Fleiri fréttir Bankaeigandi myrtur í Rússlandi Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt. 21.11.2006 20:20 Samþykkt að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun Samþykkt var á sjöunda tímanum í kvöld á borgarstjórnarfundi að selja hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Umræður tóku langan tíma og var tillagan samþykkt með meirihlutaatkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra greiddu hinsvegar atkvæði gegn sölunni. 21.11.2006 19:53 Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. 21.11.2006 19:37 Annað tilræði í Gaza Byssumaður skaut á og særði fyrrum ráðherra í stjórn Palestínu nú rétt í þessu. Ráðherrann heitir Abdel Aziz Shahin og er háttsettur í hinni hófsömu Fatah hreyfingu. Hann hefur líka verið mjög virkur í gagnrýni sinni á Hamas-samtökin að undanförnu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hversu alvarlegt ástand fyrrum ráðherrans er. Árásin átti sér stað á Gaza svæðinu. 21.11.2006 19:23 Reyndi að smygla eitruðum eðlum og snákum til Taílands Tollvörðum í Taílandi tókst í dag að koma í veg fyrir að filippseyskri konu tækist að smygla rúmlega hundrað baneitruðum snákum og eðlum til Taílands. Eitthvað sem líktist lifandi snák kom í ljós þegar farangur konunnar var gegnumlýstur. 21.11.2006 19:16 Morðvopn Palme mögulega fundið Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu. 21.11.2006 19:12 Íslendingar eignast West Ham Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. 21.11.2006 19:07 Sýrlendingar neita sök Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. 21.11.2006 18:56 Stórverk í vegagerð að hefjast á Vestfjörðum og Norðausturlandi Sjö stór verkefni á sviði vegagerðar, upp á samtals sex milljarða króna, eru að fara í útboð á Vestfjörðum og norðausturhorni landsins. Þar ber hæst þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi, veg um Arnkötludal og vegtengingu milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. 21.11.2006 18:47 Páfinn að gefa út bók um Jesú Benedikt Páfi hefur ákveðið að gefa út bók um ævi Jesú Krists. Upphaflega ætlaði hann sér að gefa út eina stóra bók en þar sem hann er ekki viss um að hann muni hafa orku og þrek til þess að klára hana ákvað hann að gefa fyrstu tíu kaflana út sem fyrstu bókina í ritröð um Jesú Krist. 21.11.2006 18:28 Eigendur álversins ætla að virða vilja íbúa Eigendur Álversins í Straumsvík ætla ekki að höfða skaðabótamál gegn bænum þótt svo kunni að fara að stækkun verksmiðjunnar verði felld í almennri atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði. Eigendur segjast nú ætla að una niðurstöðunni en þeir hafa varið um hálfum milljarði í að undirbúa stækkunina. 21.11.2006 18:25 Jafnrétti kynjanna eykst á Íslandi Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland í 4. sæti yfir þjóðir þar sem jafnrétti kynjanna er komið hvað lengst á veg. Svíþjóð skipar efsta sætið, Noregur annað sætið, Finnland það þriðja og Íslendingar það fjórða. 21.11.2006 17:46 Vefurinn um Litvinenko flækist enn Ítalskur öryggissérfræðingur að nafni Mario Scaramella hélt fréttamannafund í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa verið maðurinn sem Alexander Litvinenko hitti á veitingastað skömmu áður en hann veiktist. Scaramella sagðist ekki hafa etið á veitingastaðnum. 21.11.2006 17:29 Buj Dubai gæt orðið hærri en Esjan Bygging Burj Dubai við Persaflóann, hæsta skýjakljúfs heims, gengur samkvæmt áætlun. Reistar hafa verið 84 hæðir og byggingin er orðin 302 metra há. Áætlað er að smíðinni ljúki 2009. Ef marka má nýlega grein eftir einn af undirtverktökum við bygginguna gæti Burj Dubai orðið 940 metra hár og allt að 195 hæða. Til samanburðar er Esjan 914 metra há (sjá mynd). 21.11.2006 17:27 Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. 21.11.2006 17:23 Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. 