Fleiri fréttir

Eldur í Hampiðjunni

Enn á ný þurfti slökkviliðið í Reykjavík að slökkva eld í Hampiðjuhúsinu í gærkvöld. Tilkynnt var um eld í húsinu rétt fyrir klukkan átta en að þessu sinni var um lítinn eld að ræða. Kveiktur var eldur í húsinu í tvígang í fyrradag. Rannsóknardeild lögreglunnar rannsakar þessa endurteknu íkveikjur.

16 flugmönnum sagt upp störfum hjá Icelandair

Sextán fastráðnum flugmönnum hefur verði sagt upp hjá Icelandair um mánaðarmótin til viðbótar þeim fjörtíu og fjórum sem sagt var upp um síðustu mánaðarmót. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að ástæða uppsagnanna sé sögð vera verkefnisskortur. Þeir fastráðnu flugmenn sem er sagt upp hafa stystan starfsaldur hjá fyrirtækinu.

Grunnskólalögin til endurskoðunnar

Nefnd á vegum menntamálaráðherra vinnur nú að heildarendurskoðun á grunnskólalögum. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar á grundvelli reynslu af rekstri sveitarfélaganna á grunnskólum og áform um breytta námsáætlun til stúdentsprófs.

Söfnun fyrir Líbanon gekk vonum framar

Söfnunarráðstefna fyrir Líbanon gekk það vel í Stokkhólmi í gær að fulltrúar 48 ríkja og fjölmargra hjálparstofnana ákváðu að endurtaka leikinn og safna fyrir uppbyggingu í Palestínu.

Frestur Írana runninn út

Frestur Írana til að hætta auðgun úrans rann út í gær en skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem birt var í gær segir að allt fram í síðustu viku hafi auðgun úrans haldið áfram. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans sagði Írana hins vegar myndu halda sínu striki eins og hann hefur margítrekað lýst yfir.

Valgerður neitaði að mæta Steingrími

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra neitaði að mæta Steingrími J. Sigfússyni í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Þetta kemur fram í opnu bréfi Páls Magnússar útvarpsstjóra til Steingríms J. Sigfússonar alþingingismanns, sem gerði athugasemdir við Kastljósþátt í fyrrakvöld.

Arnar HU með mesta kvótann

Arnar HU frá Skagaströnd er með alls 6692 tonna kvóta á næsta fiskveiðiári ef miðað er við þorskígildi, en það er hæsti þorskígildiskvóti allra íslenskra skipa. Alls fá 414 skip úthlutað nýjum fiskikvóta en nýtt kvótaár hófst á miðnætti í nótt.

Þurftu að slátra hundrað tonnum af laxi

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Marglyttur höfðu borist inn í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt en þær brenna fiskinn með fálmurum sínum með þeim afleiðingum að honum þarf að slátra. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Sæsilfurs segir þetta í annað skipti í sex ára sögu fyrirtækisins sem marglytta veldur slíku tjóni.

20 milljónir króna til Darfur

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita sem svarar 20 milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr.

Súdönsk yfirvöld hafna ályktun Öryggisráðsins

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna verði sent til Darfur-héraðs í Súdan. Súdönsk yfirvöld hafna hinsvegar ályktuninni.

Slátra meira en hundrað tonn af fiski

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði vinna nú að því slátra meira en hundrað tonn af laxi. Ástæðan fyrir því er að marglytta barst með sterkum hafstraumum í nótt og laggðist á kvíarnar.

Alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga lýkur

Íslendingar hafa safnað ómetanlegri reynslu í alþjóðlegri sprengjueyðingaræfingu sem lýkur í dag. Sprengjusérfræðingar frá erlendum herjum sækja í auknum mæli eftir að komast á æfingar á Íslandi og vex hún ár frá ári að umfangi. Áttatíu sprengjueyðingarsérfræðingar tóku þátt í æfingunni en hún er skipulögð af Landhelgisgæslunni.

Ísraelar gagnrýndir fyrir klasasprengjur

Ísraelar eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa dreift verulegu magni af klasasprengjum í Suður-Líbanon rétt áður en löngu boðað vopnahlé tók gildi. Jónas Þorvaldsson, íslenskur sprengjusérfræðingur sem starfaði við að eyða þessum sprengjum í Írak lýsir þeim sem miklum skaðvaldi sem aðallega limlesti og drepi börn.

Engin sérmeðferð fyrir eldri starfsmenn Varnarliðsins

Um þrjú hundruð starfsmenn Varnarliðsins eru enn án atvinnu en eftir mánuð verður herstöðinni í Keflavík lokað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur áhyggjur af að erfitt verði fyrir þá sem eldri eru að fá vinnu og segir að þvertekið hafi verið fyrir að aðstoða þá við að fara snemma á eftirlaun.

Hekla, Katla og Grímsvötn búa sig undir gos

Þrjár virkustu eldstöðvar Íslands, Hekla, Katla og Grímsvötn, eru allar að búa sig undir gos um þessar mundir. Bárðarbunga sýnir sömuleiðis grunsamleg merki, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.

