Fleiri fréttir

Fillon verður forsætisráðherra

Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að Francois Fillon verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn sinni. Fillon er einn af hægrihandarmönnum Sarkozy og búist er við því að hann taki við embætti síðar í dag. Sarkozy ætlar sér að útnefna afganginn af ríkisstjórn sinni á morgun. Hann hefur lofað að fækka ráðherrum í 15 og að um helmingur þeirra verði konur.

25 féllu á Gaza í gær

25 féllu í átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gazaströndinni í gær og hafa því yfir 40 látið lífið í bardögum síðustu sex daga. Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Ismael Haniyeh ætluðu að halda neyðarfund um stöðuna í dag en ekki er öruggt að af honum verði.

Kyn fóstra greint eftir sex vikur

Hægt er að greina kyn fósturs eftir aðeins sex vikna meðgöngu með nýlegri tækni sem gagnrýnendur segja hafa í för með sér alvarlegar siðferðislegar spurningar.

Járnbrautarlestir fóru á milli Norður- og Suður-Kóreu

Tvær járnbrautarlestir, önnur frá Norður-Kóreu með fimmtíu manns innanborðs, hin frá Suður-Kóreu með hundrað manns innanborðs, fóru yfir landamæri ríkjanna í morgun. Þetta eru fyrstu lestarsamgöngur á milli ríkjanna tveggja frá því að Kóreustríðið hófst árið 1950.

Gordon Brown sjálfkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður sjálfkjörinn til leiðtogaembættis Verkamannaflokksins. Í gærkvöld rann út framboðsfresturinn en engum nema Brown tókst að safna þeim 45 þingmönnum á stuðningsmannalista sem tilskilinn er.

Rólegt um land allt í nótt

Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu.

Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf

Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna.

Sýknaður af morðákæru

Herdómsstóll í Washington sýknaði í gær bandarískan hermann, Calvin Hill ákærum um að hafa myrt félaga sinn á varnarsvæðinu, hina tvítugu Ashley Turner, á Miðnesheiði 14. ágúst 2005. Morðið var framið átta dögum áður en Turner átti að bera vitni gegn Hill í þjófnaðarmáli, en honum var þar gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga.

Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine

Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum.

Blása af kenningu um ísöld í N-Evrópu

Loftslagsfræðingar sem óttast hafa að hlýnun loftslags gæti haft þau þverstæðu áhrif að loftslag í Norðvestur Evrópu yrði kaldara, eru nú hættir að hafa áhyggjur af því. Á tímabili var því haldið fram að möguleiki væri á lítill ísöld á svæðinu. Sú kenning hefur tekið bólfestu í huga almennings segir í New York Times í dag.

Uppgötva gen sem örvar hárvöxt

Hingað til hefur því verið trúað að ekki væri hægt að laga skemmda hársekki sem hætt hafa að framleiða hár. Lið vísindamanna í Háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa þróað nýjar hárfrumur í músum. Þeir segja að hægt sé að örva hárvöxt með einu geni.

Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði

Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld.

Vissi ekki að hann var á 155 km

Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum.

Stjórnarskrá ESB er brýnt verkefni

Nicolas Sarkosy forseti Frakklands sagði í dag að brýnt væri að koma Evrópusambandinu úr stjórnarskrárlegri „lömun.“ Ummælin lét hann falla á fundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Berlín. Þjóðverjar fara með formennsku í Evrópusambandinu og G8 hópnum.

Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi

Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi.

Gordon Brown verður næsti forsætisráðherra Breta

Sky sjónvarpsstöðin skýrði frá því fyrir stundu að Gordon Brown yrði næsti forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins. Þetta varð ljóst þegar Andrew MacKinlay, einn þingmanna flokksins, tilkynnti að hann styddi Brown. Fjármálaráðherrann hefur þá fengið 308 stuðningsatkvæði sem nægja til að tryggja honum sætið án þess að keppninautar hans hafi möguleika.

Litla hafmeyjan máluð rauð

Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar.

Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði

Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu.

Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið.

Engir úrslitakostir settir um stóriðjustopp

Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum. Steingrímur taldi þó í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag flest benda til að þess ríkisstjórnarflokkarnir endurnýi samstarf sitt.

Útstrikanir og ofríki í krafti auðs

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Stungið undan Framsókn um helgina?

Margir spyrja hvort atburðarásin eftir þingkosningarnar vorið 1995, þegar Davíð Oddsson skipti Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður, kunni að endurtaka sig nú. Kringumstæður í stjórnmálunum nú eru að mörgu leyti líkar.

Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum

Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag.

Formennirnir halda áfram viðræðum

Formenn stjórnarflokkanna hafa hist á tveimur fundum í Stjórnarráðinu í dag til að ræða um endurnýjun samstarfsins. Forysta Framsóknarflokksins kannar samhliða hvort meirihlutastuðningur sé meðal 150 miðstjórnarmanna flokksins við það að hann haldi áfram stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki.

55 geðsjúkir heimilislausir

Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest.

Sarkozy farinn til fundar við Merkel

Nicolas Sarkozy sór embættiseið sem forseti Frakklands í dag. Í innsetningarræðu sinni kvaðst hann ætla að efla þjóðareiningu og blása í glæður efnahagslífsins. Búist er við að nýi forsetinn skipi ríkisstjórn sína á morgun

Varmársamtökin fordæma skemmdarverk

Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra.

Búist við afsögn Wolfowitz í dag

Stjórn Alþjóðabankans leggur nú lokahönd á áætlun sem auðveldar Paul Wolfowitz bankastjóra að komast frá starfi sínu sem fyrst án þess að hljóta mikinn álitshnekki. Búist er við að Wolfowitz segi af sér seinna í dag vegna tilrauna hans til þess að fá stöðu- og launahækkun fyrir ástkonu sína sem vinnur hjá bankanum. Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Bræðravíg Palestínumanna halda áfram

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur verið hvattur til að lýsa yfir neyðarástandi eftir að að minnsta kosti sextán manns féllu í innbyrðis átökum Palestínumanna í dag. Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa fallið í bardögum síðan á föstudag. Það eru Fatah samtök Abbas og Hamas samtökin sem berast á banaspjót.

Formenn stjórnarflokkanna funda

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu stuttan fund í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Er þetta í annað skipti sem formennirnir hittast í dag en þeir funduðu einnig fyrir hádegi.

Rússar vildu eyða kjarnorkuveri Ísraela

Tveir ísraelskir rithöfundar halda því fram í nýrri bók að Sovétríkin hafi hrint sex daga stríðinu af stað, til þess að geta eyðilagt kjarnorkuvopnabúr Ísraels. Vopnin hafi snúist í höndum Rússa þegar Ísraelar gersigruðu heri Arabaríkjanna á ótrúlega skömmum tíma.

Þrettán ára undir stýri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrettán ára stúlku í gærkvöld sem hafði sest undir stýri á bíl og ekið á annan bíl.

Harry prins ekki sendur til Íraks

Harry Bretaprins verður ekki sendur á vegum breska hersins til Íraks eins og til stóð. Þetta hefur Sky-sjónvarpsstöðin eftir heimildarmönnum sínum. Eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky er ástæðan sú að hann er „segull á heilaga stríðsmenn."

Sömdu um gagnkvæma aðstoð í bráðatilvikum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands sömdu í dag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð við slysum, eldsvoðum og öðrum bráðatilvikum þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman.

Fingralangur golfari staðinn að verki

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær handtekinn eftir að hann reyndi að stela golfkylfu úr verslun í Smáralindinni. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri að kaupa golfbolta og vildi vera viss um að þeir pössuðu við kylfuna. Alls voru sjö einstaklingar staðnir að búðarhnupli á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá var tilkynnt um eitt innbrot í Breiðholti.

Hóta árásum á París

Herskár íslamskur hópur hefur hótað árásum á París á næstu dögum í kjölfar þess að Nicolas Sarkozy varð forseti Frakklands. Hópurinn nefnist herdeild Abous Hafs Al-Masris og kennir sig við fyrrverandi leiðtoga al-Qaida í Afganistan.

Heini fær sjónina aftur og hittir mömmu sína

Hinn átta mánaða gamli blindi nashyrningur Heini hefur nú fengið hluta sjónar sinnar aftur. Fyrir tveimur vikum fór hann í augnaðgerð sem gekk vel. Mikil eftirvænting ríkti þegar hann hitti hjörð sína aftur eftir aðgerðina. Ef hún myndi hafna honum væri lífið svo gott sem búið fyrir Heini.

Gætið ykkar á Aquanetworld

Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki.

Vísar ásökunum Jóhannesar á bug

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ásakanir Jóhannesar Jónssonar í Bónus, um að hann misnoti embætti sitt úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Stöldrum við - hugsum alvöru málsins.“ Hann segir ásakanir Jóhannesar varpa ljósi á einkennilegan hugarheim og lýsir yfir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir