Fleiri fréttir

Eiga von á liðsauka frá allri Evrópu

Íbúar ungdómshússins í Kaupmannahöfn segja að þeir eigi von á liðsauka allsstaðar að úr Evrópu. Ritt Bjerregård, borgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur stytt frí sitt í Noregi og er á leið til höfuðborgarinnar. Íbúarnir reyna nú að koma af stað óeirðum í öðrum borgarhlutum, þar sem enginn kemst í gegnum

Svifryk beislað með magnesíumklórlausn

Reykjavíkurborg dreyfir nú magnesíumklórlausn um götur borgarinnar í þeim tilgangi að binda svifryk. Rykbindingin hefur gefið góða raun og mælingar sýna að minna er um svifryk eftir notkun efnisins, en áður við svipaðar aðstæður. Um er að ræða 20 prósent magnesíumklórlausn sem er hættulaus.

100 kall í strætó gegn svifryksmengun

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við borgarráð í morgun að það samþykkti að óska eftir við Strætó bs. að fargjald verði lækkað í 100 krónur í marsmánuði. Lækkunin væri tilraun til að sporna gegn svifryksmengun í borginni auk þess að kanna hvort það hefði áhrif á notkun almenningssamgangna.

Áfram hlegið

Íbúum sænska smábæjarins Fjuckby hefur verið synjað um leyfi til þess að breyta nafni bæjarins. Íbúarnir eru 50 talsins og 15 þeirrra voru orðnir svo þreyttir á dónalegum athugasemdum sem þeir fá þegar þeir sögðu hvaðan þeir eru, að þeir sóttu um leyfi til þess að breyta nafninu. Þessar dónalegu athugasemdir tengjast kynferðislegum athöfnum, eins og hægt er að ímynda sér, með tilliti til nafnsins.

Leika sér á ísilögðu Hálslóninu

Vart hefur orðið við að vélsleðamenn hafi verið að stelast inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun til að leika sér á ísilögðu Hálslóninu. Landvirkjun vinnur að því að láta útbúa skilti til að setja upp við helstu leiðir að virkjunarsvæðinu til að vekja athygli á að ferðir þangað séu óheimilar.

Ríkisskattstjóri vill vita meira um hlutafjárkaup

Mál stóru bankanna gegn ríkisskattstjóra verður tekið fyrir í Hæstarétti á morgun. Um er að ræða deilu milli ríkisskattstjóra og Landsbanka Íslands, Glitnis banka og Kaupþings um afhendingu upplýsinga um öll viðskipti með hlutabréf og aðila að þeim viðskiptum.

Gjöld flugmiða séu réttnefni

Flugfélögin Icelandair og Iceland Express hafa óskað eftir að fá frest til að svara erindi talsmanns neytenda varðandi réttmæti gjalda af flugfarþegum. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda hefur óskað eftir því að félögin láti af því að nota hugtakið “gjöld” í tengslum við sölu flugmiða nema um réttnefni sé að ræða.

Krefur Kópavogsbæ um 38 milljónir

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur krefur Kópavogsbæ um bætur fyrir tífalt fleiri tré en bærinn telur sig hafa hróflað við í Heiðmörk. Ekkert bólar enn á framkvæmdaleyfi frá borginni. Skógræktarfélagið krefur bæinn 38 milljónir króna í skaðabætur vegna spjalla á trjágróðri. Tilkvaddir matsemenn skógræktarinnar telja að um þúsund tré, af mismunandi stærðum, geti verið að ræða.

Ofurlaun stjórnarmanna fyrirtækja

Algengt er að laun stjórnarformanna og stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum, sem skráð eru í Kauphöllinni, hafi verið tvö- til þrefölduð á nýafstöðnum aðalfundum félaganna. Viðskiptablaðið geinir frá því að laun stjórnarformanns Glitnis hafi til dæmis tvöfaldast frá því í fyrra og þrefaldast frá árinu áður, og losi nú eina miljón á mánuði.

Flestir vilja Geir

Langflestir landsmenn vilja að Geir Haarde verði áfram forsætisráðherra eftir kosningarnar, þótt stjórnarflokkarnir njóti ekki meirihlutafylgis almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Tæp 48 prósent þeirra, sem tóku afstöðu í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að Geir, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra.