21.11.2006 17:15 Leikstjórinn Robert Altman allur Bandarískir leikstjórinn Robert Altman lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í Los Angeles 81 árs að aldri. Frá þessu greindi framleiðslufyrirtæki hans í dag. Altman skipar sér á bekk með fremstu leikstjórum síðustu aldar. Meðal mynda sem hann leikstýrði voru Leikmaðurinn, Nashville og Gosford Park auk MASH, eða Spítalalífs, en þættir með sama nafni eru Íslendingum að góðu kunnir. 21.11.2006 17:00 Sögulegir friðarsamningar í Nepal Stjórnvöld í Nepal skrifuðu í dag undir friðarsamninga við skæruliða maóista sem marka eiga endalok tíu ára borgarastyrjarldar í landinu. Samkvæmt samningnum munu maóistar fá aðild að bráðabirgðaríkisstjórn sem skipuð verður í landinu og hafa þeir því ekki lengur stöðu uppreisnarmanna. 21.11.2006 16:46 HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir. 21.11.2006 16:32 OR leitar heitra vatnsæða í Fljótshlíð Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Fram kemur í tilkynningu frá aðilunum tveimur að forsenda slíkrar leitar sé að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heimildar þeirra. 21.11.2006 16:21 Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dregst mikið saman hjá Alcan Útstreymi gróðurhúsaloftegunda frá álveri Alcan í Straumsvík hefur minnkað um sjötu prósent fyrir hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Þetta kom fram á fundi hjá Samtökum atvinnulífins um útstreymi frá álverum á Íslandi sem fram fór fyrr í dag. 21.11.2006 16:07 Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt. 21.11.2006 15:51 Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. 21.11.2006 15:34 Anna Kristín tekur þriðja sætið Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni. 21.11.2006 15:16 Lagði bíl sínum á golfflöt á Vík í Mýrdal Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk heldur óvenjulega tilkynningu á sunnudaginn var en þar var greint frá því að bifreið stæði á einni af flötunum á golfvellinum í Vík. Þegar lögreglan fór að athuga málið kom í ljós að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið hafði komið sér fyrir á miðri flöt á fjórðu holu vallarins og var að dást að útsýninu út á hafið. 21.11.2006 14:56 Batt sleða við bíl og dró félaga sinn Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi. 21.11.2006 14:46 Kaldavatnslaust í Borgarnesi Ekkert kalt vatn er í Borgarnesi eftir að kaldavatnsæð fór þar í sundur laust fyrir klukkan tvö. Óhappið varð á framkvæmdasvæði við verlsunina Bónus, skammt frá Borgarfjarðarbrúnni. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að búið hafi verið að hengja vatnsæðina upp vegna framkvæmdanna en bakki gaf sig með þeim afleiðingum að vatnsleiðslan kubbaðist í sundur. 21.11.2006 14:29 Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag. 21.11.2006 14:23 Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum. 21.11.2006 14:14 Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu. 21.11.2006 13:29 Leituðu aldraðs manns á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituð í morgun að karlmanni á áttræðisaldri. Hann sást síðast um kl. 22 í gærkvöld við bensínstöð ESSO á Ártúnsholti á bifreið sinni og var farið að óttast um hann. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað í rúma klukkustund fannst maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu. 21.11.2006 13:15 Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins. 21.11.2006 13:13 40% landnemabyggða Ísraela á einkalandi Palestínumanna Rúmlega 40% landnámsbyggða gyðinga í Palestínu eru á einkalandi Palestínumanna, sem oft hefur verið lýst ríkisland með vafasömum aðferðum. Þetta eru aðalatriðin í skýrslu mannréttindasamtakanna Peace now sem byggir á rannsókn þeirra á eignarhaldi landnemabyggðanna. 