Fleiri fréttir

Féll niður tröppu með barn í fanginu

Fertug kona slasaðist um miðjan daginn í gær eftir að hún féll niður tröppu í vesturbæ Reykjavíkur. Konan var með barn sitt fanginu en það sakaði ekki. Nokkuð var um slys á fólki á höfuðborgarsvæðinu í gær en flest voru þau minniháttar.

Sex létust í flugslysi í Perú

Sjö manns komust lífs og sex fórust af þegar perúsk herflugvél hrapaði í skóglendi Amason í norðausturhluta landsins. Flugvélin, sem var nítján sæta De Havilland Twin Otter, fór í loftið í gærkvöld en sambandið rofnaði skömmu síðar við hana.

Bílvelta á Óshlíð

Flytja þurfti konu á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eftir að bíll sem hún ók valt á veginum um Óshlíð laust fyrir klukkan þrjú í dag. Nota þurfti klippur til að ná konunni út úr bifreiðinni.

Hið brjálæðislega bensínverð í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru farnir að venjast hinu brjálæðislega verði sem er á bensíni þar í landi. Lítrinn er farinn að nálgast heilar fimmtíu krónur. Fyrst þegar bensínið byrjaði að hækka voru viðbrögð neytenda harkaleg.

Lögðu 417 þúsund kílómetra að baki

Nýtt met var sett í hinni árlegu hjólakeppni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Hjólað í vinnuna, sem stóð frá 2. til 22. maí. Alls lögðu 6642 þátttakendur frá 409 vinnustöðum ríflega 417 þúsund kílómetra að baki á þessum tíma en það jafngildir rúmum tíu hringjum í kringum jörðina.

Reggie rúllað upp

Tveggja metra langur krókódíll sem hefur læðupokast um fylkisgarð í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum var handsamaður í gær. Það voru skriðdýrasérfræðingar og þjóðgarðsverðir sem yfirbuguðu dýrið eftir mikla glímu.

Boða öflugt umferðareftirlit yfir hvítasunnuhelgi

Allt umferðareftirlit verður aukið yfir hvítasunnuhelgi en meginmarkmiðið er að draga úr hraðakstri og auka umferðaröyryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þá mun embættið leggja sérstaka áherslu á umferðareftirlit í allt sumar.

Fær bætur vegna flutnings í starfi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða hjúkrunarfræðingi hálfa milljón króna í bætur vegna tilfærslu í starfi innan Landspítalans sem var talin íþyngjandi. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu hjúkrunarfræðingsins um að tilfærslan yrði dæmd ógild.

Stofna almenningshlutafélag til kaupa veiðiheimildir

Kanna á möguleikana á því að stofna almenningshlutafélag í Ísafjarðarbæ sem hefur það hlutverk að kaupa veiðiheimildir og tryggja þannig fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Þetta kemur fram í tillögu sem meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram og greint er frá á fréttavef Bæjarins besta.

Nauðlenti eftir býflugnabardaga

Boeing farþegaþota nauðlenti í Bournemoth Bretlandi í dag eftir að hafa flogið í gegnum mikinn sverm af býflugum. Níutíu farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Faros í Portúgal. Vélin var frá flugfélaginu Palmair.

Allt um krókódíla

Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra.

Össur nýr samstarfsráðherra Norðurlanda

Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, hefur tekið við embætti samstarfsráðherra Norðurlanda samkvæmt ákvörðun Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Tekur hann við því embætti af Jónínu Bjartmarz sem hvarf úr stóli umhverfisráðherra í gær.

Sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með glerflösku í andlitið á skemmtistað í Reykjavík í fyrra. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 273 þúsund krónur í skaðabætur.

Gleymdu því góði

Bandaríkin hafa hafnað tilraunum Þjóðverja til þess að fá átta helstu iðnríki heims til þess að fallast á að draga verulega úr úblæstri kolefna. Bandaríkjamenn gera þetta með nokkru offorsi. Þjóðverjar ætluðu að leggja fram tillögur þess efnis á ráðstefnu iðnríkjanna sem hefst í Þýskalandi 6 júní næstkomandi.

