Fleiri fréttir Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion – ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. 2.10.2006 17:45 15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. 2.10.2006 17:42 Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. 2.10.2006 17:21 Skothríð í bandarískum skóla 2.10.2006 16:38 Notendum fjölgar um 66% milli vikna Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. 2.10.2006 16:30 Viðskiptahallinn dregst saman Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. 2.10.2006 16:22 Spá lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt á næsta ári, þar ráði mestu hröð lækkun verðbólgunnar. Miðað við verðbólguspá bankans jafngilda 14% stýrivextir líkt og nú er 11% raunstýrivöxtum á næsta ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að stýrivextir verið lækkaðir í upphafi næsta árs og að þeir verði komnir í 8,5% í lok næsta árs. 2.10.2006 16:10 Banvæn streita 2.10.2006 16:01 Draga á úr framkvæmdum Gert er ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Draga á úr framkvæmdum á vegum ríkisins fyrir utan framkvæmdir í samgöngumálum og atvinnuleysi kemur til með að aukast. 2.10.2006 16:00 Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. 2.10.2006 15:44 Hættulegt að vitna gegn Saddam Hussein 2.10.2006 15:39 Sjöfn forstjóri Matís Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 2.10.2006 15:10 Abbas hugar að myndun neyðarstjórnar Palestínumanna 2.10.2006 15:09 Alcoa barst sprengjuhótun Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk. 2.10.2006 14:51 Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. 2.10.2006 14:42 Saudi Arabar telja að Írak sé að liðast í sundur 2.10.2006 14:31 Bæta þarf starfshætti og ímynd Alþingis Sólveig Pétursdóttir var kjörinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag. Hún fékk fimmtíu og fimm atkvæði en sjö skiluðu auðu. Sólveig sagði í ræðu sinni að þörf væri á að bæta starfshætti og ímynd Alþingis. Hún sagði Alþingi ekki sunnudagaskóla en að þingmenn yrðu þó að gæta hófs í hita leiksins. 2.10.2006 14:27 Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum. 2.10.2006 14:17 Þjóðarleiðtogi með tvo tvífara 2.10.2006 14:02 Mótmælt við Alþingishúsið Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 2.10.2006 13:43 Kínverjar blinda bandaríska gervihnetti 2.10.2006 13:42 Múffínutoppar og grjóst Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar. 2.10.2006 13:27 Búið að útskrifa alla Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil. 2.10.2006 12:20 Ríkisstjórn Austurríkis féll Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn. 2.10.2006 12:14 FBI skoðar Foley Bandaríska alríkislögreglan hefur til skoðunar klúr bréfaskrif bandarísks þingmanns til lærlinga á skrifstofu hans. Hann hefur þegar sagt af sér embætti. Maðurinn sem um ræðir heitir Mark Foley en hann sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. 2.10.2006 12:11 Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. 2.10.2006 11:58 Stjórnarandstaðan sameinast um mál Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) og Frjálslynda flokksins kynna í dag sameiginlegar áherslur sínar í upphafi þingvetrar og undirstrika með táknrænum hætti samstöðu sína gegn núverandi ríkisstjórn. 2.10.2006 11:42 Rússar einangra Georgíu 2.10.2006 11:19 Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. 2.10.2006 11:03 Danskir foreldrar mótmæla 2.10.2006 10:55 Alþingi sett í dag Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 2.10.2006 10:41 Nóbelsverðlaun í læknisfræði tilkynnt Tveir Bandaríkjamenn, Andrew Z. Fire frá MIT í Massachusetts og Craig C. Mello við Harvard, fá Nóbelsverðlunin í læknisfræði í ár fyrir að uppgötva leið til að slökkva á ákveðnum áhrifum gena. 2.10.2006 10:41 SAS interested in Icelandair 2.10.2006 10:36 Húsnæðisverð hækkar Þvert ofan í flestar spár hefur húsnæðisverð hækkað um tæp 2,5% síðustu fjórar vikurnar og hefur því hækkaðu um tæp 11% á tólf mánuðum. 2.10.2006 10:30 Forsetakosningar endurteknar í Brasilíu Forseta Brasilíu, Lula da Silva, tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningum sem fóru fram um helgina og verður gengið aftur til kosninga í lok október. Lula tryggði sér 49% atkvæða nú, en þarf yfir 50% til að ná kosningu. Keppinautur hans um forsetastólinn er Geraldo Alckmin, fyrrum ríkisstjóri Sao Paulo fékk 41% atkvæða. 