Erlent

Ríkisstjórn Austurríkis féll

Á leið í kosningaklefann. Alfred Gusenbauer heilsar móður sinni, Gertraud, sem er í kosninganefnd.
Á leið í kosningaklefann. Alfred Gusenbauer heilsar móður sinni, Gertraud, sem er í kosninganefnd. MYND/AP

Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers, fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn.

Svo gæti farið að Alfred Gusenbauer verði næsti kanslari Ausuríkis í nýrri samsteypustjórn. Hann sagðist myndu ræða samvinnu við hægri flokk kanslarans og Vinstri Græna, en útilokaði samstarf við Alþýðuflokk og Frjálslynda flokkinn, sem eru báðir til hægri.

 

Enn á þó eftir að telja öll atkvæði. Ef niðurstöður verða ekki Sósíaldemókrötum í vil, er líklegt að þeir og Vinstri Grænir nái að mynda nauman meirihluta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×