Málflutningur í Baugsmálinu í síðustu viku marsmánaðar

Málflutningur í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu hefst mánudaginn 26. mars og hefur öll sú vika verið tekin frá fyrir hann. Eins og kunnugt er hefur aðalmeðferð í málinu staðið frá því 12. febrúar og samkvæmt áætlun á að ljúka skýrslutöku af vitnum mánudaginn 19. mars.

Raunveruleikaþáttur um Davíð og Viktoríu

Vel verður fylgst með vistaskiptum Beckham-hjónanna sem flytja innan tíðar frá Spáni til Bandaríkjanna þegar knattspyrnukappinn David Beckham gengur til liðs við lið Los Angeles Galaxy frá Real Madríd. Spáð er fjölmiðlafári og hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC samið um að fá að mynda flutninginn og sýna í raunveruleikaþáttaröð.

Hækkar og lækkar

Verð á hlutabréfum í Evrópu hefur hækkað nokkuð þrátt fyrir verðlækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun, þriðja daginn í röð. Verð á hlutabréfum lækkuðu í Asíu og Evrópu í gær og fyrradag og mátti merkja áhrif lækkananna hér á Íslandi. Í morgun hækkaði þó úrvalsvísitalan íslenska um tæp 2% og hækkanir hafa einnig orðið víðar í Evrópu, þar á meðal í Frankfurt, Lundúnum og París.

Unnið framundir morgun við að breyta verðmerkingum

Víða í verslunum voru starfsmenn að vinna framundir morgun við að breyta verðmerkingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti og vörugjöldum í dag. Matvöruverð lækkar í landinu en einnig nær verðlækkunin til veitingahúsa, fjölmiðla og gistihúsa svo eitthvað sé nefnt.

Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka

Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins.

Umsátur á Norðurbrú

Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum.

Kristján Már ráðinn varafréttastjóri

Kristján Már Unnarsson fréttamaður hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni sem hefur tekið við starfi ritstjóra fréttavefsins visir.is. Þórir verður áfram í ritstjórn Kompáss. Kristján Már hefur starfað sem fréttamaður á Stöð 2 frá 1988 en hann hóf fjölmiðlaferil sinn á Dagblaðinu 1980. Fréttastjóri Stöðvar 2 er eftir sem áður Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Pétur Blöndal biðst afsökunar á ummælum

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ, við Guðmund í Byrginu í umræðu um fjárhagsvanda SÁÁ á Alþingi í morgun. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Pétur yrði víttur en hann sá að sér og baðst sjálfur afsökunar á ummælunum.

Dagur umhverfisins tileinkaður hreinni orku

Dagur umhverfisins í ár verður tileinkaður hreinni orku og loftlagsmálum. Haldið er upp á daginn 25. apríl ár hvert en á þeim degi fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti náttúrufræðingur Íslands, árið 1762.

Enn framin mannréttindabrot í Téténíu

Mannréttindaráðherra Evrópuráðsins sakar yfirvöld í Téténíu um að hafa með skipulögðum hætti notað pyntingar til að fá fram játningar við rannsókn glæpa. Ráðherrann, Thomas Hammarberg, er í þriggja daga heimsókn í héraðinu og þar segist hann þegar hafa orðið vitni að merkjum um alvarleg mannréttindabrot.

"Heimskautslöndin unaðslegu" opna í Kaupmannahöfn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnar í dag farandsýningu í Kaupmannahöfn um arfleifð Vilhjálms Stefánssonar heimskautafara. Sýningin verður á Norðurbryggju og ber heitið “Heimskautslöndin unaðslegu”. Bein vefsending verður frá opnuninni á vefslóðinni www.arcticportal.org um klukkan 15 í dag.

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld og kanna kosti þess að taka upp einstaklingsmiðaða persónuafslætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktunum sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst á morgun.

Það er verra veður um helgar

Það vita allir að það rignir meira um helgar en á virkum dögum. Þetta hefur nú verið vísindalega staðfest. Slæmu fréttirnar er að þetta er okkur sjálfum að kenna. Tveir þýskir viðurfræðingar, við háskólann í Karlsruhe hafa skoðað veðurfar á tólf stöðum í Þýskalandi á árunum 1991 til 2005 og hafa komist að því að daglegt líf mannskepnunnar hefur ekki bara langtíma áhrif á veðrið, heldur einnig skammtíma áhrif.

Rífa húsið strax í dag

Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum.

Sjá næstu 50 fréttir