Innlent

Eina örvhenta skytta Dana sögð hafa veikst

Per Leegård fagnar hér sigri á Rússum á dögunum með félögum sínum.
Per Leegård fagnar hér sigri á Rússum á dögunum með félögum sínum. MYND/AP

Danska landsliðið sem mætir því íslenska í kvöld varð fyrir töluverðu áfalli í dag þegar ljóst varð að eina örvhenta skytta liðsins, Per Leegård, gæti ekki verið með vegna veikinda. Þetta þýðir hins vegar að Íslendingurinn í danska landsliðinu, Hans Óttar Lindberg, kemur inn í hópinn en hann spilar í hægra horninu.

Á vef Jótlandspótsins segir að þessi tíðindi geti sett strik í reikninginn hjá danska liðinu því sóknarleikur liðsins hafi ekki gengið vel þegar það hafi spilað án örvhentrar skyttu. Það komi í hlut Anders Oeschsler og Lasse Boesen að leysa Leegård af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×