Vilja þjónustusamning milli SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins 30. janúar 2007 20:00 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að ríkið geti þurft að greiða SÁÁ tvöhundruð og sextíu milljónir vegna hallareksturs á sjúkrastofnunum félagsins árin 2006 og 2007. Ríkisendurskoðun hefur vakið athygli á því að enginn þjónustusamningur sé í gildi við samtökin og mæltist til þess í mars í fyrra að frá því yrði gengið sem allra fyrst. Enginn þjónustusamningur hefur verið í gildi milli SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins þar sem deilt er um kostnað vegna sjúkrastofnana samtakanna. Ragnar Aðalsteinsson hefur unnið lögfræðiálit fyrir samtökin þar sem kemur fram að ríkið megi ekki semja um lögbundna þjónustu fyrir ríkið þannig að halli á viðsemjendur þess. Í áliti Ragnars kemur einnig fram að ríkinu sé óheimilt samkvæmt lögum að semja við aðra um meðferð áfengis og vímuefnasjúklinga, en þá sem hafa til þess menntun og tilskilin leyfi. Í lögfræðiálitinu kemur fram að áfengissjúklingar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum og íslenska ríkinu sé skylt að veita hana, ýmist með því að sinna henni sjálft eða semja við aðra um verkið. Íslenska ríkið hefur valið síðari kostinn að mestu leyti og rekur aðeins eitt meðferðarúrræði, deild 33 A við Landspítalann þar sem dvelja að jafnaði fimmtán áfengissjúklingar og þá helst þeir sem þjást jafnhliða af geðsjúkdómum. SÁÁ hefur því að stærstum hluta annast heilbrigðisþjónustu við áfengissjúklinga, þannig að það uppfylli skilyrði laganna. Eftir því sem fjárframlög eru minni til samtakanna þeim mun minni þjónustu er hægt að veita. Fari svo að SÁÁ loki deildum sínum er ríkinu skylt samkvæmt lögum að taka við sjúklingum þaðan. Ragnar Aðalsteinsson segir að hvorki stjórnarskráin né almenn lög heimili íslenska ríkinu að flytja hluta kostnaðar við meðferð áfengissjúklinga yfir á einkaaðila, en ríkið eigi að hafa eftirlit með einkaaðilum og fylgjast með því að gæði þjónustunnar uppfylli kröfur tímans og þekkingu. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir segir á heimasíðu SÁÁ að hallinn á Vogi sé svo mikil um þessar mundir að SÁÁ eigi aðeins tvo kosti og báða verulega slæma. Að stefna í gjaldþrot eða draga stórkostlega og tilfinnanlega úr læknis og bráðaþjónustu fyrir veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingana. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að ríkið geti þurft að greiða SÁÁ tvöhundruð og sextíu milljónir vegna hallareksturs á sjúkrastofnunum félagsins árin 2006 og 2007. Ríkisendurskoðun hefur vakið athygli á því að enginn þjónustusamningur sé í gildi við samtökin og mæltist til þess í mars í fyrra að frá því yrði gengið sem allra fyrst. Enginn þjónustusamningur hefur verið í gildi milli SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins þar sem deilt er um kostnað vegna sjúkrastofnana samtakanna. Ragnar Aðalsteinsson hefur unnið lögfræðiálit fyrir samtökin þar sem kemur fram að ríkið megi ekki semja um lögbundna þjónustu fyrir ríkið þannig að halli á viðsemjendur þess. Í áliti Ragnars kemur einnig fram að ríkinu sé óheimilt samkvæmt lögum að semja við aðra um meðferð áfengis og vímuefnasjúklinga, en þá sem hafa til þess menntun og tilskilin leyfi. Í lögfræðiálitinu kemur fram að áfengissjúklingar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum og íslenska ríkinu sé skylt að veita hana, ýmist með því að sinna henni sjálft eða semja við aðra um verkið. Íslenska ríkið hefur valið síðari kostinn að mestu leyti og rekur aðeins eitt meðferðarúrræði, deild 33 A við Landspítalann þar sem dvelja að jafnaði fimmtán áfengissjúklingar og þá helst þeir sem þjást jafnhliða af geðsjúkdómum. SÁÁ hefur því að stærstum hluta annast heilbrigðisþjónustu við áfengissjúklinga, þannig að það uppfylli skilyrði laganna. Eftir því sem fjárframlög eru minni til samtakanna þeim mun minni þjónustu er hægt að veita. Fari svo að SÁÁ loki deildum sínum er ríkinu skylt samkvæmt lögum að taka við sjúklingum þaðan. Ragnar Aðalsteinsson segir að hvorki stjórnarskráin né almenn lög heimili íslenska ríkinu að flytja hluta kostnaðar við meðferð áfengissjúklinga yfir á einkaaðila, en ríkið eigi að hafa eftirlit með einkaaðilum og fylgjast með því að gæði þjónustunnar uppfylli kröfur tímans og þekkingu. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir segir á heimasíðu SÁÁ að hallinn á Vogi sé svo mikil um þessar mundir að SÁÁ eigi aðeins tvo kosti og báða verulega slæma. Að stefna í gjaldþrot eða draga stórkostlega og tilfinnanlega úr læknis og bráðaþjónustu fyrir veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingana.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira