Fleiri fréttir Fjórtán handteknir í Bretlandi Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. 2.9.2006 10:56 Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Margt fólk var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og var ölvun talsverð. Erill var hjá lögreglunni, sex gistu fangageymslur og fjórar minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar. 2.9.2006 10:52 Ölvun á Ljósanótt Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar. 2.9.2006 10:43 Ísland yfir 3-0 í hálfleik Íslenska landsliðið hefur yfir 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins, sem er sannarlega í vænlegri stöðu. Það eina sem skyggir á frábæran árangur liðsins er að Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleiknum en í hans stað er Helgi Valur Daníelsson kominn inn í íslenska liðið. 2.9.2006 15:05 Eiður Smári kemur Íslendingum í 3-0 Íslenska landsliðið er komið í 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið á 37. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir skyndisókn íslenska liðsins og er þar með orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Ríkharði Jónssyni með 17 mörk. 2.9.2006 14:42 Ísland komið í 2-0 Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. 2.9.2006 14:25 Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. 1.9.2006 21:26 Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. 1.9.2006 21:23 Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. 1.9.2006 20:59 Íslandsmeistarmót í kranastjórnun Íslandsmeistarmótið í kranastjórnun var haldið í dag. Rúmlega 50 manns tóku þátt í keppninni í ár en keppendur þurftu að fara sérstaka þrautabraut á sem stystum tíma. 1.9.2006 20:52 Tvö útköll samtímis Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. 1.9.2006 20:46 Árekstur í Reykjanesbæ Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. 1.9.2006 20:02 Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki. 1.9.2006 19:15 Mikið magn fíkniefna í Norrænu Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð. 1.9.2006 19:00 Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. 1.9.2006 18:45 Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning. 1.9.2006 18:40 Tugir fórust í flugslysi í Íran Minnst þrjátíu fórust og tugir slösuðust lífshættulega þegar hjólbarði sprakk á hundrað og fimmtíu sæta flugvél í Íran í dag. 1.9.2006 18:30 Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar. 1.9.2006 18:12 Þurfa að farga 300 tonnum af laxi Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn. 1.9.2006 18:10 Vill viðræður um myndun kosningabandalags Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum. 1.9.2006 17:45 Aðstoðarrektor Bifrastar segir upp Magnús Árni Magnússon sagði upp starfi sínu sem aðstoðarrektor í Viðskiptaháskólanum á Bifröst í fyrradag. Magnús sagði, í samtali við NFS í dag, ástæðuna vera persónulegs eðlis. 1.9.2006 17:20 Tveir menn í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands til fjögurra vikna eftir að fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. 1.9.2006 17:15 Smyglaði fíkniefnum átta sinnum í fangelsið Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Þá hafa 5 menn játað að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þrír þeirra eru fyrrverandi fangar á Litla-Hrauni. 1.9.2006 16:59 Brad Pitt hjálpar í New Orleans Leikarinn Brad Pitt var staddur í Louisiana í gær og aðstoðaði heimamenn við að endureisa hús sín eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir svæðið fyrir um ári síðan. 1.9.2006 16:18 14 milljóna viðbótarframlag til Palestínu Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur um 14 milljónum króna. 1.9.2006 16:00 Tígrisdýr í útrýmingarhættu Umhverfissinnar í Kína fögnuðu nýjum umhverfislögum í dag sem banna dráp og viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Lögin voru samþykkt eftir mikinn þrýsting frá frjálsum félagasamtökum sem höfðu áhyggjur af því að tígrisdýr væru hugsanlega í útrýmingarhættu. 1.9.2006 15:45 Iceland's most expensive movie premiered 1.9.2006 15:28 Fíkniefni fundust við tollaeftirlit í Norrænu Fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Fram kemur a vef lögreglunnar að kveðnir hafi verið upp úrskurðir í málinu um gæsluvarðhald í fjórar vikur í Héraðsdómi Austurlands. 