Fleiri fréttir

Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum

Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn.

10 hermenn féllu í Írak í gær

10 bandarískir hermenn féllu í árásum í Írak í gær. Fjórir þeirra féllu þegar vegsprengja sprakk nærri Bagdad. Þrír týndu lífi í árás í Diyala-héraði og þrír til víðbótar í öðrum árásum. Árásum á hermenn fljóðþjóðaliðsins í Írak hefur fjölgað síðustu vikur og hafa rúmlega 60 bandarískir hermenn fallið í landinu það sem af er þessum mánuði. Að meðaltali týna 3 bandarískir hermenn lífi í Írak á hverjum degi.

Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal

Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu.

Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum.

Abramovich væntanlegur til landsins

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi.

Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða

Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi.

Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi.

Sólveig elsti Íslendingur sögunnar

Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag.

Norðmenn senda ekki fleiri hermenn til Afganistans

Norðmenn munu ekki senda sérsveitir til Afganistans eins og Atlantshafsbandalagið hafði farið fram á við þá. Þetta tilkynnti Jona Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, á blaðamannafundi í norska Stórþinginu í dag.

Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku.

Hvalveiðiþjóðir fagna

Hvalveiðiþjóðir, með Norðmenn og Japani í broddi fylkingar, fagna hvalveiðiákvörðun Íslendinga. Norðmenn stunduðu áður einir þjóða atvinnuveiðar á hval en Japanir hafa stundað vísindaveiðar. Karsten Klepsvik, fulltrúi Norðamanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu segir í samtali við AFP fréttastofuna í dag, að fullgildar ástæður séu til að leyfa veiðarnar og ákvörðun Íslendinga hjálpi til að gera þær að eðlilegum hlut. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig formlega um málið en Hideaki Okada, fulltrúi í japanska sjávarútvegsráðuneytinu, segir að Japanir styðji það sjónarmið að sjálfbærar veiðar á einstökum hvalategundum séu mögulegar.

Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði.

Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum

Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi.

Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt

Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans.

Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa

Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi.

Frjáls félagasamtök þurfa að hætta starfsemi

Tugir frjálsra félagssamtaka í Rússlandi, þar á meðal Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), þurfa að hætta starfsemi sinni þar sem þau hafa ekki skráð sig hjá stjórnvöldum samkvæmt nýjum lögum.

Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða

Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða.

Vilja breyta fæðingarorlofslögum

Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum.

Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum

Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram.

Önnur konan alvarlega slösuð

Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild.

Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu

Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land.

Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum

Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun.

Svisslendingar panta bóluefni gegn fuglaflensu

Sviss varð í dag fyrsta landið til að panta birgðir af tilraunabólefni gegn fuglaflensu sem lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur þróað. Fram kemur á fréttavef Reuters að svissnesk heilbrigðisyfirvöld hafi pantað átta milljónir skammta af bóluefninu, fyrir alla þjóðina, til að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensa geti orðið að faraldri í landinu.

240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut

240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu.

Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík

Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins.

Drápu son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku

Dómstóll í Hong Kong dæmdi í dag karl og konu í annars vegar eins og hálfs árs og hins vegar tveggja ára fangelsi fyrir að hafa drepið tíu ára gamlan son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku í tvo tíma.

West Ham ræðir við tvo hópa um kaup

Terry Brown, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, hyggst á næstu dögum ræða við tvo hópa um hugsanleg kaup á félaginu, en annar þeirra er íslenskur hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir.

Verðbólga innan EES mest á Íslandi

Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði.

Furðar sig á sjálfsgagnrýni Framsóknar

Frjálslyndi flokkurinn í borgarstjórn furðar sig á harðri gagnrýni Framsóknarflokksins á eigin fjármálastjórn á tímum R-listans. Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi F-lista segir að Framsóknarmenn séu að draga fjöður yfir sinn þátt í meintri fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. Hann lagði fram svohljóðandi bókun á fundi borgarstjórnar í gær: “Í úttekt KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar kemur fram gagnrýni á fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár.

Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi

Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent.

Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS

Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.

Of hátt of lengi skaðar

Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum.

Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar

Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum.

Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta

Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega.

Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi

Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag.

Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja

Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi.

Enn óvíst hverjir taka sæti Argentínu í Öryggisráði SÞ

Atkvæðagreiðslum um arfta Argentínumanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað um sólahring svo hægt verði að ræða næstu skref. Gvatemala og Venesúela berjast um sætið en hvorugu ríki hefur tekist að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþinginu sem þarf til að hreppa hnossið. Í dag og í gær er búið að greiða atkvæði 21 sinni og hefur Gvatemala haft vinningin, en betur má ef duga skal.

Nýr sendiherra í Úkraínu

Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins.

8 týndu lífi í sprengingu í Mexíkó

Að minnsta kosti 8 týndu lífi þegar sprenging var um borð í olíuflutningaskipi í eigu olíufélags frá Mexíkó. Verið var að dæla af skipinu við höfn í Veracruz þegar sprengingin varð.

Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi

Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%.

Bush styður aðild Króatíu að ESB og NATO

Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hvetja til þess á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði að Króatía verði tekin inn í bandalagið. Auk þess ætlar hann að ítreka stuðning bandarískra stjórnvalda við aðild landsins að Evrópusambandinu.

Dómi yfir Kenneth Lay hrundið

Dómstóll í Bandaríkjunum hratt í dag fjársvikadómi yfir Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóra olíurisans Enron, á þeim forsendum að hann gæti ekki áfrýjað honum. Lay lést í júlí síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir fjársvik og samsæri í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2001.

Sjá næstu 50 fréttir