Erlent

Ritari Þjóðarflokksins grunaður

Ritari sænska Þjóðarflokksins til skamms tíma, Johan Jakobsson, er grunaður um að hafa hvatt til innbrots á lokað gagnanet Jafnaðarmannaflokksins. Settur saksóknari óskaði í gær eftir að Jakobson fái lögfræðing en hann hefur hingað til sagst saklaus.

Jakobson hefur viðurkennt að Per Jodenius hafi komið til sín og sagt sér af lykilorði sem hann hafði fundið. Hann segist hins vegar hafa lagt að Jodeniusi að henda lykilorðinu og að nota það ekki.

Jodenius hefur játað að hafa brotist inn á trúnaðarvef jafnaðarmanna og sagði síðast í gær að flokksforystan hafi boðist til að finna sér vinnu og senda sig til útlanda meðan helsta umtalið liði hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×