Fleiri fréttir Koizumi ögrar nágrönnunum Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur enn einu sinni reitt nágranna sína í Kína og Kóreu til reiði með því að heimsækja helgidóm þar sem japanskar stríðshetjur eru vegsamaðar. 15.8.2006 20:00 Gæðamat á íslenskum vegum Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. 15.8.2006 19:37 Sameinað menntaráð skapi samfellu Leikskólastjórar sem sátu fund með stjórnmálaflokkum í Ráðhúsinu í dag hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að kljúfa menntaráð. Fundarmenn voru sammála um að sameinað menntaráð gæti stuðlað að samfellu í námi barna og samvinnu kennara milli skólastiga. Nýtt leikskólaráð tekur til starfa í Reykjavíkurborg um miðjan september en málefni leikskólanna hafa síðasta árið verið undir sameinuðu menntaráði. 15.8.2006 19:16 Verðstríð á skólavörum Verðstríð geysar á ritfangamarkaðnum og tilboðum á stílabókum, strokleðrum, skærum, tússlitum og öðrum skólavörum rignir yfir fólk, enda stutt í að skólar hefjist. Verðmunur á þessum smávörum getur hlaupið á hundruðum króna. 15.8.2006 19:10 Mótmælum við Kárahnjúka líklega ekki lokið Mörgum þykir harka hafa færst í mótmæli umhverfisverndarsinna vegna Kárahnjúkavirkjunar að undanförnu. Talsmaður Íslandsvina vill þó ekki meina að málstaður þeirra hafi beðið álitshnekki. 15.8.2006 19:06 Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. 15.8.2006 19:00 Sært stolt Formaður félags leikskólakennara segir stolt þeirra sært með því að draga leikskólana út úr menntaráði Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld segja nýju leikskólaráði komið á fót til að gefa leikskólunum meira vægi. 15.8.2006 18:53 Segja skýringar á framúrkeyrslu fjárlaga Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar segir hluta tugmilljóna framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið með leyfi dómsmálaráðuneytisins. Rektor Háskólans á Akureyri, skýrir framúrkeyrslu skólans með fjölgun nemenda. 15.8.2006 18:45 Landlæknir segir ekki hægt að lækna samkynhneigð Landlæknir varar við námskeiðum eins og þeim sem um er getið í auglýsingu frá Samvinnuhópi kristinna trúfélaga, þar sem boðið er upp á meðferð gegn samkynhneigð. Þá þurfi ekki að lækna samkynhneigð, því hún sé ekki sjúkdómur. 15.8.2006 18:45 Verri heilsa hátekjufólks Heilsa hátekjufólks er verri en hins almenna borgara. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í dag. Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur. Niðurstöðurnar sýndu að heilsa Íslendinga fer batnandi með hækkandi launum þar til tekjur eru orðnar talsvert háar. Þá snýst sambandið við og heilsa versnar. 15.8.2006 17:42 Öll stærstu olíufélögin hafa lækkað bensínverð Öll stærstu olíufélögin hafa nú lækkað bensínverð í dag. Orkan tók af skarið og lækkaði í morgun bensínverð um 1,60 kr. á lítrann. 15.8.2006 17:37 Reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga Tveir fulltrúar frá bandarísku fréttastöðinni Fox komu á Gaza-svæðið í dag til að reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga sinna sem byssumenn rændu í gær. 15.8.2006 16:55 Grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk Svo gæti farið að yfirvöld í Pakistan framselji Breta sem er í haldi þar í landi, grunaður um að hafa átt þátt í að leggja á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 15.8.2006 16:45 Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. 15.8.2006 15:22 Ariel Sharon hrakar Heilsa Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, fer enn versnandi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Sharon hefur verið í dái í átta mánuði eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. 15.8.2006 13:45 Bensínverð lækkaði um eina krónu Bensínorkan lækkaði bensínverð um eina krónu og sextíu aura á lítrann í morgun. Að sögn talsmanns félagsins var þetta gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði og þrátt fyrir að dollarinn hafi aðeins hækkað gagnvart krónunni. 