Innlent

Fundað um Sri Lanka í utanríkisráðuneytinu

Fundur um ástandið á Sri Lanka, vopnahlésferlið og hlutverk friðargæslunnar verður haldinn í utanríkisráðuneytinu í dag. Fundinn sitja sérlegir fulltrúar Noregs á Sri Lanka og fulltrúar friðargæslunnar.

Jon Hansen-Bauer, sérlegur erindreki norskra stjórnvalda í friðarferlinu milli stríðandi fylkinga situr fundinn, svo og Lars Johan Sölvberg, yfirmaður eftirlitssveitanna á Sri Lanka (SLMM) þar sem Íslendingar taka þátt í friðargæslu. Einnig tekur sendiherra Noregs á Sri Lanka, Hans Brattskar, þátt í fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×