Fleiri fréttir

Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar.

Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum

Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna.

Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum.

Peningar McCartneys og orðspor í húfi

Skilnaður bítilsins Pauls McCartney stefnir í að verða einn sá stærsti og umtalaðasti á okkar tímum. Vægðarlaus umfjöllun fjölmiðla, sem fylgjast með hverju spori beggja aðila, heldur áfram. Nú hefur fyrrverandi kona bítilsins, Heather, sakað hann um heimilisofbeldi, drykkjuskap og fíkniefnaneyslu, en lögmenn hans segja hann neita því alfarið.

Ekki frekari kjarnorkutilraunir

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ekki verði af frekari kjarnorkutilraunum í landinu, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn tilrauninni í síðustu viku. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu sagði um 100 þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni Pyongyang til að fagna áfanganum.

Þúsundir fá leiðréttingu á vaxtabótum

Þeim sem fá vaxtabætur á þessu ári fjölgar um rúmlega fimm þúsund, nái frumvarp fjármálaráðherra um leiðréttingu vaxtabóta fram að ganga. Þá mun mikill fjöldi fólks fá hækkun á þegar greiddum vaxtabótum. Fjármálaráðherra segir rangt að ekki hafi verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna áður en frumvarpið var lagt fram á Alþingi.

Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna

Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt.

Fær bara aðgang að hlerunargögnum um sjálfan sig

Þjóðskjalasafnið veitti nú síðdegis Kjartani Ólafssyni, sagnfræðingi og fyrrverandi alþingismanni, leyfi til að skoða gögn sem varða hleranir á honum sjálfum. Kjartan er ekki sáttur við úrskurðinn og vill fá sama aðgang að gögnum og Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk og ætlar með málið til dómsstóla, ef menntamálaráðherra skikkar ekki þjóðskjalasafnið til að breyta úrskurði sínum.

Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir

Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna.

Vann eineltismál vegna andlitsblæju

Íslömsk kennslukona í Bretlandi hefur unnið eineltismál sem hún höfðaði gegn barnaskólanum sem hún kenndi við. Konan var leyst frá störfum þegar hún neitaði að fjarlægja andlitsblæju í skólastofunni. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og umræður um rétt múslímakvenna til að bera andlitsslæður sem hylja mesta hluta andlitsins.

Forsetalisti HR birtur

Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn.

ESB fordæmir brottvísun fulltrúa frá Eþíópíu

Evrópusambandið hefur fordæmt þá ákvörðun stjórnvalda í Eþíópíu að vísa tveimur sendifulltrúum sambandsins úr landi. Fulltrúar ESB segja það fullkomlega óásættanlegt. Þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur flóttamönnum til Kenía. Annar þeirra er eþíópískur lögfræðingur sem vinnur fyrir Framkvæmdastjórn sambandsins. Yfirvöld í Eþíópíu segja flóttamennina hafa verið handtekna grunaða um alvarlega glæpi. Ekki er þó gefið upp hvað þeir eigi að hafa gert af sér.

Watson óheimilt að koma inn fyrir 12 mílur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmir hvalveiðar Íslendinga og segir að ef hún fengi að ráða yrðu hvalveiðar alfarið bannaðar að eilífu. Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd-samtakanna, sem sökkti tveimur hvalveiðiskipum á níunda áratugnum, boðar komu sína á Íslandsmið, en honum er óheimilt að koma inn í íslenska lögsögu.

Heimferð flóttamanna frestað

Flóttamannahjálp SÞ hefur ákveðið að fresta því að flytja fóttamenn aftur til heimahaga sinna í Suður-Súdan vegna átaka sem hafa blossað upp á svæðinu. Flytja átti fólk til Súdan frá flóttamannabúðum í Norður-Úganda en hætt var við það þar sem fréttir bárust af því að um 40 almennir borgarar hefðu fallið í átökum við óþekkta byssumenn.

Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn.

Telja sig hafa fundið líkamsleifar fórnarlamba

Líkamsleifar sem taldar eru vera af fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna á Tvíburarturnana þann 11. september 2001 hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð.

Fangar hafa aflýst hungurverkfalli

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum.