15.8.2006 13:15 Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. 15.8.2006 13:15 Viðgerðir á Hringvegi 1 Vegna slitlagsviðgerða verður Hringvegur 1 lokaður til suðurs frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng til kl. 19 í dag og frá kl 9 til 14 á morgun. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg. 15.8.2006 13:05 Ekki vitað hvort Dell-fartölvur hér séu með gallaða rafhlöðu Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Ekki liggur fyrir hvort einhverjar fartölvur hér á landi eru með rafhlöðutegundina sem um ræðir. 15.8.2006 13:00 60 börn létu lifið á Sri Lanka Uppreisnarmenn Tamíl-Tígra á Srí Lanka saka stjórnarherinn um fjöldamorð á börnum í árás á munaðarleysingjahæli í gær. Allt bendir til að vopnahlé milli Tamíl-Tígranna og Stjórnarhersins, sem tók gildi fyrir fjórum árum, sé farið út um þúfur. 15.8.2006 12:45 Töldu sig ekki mega versla á frísvæði Keflavíkurflugvallar Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur, en svo er þó ekki. 15.8.2006 12:30 Þúsundir Líbana snúa heim Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. 15.8.2006 12:15 Funduðu á Ísafirði í gær Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. 15.8.2006 12:00 Myndband af Castro Kúbverska ríkissjónvarpið sýndi í gær fyrsta myndbandið af Fidel Castro, leiðtoga landsins, frá því að hann fól bróður sínum að halda um stjórnartaumana vegna veikinda sinna. 15.8.2006 09:45 Féll af hestbaki Kona féll af hestbaki í Norðurárdal í gær og varð undir hestinum. Hún var flutt á Slysadeild Landsspítalans af ótta við að hún hafi meiðst innvortist, en rannsóknir leiddu það ekki í ljós. Til öryggis var hún undir eftirlits lækna á sjukrahúsinu á Akranesi í nótt, þar sem hún er þaðan. 15.8.2006 09:40 Innbrotsþjófur handtekinn Ungur innbrotsþjófur var handtekinn eftir að hann braust inn í apótek við Álfabakka í Breiðholti í Reykjavík um þrjú leitið í nótt. Lögreglugmenn gripu hann á staðnum og kom þá í ljós að þetta var sami þjofurinn og lögreglan handtók í fyrrinótt fyrir að hafa brotist inn í sama apótek og annað til viðbótar um nóttina. Eftir það var hann vistaður í fangageymslum en sleppt að yfirheryslum loknum í gær. Það verður væntanleg gert aftur í dag og býst lögregla allt eins við að hann fari enn á kreik í nótt.- 15.8.2006 09:38 Jarðskjálfti á Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,9 á Richter skók austurhluta Indónesíu klukkan tíu a indónesískum tíma í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun. Jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum, en í maí létust 5000 þúsund manns á eyjunni Jövu í öflugum skjálfta og þá dóu 600 í flóðbylgju af völdum jarðskjálfta í síðasta mánuði. 15.8.2006 09:15 Mega bæta þremur kílóum við farangurinn Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðlsu á yfirvigt kemur. 15.8.2006 09:00 Sæunn Stefánsdóttir vill ritaraembætti Framsóknar Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur bæst í hóp frambjóðenda til ritara flokksins. Hún var aðsotðarmaður Jóns Kristjánssonar ráðherra og tekur sæti á þingi þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku um leið og hann lætur af formennsku í flokknum eftir nokkra daga. 15.8.2006 08:56 Kreditkortavelta eykst um nær fjórðung Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósenti meiri en á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt Hagstofunni er hefur veltan aukist um 18,3 síðustu tólf mánuði samanborið við mánuðina tólf þar á undan. 15.8.2006 08:45 Dell aftur kallar fjórir milljónir fartölvurafhlaðna Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Greint er frá því á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. 15.8.2006 08:30 Á 116 kílómetra hraða á Sæbraut Lögregla stöðvaði vélhjólamann á Sæbraut í Reykjavík um miðnætti, eftir að hann hafði mælst á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetar. Hann var auk þess með farþega á hjólinu. Fjögurra kílómetra hraða vantaði upp á að hann væri á tvöföldum hámarkshraða, en þá hefði hann misst ökuréttindin. 