1.9.2006 15:00 Tekjur vegna skemmtiferðaskipa nema hundruðum milljóna króna Um það bil 190 skemmtiferðaskip koma til landsins í sumar. Tekjur vegna hafnar og vitagjalda nema allt að 150 milljónum króna. 1.9.2006 14:51 Aldrei fleiri nemendur á Bifröst Aldrei hafa fleiri nemendur verið í Viðskiptaháskólanum á Bifröst sem settur verður á sunnudaginn kemur. Þá munu rúmlega 700 nemendur hefja eða halda áfram námi í viðskiptum, félagsvísindum, lögfræði og frumgreinum við skólann. 1.9.2006 14:45 Spánverjar senda 1100 friðargæsluliða til Líbanons Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hygðist senda ellefu hundruð hermenn til friðargæslu í Líbanon á næstunni. 1.9.2006 14:30 Minister refused to meet opponent on TV 1.9.2006 14:21 Dýrasta mynd Íslandssögunnar frumsýnd í gærkvöld Dýrasta kvikmynd Íslandssögunnar, Bjólfskviða í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar, var frumsýnd í gærkvöldi. Kostnaður við myndina var einn milljarður króna. 1.9.2006 14:15 Skipulagsstofnun leggur blessun sína yfir álver Alcoa Skipulagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir álver Alcoa í Reyðarfirði eftir að hafa farið yfir matsskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa álversins. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að bæði þurrhreinsun og vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka. 1.9.2006 14:10 Fara fram á aukafjárveitingu vegna mikils halla Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum. 1.9.2006 14:00 Íslendingasagnaútgáfan verður Birtíngur Íslendingasagnaútgáfan, sem keypti nýverið útgáfurétt á öllum tímaritum Fróða, hefur verið gefið nafnið Birtíngur útgáfufélag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nafnið sé niðurstaða samkeppni sem efnt var til meðal starfsmanna hins nýja fyrirtækis. 1.9.2006 13:45 Langþráðir nashyrningsungar Fjórir Jövu-nashyrningsungar sem fæddust nýverið í Indónesíu vekja vonir um að stofn Jövu-nashyrninga geti verið á uppleið. Einungis lifa á bilinu 28 til 56 nashyrningar af þessum stofni í Indónesíu og átta til viðbótar í Víetnam og er tegundin því í einna mestri útrýmingarhættu allra spendýra. 1.9.2006 13:30 Áttatíu látnir eftir flugslys í Íran Að minnsta kosti 80 manns létust eftir að eldur kom upp í flugvél sem var að lenda í borginni Mashhad í norðausturhluta Írans í morgun. Eftir því sem ríkissjónvarp Írans greinir frá kviknaði í vélinni eftir að eitt af dekkjum vélarinnar sprakk í lendingu. 1.9.2006 13:09 Læknuðu sortuæxli með erfðabreyttum blóðkornum Tveir menn læknuðust af alvarlegu sortuæxli eftir að læknar í Bandaríkjunum gáfu þeim erfðabreytt hvít blóðkorn sem átu upp æxlin. Ekki var búist við því fyrir tilraunina að mennirnir lifðu lengur en þrjá til sex mánuði til viðbótar, svo langt var krabbameinið komið. 1.9.2006 13:00 Engu slátrað í Búðardal Dregið verður verulega úr rekstri Sláturhússins í Búðardal í haust og í vetur. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan í fyrra hefur framselt leigusamning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga og þurfa bændu í Dalasýslu því að flytja fé til Sauðárkróks til slátrunar. 1.9.2006 12:45 Umsátursins í Beslan minnst Grátandi foreldrar og þungbúnir embættismenn minntust þess í dag að tvö ár eru liðin frá einni blóðugustu hryðjuverkaárás í Rússlandi þegar 333 manns létu lífið í umsátrinu um barnaskólann í Beslan. 1.9.2006 12:30 HB Grandi áfram kvótamesta útgerð landsins HB Grandi hf. heldur sæti sínu sem kvótamesta útgerð landsins með tæplega 37.000 þorskígildis tonna kvóta. Nýtt kvótaár hófst á miðnætti í nótt en alls er 930 skipum og bátum úthlutað kvóta í ár. 1.9.2006 12:15 Vilja göng úr Bolungarvík í Hnífsdal Um 150 manns söfnuðust saman og óku Óshlíðina í gærkvöldi til að minna á það ástand sem oft ríkir á Óshlíðarvegi. Valrún Valgeirsdóttir, sem á hugmyndina að hópakstrinum, ræsti bílalestina með því að skjóta á loft neyðarblysi. 1.9.2006 12:05 Heilbrigðisráðherra í opinberri heimsókn í Kína Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Kína þar sem hún hefur hitt kínverskan starfsbróður sinn, Gao Quiang, og rætt samstarf þjóðanna á heilbrigðissviði. 1.9.2006 11:30 Gistu fangageymslur vegna ölvunar Nokkrir gistu í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar í gær og nótt. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að tveir piltar hafi verið handteknir við skemmtistað þar sem annar braut þar rúðu til að komast inn en hinn var með ólæti en báðir voru þeir verulega ölvaðir. 1.9.2006 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórtán handteknir í Bretlandi Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. 2.9.2006 10:56
Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Margt fólk var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og var ölvun talsverð. Erill var hjá lögreglunni, sex gistu fangageymslur og fjórar minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar. 2.9.2006 10:52
Ölvun á Ljósanótt Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar. 2.9.2006 10:43
Ísland yfir 3-0 í hálfleik Íslenska landsliðið hefur yfir 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins, sem er sannarlega í vænlegri stöðu. Það eina sem skyggir á frábæran árangur liðsins er að Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleiknum en í hans stað er Helgi Valur Daníelsson kominn inn í íslenska liðið. 2.9.2006 15:05
Eiður Smári kemur Íslendingum í 3-0 Íslenska landsliðið er komið í 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið á 37. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir skyndisókn íslenska liðsins og er þar með orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Ríkharði Jónssyni með 17 mörk. 2.9.2006 14:42
Ísland komið í 2-0 Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. 2.9.2006 14:25
Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. 1.9.2006 21:26
Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. 1.9.2006 21:23
Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. 1.9.2006 20:59
Íslandsmeistarmót í kranastjórnun Íslandsmeistarmótið í kranastjórnun var haldið í dag. Rúmlega 50 manns tóku þátt í keppninni í ár en keppendur þurftu að fara sérstaka þrautabraut á sem stystum tíma. 1.9.2006 20:52
Tvö útköll samtímis Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. 1.9.2006 20:46
Árekstur í Reykjanesbæ Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. 1.9.2006 20:02
Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki. 1.9.2006 19:15
Mikið magn fíkniefna í Norrænu Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð. 1.9.2006 19:00
Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. 1.9.2006 18:45
Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning. 1.9.2006 18:40
Tugir fórust í flugslysi í Íran Minnst þrjátíu fórust og tugir slösuðust lífshættulega þegar hjólbarði sprakk á hundrað og fimmtíu sæta flugvél í Íran í dag. 1.9.2006 18:30
Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar. 1.9.2006 18:12
Þurfa að farga 300 tonnum af laxi Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn. 1.9.2006 18:10
Vill viðræður um myndun kosningabandalags Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum. 1.9.2006 17:45
Aðstoðarrektor Bifrastar segir upp Magnús Árni Magnússon sagði upp starfi sínu sem aðstoðarrektor í Viðskiptaháskólanum á Bifröst í fyrradag. Magnús sagði, í samtali við NFS í dag, ástæðuna vera persónulegs eðlis. 1.9.2006 17:20
Tveir menn í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands til fjögurra vikna eftir að fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. 1.9.2006 17:15
Smyglaði fíkniefnum átta sinnum í fangelsið Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Þá hafa 5 menn játað að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þrír þeirra eru fyrrverandi fangar á Litla-Hrauni. 1.9.2006 16:59
Brad Pitt hjálpar í New Orleans Leikarinn Brad Pitt var staddur í Louisiana í gær og aðstoðaði heimamenn við að endureisa hús sín eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir svæðið fyrir um ári síðan. 1.9.2006 16:18
14 milljóna viðbótarframlag til Palestínu Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur um 14 milljónum króna. 1.9.2006 16:00
Tígrisdýr í útrýmingarhættu Umhverfissinnar í Kína fögnuðu nýjum umhverfislögum í dag sem banna dráp og viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Lögin voru samþykkt eftir mikinn þrýsting frá frjálsum félagasamtökum sem höfðu áhyggjur af því að tígrisdýr væru hugsanlega í útrýmingarhættu. 1.9.2006 15:45
Fíkniefni fundust við tollaeftirlit í Norrænu Fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Fram kemur a vef lögreglunnar að kveðnir hafi verið upp úrskurðir í málinu um gæsluvarðhald í fjórar vikur í Héraðsdómi Austurlands. 1.9.2006 15:00
