Fleiri fréttir Rafmagnslaust í Breiðholti Rafmagnslaust er í Fellunum í Breiðholti og eins Vesturbergi, Rjúpnahæð og hverfunum þar í kring. Talið er að um háspennubilun sé að ræða og er verið er að leita að biluninni. 14.8.2006 18:43 Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum. 14.8.2006 18:00 Barist við skógarelda á Spáni Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur Spáni séu að ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað í u.þ.b. viku. Enn logar þá á 40 stöðum. Fjórir hafa farist í eldunum. 14.8.2006 17:45 11 torfærustólar teknir í notkun Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. 14.8.2006 17:30 Myndir frá sjúkrabeði Castro Kúbanska ríkisdagblaðið Granma birti í dag myndir af Fidel Castro, forseta landsins, þar sem hann sem bróðir hans Raul og Hugo Chavez, forseti Venesúela heimsóttu hann á sjúkrabeði hans. Myndirnar, sem eru sjö talsins, voru birtar á vefsíðu blaðsins. 14.8.2006 17:30 Viðbótarfé til Líbanons Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita viðbótarfé til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon. Það framlag nemur fjórtán komma tveimur milljónum króna. Það kemur til viðbótar tíu milljónum króna sem veittar voru í lok júlí. Framlagið núna skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins. 14.8.2006 17:28 Flóttamenn halda heim Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. 14.8.2006 17:20 Fluttningi úr Heilsuverndarstöðinni slegið á frest Starfsemi heilsugæslunnar í gömlu Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík verður enn um sinn rækt við Bárónsstíg. Samkomulag þessa efnis hefur náðst við nýja eigendur hússins. 14.8.2006 17:06 Sprengjutilræði í Pakistan á þjóðhátíðardegi Tveir létust og níu særðust þegar sprengjur sprungu á tveimur stöðu í Suðvestur-Pakistan í dag. Sú fyrri sprakk við sölubás í bænum Hub þar sem verið var að selja pakistanska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Pakistana og þar létust tveir og sex særðust. 14.8.2006 14:30 Segir mótmælendur hafa haldið starfsfólki í gíslingu Hópur andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lét að sér kveða á Reyðarfirði í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði fór einn maður inn á byggingarsvæði álvers Alcoa og stöðvaði þar vinnu í eina til tvær klukkustundir. Þá fór um 10 manna hópur inn á skrifstofur. 14.8.2006 14:15 Kristinn H. vill í ritaraembættið Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. 14.8.2006 13:58 Sandgerðisvegur lokaður í dag og á morgun Sandgerðisvegur verður lokaður frá Miðnesheiðarvegi að Garðskagavegi í dag og á morgun vegna. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinna að vegurinn verði þó opinn í nótt til kl. níu í fyrramálið. Vegfarendum er bent á að aka Garðskagaveg. 14.8.2006 13:45 Dregur úr sölu á nýjum íbúðum Nýjum fullbúnum íbúðum, sem standa tómar og seljast ekki, fjölgar dag frá degi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma verður víða vart tómra íbúða í grónum hverfum þaðan sem fólk er flutt í nýjar íbúðir en getur ekki selt þær gömlu. 14.8.2006 13:30 Ýjar að því að Fons kaupi aftur Sterling Berlingske Tidende í Danmörku lætur að því liggja að eignarhaldsfélagið Fons, sem í fyrra keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi þau sameinuð til FL Group, muni aftur eignast Sterling á næstunni. 14.8.2006 13:15 Reglur um handfarangur rýmkaðar í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Um leið hafa reglur um handfarangur farþega í flugvélum verið rýmkaðar. 14.8.2006 13:00 Maður handtekinn fyrir að reyna að aka niður lögreglumenn Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögreglumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt, en þeir náðu að kasta sér frá á síðustu stundu. 14.8.2006 12:45 Ólíklegt að friðargæsluliðar verði kallaðir heim Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim. 14.8.2006 12:30 Stöðvuðu vinnu á byggingarsvæði álvers Hópur fólk sem er andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar stöðvaði í morgun vinnu á byggingarsvæði Bechtel og Alcoa á Reyðarfirði til þess að láta í ljós andstöðu sína við virkjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. 14.8.2006 12:15 Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. 