15.8.2006 08:15 Segir Hizbollah hafa unnið sögulegan sigur Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael, en eins og kunnugt er gekk vopnahlé milli Ísraelsmanna og samtakanna í gildi fyrir sólarhring. 15.8.2006 08:00 Kronkron one of seven coolest shops in the world 14.8.2006 10:21 Kreditkortavelta eykst um 22,1% Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósent meiri en á sama tíma fyrir ári. 14.8.2006 22:20 Ástand vinnumarkaðar Starfandi aðilum á vinnumarkaði hefur fjölgað á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt Hagstofunni voru 163.800 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi ársins 2005 en nú eru 171.600 manns starfandi. 14.8.2006 22:15 Starfsmönnum Fox rænt Palestínskir byssumenn rændu í dag tveimur fréttamönnum bandarísku fréttastöðvarinnar Fox News á Gaza-svæðinu. Að sögn Palestínumanns, sem hafði unnið með mönnunum, er annar þeirra bandarískur en þjóðerni hins hefur ekki fengist uppgefið. Fox fréttastöðin segir ekki vitað hverjir rændu þeim en unnið að því að tryggja lausn þeirra. 14.8.2006 22:15 Heilsu Sharons hrakar Líðan Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til muna að sögn lækna á sjúkrahúsi þar sem hann dvelur nú. Sharon, sem er sjötíu og átta ára, hefur verið í dauðadái síðan 4. janúar síðastliðinn þegar hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann hefur gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan þá. Læknar segja heilastarfsemi hans hafa hrakað töluvert auk þess sem röntgenmyndir sýni sýkingu í lungum. Læknar segja of snemmt að segja til um hvort líf forsætisráðherrans fyrrverandi sé í hættu vegna þessa. Í síðasta mánuði var Sharon fluttur í skyndi á bráðadeild þar sem hann þurfti að fara í nýrnavél þar sem nýru hans voru að gefa sig. Það var þá sem læknar veittu því athygli að heilastarfsemi hans hafi hrakað, en það fékkst svo staðfest í dag. 14.8.2006 22:00 Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. 14.8.2006 21:41 Koizumi heimsækir umdeildan helgidóm Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar í pílagrímsför að Yasukuni-helgidómum í Tókýó á morgun. Helgidómurinn er til minnis um þá Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Kínverjar og Suður-Kóreumenn líta svo á að helgidómurinn sé tákn um herveldisstefnu Japana á árum áður og því má búast við að heimsókn Koizumis þangað verði umdeild. Forsætisráðherrann lætur af embætti í næsta mánuði og var búist við að hann myndi heimsækja helgidóminn þann fimmtánda ágúst en þá verða liðin sextíu og eitt ár frá því að Japanar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni. 14.8.2006 21:30 Myndirnar af tungllendingunni týndar Skjalaverðir í gagnasöfnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar leita nú logandi ljósi að upprunalegu myndunum af lendingu Apollo ellefta á tunglinu. 14.8.2006 21:00 Hertar öryggisreglur í Leifsstöð Öryggisreglur hafa verið hertar til muna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Íslendingar sem hyggjast ferðast erlendis eru vafalítið óöruggir um hvað þeir mega og eiga að gera. 14.8.2006 20:52 Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er komið á að nýju í Fellahverfi í Breiðholti, en þar og við Vesturberg og á nærliggjandi götum varð rafmangslaust um kl. 18:40 í kvöld. Bilun varð í háspennukerfinu og er nú unnið að fullnaðarviðgerð. 14.8.2006 20:19 Útilokar ekki að fjölga friðargæsluliðum Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, leggur mikla áherslu á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á Srí Lanka. Ákvörðun verður tekin síðar í vikunni en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að íslenskum friðargæsluliðum verði fjölgað, þrátt fyrir vaxandi ólgu. 14.8.2006 20:00 Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu. 14.8.2006 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Koizumi ögrar nágrönnunum Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur enn einu sinni reitt nágranna sína í Kína og Kóreu til reiði með því að heimsækja helgidóm þar sem japanskar stríðshetjur eru vegsamaðar. 15.8.2006 20:00
