Fleiri fréttir

Hafmeyjustúlka tekur fyrstu skrefin

Perúsk stúlka sem fæddist með leggina samfasta tók í gær sín fyrstu skref eftir að fætur hennar voru aðskildir í þremur flóknum skurðaðgerðum, þeirri fyrstu í júní 2005.

Taka undir kröfur sjúkraliða á LSH um nýjan stofnanasamning

Sjúkraliðar á sjúkrahúsi og heilsugæslu Akranes og sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa sent frá sér ályktanir þar sem tekið er undir kröfur sjúkraliða á Landspítalans um að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við sjúkraliða tafarlaust.

Jökulsárgöngur á þremur stöðum á landinu

Fjölmargir hafa áhuga á því að ganga með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg, frá Hlemmi á Austurvöll klukkan átta í kvöld. Systurgöngur hafa verið skipulagðar á Akureyri og á Ísafirði. Á öllum stöðunum verða ræðuhöld og jafnvel fjöldasöngur. Ómar leggur til að hætt verði við að reka tappann í Hálslón eins og stendur til að verði gert, líklega á fimmtudagsmorgun.

Ritari Þjóðarflokksins grunaður

Ritari sænska Þjóðarflokksins til skamms tíma, Johan Jakobsson, er grunaður um að hafa hvatt til innbrots á lokað gagnanet Jafnaðarmannaflokksins. Settur saksóknari óskaði í gær eftir að Jakobson fái lögfræðing en hann hefur hingað til sagst saklaus.

Bryndís Ísfold stefnir á 6. sætið í Reykjavík

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Bryndís situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans.

Sextán manns vakta varnarsvæðið þegar herinn fer

Búið er að ráða tólf öryggisverði til að starfa með fjórum lögreglumönnum við að vakta varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli eftir að síðustu varnarliðsmennirnir yfirgefa svæðið um helgina.

Varað við hálku á Holtavörðuheiði

Vegagerðin varar við hálku á Holtavörðuheiði, og er þetta líklega fyrsta hálkuviðvörunin í haust. Þá er varað við steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum vegna klæðningarvinnu.

Spiluðu í fyrsta sinn í Superdome eftir hamfarir

Fagnaðarlætin voru mikil þegar fótboltaliðið New Orleans Saints hljóp inn á heimavöll sinn Louisiana Superdome í New Orleans í gærkvöld, í fyrsta skipti síðan fellibylurinn Katrina stórskemmdi íþróttahöllina.

Spreyjaði á norðurvegg Stjórnarráðsins

Lögreglan í Reykjavík leitar manns sem sprautaði úr úðabrúsum á norðurgafl Stjórnarráðsins við Lækjartorg í gærkvöldi. Vegfarandi tilkynnti um athæfi mannsins en hann var horfinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann var í bláum vinnugalla með endurskinsrönd, og með rauða húfu á höfði, að sögn vitnis.

Sjö fangar létust í átökum í Gvatemala

Að minnsta kosti sjö fangar létust í Pavon-fangelsinu í Gvatemala þegar lögregla og hermenn réðust inn í fangelsið og til harðra átaka kom milli þeirra og fanganna.

FL Group gæti hagnast um 20 milljarða

Eignarhaldsfélagið FL-Group gæti hagnast um 20 milljarða króna með sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Icelandair mun vera skráð á átta og hálfan milljarð í efnahagsreikningi FL Group, en fyrir nokkrum dögum var félagið metið á 26 milljarða og jafnvel á rúmlega 30 milljarða, eftir því hvernig staðið yrði að kaupunum.

Útilokar ekki að nefna fyrrverandi hershöfðingja sem forsætisráðherra

Leiðtogi valdaráns hersins í Taílandi tilkynnti í morgun að herforingjastjórnin hafi lagt lokahönd á bráðabirgðastjórnarskrá landsins og sé að þrengja hringinn í leitinni að nýjum forsætisráðherra eftir að hafa velt Thaksin Shinawatra úr sessi þann 19. september síðastliðinn.

Grímseyingar biðla til stóru verslanakeðjanna

Ákveðið var á borgarafundi í Grímsey i gærkvöldi, þar sem nær allir eyjarskeggjar voru saman komnir, að leita til stóru verslanakeðjanna um verslunarrekstur í Grímsey. Einu matvöruversluninni þar verður lokað innan tíðar og verður eyjarskeggjum þá allar bjargir bannaðar nema með því að sigla eða fljúga til meginlandsins til innkaupa.

Abe nýr forsætisráðherra Japans

Þjóðernissinninn Shinzo Abe, var kjörinn forsætisráðherra Japans í morgun með öruggum meirihluta í báðum þingdeildum. Abe er hernaðarsinni og einnig dyggur stuðningsmaður nánara sambands við Bandaríkin.

Nýr formaður Vinstri-grænna í Reykjavík

Hermann Valsson var í kvöld kosinn nýr formaður Reykjavíkurfélags Vinstri-grænna. Hermann er kennari og varaborgarfulltrúi en hann tekur við af Þorleifi Gunnlaugssyni.

Fundað um vetni

Sjötti fundur stýrinefndar Alþjóðavetnissamstarfsins verður haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 26. og 27. september.

Vara við ferðum um Oaxaca í Mexíkó

Bandaríska sendiráði í Mexíkó hefur aftur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem eiga leið um Oaxaca. Þar hafa mótmælendur hafst við í nokkra mánuði, kveikt í strætisvögnum og hafa ítrekuð átök átt sér stað milli mótmælenda og lögreglu.