14.8.2006 12:00 Umferð tafðist í göngum eftir slys Umferð um Hvalfjarðargöng komst í samt lag á ný um klukkan sjö í gærkvöldi en tafir urðu í göngunum eftir að bíl var ekið á gangavegginn um fimmleytið. 14.8.2006 11:30 Gripinn eftir tvö innbrot í apótek Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem brotist hafði inn í tvö apótek í Breiðholti, fyrst við Álfabakka og síðan við Iðufell þar sem hann var handtekinn. Ekki fanst mikið af lyfjum á honum en lögregla telur að hann hafi allt eins falið eitthvað utandyra og gistir þjófurinn fangageymslur. 14.8.2006 10:45 Penguin buys Avoid Us 14.8.2006 10:36 Slasaðist í veltu á Fljótsdalsheiði Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Fljótsdalsheiði í gær með þeim afleiðingum að bíllinn valt og er gerónýtur. 14.8.2006 10:30 Öflug sprenging í Kolombó í morgun Sjö létust og sautján særðust í árás á öryggissveitir sem fylgdu pakistönskum sendiráðssbíl í Kolombó á Srí Lanka í morgun. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir á veginum og sprakk hún þegar bílalestin ók hjá. 14.8.2006 10:15 Yfir tvö hundruð látnir eftir fellibyl í Kína Yfir tvö hundruð manns hafa látist í Kína síðustu daga af völdum fellibylsins Saiomai. Fellibylurinn er sá sterkasti sem gengið hefur á land í Kína í hálfa öld og hefur hann eyðilagt tugþúsundir húsa og skemmt uppskeru á stóru svæðu. 14.8.2006 10:00 Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Hættuástand hefur verið í gildi frá því á fimmtudag þegar greint var frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið í loft upp. 14.8.2006 09:45 Bendir til aðildar al-Qaida Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir rannsókn á yfirvofandi sprengjutilræðum í flugvélum yfir Atlantshafi, sem greint var frá á fimmtudag, benda til aðildar hryðjuverkasamtakanna al-Qaida. 14.8.2006 09:32 Rafmagnslaust í Tókýó Rafmagnslaust varð á hundruðum þúsunda heimila í Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun eftir að stjórnandi byggingarkrana sleit óvart í sundur mikilvægar rafmagnslínur í borginni. 14.8.2006 09:24 Enn samdráttur á fasteignamarkaði Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og var aðeins 67 samningum þinglsýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni eftir verslunarmannahelgina. Það er meira en hundrað samningum færra en í sömu viku í fyrra og 59 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. 14.8.2006 09:21 Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Ísraelsher hélt áfram árásum á skotmörk í Líbanon allt fram á síðustu stundu. 14.8.2006 09:13 Reyndi að aka niður lögregluþjóna Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögrelgumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt. Þeir köstuðu sér frá á síðustu stundu en bíllinn lenti utan í öðrum lögreglumanninum,sem slapp ómeiddur, en við það brotnaði baksýnisspegill af bílnum. 14.8.2006 09:07 Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist og verði einn skóli. Sameining verður hugsanlega hinn 1. júlí 2008. Rektorar beggja skólanna líta sameiningu mjög jákvæðum augum. 14.8.2006 08:00 Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir löngu tímabært að lengja kennaranámið og segir skýrslu OECD draga fram mikilvægi menntamála. Meirihluti nemenda við KHÍ hefur hug á því að taka meistaragráðu við skólann að ári. 14.8.2006 07:45 Segir bankana okra á viðskiptavinum Neytendasamtökin fá reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda bankanna. Formaður samtakanna kallar gjöldin hreint okur. Engar reglur gilda um hversu mikið bankar mega rukka þá sem fara umfram heimild á debetreikningi. 14.8.2006 07:30 Tæplega 400 með lífshættulega offitu Alls bíða nú um þúsund manns þjónustu fjögurra sviða á Reykjalundi. Lengstur er biðlistinn á næringarsvið en þar bíða 390 manns og er biðtíminn tíu mánuðir. Aukið fjármagn heilbrigðisráðuneytisins mun stytta biðtímann. 14.8.2006 07:30 Mikið úrval borgarferða Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. 14.8.2006 07:30 Í gifsi á báðum eftir Gay pride Juan Gabriel Rios Kristjánsson, hálfþrítugur efnafræðinemi, slasaðist á báðum höndum á sýningu í tilefni Gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn. 14.8.2006 07:30 Öryggið orðið óþægilega mikið Verða vopnaðir verðir helstu ferðafélagar okkar í framtíðinni? Nýjar ógnir í loftferðum gera það að verkum að óþægindi ferðalanga hafa aukist til muna, sérstaklega í ferðum sem tengjast Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfitt er að segja til um hversu lengi svo verði í pottinn búið, en nú þegar heyrast óánægjuraddir. 