Tekjur vegna skemmtiferðaskipa nema hundruðum milljóna króna Um það bil 190 skemmtiferðaskip koma til landsins í sumar. Tekjur vegna hafnar og vitagjalda nema allt að 150 milljónum króna. 1.9.2006 14:51
Aldrei fleiri nemendur á Bifröst Aldrei hafa fleiri nemendur verið í Viðskiptaháskólanum á Bifröst sem settur verður á sunnudaginn kemur. Þá munu rúmlega 700 nemendur hefja eða halda áfram námi í viðskiptum, félagsvísindum, lögfræði og frumgreinum við skólann. 1.9.2006 14:45
Spánverjar senda 1100 friðargæsluliða til Líbanons Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hygðist senda ellefu hundruð hermenn til friðargæslu í Líbanon á næstunni. 1.9.2006 14:30
Dýrasta mynd Íslandssögunnar frumsýnd í gærkvöld Dýrasta kvikmynd Íslandssögunnar, Bjólfskviða í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar, var frumsýnd í gærkvöldi. Kostnaður við myndina var einn milljarður króna. 1.9.2006 14:15
Skipulagsstofnun leggur blessun sína yfir álver Alcoa Skipulagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir álver Alcoa í Reyðarfirði eftir að hafa farið yfir matsskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa álversins. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að bæði þurrhreinsun og vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka. 1.9.2006 14:10
Fara fram á aukafjárveitingu vegna mikils halla Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum. 1.9.2006 14:00
Íslendingasagnaútgáfan verður Birtíngur Íslendingasagnaútgáfan, sem keypti nýverið útgáfurétt á öllum tímaritum Fróða, hefur verið gefið nafnið Birtíngur útgáfufélag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nafnið sé niðurstaða samkeppni sem efnt var til meðal starfsmanna hins nýja fyrirtækis. 1.9.2006 13:45
Langþráðir nashyrningsungar Fjórir Jövu-nashyrningsungar sem fæddust nýverið í Indónesíu vekja vonir um að stofn Jövu-nashyrninga geti verið á uppleið. Einungis lifa á bilinu 28 til 56 nashyrningar af þessum stofni í Indónesíu og átta til viðbótar í Víetnam og er tegundin því í einna mestri útrýmingarhættu allra spendýra. 1.9.2006 13:30
Áttatíu látnir eftir flugslys í Íran Að minnsta kosti 80 manns létust eftir að eldur kom upp í flugvél sem var að lenda í borginni Mashhad í norðausturhluta Írans í morgun. Eftir því sem ríkissjónvarp Írans greinir frá kviknaði í vélinni eftir að eitt af dekkjum vélarinnar sprakk í lendingu. 1.9.2006 13:09
Læknuðu sortuæxli með erfðabreyttum blóðkornum Tveir menn læknuðust af alvarlegu sortuæxli eftir að læknar í Bandaríkjunum gáfu þeim erfðabreytt hvít blóðkorn sem átu upp æxlin. Ekki var búist við því fyrir tilraunina að mennirnir lifðu lengur en þrjá til sex mánuði til viðbótar, svo langt var krabbameinið komið. 1.9.2006 13:00
Engu slátrað í Búðardal Dregið verður verulega úr rekstri Sláturhússins í Búðardal í haust og í vetur. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan í fyrra hefur framselt leigusamning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga og þurfa bændu í Dalasýslu því að flytja fé til Sauðárkróks til slátrunar. 1.9.2006 12:45
Umsátursins í Beslan minnst Grátandi foreldrar og þungbúnir embættismenn minntust þess í dag að tvö ár eru liðin frá einni blóðugustu hryðjuverkaárás í Rússlandi þegar 333 manns létu lífið í umsátrinu um barnaskólann í Beslan. 1.9.2006 12:30
HB Grandi áfram kvótamesta útgerð landsins HB Grandi hf. heldur sæti sínu sem kvótamesta útgerð landsins með tæplega 37.000 þorskígildis tonna kvóta. Nýtt kvótaár hófst á miðnætti í nótt en alls er 930 skipum og bátum úthlutað kvóta í ár. 1.9.2006 12:15
Vilja göng úr Bolungarvík í Hnífsdal Um 150 manns söfnuðust saman og óku Óshlíðina í gærkvöldi til að minna á það ástand sem oft ríkir á Óshlíðarvegi. Valrún Valgeirsdóttir, sem á hugmyndina að hópakstrinum, ræsti bílalestina með því að skjóta á loft neyðarblysi. 1.9.2006 12:05
Heilbrigðisráðherra í opinberri heimsókn í Kína Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Kína þar sem hún hefur hitt kínverskan starfsbróður sinn, Gao Quiang, og rætt samstarf þjóðanna á heilbrigðissviði. 1.9.2006 11:30
Gistu fangageymslur vegna ölvunar Nokkrir gistu í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar í gær og nótt. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að tveir piltar hafi verið handteknir við skemmtistað þar sem annar braut þar rúðu til að komast inn en hinn var með ólæti en báðir voru þeir verulega ölvaðir. 1.9.2006 11:15