21.11.2006 12:45 Assad Sýrlandsforseta boðið til viðræðna í Teheran Íranar hafa boðið forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, til viðræðna í Teheran, þar sem hann getur tekið þátt í viðræðum íranskra og íraskra stjórnmálamanna. Jalal Talabani, forseti Íraks, er á leið til Teheran um helgina til langþráðra viðræðna við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. 21.11.2006 12:38 Greiða rúmlega 14 milljarða fyrir West Ham United Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 12:32 Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra. 21.11.2006 12:16 Nafni Avion Group hf. breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík. 21.11.2006 12:12 Kaupum ekkert á laugardaginn Hundruð þúsunda manna um allan heim heldur "Kaupum ekkert" daginn hátíðlegan á laugardaginn, með því að - kaupa ekkert! Deginum er ætlað að minna fólk á að Vesturlandabúar eru aðeins lítill minnihluti jarðarbúa en neyta samt mikils meirihluta jarðargæða. 21.11.2006 11:40 518 sviptu sig lífi á Íslandi á árunum 1990-2005 518 Íslendingar sviptu sig lífi á árunum 1990 til 2005, stærstur hlutinn karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar þingmanns. Tölurnar eru fengnar frá Landlæknisembættinu. 21.11.2006 11:30 Framboð af fiski lítið vegna veðurs Framboð af fiski á fiskmörkuðum í Hull og Grimsby á Englandi var í lágmarki í vikubyrjun vegna þess að flutningaskip sem koma átti með fiskinn frá Íslandi tafðist vegna veðurofsans á miðunum undanfarna daga. Þetta er í annað skiptið í mánuðinum sem þetta gerist. Vefmiðill Fiskifrétta, www.skip.is, greinir frá þessu. 21.11.2006 11:28 Sports hall named after Sportacus 21.11.2006 11:23 Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu. 21.11.2006 11:10 Berlusconi fyrir rétt Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir. 20.11.2006 23:42 Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna. 20.11.2006 23:30 Simpansar velja sér eldri maka Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum. 20.11.2006 23:20 Sjá næstu 50 fréttir
Bankaeigandi myrtur í Rússlandi Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt. 21.11.2006 20:20
Samþykkt að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun Samþykkt var á sjöunda tímanum í kvöld á borgarstjórnarfundi að selja hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Umræður tóku langan tíma og var tillagan samþykkt með meirihlutaatkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra greiddu hinsvegar atkvæði gegn sölunni. 21.11.2006 19:53
Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. 21.11.2006 19:37
Annað tilræði í Gaza Byssumaður skaut á og særði fyrrum ráðherra í stjórn Palestínu nú rétt í þessu. Ráðherrann heitir Abdel Aziz Shahin og er háttsettur í hinni hófsömu Fatah hreyfingu. Hann hefur líka verið mjög virkur í gagnrýni sinni á Hamas-samtökin að undanförnu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hversu alvarlegt ástand fyrrum ráðherrans er. Árásin átti sér stað á Gaza svæðinu. 21.11.2006 19:23
Reyndi að smygla eitruðum eðlum og snákum til Taílands Tollvörðum í Taílandi tókst í dag að koma í veg fyrir að filippseyskri konu tækist að smygla rúmlega hundrað baneitruðum snákum og eðlum til Taílands. Eitthvað sem líktist lifandi snák kom í ljós þegar farangur konunnar var gegnumlýstur. 21.11.2006 19:16
Morðvopn Palme mögulega fundið Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu. 21.11.2006 19:12
Íslendingar eignast West Ham Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. 21.11.2006 19:07
Sýrlendingar neita sök Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. 21.11.2006 18:56
Stórverk í vegagerð að hefjast á Vestfjörðum og Norðausturlandi Sjö stór verkefni á sviði vegagerðar, upp á samtals sex milljarða króna, eru að fara í útboð á Vestfjörðum og norðausturhorni landsins. Þar ber hæst þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi, veg um Arnkötludal og vegtengingu milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. 21.11.2006 18:47