14.8.2006 07:30 Krefjast svara um flugöryggi Félag íslenskra flugumferðarstjóra spyr flugmálastjóra hvort flugumferðarstjóri sem telji sig tímabundið óhæfan til að sinna starfi sínu eigi samt að mæta til vinnu frekar en að tilkynna forföll. Þessi spurning kemur fram í bréfi sem félagið hefur sent Þorsteini Pálssyni flugmálastjóra. 14.8.2006 07:15 Ísraelar samþykkja að gera hlé á hernaðaraðgerðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær tillögu um hlé á hernaðaraðgerðum í Líbanon. Vopnahléið tók gildi klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Þrátt fyrir vopnahlé er talið líklegt að átök í Líbanon haldi áfram. 14.8.2006 07:15 Grunaður um barnamisnotkun Karlmaður á sextugsaldri hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum á samkomu línudansara í Heimalandi í Rangárþingi um verslunarmannahelgina. 14.8.2006 07:00 Skatttekjur ríkisins þriðjungi hærri Framteljendur og fyrirtæki landsins fengu hærri tekjur og högnuðust meira á fyrri árshelmingi 2006 en á sama tímabili í fyrra. Skatttekjur ríkissjóðs af tekjum og hagnaði þeirra voru þar af leiðandi þriðjungi hærri. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjuskattsprósenta á einstaklinga hafi lækkað um seinustu áramót. Almennt verðlag hækkaði um 5,7 prósent frá því í fyrra. 14.8.2006 07:00 Vædderen lagður af stað Danska varðskipið Vædderen, sem breytt hefur verið í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir helgi upp frá Kaupmannahöfn í hnattsiglingarleiðangurinn Galathea 3. 14.8.2006 07:00 Hryðjuverkaógn lamar flug í London Þriðjungi áætlunarflugs frá Heathrow flugvelli í London var aflýst á sunnudag vegna öngþveitis við öryggisleit. 14.8.2006 07:00 Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt Magnús Norðdahl, lögfræðingur hjá ASÍ, tekur ekki undir álit Elínar Blöndal lögfræðings um að forgangsréttarákvæði í kjarasamningum á Íslandi kunni að brjóta í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. 14.8.2006 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
Rafmagnslaust í Breiðholti Rafmagnslaust er í Fellunum í Breiðholti og eins Vesturbergi, Rjúpnahæð og hverfunum þar í kring. Talið er að um háspennubilun sé að ræða og er verið er að leita að biluninni. 14.8.2006 18:43
Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum. 14.8.2006 18:00
Barist við skógarelda á Spáni Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur Spáni séu að ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað í u.þ.b. viku. Enn logar þá á 40 stöðum. Fjórir hafa farist í eldunum. 14.8.2006 17:45
11 torfærustólar teknir í notkun Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. 14.8.2006 17:30
Myndir frá sjúkrabeði Castro Kúbanska ríkisdagblaðið Granma birti í dag myndir af Fidel Castro, forseta landsins, þar sem hann sem bróðir hans Raul og Hugo Chavez, forseti Venesúela heimsóttu hann á sjúkrabeði hans. Myndirnar, sem eru sjö talsins, voru birtar á vefsíðu blaðsins. 14.8.2006 17:30
Viðbótarfé til Líbanons Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita viðbótarfé til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon. Það framlag nemur fjórtán komma tveimur milljónum króna. Það kemur til viðbótar tíu milljónum króna sem veittar voru í lok júlí. Framlagið núna skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins. 14.8.2006 17:28
Flóttamenn halda heim Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. 14.8.2006 17:20
Fluttningi úr Heilsuverndarstöðinni slegið á frest Starfsemi heilsugæslunnar í gömlu Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík verður enn um sinn rækt við Bárónsstíg. Samkomulag þessa efnis hefur náðst við nýja eigendur hússins. 14.8.2006 17:06
Sprengjutilræði í Pakistan á þjóðhátíðardegi Tveir létust og níu særðust þegar sprengjur sprungu á tveimur stöðu í Suðvestur-Pakistan í dag. Sú fyrri sprakk við sölubás í bænum Hub þar sem verið var að selja pakistanska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Pakistana og þar létust tveir og sex særðust. 14.8.2006 14:30