Gæðamat á íslenskum vegum Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. 15.8.2006 19:37
Sameinað menntaráð skapi samfellu Leikskólastjórar sem sátu fund með stjórnmálaflokkum í Ráðhúsinu í dag hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld að endurskoða ákvörðun sína um að kljúfa menntaráð. Fundarmenn voru sammála um að sameinað menntaráð gæti stuðlað að samfellu í námi barna og samvinnu kennara milli skólastiga. Nýtt leikskólaráð tekur til starfa í Reykjavíkurborg um miðjan september en málefni leikskólanna hafa síðasta árið verið undir sameinuðu menntaráði. 15.8.2006 19:16
Verðstríð á skólavörum Verðstríð geysar á ritfangamarkaðnum og tilboðum á stílabókum, strokleðrum, skærum, tússlitum og öðrum skólavörum rignir yfir fólk, enda stutt í að skólar hefjist. Verðmunur á þessum smávörum getur hlaupið á hundruðum króna. 15.8.2006 19:10
Mótmælum við Kárahnjúka líklega ekki lokið Mörgum þykir harka hafa færst í mótmæli umhverfisverndarsinna vegna Kárahnjúkavirkjunar að undanförnu. Talsmaður Íslandsvina vill þó ekki meina að málstaður þeirra hafi beðið álitshnekki. 15.8.2006 19:06
Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. 15.8.2006 19:00
Sært stolt Formaður félags leikskólakennara segir stolt þeirra sært með því að draga leikskólana út úr menntaráði Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöld segja nýju leikskólaráði komið á fót til að gefa leikskólunum meira vægi. 15.8.2006 18:53
Segja skýringar á framúrkeyrslu fjárlaga Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar segir hluta tugmilljóna framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið með leyfi dómsmálaráðuneytisins. Rektor Háskólans á Akureyri, skýrir framúrkeyrslu skólans með fjölgun nemenda. 15.8.2006 18:45
Landlæknir segir ekki hægt að lækna samkynhneigð Landlæknir varar við námskeiðum eins og þeim sem um er getið í auglýsingu frá Samvinnuhópi kristinna trúfélaga, þar sem boðið er upp á meðferð gegn samkynhneigð. Þá þurfi ekki að lækna samkynhneigð, því hún sé ekki sjúkdómur. 15.8.2006 18:45
Verri heilsa hátekjufólks Heilsa hátekjufólks er verri en hins almenna borgara. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í dag. Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur. Niðurstöðurnar sýndu að heilsa Íslendinga fer batnandi með hækkandi launum þar til tekjur eru orðnar talsvert háar. Þá snýst sambandið við og heilsa versnar. 15.8.2006 17:42
Öll stærstu olíufélögin hafa lækkað bensínverð Öll stærstu olíufélögin hafa nú lækkað bensínverð í dag. Orkan tók af skarið og lækkaði í morgun bensínverð um 1,60 kr. á lítrann. 15.8.2006 17:37
Reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga Tveir fulltrúar frá bandarísku fréttastöðinni Fox komu á Gaza-svæðið í dag til að reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga sinna sem byssumenn rændu í gær. 15.8.2006 16:55
Grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk Svo gæti farið að yfirvöld í Pakistan framselji Breta sem er í haldi þar í landi, grunaður um að hafa átt þátt í að leggja á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 15.8.2006 16:45
Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. 15.8.2006 15:22
Ariel Sharon hrakar Heilsa Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, fer enn versnandi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Sharon hefur verið í dái í átta mánuði eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. 15.8.2006 13:45
Bensínverð lækkaði um eina krónu Bensínorkan lækkaði bensínverð um eina krónu og sextíu aura á lítrann í morgun. Að sögn talsmanns félagsins var þetta gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði og þrátt fyrir að dollarinn hafi aðeins hækkað gagnvart krónunni. 15.8.2006 13:15
Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. 15.8.2006 13:15
Viðgerðir á Hringvegi 1 Vegna slitlagsviðgerða verður Hringvegur 1 lokaður til suðurs frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng til kl. 19 í dag og frá kl 9 til 14 á morgun. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg. 15.8.2006 13:05
Ekki vitað hvort Dell-fartölvur hér séu með gallaða rafhlöðu Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Ekki liggur fyrir hvort einhverjar fartölvur hér á landi eru með rafhlöðutegundina sem um ræðir. 15.8.2006 13:00
60 börn létu lifið á Sri Lanka Uppreisnarmenn Tamíl-Tígra á Srí Lanka saka stjórnarherinn um fjöldamorð á börnum í árás á munaðarleysingjahæli í gær. Allt bendir til að vopnahlé milli Tamíl-Tígranna og Stjórnarhersins, sem tók gildi fyrir fjórum árum, sé farið út um þúfur. 15.8.2006 12:45
Töldu sig ekki mega versla á frísvæði Keflavíkurflugvallar Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur, en svo er þó ekki. 15.8.2006 12:30
Þúsundir Líbana snúa heim Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. 15.8.2006 12:15
Funduðu á Ísafirði í gær Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. 15.8.2006 12:00
Myndband af Castro Kúbverska ríkissjónvarpið sýndi í gær fyrsta myndbandið af Fidel Castro, leiðtoga landsins, frá því að hann fól bróður sínum að halda um stjórnartaumana vegna veikinda sinna. 15.8.2006 09:45
Féll af hestbaki Kona féll af hestbaki í Norðurárdal í gær og varð undir hestinum. Hún var flutt á Slysadeild Landsspítalans af ótta við að hún hafi meiðst innvortist, en rannsóknir leiddu það ekki í ljós. Til öryggis var hún undir eftirlits lækna á sjukrahúsinu á Akranesi í nótt, þar sem hún er þaðan. 15.8.2006 09:40
Innbrotsþjófur handtekinn Ungur innbrotsþjófur var handtekinn eftir að hann braust inn í apótek við Álfabakka í Breiðholti í Reykjavík um þrjú leitið í nótt. Lögreglugmenn gripu hann á staðnum og kom þá í ljós að þetta var sami þjofurinn og lögreglan handtók í fyrrinótt fyrir að hafa brotist inn í sama apótek og annað til viðbótar um nóttina. Eftir það var hann vistaður í fangageymslum en sleppt að yfirheryslum loknum í gær. Það verður væntanleg gert aftur í dag og býst lögregla allt eins við að hann fari enn á kreik í nótt.- 15.8.2006 09:38
Jarðskjálfti á Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,9 á Richter skók austurhluta Indónesíu klukkan tíu a indónesískum tíma í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun. Jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum, en í maí létust 5000 þúsund manns á eyjunni Jövu í öflugum skjálfta og þá dóu 600 í flóðbylgju af völdum jarðskjálfta í síðasta mánuði. 15.8.2006 09:15
Mega bæta þremur kílóum við farangurinn Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðlsu á yfirvigt kemur. 15.8.2006 09:00
Sæunn Stefánsdóttir vill ritaraembætti Framsóknar Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur bæst í hóp frambjóðenda til ritara flokksins. Hún var aðsotðarmaður Jóns Kristjánssonar ráðherra og tekur sæti á þingi þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku um leið og hann lætur af formennsku í flokknum eftir nokkra daga. 15.8.2006 08:56
Kreditkortavelta eykst um nær fjórðung Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósenti meiri en á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt Hagstofunni er hefur veltan aukist um 18,3 síðustu tólf mánuði samanborið við mánuðina tólf þar á undan. 15.8.2006 08:45
Dell aftur kallar fjórir milljónir fartölvurafhlaðna Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Greint er frá því á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. 15.8.2006 08:30
Á 116 kílómetra hraða á Sæbraut Lögregla stöðvaði vélhjólamann á Sæbraut í Reykjavík um miðnætti, eftir að hann hafði mælst á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetar. Hann var auk þess með farþega á hjólinu. Fjögurra kílómetra hraða vantaði upp á að hann væri á tvöföldum hámarkshraða, en þá hefði hann misst ökuréttindin. 15.8.2006 08:15
Segir Hizbollah hafa unnið sögulegan sigur Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael, en eins og kunnugt er gekk vopnahlé milli Ísraelsmanna og samtakanna í gildi fyrir sólarhring. 15.8.2006 08:00
Kreditkortavelta eykst um 22,1% Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósent meiri en á sama tíma fyrir ári. 14.8.2006 22:20
Ástand vinnumarkaðar Starfandi aðilum á vinnumarkaði hefur fjölgað á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt Hagstofunni voru 163.800 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi ársins 2005 en nú eru 171.600 manns starfandi. 14.8.2006 22:15
Starfsmönnum Fox rænt Palestínskir byssumenn rændu í dag tveimur fréttamönnum bandarísku fréttastöðvarinnar Fox News á Gaza-svæðinu. Að sögn Palestínumanns, sem hafði unnið með mönnunum, er annar þeirra bandarískur en þjóðerni hins hefur ekki fengist uppgefið. Fox fréttastöðin segir ekki vitað hverjir rændu þeim en unnið að því að tryggja lausn þeirra. 14.8.2006 22:15
Heilsu Sharons hrakar Líðan Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til muna að sögn lækna á sjúkrahúsi þar sem hann dvelur nú. Sharon, sem er sjötíu og átta ára, hefur verið í dauðadái síðan 4. janúar síðastliðinn þegar hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann hefur gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan þá. Læknar segja heilastarfsemi hans hafa hrakað töluvert auk þess sem röntgenmyndir sýni sýkingu í lungum. Læknar segja of snemmt að segja til um hvort líf forsætisráðherrans fyrrverandi sé í hættu vegna þessa. Í síðasta mánuði var Sharon fluttur í skyndi á bráðadeild þar sem hann þurfti að fara í nýrnavél þar sem nýru hans voru að gefa sig. Það var þá sem læknar veittu því athygli að heilastarfsemi hans hafi hrakað, en það fékkst svo staðfest í dag. 14.8.2006 22:00
Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. 14.8.2006 21:41
Koizumi heimsækir umdeildan helgidóm Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar í pílagrímsför að Yasukuni-helgidómum í Tókýó á morgun. Helgidómurinn er til minnis um þá Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Kínverjar og Suður-Kóreumenn líta svo á að helgidómurinn sé tákn um herveldisstefnu Japana á árum áður og því má búast við að heimsókn Koizumis þangað verði umdeild. Forsætisráðherrann lætur af embætti í næsta mánuði og var búist við að hann myndi heimsækja helgidóminn þann fimmtánda ágúst en þá verða liðin sextíu og eitt ár frá því að Japanar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni. 14.8.2006 21:30
Myndirnar af tungllendingunni týndar Skjalaverðir í gagnasöfnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar leita nú logandi ljósi að upprunalegu myndunum af lendingu Apollo ellefta á tunglinu. 14.8.2006 21:00
Hertar öryggisreglur í Leifsstöð Öryggisreglur hafa verið hertar til muna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Íslendingar sem hyggjast ferðast erlendis eru vafalítið óöruggir um hvað þeir mega og eiga að gera. 14.8.2006 20:52
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er komið á að nýju í Fellahverfi í Breiðholti, en þar og við Vesturberg og á nærliggjandi götum varð rafmangslaust um kl. 18:40 í kvöld. Bilun varð í háspennukerfinu og er nú unnið að fullnaðarviðgerð. 14.8.2006 20:19
Útilokar ekki að fjölga friðargæsluliðum Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, leggur mikla áherslu á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á Srí Lanka. Ákvörðun verður tekin síðar í vikunni en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að íslenskum friðargæsluliðum verði fjölgað, þrátt fyrir vaxandi ólgu. 14.8.2006 20:00
Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu. 14.8.2006 19:30