Fleiri fréttir Enn óvíst með rekstur þrotabús Ágústs og Flosa Ekkert liggur enn fyrir um framtíð framkvæmda og starfsmanna byggingarfyrirtækisins Ágústs og Flosa á Ísafirði sem úrskurðað var gjaldþrota í Héraðsdómi Vestfjarða á föstudaginn var. 8.1.2007 12:03 Íslendingur lét lífið þegar fallhlífarstökk mistókst Tuttugu og sjö ára íslenskur karlmaður lét lífið í Ástralíu í gær þegar fallhlífarstökk hans úr þyrlu mistókst. 8.1.2007 11:31 Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang. 8.1.2007 11:22 Halastjarna sést frá Íslandi Ný halastjarna birtist óvænt á himni nú eftir áramótin og sést vel með berum augum frá Íslandi kvölds og morgna í dag og næstu daga. Halastjarnan, sem heitir McNaught (eða C/2006 P1), er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins í fyrsta skipti. Búist er við því að hún verði álíka björt á himni og Venus. Ef himinn er heiðskír á hún að sjást fram til 14 janúar í rétt fyrir sólarupprás og rétt eftir sólsetur. Á morgnana sæist hún rétt suður af há-austri rétt yfir sjóndeildarhring. Á kvöldin er hún hins vegar rétt yfir sjóndeildarhreingnum í vesturátt. 8.1.2007 11:15 Nærri 50 teknir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á viku 49 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur fyrstu vikuna í sameinuðu embætti lögreglunnar í Keflavík og Keflavíkurflugvelli undir merkjum Lögreglunnar á Suðurnesjum. 8.1.2007 11:14 Jólagjafir fyrir fimm milljarða handa starfsfólki í Danmörku Dönsk fyrirtæki eyða yfir fimm milljörðum í jólagjafir handa starfsmönnum sínum og hver gjöf kostar að meðatali 4.300 krónur. Þetta sýna niðurstöður danskrar rannsóknar sem vitnað er til í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. 8.1.2007 10:57 Baugsmálið stærsta fjölmiðlamál ársins 2006 Baugsmálið var stærsta fjölmiðlamál síðasta árs samkvæmt könnun sem Gallup Capacent gerði fyrir Fjölmiðlavaktina. Tæplega 43 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðu Baugsmálið það stærsta en þar á eftir koma Kárahnjúkar sem 15 prósent landsmanna telja stærsta stærsta fréttamál síðasta árs. 8.1.2007 10:44 Mannréttindadómstóllinn að kikna undan álagi Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg er að kikna undan heilu fjalli af málum sem eru á biðlista. Forseti dómstólsins segir að hann brjóti sjálfur mannréttindi, með því að afgreiða mál ekki tímanlega. Það hefur tekið upp undir ellefu ár að ljúka sumum málum. 7.1.2007 20:51 Sómalir segjast hafa sigrað islamista Foringi í her Sómalíu segir að þeir séu búnir að brjóta islamska uppreisnarmenn á bak aftur, með aðstoð frá eþíópiska hernum. Islamistarnir höfðu verið hraktir frá flestum héruðum landsins í en áttu enn nokkur vígi í suðurhlutanum, rétt við landamærin að Kenya. 7.1.2007 20:15 Ljósmyndara sleppt á Gaza 7.1.2007 20:03 Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. 7.1.2007 19:30 Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi. 7.1.2007 19:00 Krónan leiðir til verri lífskjara á Íslandi Forstjóri Marels segir að lífskjör muni versna hérlendis, haldi Íslendingar krónunni. Hann undrast hvernig rætt er um Evrópusambandið hér á landi og telur umræðuna ekki samrýmast veruleikanum. Hann spáir því að krónan muni verðleggjast út af markaðnum. 7.1.2007 18:58 Jólatrén sótt heim Nú þegar jólin hafa runnið sitt skeið er víst að margir taka niður jólaskrautið í lok helgarinnar, þar á meðal blessuð jólatrén. Jólatré seldust upp fyrir jólin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og því má búast við gríðarlegu magni trjáa á ruslahaugana. 7.1.2007 18:54 Íslenskur dvergkafbátur seldur til tveggja erlendra sjóherja Tveir erlendir sjóherir, til viðbótar við Bandaríkjaher og kanadíska ríkið, hafa ákveðið að kaupa íslenskan dvergkafbát. Kafbáturinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem tæki sem gagnast til varna gegn hryðjuverkum á hafnarsvæðum. 7.1.2007 18:48 Stækka þarf Hvalfjarðargöngin fyrir árið 2012 Umferð um Hvalfjarðargöngin jókst um tæplega tíu prósent á síðasta ári. Talið er að umferð um göngin verði orðin meiri en þau þola árið 2012. Farið er að huga að stækkun ganganna og ættu tillögur að liggja fyrir innan skamms. 7.1.2007 18:45 Forynjur á álfabrennu Fjölmenni og forynjur skemmtu sér við álfabrennu Bolvíkinga í gærkvöldi. 7.1.2007 18:45 Framdi morð í afbrýðiskasti Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. 7.1.2007 18:45 Ráðherra opin fyrir aukinni veiðiskyldu Sjávarútvegsráðherra vill skoða hvort tilefni sé til að auka veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildunum í framhaldi af sviptingum í sjávarútvegi að undanförnu. Formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins segir veiðiframsalið undirrót vandans í greininni. 7.1.2007 18:30 Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega. 7.1.2007 18:30 Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. 7.1.2007 17:45 Þyrla hrapaði á gesti veitingahúss 7.1.2007 17:29 Fokker með bilaðar bremsur Fokker flugvél Flugfélags Íslands, sem var að koma frá Akureyri, síðdegis, lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, vegna gruns um að einhver bilun væri í bremsum vélarinnar. 7.1.2007 17:05 Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum. 7.1.2007 16:35 Tvær stúlkur börðu með hafnaboltakylfu Tvær unglingsstúlkur, á 15. og 14. aldursári játuðu í gærkvöldi að hafa slegið stúlku á 16. ári í höfuðið með hafnaboltakylfu. Atburðurinn átti sér stað á leikvelli við Ásabraut í Keflavík á tíunda tímanum og hlaut stúlkan skurð á hnakkann. 7.1.2007 16:02 Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás. 7.1.2007 15:35 Jafntefli við Dani 7.1.2007 15:20 Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári. 7.1.2007 14:40 Hitabeltissjúkdómar færast norðar Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega. 7.1.2007 14:22 Tuttugu látnir eftir fangauppreisn Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga. 7.1.2007 14:00 100 högg fyrir hórdómsmyndir Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar. 7.1.2007 13:55 Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. 7.1.2007 13:45 Barak aftur í ísraelska pólitík Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon. 7.1.2007 13:35 Opinberir aðilar búnir að kasta krónunni Opinberir aðilar, bæði ríkisstofnanir og sveitarfélög, hafa kastað krónunni með því að fjármagna verkefni sín í erlendri mynt. Þetta sagði forstjóri Marels, Hörður Arnarson, í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær. Hann segir þetta mikið meiri aðför að krónunni heldur en ákvarðanir banka að gera upp í evrum. 7.1.2007 13:30 Ákvörðun um aftökurnar liggur enn ekki fyrir Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Saddams Hussein, og Awad al-Bander dómari verði hengdir en þeir voru dæmdir til dauða með Saddam. 7.1.2007 13:30 Náttúruperlur spillast vegna nýs Vestfjarðavegar Mikil náttúruverðmæti fara til spillis með nýju vegarstæði Vestfjarðavegar, að mati eins helsta talsmanns landeigenda við Þorskafjörð, Gunnlaugs Péturssonar verkfræðings Hann telur jarðgöng undir Hjallaháls mun betri lausn. Þau yrðu bæði ódýrari og öruggari. 7.1.2007 13:06 Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins. 7.1.2007 13:00 Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. 7.1.2007 12:30 Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. 7.1.2007 12:09 Árlegi fuglatalningadagurinn í dag Hinn árlegi vetrarfuglatalningadagur er í dag. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir fuglatalningunni sem hefur farið fram reglulega í fimmtíu og fimm ár eða frá árinu 1952. 7.1.2007 12:05 Hefur áhyggjur af þróun sjávarútvegsins Kristján Möller alþingismaður lýsir yfir áhyggjum af þróun sjávarútvegs hér á landi þar sem Engey, stærsta skip flotans, er á förum og nýlega var öllum skipverjum Brettings NS sagt upp störfum. 7.1.2007 11:57 Indónesiska þotan enn ófundin 7.1.2007 11:47 Dani myrti fyrrverandi sambýliskonu og tvö börn 32ja ára danskur maður var handtekinn í Sønderborg í Danmörku í dag grunaður um morðin á fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra. Börnin voru fjögurra og sex ára. Ódæðið átti sér stað að heimili mæðginanna en málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku. 6.1.2007 20:35 Drekarnir leyfðir á ný Flugdrekaflug hefur verið leyft á ný í Punjab-héraði í Pakistan, fyrir hina árlegu Basant vorhátíð í febrúar. Strangar reglur munu hins vegar gilda um keppnina þar sem glerhúðaðir eða stálstyrktir drekastrengir hafa á liðnum árum valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel gert fólk höfðinu styttra. 6.1.2007 20:27 Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum. 6.1.2007 20:00 Sjá næstu 50 fréttir
