Fleiri fréttir 65 sinnum stungið af eftir ákeyrslu í september Sextíu og fimm sinnum hafa menn ekið á mannlausa kyrrstæða bíla í september og farið af vettvangi án þess að láta vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Þetta þýða að jafnaði tvö tilvik á dag. 1.10.2006 16:30 Fimm létust þegar hraðbraut hrundi í Kanada Fimm manns létust þegar hraðbraut í Montreal í Kanada hrundi í gær. Fólkið var allt í tveimur bílum á vegi undir hraðbrautinni sem krömdust þegar brautin hrundi. Björgunarmenn voru að störfum í alla nótt til þess að ná bílunum undan rústunum en auk þeirra fimm sem létust slösuðust sex, þar af þrír alvarlega. 1.10.2006 16:17 Útlit fyrir að stjórn Schüssels sé fallin Svo virðist sem stjórn Wolfgangs Schüssels, kanslara Austurríkis, sé fallin í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Kjörfundi lauk í landinu nú klukkan þrjú að íslenskum tíma og fyrstu spár benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbaurs hafi naumt forskot á hægri flokk Schüssels, 36 prósent atkvæða á móti 35 prósentum. 1.10.2006 16:01 Um sjötíu manns skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði Um sjötíu manns á vegum Samtaka herstöðvaandstæðingar hafa í dag skoðað herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjaher fór þaðan í gær. Voru þeir fyrstir almennra borgara að gera það. Hópurinn fór um svæðið og skoðaði markverðustu staði í fylgd leiðsögumanns. 1.10.2006 15:35 September sá heitasti í Bretlandi frá upphafi Útlit er fyrir að nýliðinn september verði sá heitasti í Bretlandi frá því að veðurmælingar hófust, eða 15,4 gráður. Er það 0,7 gráðum heitara en í september árið 1949. Veðurstofa Bretlands mun á morgun staðfesta metið sem er rúmum þremur gráðum hærra en langtímameðaltal. 1.10.2006 15:15 Fellibylurinn Xangsane veldur usla í Víetnam Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að fellibylurinn Xangsane gekk á land í Mið-Víetnam í morgun. Húsþök fuku, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn kom að landi en yfirvöld í Víetnam höfðu gert töluverðar ráðstafanir og flutt burt um tvö hundruð þúsund manns. 1.10.2006 15:00 Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu í kjölfar flugslyss Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir að farþegaflugvél með 155 manns innanborðs hrapaði í skógum Amason í fyrradag. 1.10.2006 14:45 Ný kennsluálma vígð í Menntaskólanum á Egilsstöðum Kennslurými í Menntaskólanum á Egilsstöðum hefur stækkað um áttatíu prósent með nýrri kennsluálmu sem tekin var í gagnið í haust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vígði húsið við hátíðlega athöfn í gær og færði um leið Helga Ómari Bragasyni, skólameistara lykil að húsinu. 1.10.2006 14:30 Porter sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ Michael E. Porter, sem af mörgum er talinn einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á morgun. 1.10.2006 14:25 Birti myndband með Mohammed Atta í fyrsta sinn Myndband af Mohammed Atta, manninum sem flaug vél inn í annan turnanna í World Trade Center 11. september 2001, hefur verið birt á Netinu í fyrsta sinn. 1.10.2006 14:15 Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni Tveir verða vígðir til prests og einn til djákna í Dómkirkjunni nú klukkan tvö. 1.10.2006 14:00 Nýr forsætisráðherra svarinn í embætti í Taílandi Fyrrverandi hershöfðinginn Surayud Chulanont var í dag svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands, tæpum tveimur vikum eftir valdarán hersins þar í landi. 1.10.2006 13:45 Fjörtíu taldir látnir eftir að stífla brast í N-Nígeríu Óttast er að fjörutíu manns hafi látist þegar stífla gaf sig nærri þorpi í Norður-Nígeríu í gær. Fram kemur í nígerískum fjölmiðlum að starfsfólki við stífluna hafi ekki tekist að opna fyrir hjáleið fyrir vatnið á bak við stífluna eftir gríðarlegar rigningar á svæðinu að undanförnu og því hafi stíflan brostið. 1.10.2006 13:40 Segir Georgíumenn ögra Rússum í skjóli vestrænna ríkja Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir Georgíumenn reyna að ögra Rússum í skjóli verndar frá vestræðunum ríkjum í tenglsum við njósnadeilu landanna. 