Evrópusambandið að miðla málum milli Rússa og Georgíumanna

Evrópusambandið (ESB) er sem stendur að reyna að koma á sáttum á milli Rússlands og Georgíu. Samskipti ríkjanna hafa versnað til muna undanfarið vegna áhuga forseta Georgíu á því að ganga í ESB. Javier Solana, utanríkisráðherra ESB, hefur verið í samningaviðræðum við forseta landanna tveggja síðustu daga en með litlum árangri.

Hlaut Fjöreggið í dag

Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ.

Dráttartaug komin í trilluna

Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð.

Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó

Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk.

Ákærður fyrir sprengjugabb á íþróttavöllum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að sækja tvítugan mann í Milwaukee til saka fyrir að hafa birt falsaða hótun á Netinu um að hryðjuverkamenn hygðust sprengja svokallaðar skítugar sprengjur á sjö stórum fótboltavöllum í landinu.

Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð

Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna.

Ryan Air reynir að stækka við sig

Fyrir tveimur vikum ákvað lággjaldaflugfélagið Ryan Air að bjóða í írska flugfélagið Aer Lingus. Á fréttamannafundi sem Ryan Air hélt í dag kom síðan fram að ef að kaupunum yrði myndi starfsmönnum hjá Aer Lingus fækkað þar sem það væri ein af leiðunum til þess að lækka rekstrarkostnað flugfélagsins.

Forsætisráðherra segir tækifæri í hvalaskoðun

Tækifæri í sjávarútvegi á Íslandi eru mörg, svo sem hvalaskoðun sem nú dafnar víða vel, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sinni á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag.

Vígamenn sækja í sig veðrið í Írak

Alls hafa um 15 manns látist og 91 slasast í bardögum á milli öryggissveita og vígamannanna í Írak í dag. Vígamenn sjía, sem eru hliðhollir Muqtada al-Sadr, gerðu áhlaup á bæinn Amara í Suður-Írak.

Pútín í vandræðum eftir misheppnaðan brandara

Valdímír Pútín, forseti Rússlands, virðist í slæmum málum í heimalandinu eftir heldur misheppnaðan brandara sem fréttamenn áttu ekki að heyra. Pútín var á blaðamannafundi með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á dögunum og í lok hans mátti heyra Pútín biðja Olmert fyrir kveðju til forseta Ísraels, Moshe Katsav.

Vilja stofna sérstakt Loftlagsráð

Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót Loftslagsráði sem meðal annars hafi það verkefni að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna og meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á þjóðarhag og þjóðaröryggi.

Varað við sandfoki á Mýrdalssandi

Vegagerðin varar við sandfoki á Mýrdalssandi og á minnir á að hálkublettir eru víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðvesturlandi. Hálka er á Lágheiði. Þá er hálka og hálkublettir víða á Norðaustur-og Austurlandi.

ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga

Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum.

Ráðist á bílalest Haniyehs

Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, slapp ómeiddur þegar ráðist var á bílalest hans þegar hann var á leið frá föstudagsbænum í mosku á Gaza-ströndinni í dag. Heimildarmenn innan Hamas segja að skotið hafi verið á bílalestina auk þess sem ein bifreið hafi verið brennd.

Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit.

Fjarlægja æxli með hátíðnihljóði

Læknum hefur tekist að þróa aðferð til að fjarlægja æxli með hátíðnihljóði. Uppskurðir gætu því heyrt sögunni til. Verið er að gera tilraunir með aðferðina á konum með bandvefsæxli, sem hefðu annars þurft að gangast undir legnám. Aðferðin felst í því að beina sterkum ómsjárgeisla að sýktum vefjum og hún skilur ekki eftir ör.

26 þúsund milljarðar tapaðir vegna spillingar

Rannsóknarstofnun vegna spillingar í Nígeríu áætlar að 26 þúsund milljarðar af nígerísku almannafé hafi tapast þar síðan 1960 vegna spillingar stjórnmálamanna. Fénu hafi ýmist verið stolið eða sólundað. Nuhu Ribadu, framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að níundi og tíundi áratugurinn hafi verið verstir en enn í dag lendir landið í efstu sætum lista yfir spilltustu lönd heims.

Paul Watson siglir gegn hvalveiðiskipunum

Paul Watson, formaður umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd og einhver stórtækasti skemmdarverkamaður Íslandssögunnar, segist ætla að senda tvö skip á Íslandsmið til að koma í veg fyrir hvalveiðar hér.

Sjá næstu 50 fréttir