Fleiri fréttir Vilja 130 milljónir til viðbótar á fjárlögum til stjórnmálaflokka Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. 22.11.2006 18:16 Áhöfninni kennt um slysið Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu. 22.11.2006 18:08 Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. 22.11.2006 18:06 Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af. 22.11.2006 17:52 Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna. 22.11.2006 17:44 Heildarfjárfesting sveitarfélaga 41 milljarður á síðasta ári Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. 22.11.2006 17:42 Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti. 22.11.2006 17:21 Kaupmáttur eykst Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum. 22.11.2006 17:20 Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum 22.11.2006 16:55 Le Pen segist fórnarlamb samsæris Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. 22.11.2006 16:49 Metangasleiðsla frá Álfsnesi til Ártúnshöfða Til stendur að leggja gasleiðslu frá Álfsnesi upp á Ártúnshöfða sem flytja á metangas sem framleitt er hjá Sorpu í Álfsnesi og notað verður til áfyllingar á stöð ESSO við Bíldshöfða. 22.11.2006 16:44 Klámkóngur í lífstíðar fangelsi 22.11.2006 16:35 Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast. 22.11.2006 16:31 Lítil von um björgun úr pólskri námu Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu. 22.11.2006 16:24 Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. 22.11.2006 16:20 Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku. 22.11.2006 16:14 Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins. 22.11.2006 15:40 Búast við loftárásum á Íran næsta sumar Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum. 22.11.2006 15:34 Dýr yrðu bæði brjóstin á Janet Jackson 22.11.2006 15:15 Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. 22.11.2006 14:59 Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári 22.11.2006 14:41 Rússar hóta að taka rafmagnið af Azerbadjan Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi. 22.11.2006 14:32 Hættulegasti fæðingarstaður í heimi 22.11.2006 14:22 Sigurerni sleppt á föstudag Stefnt er að því að sleppa erninum Sigurerni sem dvalið hefur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum undanfarna mánuði nærri Grundarfirði á föstudag. Örninn komst í fréttirnar í júní síðastliðnum þegar honum var bjargað eftir að hann hafði steypst ofan í lón nærri Grundarfirði. 22.11.2006 14:13 Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu. 22.11.2006 13:59 Mannlegir skildir í Palestínu Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn. 22.11.2006 13:33 Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007. 22.11.2006 13:17 Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001. 22.11.2006 13:00 Ekki ein báran stök sem skellur á Wilke Ekkert lát er á hrakfallasögu flutningaskipsins Vilke, sem nú liggur bilað í Hornafjarðarhöfn eftir sólarhringa sjóvolk við landið. Erlendur tæknimaður kom til Hornafjarðar í gærkvöldi til að reyna að laga kælibúnað aðalvélarinnar í skipinu. Landhelgisgæslan mun líklega fylgja því út fyrir landhelgina en í þokkabót er von á brælu á suðvestumiðum á næstu dögum. 22.11.2006 13:00 Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins. 22.11.2006 12:55 Hringdi bjöllunni á Wall Street Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hringdi bjöllu stofnunarinnar og lokaði þannig viðskiptadeginum. 22.11.2006 12:45 Höfuðborg Kýpur loks laus við sprengjur Kýpverjar fögnuðu í dag þegar höfuðborg þeirra, Níkósía, var jarðsprengjuleit var loks hætt í borginni og hún lýst sprengjulaus. Leitað hefur verið að jarðsprengjum í borginni í rúma þrjá áratugi, allt frá stríðinu árið 1974, sem varð til þess að eyjunni var skipt í tvennt. En markmiðið sem náðist í dag er aðeins áfangasigur á leiðinni að því að sprengjuhreinsa alla eyjuna. 22.11.2006 12:45 Indónesía fellst á friðargæslu í Írak Indónesía, hefur ljáð máls á því að senda friðargæsluliða til Íraks, og hvetja önnur múslimaríki til þess að gera slíkt hið sama. 22.11.2006 12:43 Íslenskar auðlindir í almannaeign? Hugmyndir hafa komið upp um að stofna Íslenska auðlindasjóðinn ohf. sem væri sjóður í eigu almennings um nýtingu og virkjunarrétt allra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands telur hugmyndina fyrirsagnakennda og nær væri að snúa henni við og vernda íslenska náttúru. 22.11.2006 12:40 Valgerður fékk verðlaun Myndstefs Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður hlýtur heiðursverðlaun Myndstefs í ár. Forseti Íslands afhenti Valgerði verðlaunin við athöfn í Listasafni Íslands í gær. Viðurkenningu fær hún fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður. 22.11.2006 12:30 Óttast áframhaldandi víg Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. 22.11.2006 12:30 Fundað um Sri Lanka í utanríkisráðuneytinu Fundur um ástandið á Sri Lanka, vopnahlésferlið og hlutverk friðargæslunnar verður haldinn í utanríkisráðuneytinu í dag. Fundinn sitja sérlegir fulltrúar Noregs á Sri Lanka og fulltrúar friðargæslunnar. 22.11.2006 12:21 Krónan lækkar áfram Gengi krónunnar hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um 1,44% í gær. Það hefur því lækkað um rétt tæp 6% frá því að það fór að lækka umtalsvert, laust fyrir miðjan mánuðinn. Ein ástæða þessa er talin vera að engin krónubréf hafa verið gefin út í rúman mánuð, en útgáfa þeirra hefur jafnan styrkt krónuna. 22.11.2006 12:15 Tvísýnar kosningar í Hollandi Útlit er fyrir að afar mjótt verði á mununum í hollensku þingkosningunum sem fram fara í dag. Valið stendur á milli áframhaldandi hægristjórnar Jan Peters Balkenende, sem náð hefur árangri í efnahagsmálum en jafnframt fylgt umdeildri stefnu í innflytjendamálum, og fylkingar jafnaðarmanna undir forystu Wouters Bos. 22.11.2006 12:11 Sturla vill stórátak: fjórar akreinar á Akureyri og Bakkafjöru Samgönguráðherra segir að stórátak sé þegar hafið í vegamálum. Hann boðar fjögurra akreina veg norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti en biður menn að hafa ekki fordóma gagnvart þriggja akreina vegum, því þeir valdi því að menn aki hægar. 22.11.2006 11:54 Friði fagnað í Nepal Mikil fagnaðarlæti hafa verið um gjörvallt Nepal eftir að friðarsamningur var undirritaður þar i gærkvöldi. Almenningur hefur flykkst út á götur og fjölmiðlar eru uppfullir af bjartsýnum fyrirsögnum. Friðarsamkomulagið bindur enda á 10 ára uppreisn Maóista gegn ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni. 22.11.2006 11:38 Ritarar jólasveinsins auralausir Stórir póstsekkir með bréfum til jólasveinsins, óskalistum, teikningum og persónulegum bréfum frá börnum um víðan heim, safna nú ryki á pósthúsi á Grænlandi. Hið opinbera er nefnilega hætt að greiða fyrirtækinu sem sá um ritarastörfin fyrir jólasveininn, sem hefur vitanlega sjálfur margt á sinni könnu. 22.11.2006 11:11 Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum. 21.11.2006 23:26 Eggert ætlar með West Ham í meistaradeildina Eggert Magnússon, verðandi formaður fótboltafélagsins West Ham í Lundúnum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins að hann ætlaði félaginu að keppa um sæti í meistaradeild Evrópu. Hann tók þó fram um leið að hann aðhylltist þróun frekar en byltingu hjá félaginu og mest áhersla yrði lögð á að ala upp leikmenn hjá félaginu. 21.11.2006 23:07 Búið að frelsa starfsmenn Rauða krossins Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo. 21.11.2006 22:19 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja 130 milljónir til viðbótar á fjárlögum til stjórnmálaflokka Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. 22.11.2006 18:16
Áhöfninni kennt um slysið Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu. 22.11.2006 18:08
Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. 22.11.2006 18:06
Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af. 22.11.2006 17:52
Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna. 22.11.2006 17:44
Heildarfjárfesting sveitarfélaga 41 milljarður á síðasta ári Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. 22.11.2006 17:42
Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti. 22.11.2006 17:21
Kaupmáttur eykst Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum. 22.11.2006 17:20
Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum 22.11.2006 16:55
Le Pen segist fórnarlamb samsæris Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. 22.11.2006 16:49
Metangasleiðsla frá Álfsnesi til Ártúnshöfða Til stendur að leggja gasleiðslu frá Álfsnesi upp á Ártúnshöfða sem flytja á metangas sem framleitt er hjá Sorpu í Álfsnesi og notað verður til áfyllingar á stöð ESSO við Bíldshöfða. 22.11.2006 16:44
Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast. 22.11.2006 16:31
Lítil von um björgun úr pólskri námu Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu. 22.11.2006 16:24
Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. 22.11.2006 16:20
Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku. 22.11.2006 16:14
Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins. 22.11.2006 15:40
Búast við loftárásum á Íran næsta sumar Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum. 22.11.2006 15:34
Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. 22.11.2006 14:59
Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári 22.11.2006 14:41
Rússar hóta að taka rafmagnið af Azerbadjan Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi. 22.11.2006 14:32
Sigurerni sleppt á föstudag Stefnt er að því að sleppa erninum Sigurerni sem dvalið hefur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum undanfarna mánuði nærri Grundarfirði á föstudag. Örninn komst í fréttirnar í júní síðastliðnum þegar honum var bjargað eftir að hann hafði steypst ofan í lón nærri Grundarfirði. 22.11.2006 14:13
Danski bankar klofnir í afstöðu sinni til íslensks efnahagslífs Stærstu bankar Danmerkur eru klofnir í afstöðu sinni til framtíðarþróunar íslensks efnahagslífs, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur gengi krónunnar lækkað nokkuð að undanförnu. 22.11.2006 13:59
Mannlegir skildir í Palestínu Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn. 22.11.2006 13:33
Hagvöxtur dregst mest saman á Íslandi á milli ára Búist er við að heldur dragi úr hagvexti í hinum norrænu ríkjum á næsta ári ef undan er skilinn Noregur, en mest dregur úr honum hér á landi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4 prósent á þessu ári en þrjú prósent árið 2007. 22.11.2006 13:17
Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001. 22.11.2006 13:00
Ekki ein báran stök sem skellur á Wilke Ekkert lát er á hrakfallasögu flutningaskipsins Vilke, sem nú liggur bilað í Hornafjarðarhöfn eftir sólarhringa sjóvolk við landið. Erlendur tæknimaður kom til Hornafjarðar í gærkvöldi til að reyna að laga kælibúnað aðalvélarinnar í skipinu. Landhelgisgæslan mun líklega fylgja því út fyrir landhelgina en í þokkabót er von á brælu á suðvestumiðum á næstu dögum. 22.11.2006 13:00
Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins. 22.11.2006 12:55
Hringdi bjöllunni á Wall Street Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hringdi bjöllu stofnunarinnar og lokaði þannig viðskiptadeginum. 22.11.2006 12:45
Höfuðborg Kýpur loks laus við sprengjur Kýpverjar fögnuðu í dag þegar höfuðborg þeirra, Níkósía, var jarðsprengjuleit var loks hætt í borginni og hún lýst sprengjulaus. Leitað hefur verið að jarðsprengjum í borginni í rúma þrjá áratugi, allt frá stríðinu árið 1974, sem varð til þess að eyjunni var skipt í tvennt. En markmiðið sem náðist í dag er aðeins áfangasigur á leiðinni að því að sprengjuhreinsa alla eyjuna. 22.11.2006 12:45
Indónesía fellst á friðargæslu í Írak Indónesía, hefur ljáð máls á því að senda friðargæsluliða til Íraks, og hvetja önnur múslimaríki til þess að gera slíkt hið sama. 22.11.2006 12:43
Íslenskar auðlindir í almannaeign? Hugmyndir hafa komið upp um að stofna Íslenska auðlindasjóðinn ohf. sem væri sjóður í eigu almennings um nýtingu og virkjunarrétt allra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands telur hugmyndina fyrirsagnakennda og nær væri að snúa henni við og vernda íslenska náttúru. 22.11.2006 12:40
Valgerður fékk verðlaun Myndstefs Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður hlýtur heiðursverðlaun Myndstefs í ár. Forseti Íslands afhenti Valgerði verðlaunin við athöfn í Listasafni Íslands í gær. Viðurkenningu fær hún fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður. 22.11.2006 12:30
Óttast áframhaldandi víg Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. 22.11.2006 12:30
Fundað um Sri Lanka í utanríkisráðuneytinu Fundur um ástandið á Sri Lanka, vopnahlésferlið og hlutverk friðargæslunnar verður haldinn í utanríkisráðuneytinu í dag. Fundinn sitja sérlegir fulltrúar Noregs á Sri Lanka og fulltrúar friðargæslunnar. 22.11.2006 12:21
Krónan lækkar áfram Gengi krónunnar hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um 1,44% í gær. Það hefur því lækkað um rétt tæp 6% frá því að það fór að lækka umtalsvert, laust fyrir miðjan mánuðinn. Ein ástæða þessa er talin vera að engin krónubréf hafa verið gefin út í rúman mánuð, en útgáfa þeirra hefur jafnan styrkt krónuna. 22.11.2006 12:15
Tvísýnar kosningar í Hollandi Útlit er fyrir að afar mjótt verði á mununum í hollensku þingkosningunum sem fram fara í dag. Valið stendur á milli áframhaldandi hægristjórnar Jan Peters Balkenende, sem náð hefur árangri í efnahagsmálum en jafnframt fylgt umdeildri stefnu í innflytjendamálum, og fylkingar jafnaðarmanna undir forystu Wouters Bos. 22.11.2006 12:11
Sturla vill stórátak: fjórar akreinar á Akureyri og Bakkafjöru Samgönguráðherra segir að stórátak sé þegar hafið í vegamálum. Hann boðar fjögurra akreina veg norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti en biður menn að hafa ekki fordóma gagnvart þriggja akreina vegum, því þeir valdi því að menn aki hægar. 22.11.2006 11:54
Friði fagnað í Nepal Mikil fagnaðarlæti hafa verið um gjörvallt Nepal eftir að friðarsamningur var undirritaður þar i gærkvöldi. Almenningur hefur flykkst út á götur og fjölmiðlar eru uppfullir af bjartsýnum fyrirsögnum. Friðarsamkomulagið bindur enda á 10 ára uppreisn Maóista gegn ríkisstjórninni og konungsfjölskyldunni. 22.11.2006 11:38
Ritarar jólasveinsins auralausir Stórir póstsekkir með bréfum til jólasveinsins, óskalistum, teikningum og persónulegum bréfum frá börnum um víðan heim, safna nú ryki á pósthúsi á Grænlandi. Hið opinbera er nefnilega hætt að greiða fyrirtækinu sem sá um ritarastörfin fyrir jólasveininn, sem hefur vitanlega sjálfur margt á sinni könnu. 22.11.2006 11:11
Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum. 21.11.2006 23:26
Eggert ætlar með West Ham í meistaradeildina Eggert Magnússon, verðandi formaður fótboltafélagsins West Ham í Lundúnum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins að hann ætlaði félaginu að keppa um sæti í meistaradeild Evrópu. Hann tók þó fram um leið að hann aðhylltist þróun frekar en byltingu hjá félaginu og mest áhersla yrði lögð á að ala upp leikmenn hjá félaginu. 21.11.2006 23:07
Búið að frelsa starfsmenn Rauða krossins Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo. 21.11.2006 22:19