1.10.2006 13:30 Ljóð í sjóð til styrktar MND-félaginu Ljóð í sjóð er heiti á bók og geisladiski sem MND-félagið gefur út með stuðningi helstu listamanna þjóðarinnar. Árlega greinast þrír til fimm einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi, en hann dregur fólk til dauða á einu til fimm árum. 1.10.2006 13:15 Sótti slasaðan manna á Grundarfjörð eftir bílveltu Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til þess að sækja mann til Grundarfjarðar sem velt hafði bíl sínum nærri bænum. Bíllinn fór nokkrar veltur og var maðurinn fluttur fyrst á heilsugæslustöðina á Grundarfirði en síðar var ákveðið að kalla eftir þyrlu vegna meiðsla hans. 1.10.2006 13:00 Guðfinna á leið í pólitík Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir Alþingiskosningar næsta vor. Hún mun tilkynna um ákvörðun sína opinberlega síðar í dag. 1.10.2006 12:41 Aldraður maður lést eftir að hafa fallið af hestbaki Bóndi á níræðisaldri lést eftir að hann datt af hestbaki við smalamennsku ofarlega í Laxárdal í Dalasýslu í gærdag. Svo virðist sem hestur hans hafi hnotið um þúfu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. 1.10.2006 12:33 Fyrstir almennra borgara til að skoða herstöð Herstöðvaandstæðingar verða fyrstir almennra borgara til að skoða herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið í gær. Stöðin telst ennþá vera varnarsvæði. Af þeim sökum gilda þar strangar reglur. 1.10.2006 12:30 Fjarskiptastöð í Grindavík mikilvæg í hernaðarlegum samskiptum Fjarskiptastöð bandaríska flotans í Grindavík gegnir engu beinu hlutverki í vörnum landsins. Samkvæmt heimildum NFS er hún hins vegar mikilvægur hlekkur í hernaðarlegum samskiptum herskipa og kafbáta Bandaríkjahers. 1.10.2006 12:13 Bera ekki ábyrgð á vatnsmengun við Keflavíkurflugvöll Bandaríkjamenn bera ekki ábyrgð á vatnsmengun á svæðinu við Keflavíkurflugvöll. Þeir firrtu sig ábyrgð með því að kosta nýja vatnsveitu fyrir Keflavík og Njarðvík fyrir sautján árum. 1.10.2006 12:00 Talverður erill hjá lögreglunni í Keflavík í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni vegna ölvunar, slagsmála og hávaðaútkalla. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðabraut í Njarðvík. 1.10.2006 11:30 Ísraelsher farinn frá Líbanon Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Líbanon seint í gærkvöldi. Þar með hefur einu grundvallarskilyrðinu fyrir vopnahléi milli Hizbollah og Ísraels, verið fullnægt. 1.10.2006 11:27 Unnur Birna krýndi arftaka sinn í Póllandi Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi í gær arftaka sinn í keppninni ungfrú Heimur sem fram fór í Póllandi. Það var tékkneska stúlkan Tatana Kucharova sem bar sigur úr býtum en önnur var ungfrú Rúmenía og ungfrú Ástralía varð í þriðja sæti. 1.10.2006 11:15 Herstöðvaandstæðingar fagna brottför hersins Herstöðvaandstæðingar halda klukkan tólf til Suðurnesja þar sem þeir munu fagna því að Bandaríkjaher er farinn af landi brott. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og minnisvarðar um hersetuna skoðaðir. 1.10.2006 11:00 Kosið víða um heim í dag Kosningar verða víða um heim í dag. Í Brasilíu eru forsetakosningar og er búist við að núverandi forseti, Luis Ignacio "Lula" da Silva, beri sigur úr býtum. Í Bosníu og Austurríki eru þingkosningar. Í Austurríki sýna skoðanakannanir hnífjafnt fylgi hægri flokks Wolfgangs Schussels og vinstri flokks Alfreds Gusenbauers. 1.10.2006 10:45 Á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Lögregla í Reykjavík tók í nótt sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur, þar af einn sem ók fram hjá lokunum lögreglu meðan verið var að vinna á vettvangi við banaslys á Miklubraut. Þá voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur, einn á 139 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 og annar á Sæbraut við Kleppsveg á 137 km hraða þar sem hámarkshraði var 60. 1.10.2006 10:30 Hermenn komnir að flaki farþegaflugvélar í Amazon Hermenn eru komnir að flaki farþegavélarinnar sem hrapaði í regnskógum Amazon á föstudag. 155 manns voru um borð og þótt björgunarsveit sé komin á staðinn, hefur ekki verið staðfest enn hvort einhverjir eftirlifendur séu. Það er þó talið ólíklegt. 1.10.2006 10:15 Banaslys á Miklubraut í nótt Banaslys varð á Miklubraut um klukkan hálffjögur í nótt þegar ekið var á konu á sextugsaldri. Atvikið var með þeim hætti að bifreið var ekið austur Miklubraut að Háaleitisbraut og var konan á gangi á afrein sem liggur af Miklubraut inn á Háaleitisbraut til suðurs. 1.10.2006 09:52 Sjá næstu 50 fréttir