Páfinn að gefa út bók um Jesú Benedikt Páfi hefur ákveðið að gefa út bók um ævi Jesú Krists. Upphaflega ætlaði hann sér að gefa út eina stóra bók en þar sem hann er ekki viss um að hann muni hafa orku og þrek til þess að klára hana ákvað hann að gefa fyrstu tíu kaflana út sem fyrstu bókina í ritröð um Jesú Krist. 21.11.2006 18:28
Eigendur álversins ætla að virða vilja íbúa Eigendur Álversins í Straumsvík ætla ekki að höfða skaðabótamál gegn bænum þótt svo kunni að fara að stækkun verksmiðjunnar verði felld í almennri atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði. Eigendur segjast nú ætla að una niðurstöðunni en þeir hafa varið um hálfum milljarði í að undirbúa stækkunina. 21.11.2006 18:25
Jafnrétti kynjanna eykst á Íslandi Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland í 4. sæti yfir þjóðir þar sem jafnrétti kynjanna er komið hvað lengst á veg. Svíþjóð skipar efsta sætið, Noregur annað sætið, Finnland það þriðja og Íslendingar það fjórða. 21.11.2006 17:46
Vefurinn um Litvinenko flækist enn Ítalskur öryggissérfræðingur að nafni Mario Scaramella hélt fréttamannafund í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa verið maðurinn sem Alexander Litvinenko hitti á veitingastað skömmu áður en hann veiktist. Scaramella sagðist ekki hafa etið á veitingastaðnum. 21.11.2006 17:29
Buj Dubai gæt orðið hærri en Esjan Bygging Burj Dubai við Persaflóann, hæsta skýjakljúfs heims, gengur samkvæmt áætlun. Reistar hafa verið 84 hæðir og byggingin er orðin 302 metra há. Áætlað er að smíðinni ljúki 2009. Ef marka má nýlega grein eftir einn af undirtverktökum við bygginguna gæti Burj Dubai orðið 940 metra hár og allt að 195 hæða. Til samanburðar er Esjan 914 metra há (sjá mynd). 21.11.2006 17:27
Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. 21.11.2006 17:23
Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. 21.11.2006 17:15
Leikstjórinn Robert Altman allur Bandarískir leikstjórinn Robert Altman lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í Los Angeles 81 árs að aldri. Frá þessu greindi framleiðslufyrirtæki hans í dag. Altman skipar sér á bekk með fremstu leikstjórum síðustu aldar. Meðal mynda sem hann leikstýrði voru Leikmaðurinn, Nashville og Gosford Park auk MASH, eða Spítalalífs, en þættir með sama nafni eru Íslendingum að góðu kunnir. 21.11.2006 17:00
Sögulegir friðarsamningar í Nepal Stjórnvöld í Nepal skrifuðu í dag undir friðarsamninga við skæruliða maóista sem marka eiga endalok tíu ára borgarastyrjarldar í landinu. Samkvæmt samningnum munu maóistar fá aðild að bráðabirgðaríkisstjórn sem skipuð verður í landinu og hafa þeir því ekki lengur stöðu uppreisnarmanna. 21.11.2006 16:46
HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir. 21.11.2006 16:32
OR leitar heitra vatnsæða í Fljótshlíð Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Fram kemur í tilkynningu frá aðilunum tveimur að forsenda slíkrar leitar sé að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heimildar þeirra. 21.11.2006 16:21
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dregst mikið saman hjá Alcan Útstreymi gróðurhúsaloftegunda frá álveri Alcan í Straumsvík hefur minnkað um sjötu prósent fyrir hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Þetta kom fram á fundi hjá Samtökum atvinnulífins um útstreymi frá álverum á Íslandi sem fram fór fyrr í dag. 21.11.2006 16:07
Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt. 21.11.2006 15:51
Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag. 21.11.2006 15:34
Anna Kristín tekur þriðja sætið Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni. 21.11.2006 15:16