Segir mótmælendur hafa haldið starfsfólki í gíslingu Hópur andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lét að sér kveða á Reyðarfirði í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði fór einn maður inn á byggingarsvæði álvers Alcoa og stöðvaði þar vinnu í eina til tvær klukkustundir. Þá fór um 10 manna hópur inn á skrifstofur. 14.8.2006 14:15
Kristinn H. vill í ritaraembættið Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. 14.8.2006 13:58
Sandgerðisvegur lokaður í dag og á morgun Sandgerðisvegur verður lokaður frá Miðnesheiðarvegi að Garðskagavegi í dag og á morgun vegna. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinna að vegurinn verði þó opinn í nótt til kl. níu í fyrramálið. Vegfarendum er bent á að aka Garðskagaveg. 14.8.2006 13:45
Dregur úr sölu á nýjum íbúðum Nýjum fullbúnum íbúðum, sem standa tómar og seljast ekki, fjölgar dag frá degi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma verður víða vart tómra íbúða í grónum hverfum þaðan sem fólk er flutt í nýjar íbúðir en getur ekki selt þær gömlu. 14.8.2006 13:30
Ýjar að því að Fons kaupi aftur Sterling Berlingske Tidende í Danmörku lætur að því liggja að eignarhaldsfélagið Fons, sem í fyrra keypti dönsku flugfélögin Mersk og Sterling og seldi þau sameinuð til FL Group, muni aftur eignast Sterling á næstunni. 14.8.2006 13:15
Reglur um handfarangur rýmkaðar í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Um leið hafa reglur um handfarangur farþega í flugvélum verið rýmkaðar. 14.8.2006 13:00
Maður handtekinn fyrir að reyna að aka niður lögreglumenn Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögreglumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt, en þeir náðu að kasta sér frá á síðustu stundu. 14.8.2006 12:45
Ólíklegt að friðargæsluliðar verði kallaðir heim Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim. 14.8.2006 12:30
Stöðvuðu vinnu á byggingarsvæði álvers Hópur fólk sem er andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar stöðvaði í morgun vinnu á byggingarsvæði Bechtel og Alcoa á Reyðarfirði til þess að láta í ljós andstöðu sína við virkjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. 14.8.2006 12:15
Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. 14.8.2006 12:00
Umferð tafðist í göngum eftir slys Umferð um Hvalfjarðargöng komst í samt lag á ný um klukkan sjö í gærkvöldi en tafir urðu í göngunum eftir að bíl var ekið á gangavegginn um fimmleytið. 14.8.2006 11:30
Gripinn eftir tvö innbrot í apótek Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem brotist hafði inn í tvö apótek í Breiðholti, fyrst við Álfabakka og síðan við Iðufell þar sem hann var handtekinn. Ekki fanst mikið af lyfjum á honum en lögregla telur að hann hafi allt eins falið eitthvað utandyra og gistir þjófurinn fangageymslur. 14.8.2006 10:45
Slasaðist í veltu á Fljótsdalsheiði Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Fljótsdalsheiði í gær með þeim afleiðingum að bíllinn valt og er gerónýtur. 14.8.2006 10:30
Öflug sprenging í Kolombó í morgun Sjö létust og sautján særðust í árás á öryggissveitir sem fylgdu pakistönskum sendiráðssbíl í Kolombó á Srí Lanka í morgun. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir á veginum og sprakk hún þegar bílalestin ók hjá. 14.8.2006 10:15
Yfir tvö hundruð látnir eftir fellibyl í Kína Yfir tvö hundruð manns hafa látist í Kína síðustu daga af völdum fellibylsins Saiomai. Fellibylurinn er sá sterkasti sem gengið hefur á land í Kína í hálfa öld og hefur hann eyðilagt tugþúsundir húsa og skemmt uppskeru á stóru svæðu. 14.8.2006 10:00
Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Hættuástand hefur verið í gildi frá því á fimmtudag þegar greint var frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið í loft upp. 14.8.2006 09:45
Bendir til aðildar al-Qaida Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir rannsókn á yfirvofandi sprengjutilræðum í flugvélum yfir Atlantshafi, sem greint var frá á fimmtudag, benda til aðildar hryðjuverkasamtakanna al-Qaida. 14.8.2006 09:32
Rafmagnslaust í Tókýó Rafmagnslaust varð á hundruðum þúsunda heimila í Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun eftir að stjórnandi byggingarkrana sleit óvart í sundur mikilvægar rafmagnslínur í borginni. 14.8.2006 09:24