Héðinn skrefi frá stórmeistaraáfanga

Alþjóðlegi skákmeistarinn Héðinn Steingrímsson er kominn með aðra höndina á stórmeistaraáfanga eftir að hann gerði jafntefli við ítalska meistarann Luca Shytaj í áttundu og næstsíðustu umferð Capo d'Orso-mótsins á Sardiníu.

Al-Sadr aftur í sviðsljósið í Írak

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega í marga mánuði í Írak. Al-Sadr predikaði við föstudagsbænir í Kufa í austurlhluta Íraks og fordæmdi hersetu Bandaríkjamanna í landinu.

Aung San áfram í fangelsi

Herforingjastjórnin í Myanmar hefur framlengt stofufangelsi yfir andófskonunni Aung San Suu Kyi í eitt ár. Aung San er þekktasti pólitíski fangi Myanmars, sem áður hét Burma. Hún hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels og flokkur hennar vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin og sat sem fastast.

Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði

Tólf verkefni fengu styrk úr Fornleifasjóði í dag en alls bárust sjóðnum 57 umsóknir um styrk. Í ár verður aðeins úthlutað einu sinni úr sjóðnum en heildarupphæð styrkja nam 25 milljónum króna.

Íslandspóstur kolefnisjafnar bíla sína

Íslandspóstur hefur ákveðið að slást í hóp þeirra fyrirtækja sem kolefnisjafna bílaflota sinn. Pósturinn rekur ríflega 120 bíla og ekur þeim nærri 2,8 milljónir kílómetra á ári.

Reið baggamuninn að hann þekkti vafasama fortíð Camerons

Magnús Þorlákur Lúðvíksson, átján ára menntskælingur í MR, bar sigurorð af Pálma Óskarssyni lækni í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð tvö í gærkvöldi. Þar með bar hann fimm milljónir króna úr býtum.

Iðnaðarmenn gagnrýna dóm Hæstaréttar

Hæstiréttur braut á réttindum iðnaðarmanna og sniðgekk réttarvernd heillar iðngreinar þegar hann sýknaði ríkið af kröfu ljósmyndara þessa efnis að þeir einir megi taka myndir í íslensk vegabréf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samtökum iðnaðarins. Þeir gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar harðlega.

Valgerður vill verða varaformaður

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Strandsiglingar frá Akureyri

Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna.

Koma síldarinnar kann að valda núningi við Norðmenn

Síld úr Norsk-íslenska síldarstofninum er nú í mun ríkari mæli innan íslensku efnahagslögsögunnar en verið hefur um áratuga skeið. Þessi hegðan hennar kann að valda núningi í samskiptum norskra og íslenskra stjórnvalda.

Rætt um fyrstu mál á þingi á ríkisstjórnarfundi

Á fyrsta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnarinnar í morgun voru rædd þau þingmál sem leggja á fyrir suamrþing sem kemur saman á fimmtudag. Forsætisráðherra segir að þar verði lögð fram mál sem snúa að öldruðum og börnum í samræmi við stefnyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Eldur í sjónvarpsturninum í Moskvu

Eldur kom upp á svölum í Ostankino-sjónvarpsturninum í Moskvu í morgun án þess þó að nokkurn sakaði. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC kviknaði eldurinn eftir að neisti frá logsuðutæki komst í einangrun.

Persson viðurkennir að hafa brotið lög

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur viðurkennt að hafa brotið lög við byggingu herragarðs í austurhluta Svíþjóðar. Með því viðurkenna brotin sleppur Persson við að vera dreginn fyrir dóm en í staðinn verður hann sektaður um litla fjárhæð.

Verkfall á Nyhedsavisen

Blaðamenn á Nyhedsavisen í Danmörku lögðu í dag niður vinnu vegna brottrekstrar átta samstarfsmanna. Það sem helst fer fyrir brjóstið á blaðamönnunum er að útgefendurnir lögðu þagnarskyldu á trúnaðarmenn starfsmanna og neituðu að tjá sig eða semja um uppsagnirnar.

