Fleiri fréttir

Google kaupir YouTube

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube, vefsíðu þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. YouTube var stofnað í febrúar á síðasta ári og varð fljótlega ein vinsælasta síðan á netinu sem dreifir myndbandsefni.

Vegagerðin hóf útboð á ný

Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð.

Rútuslys í Guatemala

Að minnsta kosti fjörtíu og tveir eru látnir, þar af sex börn, eftir rútuslys í norðurhluta Guatemala í dag. Rútan gjöreyðilagðist þegar hún fór út af veginum og rann niður 300 metra fjallshlíð. Hún var á leið frá borginni Huehuetenango, sem er nálægt landamærunum að Mexíkó, til Barillas. Fjórtíu og sjö farþegar voru í rútunni en aðeins fimm komust lífs af.

Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins

Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins.

Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld.

Frakkar æfir vegna reykingarbanns

Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008.

Google kaupir YouTube

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

Vilja banna sölu vopna til Norður-Kóreu

Bandaríkin hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Tillagan felur meðal annars í sér vopnasölubann á Norður-Kóreu. Ekki er enn ljóst hvort að Rússar og Kínverjar styðji tillöguna.

Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir

Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu.

Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd.

Ekki ber á geislavirkum leka

Norður-Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnorkusprengju í nótt. Norður-kóreska ríkisfréttastofan sagði sprenginguna hafa gengið að óskum og að ekki bæri á neinum geislavirkum leka. Sprengjan virðist ekki hafa verið mjög stór, en ýmislegt varðandi hana er enn á huldu.

Breytingarnar munu skerða kjör bænda

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega.

Fjölga þarf plássum að Sogni

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu.

Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála

Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna.

Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7%

Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári.

Umhverfisstofnun getur gert betur

Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun.

Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki

Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki.

Aðgerðir vegna uppsagna hjá Alcan

Formenn verkalýðsfélaga velta nú fyrir sér aðgerðum vegna þess sem þeir kalla siðlausar uppsagnir hjá Alcan í Straumsvík og undirbúa meðal annars fund með starfsfólki fyrirtækisins. Einn þriggja starfsmanna, sem sagt var upp nú fyrir helgi, segir að kuldi og mannvonska einkenni stjórnarhætti æðstu stjórnarmanna Alcan

Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu

Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn.

Landsbankinn metur matarverðstilkynningu

Landsbankinn fjallar um tilkynningu ríkisstjórnarinnar um matarverðslækkun í Vegvísi sínum í dag. Greiningardeild bankans telur að lækkunin styðji til skamms tíma við þá hröðu hjöðnun verðbólgunnar á næsta ári, sem spáð hafði verið. Aukinn kaupmáttur heimilanna á næsta ári hlljóti hins vegar að leiða til þess að líkur á minnkandi einkaneyslu séu nú minni en áður og að samdráttur þjóðarútgjalda verði hægari en reiknað var með. Verðbólguþrýstingur verði því meiri, sérstaklega þegar frá líður.

Undirrita varnarsamning með Condoleezzu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra til Washington í dag. Þar munu þau eiga fund með Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og undirrita samkomulag við Bandaríkin um varnarmál. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra munu einnig eiga fund með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Nýtt stríð Dana og múslima

Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð.

Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda

Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30

Alþjóðasamfélagið mun svara

George Bush, Bandaríkjaforseti, fordæmdi kjarnorkutilraun N-Kóremanna í ávarpi fyrir stundu og sagði að alþjóðasamfélagið myndi bregðast við henni. Bush sagði Norður Kóremenn einna stórtækasta allra þjóða í að flytja út skotflaugatækni, til dæmis til Íran og Sýrlands. Hann sagði að útflutningur á kjarnorkuþekkingu til annarra ríkja eða ríkisfangslausra aðila, teldist alvarleg ógnun við öryggi Bandaríkjanna og Norður Kórea yrði gerð fyllilega ábyrg fyrir því framferði.

Njósnarar í mýflugu mynd

Breskir hermálavísindamenn eru að þróa vélflugu sem nýta má til að njósna um staðsetningu óvina. Verkefnisstjórinn, Dr. Rafal Zbikowski, segir að fyrstu flugurnar gætu verið tilbúnar innan sjö til tíu ára. Hann hefur nú þegar hannað frumgerð ófleygrar vélflugu sem hermir eftir vængslætti venjulegrar flugu.

Fíkniefnahundur fann efni í bíl á Akureyri

Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 20-30 grömm af efni, sem talin eru vera fíkniefni. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin í lofthreinsara á bíl sem var að koma frá Reykjavík. Leitað var í bílnum þar sem ökumaður hans hefur margoft gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina.

Vatn flæddi inn í nokkur hús

Vatn flæddi inn í nokkur hús á Siglufirði í nótt. Gríðarleg úrkoma var í bænum en nú hefur stytt upp. Að sögn Sigurðar Hlöðverssonar, bæjartæknifræðings á Siglufirði, urðu nokkur hús fyrir vatnstjóni. Ástæða flóðanna er einkum tvíþætt. Annars vegar gríðarleg úrkoma í nótt og hins vegar er stórstreymt og staða sjávarfalla há.

Sprengingin fordæmd alls staðar

Þjóðarleiðtogar hafa fordæmt kjarnorkutilraun N-Kóreu. Sprengjan sprakk hálftíma áður en forsætisráðherra Japan lenti í Seoul , þar sem hann ræðir við forsætisráðherra Suður Kóreu um málið. Kallað hefur verið til neyðarfundar hjá þjóðaröryggisráði Suður Kóreu og herafli landsins settur á hæsta viðbúnaðarstig.

Matarverð lækkar um 16%

Vörugjald af innlendri og innfluttri matvöru, nema sykri og sætindum, verður afnumið frá 1. mars. Virðisaukaskattur af matvælum lækkar líka úr 14% í 7% frá 1. mars. Virðisaukaskattur af annarri þjónustu og vörum í 14% þrepi, bókum, tímaritum, blöðum, húshitun og hótelgistingu, verður lækkaður í 7%. Virðisaukaskattur af öðrum matvælum sem hefur verið 24,5% verður lækkaður í 7% frá sama tíma og virðisaukaskattur af veitingaþjónustu fer líka niður í 7%. Almennir innflutningstollar af kjötvöru munu lækka um allt að 40%. Aðgerðirnar miða að því að færa almennt matarverð til jafns við meðalverð á Norðurlöndunum og munu kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna.

Tveir árekstrar samtímis á Akureyri

Tveir árekstrar urðu nánast samtímis innanbæjar á Akureyri í gærkvöldi. Engan sakaði, en bílarnir voru mikið skemmdir og varð að fjarlægja þrjá þeirra með kranabílum. Mikil rigning var og dimmviðri þegar árekstrarnir urðu.

Sjá næstu 50 fréttir