Fleiri fréttir

Barátta Obama og Clintons hafin

Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu.

Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum

Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu.

700 manna gifting í Belgíu

Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman.

Vatnselgur í vesturbænum

Töluvert af sjó flæddi yfir varnargarða við Ánanaust um klukkan níu í kvöld. Mikill vatnselgur var á hringtorginu fyrir framan JL-Húsið svokallaða. Menn frá Reykjavíkurborg komu síðan á staðinn og sinntu hreinsunarstörfum. Vegagerðin hafði varað við því að niðurföll myndu hugsanlega ekki anna vatnselgnum þar sem enn gæti verið frosið í þeim.

Létu háttsettan uppreisnarmann lausan

Bandaríski herinn þurfti að láta lausan einn helsta aðstoðarmann sjía klerksins Moqtada al-Sadr að beiðni forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ahmed Shibani, sem hafði verið í haldi Bandaríkjamanna í meira en tvö ár, var háttsettur aðstoðarmaður al-Sadr. Al-Sadr er óvinveittur Bandaríkjunum og er leiðtogi Mehdi hersins sem Bandaríkjamenn hafa sagt helstu ógnina við öryggi í Írak.

Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar

Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum.

Starbucks og McCartney: Gott kaffi

Bandaríska kaffifyrirtækið Starbucks hefur sagt frá því að fyrsti tónlistamaðurinn sem skrifar undir hjá nýju plötufyrirtæki þeirra sé Sir Paul McCartney. Fyrirtækið lýsti því yfir í síðustu viku að það myndi brátt leita samninga við listamenn en það hefur áður aðeins gefið út tónlist sem hefur áður komið út.

Írakar ræða við uppreisnarhópa

Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga átt í viðræðum við forvígismenn uppreisnarhópa sem ekki tengjast al-Kaída. Háttsettur starfsmaður stjórnvalda skýrði frá þessu í dag.

Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni

Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir.

Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri.

Kona lést í árekstri

Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll skullu saman rétt austan við Hveragerði um hádegisbil í dag. Þetta er annað banaslysið í umferðinni í ár.

Sláandi að flytja konur inn til að spjalla

Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur Kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í 30 konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla.

83 flugferðum frestað

Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall.

Jón Steinar segist engar siðareglur hafa brotið

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi.

Brasilíufangi fær 3 ára dóm

Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðsson, var í fyrradag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Brasilíu fyrir tilraun til kókaínsmygls. Hann hefur setið í haldi og beðið dóms í tíu mánuði. Dómurinn þykir vægur en fyrirfram átti hann sjálfur von á allt að tuttugu ára fangelsi.

Aldrei fór ég suður

Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar - verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um páskahelgina. Helstu breytingar frá hátíðarhöldunum í fyrra eru að þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming og munu nú spanna tvo daga.

Enginn munur á tá og tönn

Ríkið þyrfti að rúmlega fjórfalda fjárframlög til tannheilsu barna til að verja sama hlutfalli til málaflokksins og fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta myndi þýða útgjaldaaukningu uppá meira en einn og hálfan milljarð á ári. Dósent í barnatannlækningum segir að engin rök séu fyrir því, í velferðarsamfélagi, að gera greinarmun á tá og tönn.

Boðnar 20 milljónir króna í flýtibónus fyrir Ísafjarðarleið

Uppbygging nýs vegar um Tröllatunguheiði, á næstu tveimur árum, styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Takist að opna veginn ári fyrr, eða fyrir 1. september á næsta ári, fær verktakinn tuttugu milljónir króna í flýtibónus.

Barnabætur hækka um fjórðung

Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna.

Lík hermanna vanvirt

Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu.

Chirac styður Sarkozy

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í vor. Yfirlýsingin hefur mikla þýðingu fyrir Sarkozy því grunnt hefur verið á því góða með þeim Chirac undanfarin ár.

Enn barist í Pakistan

Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna.

Varar við árásum á Íran

Æðsti trúarleiðtogi Írana, Ali Khamenei, varaði í dag við því að Íranar myndu hefna allra árása sem á þá yrðu gerðar. Khamenei hefur áður hótað því að Íranar muni ráðast gegn Bandaríkjamönnum ef þeir ráðast gegn kjarnorkuáætlunum landsins. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í tilefni af nýársfagnaði Írana.

Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát

Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið.

Gore varar við loftslagsbreytingum

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, varaði í dag við því að neyðarástand gæti skapast um allan heim ef bandaríska þingið gripi ekki til aðgerða í loftslagsmálum. Þetta sagði hann á fundi með nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag. Hann tók fram að enn væri ekki of seint að koma í veg fyrir hamfarir.

Garðabær er draumasveitarfélag Íslands

Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig.

Útafakstur á Álftanesvegi

Rétt fyrir klukkan þrjú keyrði fólksbíll út af Álftanesvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin að koma af Garðarholtsafleggjaranum sem er um 300 metra frá Bessastöðum. Orsakir þess að ökumaðurinn keyrði beint yfir veginn og út af hinum megin eru ókunnar. Hann var einn í bílnum og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild.