Óvissa um byggingu menningarhúss í Skagafirði

Algjör óvissa ríkir um byggingu menningarhúss í Skagafirði eftir deilur og aðdróttanir á síðasta sveitastjórnarfundi. Sóknarpresturinn í Glaumbæ krefst afsökunarbeiðni og stefnir í dómsmál.

Erfiðar aðstæður hjálparstarfsmanna í Darfur

Hjálparstarfsmenn í Darfurhéraði í Súdan hafa ekki verið í jafnmiklum erfiðleikum með að nálgast bágstadda í landinu síðan í ágúst 2003. Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í septembermánuði.

Tófan á ferð

Illa leikin ær fannst á túni bóndans á Stað í Súgandafirði fyrir skömmu. Svo virðist sem tófan hafi verið að verki en ærin lifði þó árásina af.

Stúlkan fundin

Sigrún Mjöll Jóhannesardóttir, stúlkan sem Lögreglan í Kópavogi lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin. Hún fannst rétt fyrir klukkan níu í verslunarmiðstöð í Hafnarfirðinum.

Vestfirsk Jökulsárganga

Vestfirskt áhugafólk um verndun hálendisins ætlar á morgun að mótmæla yfirvofandi náttúruspjöllum á austfjarðarhálendinu með því að ganga.

Tóku á móti barni um borð í flugvél

Flugstjóri flugvélar British Airways á leið frá London til Boston þurfti í gær að nauðlenda í Halifax eftir að kona um borð í flugvélinni fékk hríðir. Konan var gengin sjö og hálfan mánuð með barnið en þegar flugið var hálfnað fór konan að fá hríðir.

Lokið við merkingu karfa

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk nýlega leiðangri sínum sem farinn var til að merkja karfa. Þetta er í fjórða sinn sem slíkur leiðangur er farinn og er markmiðið að varpa ljósi á óvissu sem verið hefur um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum og á nálægum hafsvæðum á Reykjaneshrygg.

Kúabændur gagnrýna hugmyndir um lækkun matvælaverðs

Landssamband kúabænda gagnrýnir harðlega hugmyndir Samfylkingarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð. Í yfirlýsingu sem samtökin hafa sent frá sér er bent á afleiðingar þess ef stefnunni verði hrint í framkvæmd.

Nýjar vísbendingar um morðingja Rafik al-Hariri

Nýjar vísbendingar hafa fundist um hver myrti Rafik al-Hariri forsætisráðherra Líbanons. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna en þar kemur þó ekkert fram um hver fyrirskipaði morðið.

Þvertaka fyrir að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu

Tveir dómsmálaráðherrar Framsóknarflokksins á tímum kalda stríðsins, Steingrímur Hermannsson og Jón Helgason, þvertaka fyrir að hafa vitað af rekstri leyniþjónustu hjá undirstofnunum sem heyrðu undir ráðuneyti þeirra.

Listaverk og skrímsli í Faxaskála

Vinnuvélar, sem minna einna helst á skrímsli úr vísindaskáldsögu, rífa nú í sig leifarnar af Faxaskála við Reykjavíkurhöfn. Aðkoman á vinnusvæðinu líkist heimkynnum skrímslanna í slíkri sögu eða jafnvel vígvelli.

Niðurgreitt flug til Eyja?

Flug til Eyja verður niðurgreitt af ríkinu ef ekki finnst á næstu 6 mánuðum flugfélag sem treystir sér til að halda úti flugi milli Eyja og Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum.

Val á prestum ekki undir jafnréttislög

Kirkjuráð ætlar að leggja til við Kirkjuþing í október að prestar verði kosnir leynilegri kosningu, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög.

Fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda

Móðir af erlendum uppruna fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda á Álftanesi til að sækja barn sitt til forsjárlauss föður sem hefur haldið barninu í leyfisleysi frá því í ágúst. Drengurinn átti að byrja í skóla fyrir mánuði.

Ráðherra seig úr þyrlu

Öryggisvika sjómanna var sett í dag í rjómablíðu út við sundin blá. Í vikunni verða sjómenn hvattir til að þjálfa viðbrögð við slysum og sjávarháska.

Eignir íslenskra heimila hækka

Eignir íslenskra heimila hækkuðu að verðmæti í ágúst eftir nánast stöðugan samdrátt frá því í mars ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningardeildar KB banka. Vísitalan hækkaði um 4,3% í mánuðinum og fór vöxtur vísitölunnar síðustu tólf mánuðina þar með úr 2,3% í 5,6% að raunvirði.

Brown vill taka við

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi að sannfæra flokksmenn sína á þingi Verkamannaflokksins í dag um að hann væri tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum af Tony Blair.

Leigusamningur vegna tækja líklega framlengdur

Leigusamningur milli íslenskra og bandarískra stjónvalda vegna tækjabúnaðar á Keflavíkurflugvelli verður hugsanlega framlengdur um fjögur ár til viðbótar því ári sem samið verður um. Frá þessu er greint á vef Víkurfétta.

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur. Sigrún Mjöll fór frá heimili sínu í Kópavogi á síðastliðið föstudagskvöld og hefur hún ekkert látið vita af sér síðan þá. Sést hefur þó til hennar bæði í Kópavogi og í Reykjavík.

Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár

Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur.

Hræddir þjófar

Þjófar sem brutust inn í íbúðarhús í Vínarborg, í Austurríki, forðuðu sér skelfingu lostnir út úr húsinu þegar þeir fundu átta mannshöfuð í kistu, í kjallaranum.

Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í dag dæmdur í mánaðarlangt fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í sumar skallað annan mann á veitingastað á Reyðarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini.

Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun.

Sjá næstu 50 fréttir