65 sinnum stungið af eftir ákeyrslu í september Sextíu og fimm sinnum hafa menn ekið á mannlausa kyrrstæða bíla í september og farið af vettvangi án þess að láta vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Þetta þýða að jafnaði tvö tilvik á dag. 1.10.2006 16:30
Fimm létust þegar hraðbraut hrundi í Kanada Fimm manns létust þegar hraðbraut í Montreal í Kanada hrundi í gær. Fólkið var allt í tveimur bílum á vegi undir hraðbrautinni sem krömdust þegar brautin hrundi. Björgunarmenn voru að störfum í alla nótt til þess að ná bílunum undan rústunum en auk þeirra fimm sem létust slösuðust sex, þar af þrír alvarlega. 1.10.2006 16:17
Útlit fyrir að stjórn Schüssels sé fallin Svo virðist sem stjórn Wolfgangs Schüssels, kanslara Austurríkis, sé fallin í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Kjörfundi lauk í landinu nú klukkan þrjú að íslenskum tíma og fyrstu spár benda til þess að sósíaldemókratar undir forystu Alfreds Gusenbaurs hafi naumt forskot á hægri flokk Schüssels, 36 prósent atkvæða á móti 35 prósentum. 1.10.2006 16:01
Um sjötíu manns skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði Um sjötíu manns á vegum Samtaka herstöðvaandstæðingar hafa í dag skoðað herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjaher fór þaðan í gær. Voru þeir fyrstir almennra borgara að gera það. Hópurinn fór um svæðið og skoðaði markverðustu staði í fylgd leiðsögumanns. 1.10.2006 15:35
September sá heitasti í Bretlandi frá upphafi Útlit er fyrir að nýliðinn september verði sá heitasti í Bretlandi frá því að veðurmælingar hófust, eða 15,4 gráður. Er það 0,7 gráðum heitara en í september árið 1949. Veðurstofa Bretlands mun á morgun staðfesta metið sem er rúmum þremur gráðum hærra en langtímameðaltal. 1.10.2006 15:15
Fellibylurinn Xangsane veldur usla í Víetnam Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að fellibylurinn Xangsane gekk á land í Mið-Víetnam í morgun. Húsþök fuku, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu þegar fellibylurinn kom að landi en yfirvöld í Víetnam höfðu gert töluverðar ráðstafanir og flutt burt um tvö hundruð þúsund manns. 1.10.2006 15:00
Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu í kjölfar flugslyss Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir að farþegaflugvél með 155 manns innanborðs hrapaði í skógum Amason í fyrradag. 1.10.2006 14:45
Ný kennsluálma vígð í Menntaskólanum á Egilsstöðum Kennslurými í Menntaskólanum á Egilsstöðum hefur stækkað um áttatíu prósent með nýrri kennsluálmu sem tekin var í gagnið í haust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vígði húsið við hátíðlega athöfn í gær og færði um leið Helga Ómari Bragasyni, skólameistara lykil að húsinu. 1.10.2006 14:30
Porter sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ Michael E. Porter, sem af mörgum er talinn einn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á morgun. 1.10.2006 14:25
Birti myndband með Mohammed Atta í fyrsta sinn Myndband af Mohammed Atta, manninum sem flaug vél inn í annan turnanna í World Trade Center 11. september 2001, hefur verið birt á Netinu í fyrsta sinn. 1.10.2006 14:15
Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni Tveir verða vígðir til prests og einn til djákna í Dómkirkjunni nú klukkan tvö. 1.10.2006 14:00
Nýr forsætisráðherra svarinn í embætti í Taílandi Fyrrverandi hershöfðinginn Surayud Chulanont var í dag svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands, tæpum tveimur vikum eftir valdarán hersins þar í landi. 1.10.2006 13:45
Fjörtíu taldir látnir eftir að stífla brast í N-Nígeríu Óttast er að fjörutíu manns hafi látist þegar stífla gaf sig nærri þorpi í Norður-Nígeríu í gær. Fram kemur í nígerískum fjölmiðlum að starfsfólki við stífluna hafi ekki tekist að opna fyrir hjáleið fyrir vatnið á bak við stífluna eftir gríðarlegar rigningar á svæðinu að undanförnu og því hafi stíflan brostið. 1.10.2006 13:40
Segir Georgíumenn ögra Rússum í skjóli vestrænna ríkja Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir Georgíumenn reyna að ögra Rússum í skjóli verndar frá vestræðunum ríkjum í tenglsum við njósnadeilu landanna. 1.10.2006 13:30
Ljóð í sjóð til styrktar MND-félaginu Ljóð í sjóð er heiti á bók og geisladiski sem MND-félagið gefur út með stuðningi helstu listamanna þjóðarinnar. Árlega greinast þrír til fimm einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi, en hann dregur fólk til dauða á einu til fimm árum. 1.10.2006 13:15
Sótti slasaðan manna á Grundarfjörð eftir bílveltu Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til þess að sækja mann til Grundarfjarðar sem velt hafði bíl sínum nærri bænum. Bíllinn fór nokkrar veltur og var maðurinn fluttur fyrst á heilsugæslustöðina á Grundarfirði en síðar var ákveðið að kalla eftir þyrlu vegna meiðsla hans. 1.10.2006 13:00
Guðfinna á leið í pólitík Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir Alþingiskosningar næsta vor. Hún mun tilkynna um ákvörðun sína opinberlega síðar í dag. 1.10.2006 12:41
Aldraður maður lést eftir að hafa fallið af hestbaki Bóndi á níræðisaldri lést eftir að hann datt af hestbaki við smalamennsku ofarlega í Laxárdal í Dalasýslu í gærdag. Svo virðist sem hestur hans hafi hnotið um þúfu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. 1.10.2006 12:33
Fyrstir almennra borgara til að skoða herstöð Herstöðvaandstæðingar verða fyrstir almennra borgara til að skoða herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið í gær. Stöðin telst ennþá vera varnarsvæði. Af þeim sökum gilda þar strangar reglur. 1.10.2006 12:30
Fjarskiptastöð í Grindavík mikilvæg í hernaðarlegum samskiptum Fjarskiptastöð bandaríska flotans í Grindavík gegnir engu beinu hlutverki í vörnum landsins. Samkvæmt heimildum NFS er hún hins vegar mikilvægur hlekkur í hernaðarlegum samskiptum herskipa og kafbáta Bandaríkjahers. 1.10.2006 12:13
Bera ekki ábyrgð á vatnsmengun við Keflavíkurflugvöll Bandaríkjamenn bera ekki ábyrgð á vatnsmengun á svæðinu við Keflavíkurflugvöll. Þeir firrtu sig ábyrgð með því að kosta nýja vatnsveitu fyrir Keflavík og Njarðvík fyrir sautján árum. 1.10.2006 12:00
Talverður erill hjá lögreglunni í Keflavík í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni vegna ölvunar, slagsmála og hávaðaútkalla. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðabraut í Njarðvík. 1.10.2006 11:30
Ísraelsher farinn frá Líbanon Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Líbanon seint í gærkvöldi. Þar með hefur einu grundvallarskilyrðinu fyrir vopnahléi milli Hizbollah og Ísraels, verið fullnægt. 1.10.2006 11:27
Unnur Birna krýndi arftaka sinn í Póllandi Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi í gær arftaka sinn í keppninni ungfrú Heimur sem fram fór í Póllandi. Það var tékkneska stúlkan Tatana Kucharova sem bar sigur úr býtum en önnur var ungfrú Rúmenía og ungfrú Ástralía varð í þriðja sæti. 1.10.2006 11:15
Herstöðvaandstæðingar fagna brottför hersins Herstöðvaandstæðingar halda klukkan tólf til Suðurnesja þar sem þeir munu fagna því að Bandaríkjaher er farinn af landi brott. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og minnisvarðar um hersetuna skoðaðir. 1.10.2006 11:00
Kosið víða um heim í dag Kosningar verða víða um heim í dag. Í Brasilíu eru forsetakosningar og er búist við að núverandi forseti, Luis Ignacio "Lula" da Silva, beri sigur úr býtum. Í Bosníu og Austurríki eru þingkosningar. Í Austurríki sýna skoðanakannanir hnífjafnt fylgi hægri flokks Wolfgangs Schussels og vinstri flokks Alfreds Gusenbauers. 1.10.2006 10:45
Á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Lögregla í Reykjavík tók í nótt sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur, þar af einn sem ók fram hjá lokunum lögreglu meðan verið var að vinna á vettvangi við banaslys á Miklubraut. Þá voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur, einn á 139 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 og annar á Sæbraut við Kleppsveg á 137 km hraða þar sem hámarkshraði var 60. 1.10.2006 10:30
Hermenn komnir að flaki farþegaflugvélar í Amazon Hermenn eru komnir að flaki farþegavélarinnar sem hrapaði í regnskógum Amazon á föstudag. 155 manns voru um borð og þótt björgunarsveit sé komin á staðinn, hefur ekki verið staðfest enn hvort einhverjir eftirlifendur séu. Það er þó talið ólíklegt. 1.10.2006 10:15
Banaslys á Miklubraut í nótt Banaslys varð á Miklubraut um klukkan hálffjögur í nótt þegar ekið var á konu á sextugsaldri. Atvikið var með þeim hætti að bifreið var ekið austur Miklubraut að Háaleitisbraut og var konan á gangi á afrein sem liggur af Miklubraut inn á Háaleitisbraut til suðurs. 1.10.2006 09:52