Þungir dómar fyrir Kóka Kóla stuld

Þrír fyrrverandi starfsmenn Kóka Kóla verksmiðjanna hafa verið dæmdir í háar fjársektir og til langrar fangelsisvistar fyrir að reyna að selja Pepsí verksmiðjunum uppskriftina af kókinu. Pepsí lét keppinautinn vita af tilboðinu og var alríkislögreglan þá kölluð til.

Krapi og skafrenningur á Holtavörðuheiði

Vegagerðin varar við miklum krapa og skafrenningi á Holtavörðuheiði. Þá er víða hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og á Vatnsskarði og Þverárfjalli.

Valgerður gefur kost á sér í varaformannsembættið

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu í morgun.

Lögreglustjórinn rændur

Bíræfinn vasaþjófur stal veski lögreglustjórans í Osló síðastliðinn mánudag. Lögreglustjórinn var þá á leið tilm útlanda og var í flugvallarlestinni ásamt eiginkonu sinni. Anstein Gjengedal grunar hóp af fólki sem var um borð í lestinni og virtist vera með farangur út um allt.

Sameiginleg sjálfsmorðstilraun

Tvær franskar unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi á Korsíku eftir að hafa stokkið út um glugga á heimilum sínum. Stúlkurnar heita Florence og Christina og eru 14 og 15 ára að aldri. Þær stukku nær samtímis út um gluggana, önnur á annari hæð en hin á þriðju.

Játar að hafa dregið að sér fé

Fyrrum gjaldkeri Starfsmannafélags Norðuráls hefur játað fyrir stjórn félagsins að hafa dregið að sér fé úr sjóðum þess. Talið er að maðurinn hafa stolið allt að tveimur milljónum króna.

Bandaríkjaþing samþykkir fjárveitingafrumvarp vegna stríðs í Írak

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti nú í kvöld frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins en miklar deilur hafa staðið um frumvarpið á milli forsetans og demókrata sem eru í meirihluta á þinginu. Ekki er að finna í frumvarpinu tímamörk sem tilgreina hvenær bandaríkjamenn hverfa frá Írak.

Bandaríkjamenn senda Líbönskum stjórnarhermönnum vopn

Líbanskar hersveitir sem eiga í höggi við íslömsk öfgasveitir eiga von á vopnasendingu frá bandaríska hernum á næstu dögum. Enn geysa harðir bardagar í landinu og í tilkynningu frá samtökunum Fatah al-Islam sem barst í dag, er sprengjuárásum á vestræna skóla í landinu hótað, gefist hermenn stjórnarinnar ekki upp.

Grænar grundir á Trafalgar torgi

Þeir sem hafa heimsótt London vita að á Trafalgar torgi er lítið um gróður, hvað þá rennisléttar grasflatir sem myndu sóma sér vel á golfvelli. Þannig er þó umhorfs á torginu í dag þó að breytingin sé aðeins tímabundin.

Rusl sem datt af bíl olli árekstri

Árekstur varð á Sæbraut upp úr klukkan sex í dag. Óhappið varð með þeim hætti að rusl datt af bíl sem var á ferð. Bílinn sem ók á eftir snarhemlaði til þess að keyra ekki á ruslið sem og sá næsti en ekki vildi betur til en svo að þriðji bíllinn sem kom á eftir ók aftan á ökumanninn sem reynt hafði að forðast árekstur.

18 ára menntaskólanemi er Meistarinn

Það var menntskælingurinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem fór með sigur af hólmi í Meistaranum, spurningaþættinum á Stöð 2, en úrslitaþættinum lauk nú rétt í þessu. Magnús er aðeins 18 ára gamall, hann er yngsti þáttakandinn í sögu kepninnar og þar af leiðandi yngsti sigurvegarinn.

Sjá næstu 50 fréttir