands kemur best út í stjórnsýsluúttekt á íslenskum háskólum 12. júní 2007 16:39 Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla. Fjórir íslenskir háskólar komu til skoðunar í úttekt Ríkisendurskoðunar. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst. Borin var saman kennsla í viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði á tímabilinu 2003 til 2005. Háskóli Íslands kom best út og var efstur í níu af þeim ellefu atriðum sem horft var til. Háskólinn í Reykjavík kom næst best út en almennt ráku Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst lestina. Vantar fleiri fasta akademíska starfsmenn Samanburður Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að íslensku viðskiptadeildirnar stóðu þeim erlendur að baki þegar horft var til akademískrar stöðu og skilvirkni. Í því vó þyngst að erlendu skólarnir hafa hlutfallslega fleiri fasta akademíska starfsmenn með doktorsgráðu og útskrifa fleiri nemendur miðað við starfsmannafjölda. Vantar skýra afstöðu Þá er vakin athygli á miklum vexti viðskiptafræði og lögfræði hér á landi í skýrslu Ríkisendurskoðunar en nú stunda hlutfallslega mun fleiri nám í viðskiptafræði hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Að mati Ríkisendurskoðunar þykir þetta endurspegla þá staðreynd að stjórnvöld hafi ekki reynt að stýra nemendafjölda einstakra háskólagreina með beinum hætti. Því þurfa stjórnvöld að taka skýrari afstöðu til þess hvernig verja á fjárveitingum til háskóla og taka meðal annars mið af þjóðhagslegri hagkvæmni einstakra námsgreina, kostnaði við þær, eðlilegum nemendafjöld og dreifingu kennslu milli skóla. Er meðal annars bent á að Háskóli Íslands var að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum ódýrari en sá skóli sem var dýrastur. Þarf að draga úr brottfalli nemenda Ennfremur kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að brottfall nemenda úr námi var almennt mun meira hjá ríkisreknu háskólunum en þeim einkareknu. Þurfa stjórnvöld að leita leiða til að draga úr þessu brottfalli svo fjármagn nýtist sem best. Er í því samhengi að mati Ríkisendurskoðunar eðlilegt að huga að því hvort takmarka eigi inntöku nemenda frekar.Sjá úttekt Ríkisendurskoðunar í heild hér að neðan. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla. Fjórir íslenskir háskólar komu til skoðunar í úttekt Ríkisendurskoðunar. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst. Borin var saman kennsla í viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði á tímabilinu 2003 til 2005. Háskóli Íslands kom best út og var efstur í níu af þeim ellefu atriðum sem horft var til. Háskólinn í Reykjavík kom næst best út en almennt ráku Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst lestina. Vantar fleiri fasta akademíska starfsmenn Samanburður Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að íslensku viðskiptadeildirnar stóðu þeim erlendur að baki þegar horft var til akademískrar stöðu og skilvirkni. Í því vó þyngst að erlendu skólarnir hafa hlutfallslega fleiri fasta akademíska starfsmenn með doktorsgráðu og útskrifa fleiri nemendur miðað við starfsmannafjölda. Vantar skýra afstöðu Þá er vakin athygli á miklum vexti viðskiptafræði og lögfræði hér á landi í skýrslu Ríkisendurskoðunar en nú stunda hlutfallslega mun fleiri nám í viðskiptafræði hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Að mati Ríkisendurskoðunar þykir þetta endurspegla þá staðreynd að stjórnvöld hafi ekki reynt að stýra nemendafjölda einstakra háskólagreina með beinum hætti. Því þurfa stjórnvöld að taka skýrari afstöðu til þess hvernig verja á fjárveitingum til háskóla og taka meðal annars mið af þjóðhagslegri hagkvæmni einstakra námsgreina, kostnaði við þær, eðlilegum nemendafjöld og dreifingu kennslu milli skóla. Er meðal annars bent á að Háskóli Íslands var að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum ódýrari en sá skóli sem var dýrastur. Þarf að draga úr brottfalli nemenda Ennfremur kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að brottfall nemenda úr námi var almennt mun meira hjá ríkisreknu háskólunum en þeim einkareknu. Þurfa stjórnvöld að leita leiða til að draga úr þessu brottfalli svo fjármagn nýtist sem best. Er í því samhengi að mati Ríkisendurskoðunar eðlilegt að huga að því hvort takmarka eigi inntöku nemenda frekar.Sjá úttekt Ríkisendurskoðunar í heild hér að neðan.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira