Fleiri fréttir Saddam ekki lengur í haldi Bandaríkjamanna Aðallögfræðingur Saddam Hússein sagði frá því rétt í þessu að bandarísk yfirvöld hefðu afhent Saddam Hússein íröskum yfirvöldum. Íraskur dómari sagði líka rétt í þessu að Saddam yrði tekin af lífi í síðasta lagi á laugardaginn kemur. 29.12.2006 16:55 Vararíkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin Þórir Oddson, vararíkislögreglustjóri, lætur af störfum um áramótin en honum var í dag veitt viðurkenning fyrir starf sitt í þágu löggæslu á landinu. Þórir hefur starfað við embættið frá stofnun þess, eða 1. júlí 1997. 29.12.2006 16:34 Hætta að prenta elsta dagblað heims Prentun á elsta dagblaði heimsins verður hætt um áramótin og verður það þar eftir aðeins til á netinu. Þetta er sænska Lögbirtingablaðið, sem hefur verið gefið út daglega síðan árið 1645. 29.12.2006 16:23 Ingimundur skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Ingimund Einarsson, varalögreglustjóra í Reykjavík, til þess að gegna stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2007. 29.12.2006 16:20 Ögmundur efstur í Suðvesturkjördæmi Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann. 29.12.2006 16:06 Steypuklumpar falla úr Eyrarsundsbrúnni Sjófarendur hafa verið varaðir við því að steypuklumpar séu farnir að falla niður af Eyrarsundsbrúnni, milli Danmerkur og Svíþjóðar. Skipum og bátum er ráðlagt að sigla aðeins undir brúna á vissum stöðum. 29.12.2006 15:53 Sameining lífeyrissjóða skilar félögum auknum réttindum Nýjar samþykktir voru staðfestar af fjármálaráðuneytinu í dag fyrir lífyrissjóðinn Stafi, sem varð til nýlega við sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins. Aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðnum aukast um 16-20% við sameininguna núna um áramótin og til verður einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50.000 sjóðfélaga. 29.12.2006 15:45 21 kertabruni það sem af er desember Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik. 29.12.2006 15:42 Saddam kveður ættingja Saddam Hussein hefur kvatt tvo bræðra sinna, að sögn lögfræðings forsetans fyrrverandi. Bræðurnir eru geymdir í öðru fangelsi en Saddam, en fengu að koma í heimsókn til hans, undir ströngu eftirliti. 29.12.2006 15:40 Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með áramótum. Hann ber þá ábyrgð á markaðsmálum stöðvarinnar auk þeirra verkefna sem áður heyrðu undir forstöðumann Stöðvar 2, Heimi Jónasson, en hann mun verða í ráðgjafarhlutverki fyrir stöðina á næstu vikum. 29.12.2006 15:22 Settu ránið í 11-11 á svið Rán sem framið var í 11-11 í Garðabæ í fyrrakvöld var sviðsett af starfsmanni búðarinnar og ræningjanum, að sögn lögreglu. Lögregla hefur fundið hluta þýfisins og járnstöngina sem ræninginn svokallaði ógnaði félaga sínum með. Báðir hafa játað brot sitt, sem og tveir til viðbótar sem aðstoðuðu við glæpinn. 29.12.2006 14:39 Flugdólgur fær þungan dóm Yfirvöld í Tékklandi hafa ákært rússneskan mann fyrir að stofna farþegaflugvél í hættu, þegar hann reyndi að ryðjast inn í stjórnklefa hennar, á leiðinni frá Moskvu til Genfar. Vélin nauðlenti í Prag. 29.12.2006 14:15 Færa Palestínumönnum neyðarhjálp "Neyðin er sífellt að versna hérna", segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem nú er staddur nærri Hebron á Vesturbakka Jórdanar. Hann fór sjálfur til Palestínu með neyðarhjálp til bágstaddra, eftir endurtekna misbresti á því að fjárhagsaðstoð berist réttum viðtakendum í Palestínu. 29.12.2006 13:34 Bresku Bítlarnir loksins komnir á frímerki Bítlarnir eru loksins komnir á frímerki. Merkin verða gefin út hjá Roayl Mail, bresku póstþjónustunni, eftir áramótin. Frímerkin eru sex talsins og skarta myndum af jafnmörgum bítlaplötum. Formlegur útgáfudagur er 9. janúar. 29.12.2006 13:18 Skökk Sidney Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. 29.12.2006 13:15 Stefnir í óefni Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda. 29.12.2006 12:58 Búrhvalurinn tapaði baráttunni um kýrnar Stóran búrhval hefur rekið á land í Þykkvabæjarfjöru, skammt þar frá sem flutningaskipið Vikartindur strandaði fyrir tæpum tíu árum. Búrhvali rekur hér af og til á land og eru það alltaf tarfar sem hafa orðið undir í harðri lífsbaráttu um yfirráð yfir kúahjörðum. 29.12.2006 12:41 KB banki verður Kaupþing Um áramótin breytist heiti KB banka á Íslandi í Kaupþing, en lögformlegt heiti bankans er Kaupþing banki hf. Breytingin er liður í langtímaáætlun stjórnar bankans um að hann starfi undir sama nafni hvar í heimi sem er. Nú er unnið að því að skipta um merkingar á útibúum og verður því verki væntanlega lokið í fyrstu viku janúar. 29.12.2006 12:30 Ber ekki saman um aftöku Saddams Embættismönnum ber ekki saman um hvenær Saddam Hussein verður tekinn af lífi. Íraska varnarmálaráðuneytið segir að dómnum verði ekki framfylgt næsta mánuðinn en af orðum íraska forsætisráðherrans, gæti það jafnvel orðið á morgun. 29.12.2006 12:30 Fyrrverandi landlæknir, forstöðumaðurinn og geðlæknir bera faglega ábyrgð á Byrginu Guðmundur Jónsson forstöðumaður í Byrginu, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og Magnús Skúlason læknir bera faglega ábyrgð á starfsemi Byrgisins. 29.12.2006 12:11 Vaxandi fylgi við Íbúðalánasjóð Vaxandi fylgi er við það meðal almennings, að Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og færri en áður vilja að bankarnir taki við starfsemi sjóðsins. Um það bil 83% landsmanna vilja að sjóðurinn starfi áfram í óbreyttri mynd, samkvæmt nýrri skoðanakönnnun Capacent, og hefur stuðningur almennings við sjóðinn aukist frá því í ársbyrjun. 29.12.2006 12:00 Iðnskólarnir eignast kortaútgáfu Landmælinga Iðnskólar landsins eignast landakortaútgáfu Landmælinga Íslands þegar ný lög um Landmælingar Íslands taka gildi um áramótin og stofnunin hættir útgáfu og sölu landakorta. Iðnmennt ses. átti hæsta tilboðið, tæpar 30 millljónir króna, í landakortaútgáfuna, sem Ríkiskaup auglýsti til sölu fyrir skömmu. 29.12.2006 11:56 Milljónir í pílagrímsgöngu Áætlað er að um þrjár milljónir múslima séu komnar til Mekka í Sádi-Arabíu í árlega pílagrímsathöfn. Miklar öryggisráðstafanir eru á svæðinu þar sem á fjórða hundrað manna tróðust undir við síðustu athöfn. Áætlað er að Sádi-Arabar hafi eytt meira en 70 milljörðum íslenskra króna í að tryggja öryggi pílagríma. 29.12.2006 11:46 Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams? Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær. ABC og CBS sögðust ekki ætla að sjónvarpa aftökunni í heild. 29.12.2006 11:17 Neyðarfundur til að semja um gasverð Hvítrússnesk neyðarsendinefnd fer til Moskvu um hádegið í dag, til að reyna að komast að samkomulagi um gasverð fyrir áramót. Ef ekki næst að semja mun rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfa fyrir gas til Hvítrússa en þeir munu í staðinn loka leiðslum sem liggja um landið yfir til viðskiptavina fyrirtækisins í Evrópu. 29.12.2006 10:49 Saddam tekinn af lífi án tafar Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að aftöku Saddams Hússeins yrði ekki frestað, né yrði dómurinn endurskoðaður. Þetta eru fyrstu orð hans um málið eftir að kröfu Saddams um áfrýjun var hafnað. Háttsettur embættismaður innan íraska varnarmálaráðuneytisins sagði í morgun að Saddam yrði ekki líflátinn fyrr en eftir mánuð, í fyrsta lagi. 29.12.2006 10:30 Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær. 28.12.2006 23:30 Lögregla í Rio eykur viðbúnað Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana. 28.12.2006 23:23 Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina. 28.12.2006 23:15 Arbour varar við of miklum flýti í máli Saddams Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, sagði í dag að írösk yfirvöld ættu að flýta sér varlega í að uppfylla dauðadóminn yfir Saddam Hússeins þar sem málsmeðferðin hefði ekki verið fyllilega sanngjörn en íraskir embættismenn sögðu í dag að Saddam yrði líklega líflátinn fyrir áramót. 28.12.2006 22:27 Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins. 28.12.2006 21:33 365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda. 28.12.2006 21:30 Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði. 28.12.2006 21:26 Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana. 28.12.2006 21:15 Bandaríkin vilja þrýsta á stjórnvöld í Myanmar Bandarísk yfirvöld hafa heitið því að leggja aukinn kraft í að koma á framfæri tillögu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mundi setja þrýsting á herstjórnina í Myanmar um að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og bæta ástand í mannréttindamálum þar í landi. 28.12.2006 21:12 Danskir múslimar berjast í Sómalíu Forsætisráðherra Sómalíu skýrði frá því í dag í viðtali við norska blaðið Nettavisen að fjölmargir stríðsmenn uppreisnarmanna í Sómalíu séu norskir, sænskir eða danskir ríkisborgarar. 28.12.2006 20:55 Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. 28.12.2006 20:29 Tvær milljónir í Mecca Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara. 28.12.2006 20:00 Edwards ætlar í forsetaframboð John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008. 28.12.2006 19:45 Aftaka Saddams verður tekin upp Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum. 28.12.2006 19:30 Bush segir samráð ganga vel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar. 28.12.2006 19:04 Afsláttarkort send heim frá áramótum Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. 28.12.2006 18:53 Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. 28.12.2006 18:45 Þúsund tonn og hörkusamkeppni Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. 28.12.2006 18:43 Kveikt var í skammt frá olíubirgðastöð Eyja Ellefu íkveikjur hafa verið á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum síðustu sex ár. Í gærmorgun var kveikt í geymslugámi sem er skammt frá olíubirgðageymslum Eyjanna. 28.12.2006 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Saddam ekki lengur í haldi Bandaríkjamanna Aðallögfræðingur Saddam Hússein sagði frá því rétt í þessu að bandarísk yfirvöld hefðu afhent Saddam Hússein íröskum yfirvöldum. Íraskur dómari sagði líka rétt í þessu að Saddam yrði tekin af lífi í síðasta lagi á laugardaginn kemur. 29.12.2006 16:55
Vararíkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin Þórir Oddson, vararíkislögreglustjóri, lætur af störfum um áramótin en honum var í dag veitt viðurkenning fyrir starf sitt í þágu löggæslu á landinu. Þórir hefur starfað við embættið frá stofnun þess, eða 1. júlí 1997. 29.12.2006 16:34
Hætta að prenta elsta dagblað heims Prentun á elsta dagblaði heimsins verður hætt um áramótin og verður það þar eftir aðeins til á netinu. Þetta er sænska Lögbirtingablaðið, sem hefur verið gefið út daglega síðan árið 1645. 29.12.2006 16:23
Ingimundur skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Ingimund Einarsson, varalögreglustjóra í Reykjavík, til þess að gegna stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2007. 29.12.2006 16:20
Ögmundur efstur í Suðvesturkjördæmi Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann. 29.12.2006 16:06
Steypuklumpar falla úr Eyrarsundsbrúnni Sjófarendur hafa verið varaðir við því að steypuklumpar séu farnir að falla niður af Eyrarsundsbrúnni, milli Danmerkur og Svíþjóðar. Skipum og bátum er ráðlagt að sigla aðeins undir brúna á vissum stöðum. 29.12.2006 15:53
Sameining lífeyrissjóða skilar félögum auknum réttindum Nýjar samþykktir voru staðfestar af fjármálaráðuneytinu í dag fyrir lífyrissjóðinn Stafi, sem varð til nýlega við sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins. Aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðnum aukast um 16-20% við sameininguna núna um áramótin og til verður einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50.000 sjóðfélaga. 29.12.2006 15:45
21 kertabruni það sem af er desember Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik. 29.12.2006 15:42
Saddam kveður ættingja Saddam Hussein hefur kvatt tvo bræðra sinna, að sögn lögfræðings forsetans fyrrverandi. Bræðurnir eru geymdir í öðru fangelsi en Saddam, en fengu að koma í heimsókn til hans, undir ströngu eftirliti. 29.12.2006 15:40
Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með áramótum. Hann ber þá ábyrgð á markaðsmálum stöðvarinnar auk þeirra verkefna sem áður heyrðu undir forstöðumann Stöðvar 2, Heimi Jónasson, en hann mun verða í ráðgjafarhlutverki fyrir stöðina á næstu vikum. 29.12.2006 15:22
Settu ránið í 11-11 á svið Rán sem framið var í 11-11 í Garðabæ í fyrrakvöld var sviðsett af starfsmanni búðarinnar og ræningjanum, að sögn lögreglu. Lögregla hefur fundið hluta þýfisins og járnstöngina sem ræninginn svokallaði ógnaði félaga sínum með. Báðir hafa játað brot sitt, sem og tveir til viðbótar sem aðstoðuðu við glæpinn. 29.12.2006 14:39
Flugdólgur fær þungan dóm Yfirvöld í Tékklandi hafa ákært rússneskan mann fyrir að stofna farþegaflugvél í hættu, þegar hann reyndi að ryðjast inn í stjórnklefa hennar, á leiðinni frá Moskvu til Genfar. Vélin nauðlenti í Prag. 29.12.2006 14:15
Færa Palestínumönnum neyðarhjálp "Neyðin er sífellt að versna hérna", segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem nú er staddur nærri Hebron á Vesturbakka Jórdanar. Hann fór sjálfur til Palestínu með neyðarhjálp til bágstaddra, eftir endurtekna misbresti á því að fjárhagsaðstoð berist réttum viðtakendum í Palestínu. 29.12.2006 13:34
Bresku Bítlarnir loksins komnir á frímerki Bítlarnir eru loksins komnir á frímerki. Merkin verða gefin út hjá Roayl Mail, bresku póstþjónustunni, eftir áramótin. Frímerkin eru sex talsins og skarta myndum af jafnmörgum bítlaplötum. Formlegur útgáfudagur er 9. janúar. 29.12.2006 13:18
Skökk Sidney Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. 29.12.2006 13:15
Stefnir í óefni Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda. 29.12.2006 12:58
Búrhvalurinn tapaði baráttunni um kýrnar Stóran búrhval hefur rekið á land í Þykkvabæjarfjöru, skammt þar frá sem flutningaskipið Vikartindur strandaði fyrir tæpum tíu árum. Búrhvali rekur hér af og til á land og eru það alltaf tarfar sem hafa orðið undir í harðri lífsbaráttu um yfirráð yfir kúahjörðum. 29.12.2006 12:41
KB banki verður Kaupþing Um áramótin breytist heiti KB banka á Íslandi í Kaupþing, en lögformlegt heiti bankans er Kaupþing banki hf. Breytingin er liður í langtímaáætlun stjórnar bankans um að hann starfi undir sama nafni hvar í heimi sem er. Nú er unnið að því að skipta um merkingar á útibúum og verður því verki væntanlega lokið í fyrstu viku janúar. 29.12.2006 12:30
Ber ekki saman um aftöku Saddams Embættismönnum ber ekki saman um hvenær Saddam Hussein verður tekinn af lífi. Íraska varnarmálaráðuneytið segir að dómnum verði ekki framfylgt næsta mánuðinn en af orðum íraska forsætisráðherrans, gæti það jafnvel orðið á morgun. 29.12.2006 12:30
Fyrrverandi landlæknir, forstöðumaðurinn og geðlæknir bera faglega ábyrgð á Byrginu Guðmundur Jónsson forstöðumaður í Byrginu, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og Magnús Skúlason læknir bera faglega ábyrgð á starfsemi Byrgisins. 29.12.2006 12:11
Vaxandi fylgi við Íbúðalánasjóð Vaxandi fylgi er við það meðal almennings, að Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og færri en áður vilja að bankarnir taki við starfsemi sjóðsins. Um það bil 83% landsmanna vilja að sjóðurinn starfi áfram í óbreyttri mynd, samkvæmt nýrri skoðanakönnnun Capacent, og hefur stuðningur almennings við sjóðinn aukist frá því í ársbyrjun. 29.12.2006 12:00
Iðnskólarnir eignast kortaútgáfu Landmælinga Iðnskólar landsins eignast landakortaútgáfu Landmælinga Íslands þegar ný lög um Landmælingar Íslands taka gildi um áramótin og stofnunin hættir útgáfu og sölu landakorta. Iðnmennt ses. átti hæsta tilboðið, tæpar 30 millljónir króna, í landakortaútgáfuna, sem Ríkiskaup auglýsti til sölu fyrir skömmu. 29.12.2006 11:56
Milljónir í pílagrímsgöngu Áætlað er að um þrjár milljónir múslima séu komnar til Mekka í Sádi-Arabíu í árlega pílagrímsathöfn. Miklar öryggisráðstafanir eru á svæðinu þar sem á fjórða hundrað manna tróðust undir við síðustu athöfn. Áætlað er að Sádi-Arabar hafi eytt meira en 70 milljörðum íslenskra króna í að tryggja öryggi pílagríma. 29.12.2006 11:46
Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams? Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær. ABC og CBS sögðust ekki ætla að sjónvarpa aftökunni í heild. 29.12.2006 11:17
Neyðarfundur til að semja um gasverð Hvítrússnesk neyðarsendinefnd fer til Moskvu um hádegið í dag, til að reyna að komast að samkomulagi um gasverð fyrir áramót. Ef ekki næst að semja mun rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfa fyrir gas til Hvítrússa en þeir munu í staðinn loka leiðslum sem liggja um landið yfir til viðskiptavina fyrirtækisins í Evrópu. 29.12.2006 10:49
Saddam tekinn af lífi án tafar Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að aftöku Saddams Hússeins yrði ekki frestað, né yrði dómurinn endurskoðaður. Þetta eru fyrstu orð hans um málið eftir að kröfu Saddams um áfrýjun var hafnað. Háttsettur embættismaður innan íraska varnarmálaráðuneytisins sagði í morgun að Saddam yrði ekki líflátinn fyrr en eftir mánuð, í fyrsta lagi. 29.12.2006 10:30
Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær. 28.12.2006 23:30
Lögregla í Rio eykur viðbúnað Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana. 28.12.2006 23:23
Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina. 28.12.2006 23:15
Arbour varar við of miklum flýti í máli Saddams Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, sagði í dag að írösk yfirvöld ættu að flýta sér varlega í að uppfylla dauðadóminn yfir Saddam Hússeins þar sem málsmeðferðin hefði ekki verið fyllilega sanngjörn en íraskir embættismenn sögðu í dag að Saddam yrði líklega líflátinn fyrir áramót. 28.12.2006 22:27
Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins. 28.12.2006 21:33
365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda. 28.12.2006 21:30
Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði. 28.12.2006 21:26
Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana. 28.12.2006 21:15
Bandaríkin vilja þrýsta á stjórnvöld í Myanmar Bandarísk yfirvöld hafa heitið því að leggja aukinn kraft í að koma á framfæri tillögu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mundi setja þrýsting á herstjórnina í Myanmar um að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og bæta ástand í mannréttindamálum þar í landi. 28.12.2006 21:12
Danskir múslimar berjast í Sómalíu Forsætisráðherra Sómalíu skýrði frá því í dag í viðtali við norska blaðið Nettavisen að fjölmargir stríðsmenn uppreisnarmanna í Sómalíu séu norskir, sænskir eða danskir ríkisborgarar. 28.12.2006 20:55
Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. 28.12.2006 20:29
Tvær milljónir í Mecca Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara. 28.12.2006 20:00
Edwards ætlar í forsetaframboð John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008. 28.12.2006 19:45
Aftaka Saddams verður tekin upp Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum. 28.12.2006 19:30
Bush segir samráð ganga vel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar. 28.12.2006 19:04
Afsláttarkort send heim frá áramótum Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. 28.12.2006 18:53
Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. 28.12.2006 18:45
Þúsund tonn og hörkusamkeppni Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. 28.12.2006 18:43
Kveikt var í skammt frá olíubirgðastöð Eyja Ellefu íkveikjur hafa verið á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum síðustu sex ár. Í gærmorgun var kveikt í geymslugámi sem er skammt frá olíubirgðageymslum Eyjanna. 28.12.2006 18:30