Gæslan tilbúin að beita klippunum ef kallið kemur

Landhelgisgæslan er tilbúin að beita togvíraklippunum um leið og dómsmálaráðherra gefur merki. Landssamband íslenskra útvegsmanna vill að þær verði notaðar á sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg.

Ók inn í skrifstofur Sinfóníunnar

Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Hagatorg rétt fyrir klukkan fimm í dag þegar körfubíll rak hliðartékk sinn inn í vesturhorn hússins og reif það niður

Fellibylurinn Jón nálgast Mexikó

Fellibylurinn Jón þokast nú norður með Kyrrahafsströnd Mexíkós og hefur íbúum við ströndina verið ráðlagt að búa sig undir óveðrið og jafnvel flytja sig upp til fjalla meðan fellibylurinn gengur hjá.

Ópið og Madonna Munks fundin

Norska lögreglan hefur fundið bæði málverkin eftir Edvard Munk, sem vopnaðir menn rændu af Munk listasafninu í Osló fyrir tveimur árum. Málverkin eru Ópið og Madonna. Ópið er metið á fimm milljarða króna, og Madonnan á einn milljarð. Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis, þar sem frekari upplýsingar verða veittar.

Á móti fóstureyðingum

Háttsettur kardináli í Kólombíu er sakaður um að hafa hótað læknum, sem framkvæmdu nýlega fyrstu löglegu fóstureyðinguna í landinu, að Vatíkanið myndi beita sér fyrir því að svipta þá starfsréttindum.

RÚV brást skyldu sinni segir Steingrímur J.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir ofboðslegt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þeim hætti að láta það eftir Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra að ryðja andstæðingi í stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða út úr umræðuþætti. Umsjónarmenn Kastljóss höfðu að sögn Steingríms óskað eftir að hann mætti Valgerði til að ræða Kárahnjúkamál. Þátttaka Steingríms var svo afþökkuð skömmu fyrir Kastljós en Valgerður sat ein og ræddi Kárahnjúka við umsjónarmann Kastljóss. Í opnu bréfi til Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV spyr Steingrímur J. hvort útvaprsstjóri telji réttlætanlegt að sumir stjórnmálamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál.

Stýrivextir hugsanlega hækkaðir í október

Forseti Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu ekki hækkaðir í þetta skiptið. Hann hvatti þó til varkárni og túlka fjármálasérfræðingar það sem svo að stýrivextirnir verði hækkaðir í október.

Nágranni sá þjófinn

Það var athugull nágranni sem sá til innbrotsþjófs setja muni í tösku í fjölbýlishúsi í gær. Nágranninn skaut þjófnum skelk í bringu sem lagði á flótta án þess að taka töskuna með sér. Þó að þjófurinn hafi sloppið björguðust verðmætin þökk sé nágrannanum.

Sýslumaður minnir ökumenn á að fara varlega

Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungavík, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fyrirhugaðs hópaskstur um Óshlíð í kvöld. Hann segir að lögregla muni ekki hafa önnur afskipti af viðburðinum en að halda upp almennu eftriliti. Einnig býnir hann fyrir ökumönnum að hafa gott bil á milli ökutækja vegna hættu á grjóthruni.

Félagslegum íbúðum fjölgað um 100 í stað 50

Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að endurskoða áform um fjölgun félagslegra íbúða á árinu og fjölga þeim um hundrað í stað fimmtíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum.

Lögregla minnir á breyttan útivistartíma barna

Lögreglan í Reykjavík minnir foreldra á að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 en 13 til 16 ára unglingar til klukkan 22. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Afþreyingarhúsum lokað á vellinum

Í dag verður kvikmyndahúsinu á Keflavíkurflugvelli lokað ásamt skyndibitastað, Windbraker klúbbnum og gistihúsi vallarins. Nánast engin starfsemi er þá eftir á vegum Varnarliðsins í herstöðinni.

Vill að klippt verði á veiðarfæri

Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna vill að Landhelgisgæslan klippi veiðarfærin aftan úr togurum á Reykjaneshrygg, sem veiða þar án heimilda. Hann segir nauðsynlegt að taka mun harðar á veiðiþjófum en gert hefur verið til að koma í veg fyrir ofveiði.

Funda vegna uppbyggingarstarfs í Líbanon

Milljarða króna þarf til að koma Líbanon aftur á réttan kjöl. Hjálparstofnanir sem funda nú í Stokkhólmi ákalla þjóðir heims um að láta fé af hendi rakna til uppbyggingarstarfs í landinu.

Annatími fram undan vegna vals á framboðslista

Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi.

Vestmannaeyjabær fær tæpar 44 miljónir

Að tillögu tekjustofnanefndar frá 17. mars árið 2005 hefur verið ákveðið að greiða árlega 700 miljón króna aukaframlag til Jöfnunarsjóðs á árunum 2006-2008. Tilgangurinn er að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir viðbótarframlag vegna þróunar í rekstarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna.

Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti

Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september.

Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri.

Minnsti drengur í heimi?

Lágvaxnasti drengur í Nepal bíður nú eftir að heyra frá yfirmönnum heimsmetabókar Guinness um það hvort þeir viðurkenna hann sem lágvaxnasta dreng í heimi.

Sjá næstu 50 fréttir