Öskutunna...James Öskutunna

Bresk yfirvöld eru farin að setja örlitlar öryggismyndavélar á öskutunnur, til þess að grípa fólk sem stundar "meiriháttar umhverfisglæpi" eins og veggjakrot og að setja öskutunnurnar út á vitlausum dögum. Hverfisstjórnin í Ealing, í vesturhluta Lundúna, er nýjasta hverfisstjórnin sem hefur keypt njósnamyndavélar í þessu skyni.

Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum

Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM á miðvikudaginn í næstu viku. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum.

Hreinn vill vita hvað Jón Steinar hefur að fela

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, spyr í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér hvað Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hefur að fela í Baugsmálinu. Skeytin halda áfram að ganga á milli þátttakenda í Baugsmálinu.

Önnur hver grænlensk stúlka íhugar sjálfsmorð

Önnur hver unglingsstúlka á Grænlandi hefur íhugað að fremja sjálfsmorð, og einn af hverjum fimm drengjum. Þriðja hver stúlka hefur reynt að fremja sjálfsmorð og tíundi hver drengur. Þetta er niðurstaða könnunar danska heilbrigðisráðuneytisins sem gerð var meðal

Skýrsla um umferðarslys kynnt

Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2006 verður kynnt á fundi í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Nauthólsvík. Talsverð fjölgun varð bæði á banaslysum og slysum almennt í umferðinni á síðasta ári. Farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar og úrræði sem hægt er að grípa til.

Banaslys í Ölfusi - Suðurlandsvegur opinn á ný

Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll rákust saman á rétt austanvið Hveragerði í hádeginu. Konan var ein í bíl sínum og var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni. Flytja þurfti ökumann vörubílsins á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Óveður á heiðum norðanlands

Óveður er á Holtavörðuheið og á Öxnadalsheið, þar er ekkert ferðaveður, að sögn vegagerðarinnar. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku. Varað er við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og á Óshlíð. Vegagerðin biður vegfarendur um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu.

Sænska lögreglan umkringir kjarnorkuver

Sænska lögreglan hefur sett upp vegatálma við Forsmark kjarnorkuverið vegna sprengjuhótunar. Forsmark er í grennd við Uppsali, norðan við Stokkhólm. Lögreglan í Uppsölum hefur beðið um aðstoð sprengjusérfræðinga frá höfuðborginni. Christer Nordström, talsmaður lögreglunnar staðfestir að hótun hafi borist, en gefur ekki frekari upplýsingar að sinni.

Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfinu

Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfi okkar og það yrði jákvæð þróun að færa rekstur þeirra til sveitarfélaganna. Þetta segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann veltir upp tillögu um að lengja skólaskyldualdur í 18 ár. Enn fremur fagnar hann ákvörðun sjálfstæðismanna um tilraunaverkefni með rekstur framhaldsskóla.

Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland

Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár.

Glerbrú yfir Grand Canyon

Mikil brú með glergólfi hefur verið reist á barmi Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og nær hún rúma tuttugu metra fram af brúninni. Þegar litið er í gegnum glergólfið blasir gljúfurbotninn við, einum og hálfum kílómetra fyrir neðan. Tæpast fyrir lofthrædda. Það var bandarískur kaupsýslumaður sem reisti brúna og hún kostaði rúma tvo milljarða króna.

X-Factor gegn kynþáttamisrétti í Smáralind

Í dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Að því tilefni standa nokkur samtök á Íslandi fyrir skemmtun í Smáralind klukkan 17. Þátttakendur í X-Factor koma fram og boðið verður upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem létust í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

Alvarlegt slys lokar Suðurlandsvegi austan Hveragerðis

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hveragerði í hádeginu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er búið að loka Suðurlandsvegi í báðar áttir við Kotströnd. Um er að ræða árekstur jeppa og flutningabíls sem fóru framan á hvorn annan.

Dæmdir fyrir að hálshöggva skólastúlkur

Indónesískur dómstóll dæmdi í morgun þrjá íslamska öfgamenn fyrir að myrða þrjár kristnar skólastúlkur á eynni Sulawesi árið 2005. Mennirnir, eru sagðir tilheyra hinum herskáu samtökum Jemaah Islamiyah. Þeir hálshjuggu stúlkurnar úti á akri og fóru svo með höfuð þeirra í nærliggjandi þorp.

Verkfalli hjá SAS aflýst

Verkfalli flugfreyja og flugþjóna hjá flugfélaginu SAS sem hófst í morgun var aflýst nú fyrir stundu. Alls þurfti að fresta 83 flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli í Danmörku vegna kjaradeilu starfsfólks í farþegarými, alls um 1.600 manns, við vinnuveitendur sína. Enn á eftir að ná sáttum í deilunni en stjórnendur SAS sögðu í morgun að verkfallið væri með öllu ólöglegt.

Sjá næstu 50 fréttir