Lagði bíl sínum á golfflöt á Vík í Mýrdal Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk heldur óvenjulega tilkynningu á sunnudaginn var en þar var greint frá því að bifreið stæði á einni af flötunum á golfvellinum í Vík. Þegar lögreglan fór að athuga málið kom í ljós að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið hafði komið sér fyrir á miðri flöt á fjórðu holu vallarins og var að dást að útsýninu út á hafið. 21.11.2006 14:56
Batt sleða við bíl og dró félaga sinn Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi. 21.11.2006 14:46
Kaldavatnslaust í Borgarnesi Ekkert kalt vatn er í Borgarnesi eftir að kaldavatnsæð fór þar í sundur laust fyrir klukkan tvö. Óhappið varð á framkvæmdasvæði við verlsunina Bónus, skammt frá Borgarfjarðarbrúnni. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að búið hafi verið að hengja vatnsæðina upp vegna framkvæmdanna en bakki gaf sig með þeim afleiðingum að vatnsleiðslan kubbaðist í sundur. 21.11.2006 14:29
Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag. 21.11.2006 14:23
Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum. 21.11.2006 14:14
Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu. 21.11.2006 13:29
Leituðu aldraðs manns á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituð í morgun að karlmanni á áttræðisaldri. Hann sást síðast um kl. 22 í gærkvöld við bensínstöð ESSO á Ártúnsholti á bifreið sinni og var farið að óttast um hann. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað í rúma klukkustund fannst maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu. 21.11.2006 13:15
Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins. 21.11.2006 13:13
40% landnemabyggða Ísraela á einkalandi Palestínumanna Rúmlega 40% landnámsbyggða gyðinga í Palestínu eru á einkalandi Palestínumanna, sem oft hefur verið lýst ríkisland með vafasömum aðferðum. Þetta eru aðalatriðin í skýrslu mannréttindasamtakanna Peace now sem byggir á rannsókn þeirra á eignarhaldi landnemabyggðanna. 21.11.2006 12:45
Assad Sýrlandsforseta boðið til viðræðna í Teheran Íranar hafa boðið forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, til viðræðna í Teheran, þar sem hann getur tekið þátt í viðræðum íranskra og íraskra stjórnmálamanna. Jalal Talabani, forseti Íraks, er á leið til Teheran um helgina til langþráðra viðræðna við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. 21.11.2006 12:38
Greiða rúmlega 14 milljarða fyrir West Ham United Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 12:32
Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra. 21.11.2006 12:16
Nafni Avion Group hf. breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík. 21.11.2006 12:12
Kaupum ekkert á laugardaginn Hundruð þúsunda manna um allan heim heldur "Kaupum ekkert" daginn hátíðlegan á laugardaginn, með því að - kaupa ekkert! Deginum er ætlað að minna fólk á að Vesturlandabúar eru aðeins lítill minnihluti jarðarbúa en neyta samt mikils meirihluta jarðargæða. 21.11.2006 11:40
518 sviptu sig lífi á Íslandi á árunum 1990-2005 518 Íslendingar sviptu sig lífi á árunum 1990 til 2005, stærstur hlutinn karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar þingmanns. Tölurnar eru fengnar frá Landlæknisembættinu. 21.11.2006 11:30
Framboð af fiski lítið vegna veðurs Framboð af fiski á fiskmörkuðum í Hull og Grimsby á Englandi var í lágmarki í vikubyrjun vegna þess að flutningaskip sem koma átti með fiskinn frá Íslandi tafðist vegna veðurofsans á miðunum undanfarna daga. Þetta er í annað skiptið í mánuðinum sem þetta gerist. Vefmiðill Fiskifrétta, www.skip.is, greinir frá þessu. 21.11.2006 11:28
Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu. 21.11.2006 11:10
Berlusconi fyrir rétt Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir. 20.11.2006 23:42
Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna. 20.11.2006 23:30
Simpansar velja sér eldri maka Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum. 20.11.2006 23:20