2.10.2006 10:27 Massive Immigration Rise 2.10.2006 10:10 Departure of US Forces 2.10.2006 10:10 Leit að týndu fólki Björgunarsveitir voru þrívegis kallaðar út í gær, þar af tvívegis til að leita að fólki, sem týnst hafði við að leita að kindum. Það var á Brekknaheiði á Austfjörðum og fannst fólkið heilt á húfi. 2.10.2006 10:01 Grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar Lögreglan í Olsó handtók seint í gærkvöldi þrítugan mann af pakistönskum uppruna, sem er grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra fyrr um kvöldið. 2.10.2006 09:52 Leituðu gangnamanna á Brekknaheiði í dag Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í leit á Brekknaheiði á Austurlandi seinnipartinn í dag til að leita að stúlku sem var í leit að fé á heiðinni í göngum. Stúlkan fannst heil á húfi um hálfsjöleytið í kvöld. Fyrr í dag höfðu björgunarsveitir einnig verið kallaðar út vegna tveggja gangnamanna á sömu heiði en þeir fundust heilir á húfi fljótlega eftir að útkall barst. 1.10.2006 19:15 Björguðu manni í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Björgunarsveitir fyrir austan fjall björguðu nú undir kvöld manni sem fastur var í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli. Hætta var talin á að hann gæti fallið niður en að sögn lögreglu á Selfossi hafa björgunarsveitarmenn nú komið manninum til aðstoðar og eru á leið niður fjallið með hann heilan á húfi. 1.10.2006 18:58 Schüssel viðurkennir ósigur í þingkosningum Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, viðurkenndi í dag að hægri flokkur hans hefði „líklega" tapað í þingkosningunum sem þar fóru fram í dag. Sagði hann niðurstöður talningar benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbauers hefðu farið með sigur af hólmi og óskaði hann Gusenbauer til hamingju með sigurinn. 1.10.2006 18:51 16 ára gítarleikari vann Snorri Hallgrímsson, sextán ára gítarleikari, bar sigur úr býtum í tónlistarsamkeppni á vegum pólskrar menningarhátíðar í dag. Keppnin gekk út á bestu útfærsluna á pólsku tónverki, en pólskir tónlistarkennarar um land allt höfðu umsjón með keppninni. 1.10.2006 18:36 Tólf stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft í nógu að snúast það sem af er degi við að stöðva ökumenn sem hafa keyrt of hratt. Frá klukkan níu í morgun til fjögur í dag voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi. 1.10.2006 18:34 Alþingi sett á morgun Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. 1.10.2006 18:25 Sjá næstu 50 fréttir
Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion – ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. 2.10.2006 17:45
15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. 2.10.2006 17:42
Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. 2.10.2006 17:21
Notendum fjölgar um 66% milli vikna Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. 2.10.2006 16:30
Viðskiptahallinn dregst saman Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. 2.10.2006 16:22
Spá lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt á næsta ári, þar ráði mestu hröð lækkun verðbólgunnar. Miðað við verðbólguspá bankans jafngilda 14% stýrivextir líkt og nú er 11% raunstýrivöxtum á næsta ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að stýrivextir verið lækkaðir í upphafi næsta árs og að þeir verði komnir í 8,5% í lok næsta árs. 2.10.2006 16:10
Draga á úr framkvæmdum Gert er ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Draga á úr framkvæmdum á vegum ríkisins fyrir utan framkvæmdir í samgöngumálum og atvinnuleysi kemur til með að aukast. 2.10.2006 16:00
Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. 2.10.2006 15:44
Sjöfn forstjóri Matís Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 2.10.2006 15:10
Alcoa barst sprengjuhótun Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk. 2.10.2006 14:51
Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. 2.10.2006 14:42
Bæta þarf starfshætti og ímynd Alþingis Sólveig Pétursdóttir var kjörinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag. Hún fékk fimmtíu og fimm atkvæði en sjö skiluðu auðu. Sólveig sagði í ræðu sinni að þörf væri á að bæta starfshætti og ímynd Alþingis. Hún sagði Alþingi ekki sunnudagaskóla en að þingmenn yrðu þó að gæta hófs í hita leiksins. 2.10.2006 14:27
Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum. 2.10.2006 14:17
Mótmælt við Alþingishúsið Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 2.10.2006 13:43
Múffínutoppar og grjóst Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar. 2.10.2006 13:27
Búið að útskrifa alla Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil. 2.10.2006 12:20
Ríkisstjórn Austurríkis féll Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn. 2.10.2006 12:14
FBI skoðar Foley Bandaríska alríkislögreglan hefur til skoðunar klúr bréfaskrif bandarísks þingmanns til lærlinga á skrifstofu hans. Hann hefur þegar sagt af sér embætti. Maðurinn sem um ræðir heitir Mark Foley en hann sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. 2.10.2006 12:11
Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. 2.10.2006 11:58
Stjórnarandstaðan sameinast um mál Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) og Frjálslynda flokksins kynna í dag sameiginlegar áherslur sínar í upphafi þingvetrar og undirstrika með táknrænum hætti samstöðu sína gegn núverandi ríkisstjórn. 2.10.2006 11:42
Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. 2.10.2006 11:03
Alþingi sett í dag Alþingi verður í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 2.10.2006 10:41
Nóbelsverðlaun í læknisfræði tilkynnt Tveir Bandaríkjamenn, Andrew Z. Fire frá MIT í Massachusetts og Craig C. Mello við Harvard, fá Nóbelsverðlunin í læknisfræði í ár fyrir að uppgötva leið til að slökkva á ákveðnum áhrifum gena. 2.10.2006 10:41
Húsnæðisverð hækkar Þvert ofan í flestar spár hefur húsnæðisverð hækkað um tæp 2,5% síðustu fjórar vikurnar og hefur því hækkaðu um tæp 11% á tólf mánuðum. 2.10.2006 10:30
Forsetakosningar endurteknar í Brasilíu Forseta Brasilíu, Lula da Silva, tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningum sem fóru fram um helgina og verður gengið aftur til kosninga í lok október. Lula tryggði sér 49% atkvæða nú, en þarf yfir 50% til að ná kosningu. Keppinautur hans um forsetastólinn er Geraldo Alckmin, fyrrum ríkisstjóri Sao Paulo fékk 41% atkvæða. 2.10.2006 10:27
Leit að týndu fólki Björgunarsveitir voru þrívegis kallaðar út í gær, þar af tvívegis til að leita að fólki, sem týnst hafði við að leita að kindum. Það var á Brekknaheiði á Austfjörðum og fannst fólkið heilt á húfi. 2.10.2006 10:01
Grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar Lögreglan í Olsó handtók seint í gærkvöldi þrítugan mann af pakistönskum uppruna, sem er grunaður um að hafa skotið þrjár systur sínar til bana á heimili þeirra fyrr um kvöldið. 2.10.2006 09:52
Leituðu gangnamanna á Brekknaheiði í dag Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í leit á Brekknaheiði á Austurlandi seinnipartinn í dag til að leita að stúlku sem var í leit að fé á heiðinni í göngum. Stúlkan fannst heil á húfi um hálfsjöleytið í kvöld. Fyrr í dag höfðu björgunarsveitir einnig verið kallaðar út vegna tveggja gangnamanna á sömu heiði en þeir fundust heilir á húfi fljótlega eftir að útkall barst. 1.10.2006 19:15
Björguðu manni í sjálfheldu í Ingólfsfjalli Björgunarsveitir fyrir austan fjall björguðu nú undir kvöld manni sem fastur var í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli. Hætta var talin á að hann gæti fallið niður en að sögn lögreglu á Selfossi hafa björgunarsveitarmenn nú komið manninum til aðstoðar og eru á leið niður fjallið með hann heilan á húfi. 1.10.2006 18:58
Schüssel viðurkennir ósigur í þingkosningum Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, viðurkenndi í dag að hægri flokkur hans hefði „líklega" tapað í þingkosningunum sem þar fóru fram í dag. Sagði hann niðurstöður talningar benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbauers hefðu farið með sigur af hólmi og óskaði hann Gusenbauer til hamingju með sigurinn. 1.10.2006 18:51
16 ára gítarleikari vann Snorri Hallgrímsson, sextán ára gítarleikari, bar sigur úr býtum í tónlistarsamkeppni á vegum pólskrar menningarhátíðar í dag. Keppnin gekk út á bestu útfærsluna á pólsku tónverki, en pólskir tónlistarkennarar um land allt höfðu umsjón með keppninni. 1.10.2006 18:36
Tólf stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft í nógu að snúast það sem af er degi við að stöðva ökumenn sem hafa keyrt of hratt. Frá klukkan níu í morgun til fjögur í dag voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi. 1.10.2006 18:34
Alþingi sett á morgun Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. 1.10.2006 18:25