Enn samdráttur á fasteignamarkaði Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og var aðeins 67 samningum þinglsýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni eftir verslunarmannahelgina. Það er meira en hundrað samningum færra en í sömu viku í fyrra og 59 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. 14.8.2006 09:21
Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Ísraelsher hélt áfram árásum á skotmörk í Líbanon allt fram á síðustu stundu. 14.8.2006 09:13
Reyndi að aka niður lögregluþjóna Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögrelgumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt. Þeir köstuðu sér frá á síðustu stundu en bíllinn lenti utan í öðrum lögreglumanninum,sem slapp ómeiddur, en við það brotnaði baksýnisspegill af bílnum. 14.8.2006 09:07
Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist og verði einn skóli. Sameining verður hugsanlega hinn 1. júlí 2008. Rektorar beggja skólanna líta sameiningu mjög jákvæðum augum. 14.8.2006 08:00
Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir löngu tímabært að lengja kennaranámið og segir skýrslu OECD draga fram mikilvægi menntamála. Meirihluti nemenda við KHÍ hefur hug á því að taka meistaragráðu við skólann að ári. 14.8.2006 07:45
Segir bankana okra á viðskiptavinum Neytendasamtökin fá reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda bankanna. Formaður samtakanna kallar gjöldin hreint okur. Engar reglur gilda um hversu mikið bankar mega rukka þá sem fara umfram heimild á debetreikningi. 14.8.2006 07:30
Tæplega 400 með lífshættulega offitu Alls bíða nú um þúsund manns þjónustu fjögurra sviða á Reykjalundi. Lengstur er biðlistinn á næringarsvið en þar bíða 390 manns og er biðtíminn tíu mánuðir. Aukið fjármagn heilbrigðisráðuneytisins mun stytta biðtímann. 14.8.2006 07:30
Mikið úrval borgarferða Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. 14.8.2006 07:30
Í gifsi á báðum eftir Gay pride Juan Gabriel Rios Kristjánsson, hálfþrítugur efnafræðinemi, slasaðist á báðum höndum á sýningu í tilefni Gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn. 14.8.2006 07:30
Öryggið orðið óþægilega mikið Verða vopnaðir verðir helstu ferðafélagar okkar í framtíðinni? Nýjar ógnir í loftferðum gera það að verkum að óþægindi ferðalanga hafa aukist til muna, sérstaklega í ferðum sem tengjast Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfitt er að segja til um hversu lengi svo verði í pottinn búið, en nú þegar heyrast óánægjuraddir. 14.8.2006 07:30
Krefjast svara um flugöryggi Félag íslenskra flugumferðarstjóra spyr flugmálastjóra hvort flugumferðarstjóri sem telji sig tímabundið óhæfan til að sinna starfi sínu eigi samt að mæta til vinnu frekar en að tilkynna forföll. Þessi spurning kemur fram í bréfi sem félagið hefur sent Þorsteini Pálssyni flugmálastjóra. 14.8.2006 07:15
Ísraelar samþykkja að gera hlé á hernaðaraðgerðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær tillögu um hlé á hernaðaraðgerðum í Líbanon. Vopnahléið tók gildi klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Þrátt fyrir vopnahlé er talið líklegt að átök í Líbanon haldi áfram. 14.8.2006 07:15
Grunaður um barnamisnotkun Karlmaður á sextugsaldri hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum á samkomu línudansara í Heimalandi í Rangárþingi um verslunarmannahelgina. 14.8.2006 07:00
Skatttekjur ríkisins þriðjungi hærri Framteljendur og fyrirtæki landsins fengu hærri tekjur og högnuðust meira á fyrri árshelmingi 2006 en á sama tímabili í fyrra. Skatttekjur ríkissjóðs af tekjum og hagnaði þeirra voru þar af leiðandi þriðjungi hærri. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjuskattsprósenta á einstaklinga hafi lækkað um seinustu áramót. Almennt verðlag hækkaði um 5,7 prósent frá því í fyrra. 14.8.2006 07:00
Vædderen lagður af stað Danska varðskipið Vædderen, sem breytt hefur verið í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir helgi upp frá Kaupmannahöfn í hnattsiglingarleiðangurinn Galathea 3. 14.8.2006 07:00
Hryðjuverkaógn lamar flug í London Þriðjungi áætlunarflugs frá Heathrow flugvelli í London var aflýst á sunnudag vegna öngþveitis við öryggisleit. 14.8.2006 07:00
Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt Magnús Norðdahl, lögfræðingur hjá ASÍ, tekur ekki undir álit Elínar Blöndal lögfræðings um að forgangsréttarákvæði í kjarasamningum á Íslandi kunni að brjóta í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. 14.8.2006 06:45