Fleiri fréttir

Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra

Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002.

Varað við steinkasti á Hellisheiði

Vegagerðin varar við hættu á steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum. Verið er að klæða veginn og eru vegfarendur beðnir að virða hraðatakmarkanir.

Birna stefnir ofarlega á lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Birnu segir að þar sem ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins telji hún ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en hún bjóði sig fram ofarlega á listann.

Sala á áfengi og dagvöru eykst milli ára

Landsmenn vörðu mun meira til kaupa á dagvöru og áfengi í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun var 8,8 prósentum meiri í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi.

Afar mikilvægt að byggja nýtt sjúkrahús sem fyrst

Deildarráð læknadeildar telur afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að byggt verði nýtt háskólasjúkrahús sem fyrst, svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðið hvetur í tilkynningu til samstöðu allra innan sem utan Landspíatala- háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólaskólasjúkrahússins og heilbrigðisvísindadeilda á einum stað.

Mótmæltu lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk

Vel á þriðja hundrað manns voru handteknir eftir að mótmæli fóru úr böndunum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra. Verið var að mótmæla lokun miðstöðvar fyrir ungt fólk í hverfinu.

Kaupsamningum fjölgar eilítið

Aðeins fleiri kaupsamningum vegna húsnæðiskaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en meðaltalið hefur verið síðustu 12 vikurnar, sem er 107 samningar.

Hyggjast sitja í anddyri Landsvirkjunar í dag

Lítill hópur fólks hefur komið sér fyrir í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar við Háaleitisbraut og vill að fyllingu Hálslóns verði frestað. Talsmaður hópsins segir hann vera að bregðast við ákalli Ómars Ragnarssonar fréttamanns til þjóðarinnar.

Lést í sprengingu í Barcelona

Áttræður maður lést og nokkrir slösuðust í sprengingu sem varð í Barcelona á Spáni í morgun. Svo virðist sem maðurinn sem lést hafi verið að hita pela fyrir barnabarn sitt á prímusi þegar gaskúturinn sprakk.

Matarskattur gæti lækkað umtalsvert

Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hins vegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn.

Gagnrýna skeflilegt efnahagsástand í Rússlandi

Hópur Bolsévika braust inn í rússneska fjármálaráðuneytið í morgun til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við glugga á nokkrum hæðum byggingarinnar og slepptu bæklingum þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir skelfilegt efnahagsástand og fátækt í landinu.

Spáir nýju hagvaxtarskeiði eftir rúmt ár

Landsbankinn spáir nýju hagvaxtaskeiði eftir rúmt ár, eða árið 2008. Þetta kemur fram í hagspá Landsbankans sem kynnt var í morgun. Nýja hagvaxtaskeiðið árið má rekja til áframhaldandi stóriðjuframkvæmda.

Kristnir og múslimar verði að hafna öllu ofbeldi

Benedikt páfi sagði í dag á fundi sínum með fulltrúum 22 múslimalanda að bæði kristnir og múslimar yrðu að hafna öllu ofbeldi um leið og hann lýsti yfir djúpri virðingu fyrir þeim sem aðhylltust íslam.

Sprenging í byggingu í Barcelona á Spáni

Nokkrir eru sagðir hafa slasast eftir sprengingu í húsi í Barcelona á Spáni fyrir stundu. Frá þessu er greint í spænsku útvarpi. Ekki liggur fyrir hvers vegna sprengingin varð en ljóst er að einhverjir munu vera alvarlega slasaðir.

Anna Sigríður gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi

Anna Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.- 5. sæti á lista flokksins við alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni í morgun.

Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst.

Verslanir tapa yfir þremur milljörðum á þjófnuðum

Mikið álag er á öryggisvörðum í verslunarkjörnum og verslunum vegna þjófnaða og verslanir tapa yfir þremur milljörðum á ári vegna þjófnaða. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu.

Stofna undirbúningsfélag um stækkun Suðurlandsvegar

Stofna á undirbúningsfélag, Suðurlandsveg ehf., um að leggja fjögurra akreina veg á milli Selfoss og Reykjavíkur í einkaframkvæmd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum félagsins sem boðað hafa til blaðamannafundar í Litlu-Kaffistofunni í dag.

260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn

Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp.

Sjáandi eða James Bond

Hneyksli skekur nú ríkissaksóknaraembættið í Kólumbíu eftir að í ljós kom að ríkissaksóknari réð til sín sjáanda sem beitti dáleiðslu og særingum gagnvart starfsfólki og lifði líkt og James Bond.

Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli lokað

Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður lokað í dag, en þar hefur um áratuga skeið verið selt landsins ódýrasta bensín þar sem ekki rennur króna af því í íslenska ríkissjóðinn.

Rekinn úr starfi fyrir spillingu í Shanghai

Æðsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai hefur verið rekinn úr starfi fyrir spillingu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan og segir að maðurinn, Chen Liangyu, hafi misnotað eftirlaunasjóði borgarinnar.

Slapp án skráma þegar jeppi valt

Kona um tvítugt slapp ómeidd og ekki einu sinni skrámuð þegar hún missti stjórn á stórum jeppa sínum á Hellisheiði upp úr miðnætti með þeim afleiðingum að jeppinn endastakkst, valt og hafnaði loks á hjólunum, gjörónýtur.

Á 130 km hraða í höfuðborginni

Tveir ungir ökumenn, 17 og 18 ára, voru stöðvaðir á Reykjanesbraut á móts við Smárann í Kópavogi í gærkvöldi eftir að þeir höfðu mælst á tæplega 130 kílómetra hraða í kappakstri sem hófst á milli þeirra á Miklubraut.

Vilja að fyllingu Hálslóns verði frestað

Hópur manna hyggst koma saman nú klukkan níu við höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Háaleitisbraut til þess að mótmæla því að byrjað verði að fylla Hálslón í vikunni. Hópurinn ætlar að reyna að fá fund með Friðrik Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, og fara fram á það á fyllingu lónsins verði frestað eins og Ómar Ragnarsson hefur lagt til.

Spillingarnefnd tekur til starfa í Taílandi

Nefnd sem skipuð hefur verið til að rannsaka meinta spillingu í ráðherratíð Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom saman í fyrsta sinn í dag.

Páfi fundar með fulltrúum múslima í dag

Benedikt páfi sextándi fundar í dag með fulltrúum múslima í Róm til þess að reyna að lægja þær reiðiöldur sem blossað hafa upp í kjölfar ummæla hans um Múhameð spámann.

Mannskætt rútuslys í Ekvador

Að minnsta kosti 47 manns, þar af 17 börn, létust í rútuslysi á fjallvegi nærri Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Bílstjóri rútunnar mun hafa verið á miklum hraða og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt.

Hjólaði á bíl og slasaðist

Átján ára stúlka slasaðist þegar hún hjólaði á bíl á mótum Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans og gekkst þar undir aðgerð. Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var ekki með hjálm.

Snarpur skjálfti í Dyngjujökli

Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð í Dyngjujökli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi og síðan fylgdu tugir eftirskjálfta. Jafnt og þétt hefur dregið úr styrkleika þeirra í nótt og telja jarðvísindamenn skjálftann ekki fyrirboða frekari tíðinda enda skjálftar tíðir á þessum slóðum þótt skjálftinn í gærkvöldi hafi verið í snarpasta lagi.

Nylon í efsta sæti í Bretlandi

„Þetta var algjör draumur. Queen hefur alltaf verið uppáhaldshljómsveitin mín. Ég er ennþá að jafna mig,“ sagði Steinunn Camilla, meðlimur stúlknarhljómsveitarinnar Nylon, um hrós Brian May, sem kunnastur er fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni Queen.

Áfram mótmælt í Búdapest

Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu.

Smyglaði inn kókalaufum

Evo Mor­ales, forseti Bólivíu, ávarpaði allsherjarþingið í síðustu viku og mótmælti harðlega framgangi „stríðsins gegn vímuefnum“ og hélt við það tækifæri á lofti kókalaufi, sem hann hafði komið með frá heimalandi sínu.

Heimsmet í humarrúllu áti

Japaninn Takeru Kobayashi setti ansi sérstakt heimsmet í gær. Hann mætti til leiks í árlegri humarátskeppni í Boston í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet með því að borða 41 humarrúllu á 10 mínútum. Þar með fór hann nálægt því að tvöfalda gamla metið sem var 22 rúllur á jafn löngum tíma.

Dregur úr veiði á stórum urriða

Heldur hefur dregið úr veiði á stórum urriða í Þingvallavatni. Það gæti bent til þess að ábendingar, sem Þingvallanefnd hafa borist um villimannlegar urriðaveiðar í vatninu, eigi við rök að styðjast.

Sjá næstu 50 fréttir