Enn óvíst með rekstur þrotabús Ágústs og Flosa Ekkert liggur enn fyrir um framtíð framkvæmda og starfsmanna byggingarfyrirtækisins Ágústs og Flosa á Ísafirði sem úrskurðað var gjaldþrota í Héraðsdómi Vestfjarða á föstudaginn var. 8.1.2007 12:03
Íslendingur lét lífið þegar fallhlífarstökk mistókst Tuttugu og sjö ára íslenskur karlmaður lét lífið í Ástralíu í gær þegar fallhlífarstökk hans úr þyrlu mistókst. 8.1.2007 11:31
Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang. 8.1.2007 11:22
Halastjarna sést frá Íslandi Ný halastjarna birtist óvænt á himni nú eftir áramótin og sést vel með berum augum frá Íslandi kvölds og morgna í dag og næstu daga. Halastjarnan, sem heitir McNaught (eða C/2006 P1), er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins í fyrsta skipti. Búist er við því að hún verði álíka björt á himni og Venus. Ef himinn er heiðskír á hún að sjást fram til 14 janúar í rétt fyrir sólarupprás og rétt eftir sólsetur. Á morgnana sæist hún rétt suður af há-austri rétt yfir sjóndeildarhring. Á kvöldin er hún hins vegar rétt yfir sjóndeildarhreingnum í vesturátt. 8.1.2007 11:15
Nærri 50 teknir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á viku 49 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur fyrstu vikuna í sameinuðu embætti lögreglunnar í Keflavík og Keflavíkurflugvelli undir merkjum Lögreglunnar á Suðurnesjum. 8.1.2007 11:14
Jólagjafir fyrir fimm milljarða handa starfsfólki í Danmörku Dönsk fyrirtæki eyða yfir fimm milljörðum í jólagjafir handa starfsmönnum sínum og hver gjöf kostar að meðatali 4.300 krónur. Þetta sýna niðurstöður danskrar rannsóknar sem vitnað er til í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. 8.1.2007 10:57
Baugsmálið stærsta fjölmiðlamál ársins 2006 Baugsmálið var stærsta fjölmiðlamál síðasta árs samkvæmt könnun sem Gallup Capacent gerði fyrir Fjölmiðlavaktina. Tæplega 43 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðu Baugsmálið það stærsta en þar á eftir koma Kárahnjúkar sem 15 prósent landsmanna telja stærsta stærsta fréttamál síðasta árs. 8.1.2007 10:44
Mannréttindadómstóllinn að kikna undan álagi Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg er að kikna undan heilu fjalli af málum sem eru á biðlista. Forseti dómstólsins segir að hann brjóti sjálfur mannréttindi, með því að afgreiða mál ekki tímanlega. Það hefur tekið upp undir ellefu ár að ljúka sumum málum. 7.1.2007 20:51
Sómalir segjast hafa sigrað islamista Foringi í her Sómalíu segir að þeir séu búnir að brjóta islamska uppreisnarmenn á bak aftur, með aðstoð frá eþíópiska hernum. Islamistarnir höfðu verið hraktir frá flestum héruðum landsins í en áttu enn nokkur vígi í suðurhlutanum, rétt við landamærin að Kenya. 7.1.2007 20:15
Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. 7.1.2007 19:30
Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi. 7.1.2007 19:00
Krónan leiðir til verri lífskjara á Íslandi Forstjóri Marels segir að lífskjör muni versna hérlendis, haldi Íslendingar krónunni. Hann undrast hvernig rætt er um Evrópusambandið hér á landi og telur umræðuna ekki samrýmast veruleikanum. Hann spáir því að krónan muni verðleggjast út af markaðnum. 7.1.2007 18:58
Jólatrén sótt heim Nú þegar jólin hafa runnið sitt skeið er víst að margir taka niður jólaskrautið í lok helgarinnar, þar á meðal blessuð jólatrén. Jólatré seldust upp fyrir jólin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og því má búast við gríðarlegu magni trjáa á ruslahaugana. 7.1.2007 18:54
Íslenskur dvergkafbátur seldur til tveggja erlendra sjóherja Tveir erlendir sjóherir, til viðbótar við Bandaríkjaher og kanadíska ríkið, hafa ákveðið að kaupa íslenskan dvergkafbát. Kafbáturinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem tæki sem gagnast til varna gegn hryðjuverkum á hafnarsvæðum. 7.1.2007 18:48
Stækka þarf Hvalfjarðargöngin fyrir árið 2012 Umferð um Hvalfjarðargöngin jókst um tæplega tíu prósent á síðasta ári. Talið er að umferð um göngin verði orðin meiri en þau þola árið 2012. Farið er að huga að stækkun ganganna og ættu tillögur að liggja fyrir innan skamms. 7.1.2007 18:45
Forynjur á álfabrennu Fjölmenni og forynjur skemmtu sér við álfabrennu Bolvíkinga í gærkvöldi. 7.1.2007 18:45
Framdi morð í afbrýðiskasti Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. 7.1.2007 18:45
Ráðherra opin fyrir aukinni veiðiskyldu Sjávarútvegsráðherra vill skoða hvort tilefni sé til að auka veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildunum í framhaldi af sviptingum í sjávarútvegi að undanförnu. Formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins segir veiðiframsalið undirrót vandans í greininni. 7.1.2007 18:30
Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega. 7.1.2007 18:30
Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. 7.1.2007 17:45
Fokker með bilaðar bremsur Fokker flugvél Flugfélags Íslands, sem var að koma frá Akureyri, síðdegis, lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, vegna gruns um að einhver bilun væri í bremsum vélarinnar. 7.1.2007 17:05
Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum. 7.1.2007 16:35
Tvær stúlkur börðu með hafnaboltakylfu Tvær unglingsstúlkur, á 15. og 14. aldursári játuðu í gærkvöldi að hafa slegið stúlku á 16. ári í höfuðið með hafnaboltakylfu. Atburðurinn átti sér stað á leikvelli við Ásabraut í Keflavík á tíunda tímanum og hlaut stúlkan skurð á hnakkann. 7.1.2007 16:02
Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás. 7.1.2007 15:35
Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári. 7.1.2007 14:40
Hitabeltissjúkdómar færast norðar Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega. 7.1.2007 14:22
Tuttugu látnir eftir fangauppreisn Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga. 7.1.2007 14:00
100 högg fyrir hórdómsmyndir Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar. 7.1.2007 13:55
Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. 7.1.2007 13:45
Barak aftur í ísraelska pólitík Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon. 7.1.2007 13:35
Opinberir aðilar búnir að kasta krónunni Opinberir aðilar, bæði ríkisstofnanir og sveitarfélög, hafa kastað krónunni með því að fjármagna verkefni sín í erlendri mynt. Þetta sagði forstjóri Marels, Hörður Arnarson, í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær. Hann segir þetta mikið meiri aðför að krónunni heldur en ákvarðanir banka að gera upp í evrum. 7.1.2007 13:30
Ákvörðun um aftökurnar liggur enn ekki fyrir Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Saddams Hussein, og Awad al-Bander dómari verði hengdir en þeir voru dæmdir til dauða með Saddam. 7.1.2007 13:30
Náttúruperlur spillast vegna nýs Vestfjarðavegar Mikil náttúruverðmæti fara til spillis með nýju vegarstæði Vestfjarðavegar, að mati eins helsta talsmanns landeigenda við Þorskafjörð, Gunnlaugs Péturssonar verkfræðings Hann telur jarðgöng undir Hjallaháls mun betri lausn. Þau yrðu bæði ódýrari og öruggari. 7.1.2007 13:06
Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins. 7.1.2007 13:00
Wielgus sagði af sér Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu. 7.1.2007 12:30
Íhuga að beita kjarnavopnum Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði. 7.1.2007 12:09
Árlegi fuglatalningadagurinn í dag Hinn árlegi vetrarfuglatalningadagur er í dag. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir fuglatalningunni sem hefur farið fram reglulega í fimmtíu og fimm ár eða frá árinu 1952. 7.1.2007 12:05
Hefur áhyggjur af þróun sjávarútvegsins Kristján Möller alþingismaður lýsir yfir áhyggjum af þróun sjávarútvegs hér á landi þar sem Engey, stærsta skip flotans, er á förum og nýlega var öllum skipverjum Brettings NS sagt upp störfum. 7.1.2007 11:57
Dani myrti fyrrverandi sambýliskonu og tvö börn 32ja ára danskur maður var handtekinn í Sønderborg í Danmörku í dag grunaður um morðin á fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra. Börnin voru fjögurra og sex ára. Ódæðið átti sér stað að heimili mæðginanna en málið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku. 6.1.2007 20:35
Drekarnir leyfðir á ný Flugdrekaflug hefur verið leyft á ný í Punjab-héraði í Pakistan, fyrir hina árlegu Basant vorhátíð í febrúar. Strangar reglur munu hins vegar gilda um keppnina þar sem glerhúðaðir eða stálstyrktir drekastrengir hafa á liðnum árum valdið alvarlegum meiðslum og jafnvel gert fólk höfðinu styttra. 6.1.2007 20:27
Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum. 6.1.2007 20:00