Fleiri fréttir

Bónus með besta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem ASÍ gerði á dögunum, en í meirihluta tilfella var aðeins einnar krónu munur á lægsta verði Bónuss og verði í Krónunni. Mikið vantaði upp á að vöruverð væri nógu vel merkt í sumum búðanna.

Hamingjan sanna er á Hólmavík

Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta fólk í heimi og Hólmvíkingar eru hamingjusömustu Íslendingarnir.

Búið að opna Sprengisand

Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður.

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo

Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum.

Guðni enn óákveðinn um formannsframboð

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins.

Þreyttir á skerðingu afla

Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða.

Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði

Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum.

Færð á vegum

Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km.

Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands

Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini.

Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind

Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag.

Jafnaðarmenn berjast gegn mansali

Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skora á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í gær að lögð yrði áhersla á að mansal feli í sér alvarleg brot á mannréttindum. Vísað var í tillögunni til nokkurra aðgerða sem hægt er að grípa til, þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals.

Ölvaður ökumaður tekur til fótanna

Ölvaður ökumaður brást með þeim óvenjulega hætti við óvæntum blikkljósum lögreglubíls í Reykjavík í nótt, að hann snarstansaði bílinn, stök út úr honum, læsti honum og tók svo til fótanna. Hann uggði ekki að þeim aðstæðum að lögrelgumennirnir gátu ekið á eftir honum í rólegheitum þar til þeim leiddist þófið, stukku út úr lögreglubílnum og hlupu hann uppi.

Faglærðir mótmæla í dag

Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mun mótmæla fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundar þar með fulltrúum ríkisins. Háskólamenntað starfsfólk krefst sömu launa og fólk hefur í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum, en starfsmenn sveitarfélaganna eru oft með 25 þúsund krónum hærri laun en ríkisstarfsmennirnir.

Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi

Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir að búa í dýrasta landi í heimi, en fast á hæla okkur fylgja hinir síglöðu Ástralir.

Ferð Discovery frestað

Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu.

Samkynhneigð ekki lengur geðveiki

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hyggst nú breyta umdeildri reglugerð þar sem samkynhneigð er skráð á lista yfir "geðræna erfiðleika". Samkynhneigðir mega eftir sem áður ekki vera í bandaríska hernum en á síðasta ári voru 726 hermenn reknir úr hernum af þessari ástæðu.

Verður að upplýsa morð stúlknanna sem fyrst

Forsætisráðherra Belgíu flutti sjónvarpsávarp í gærkvöld þar sem hann sagði það vera algjört forgangsverkefni að komast til botns í máli stúlknanna tveggja sem fundust myrtar í borginni Liege í gær. Stúlkurnar, Stacy Lemmens sjö ára og Nataly Mahy tíu ára, voru stjúpsystur en þær hurfu fyrir þremur vikum.

Orustuvélarnar frá Keflavík fara til Englands

Flugsveit bandaríska flughersins hér á landi með fjórum F-15 orustuflugvélum og fimm björgunarþyrlum, sem formlega var lögð niður í gær, mun framvegis tilheyra fertugustu og áttundu orustusveit breska flughersins , sem hefur aðsetur á Lakenheath á Englandi.

Halldór kallaði Jón fram

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins, en kosningar fara fram á flokksþingi í ágúst.

Kerfi sem kannski aldrei verður notað

Strætó bs. og Reykjavíkurborg hafa varið rúmum 109 milljónum króna á þremur árum í þróun svokallaðs Smartkortakerfis, sem enn bólar ekkert á. Búist er við að kostnaður við verkefnið muni verða um 130 milljónir í lok þessa árs.

Gat ekki talað í sólarhring

"Ég gat eiginlega ekki talað fyrr en klukkan fimm í gær," segir Jóhanna Lindbergsdóttir, sem varð fyrir klórgaseitrun í sundlauginni á Eskifirði á þriðjudag. Jóhanna varð fyrir mestri eitrun þeirra sem ekki voru fluttir á brott frá sjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Landadrykkjan drepur marga

Fjörutíu og tvö þúsund Rússar deyja árlega úr neyslu heimatilbúins landa, að því er Rashid Núrgalíeff, innanríkisráðherra Rússlands, greindi frá. Hann lét einnig hafa eftir sér að drykkjusýki Rússa væri "þjóðarharmleikur," sem hefði fækkað Rússum stórlega frá falli Sovétríkjanna. Á árunum 1991 til 2001 jókst áfengisneysla í Rússlandi um fjörutíu prósent, samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Innkaupasamlag gegn háu lyfjaverði

Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heilbrigðisstofnunum. Forstjóra Vistor líst ekkert á það.

Segja Símann misnota ráðandi stöðu

Og Vodafone hefur kært Símann til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um að fyrirtækið misnoti ráðandi stöðu sína á ADSL-markaðnum og mismuni þannig símnotendum í landinu.

Mannleg mistök bílstjóra

Það voru mannleg mistök flutningabílstjóra sem urðu til þess að ediksýru var dælt í klórgeymi sundlaugarinnar á Eskifirði í stað klórs í fyrradag, að sögn Þorsteins Ólafssonar, forstöðumanns heildsöludeildar Olís.

Meinað um fæðingarstyrk

Svona framkoma er með ólíkindum og varð á endanum til þess að ég gafst bara upp á að reyna að fá styrkinn greiddan, segir Steindóra Þorleifsdóttir, námsmaður í Danmörku.

Líkin fundust við lestarteina

Belgíska lögreglan fann tvö barnslík í gær og staðfesti saksóknari síðar um daginn að þau væru af telpunum tveim sem saknað hafði verið í tæpar þrjár vikur.

Deildin hefur verið opnuð

Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið opnuð á ný eftir að veirusýkingar varð þar vart fyrir tveimur vikum síðan.

Hálftímasigling til Vestmannaeyja

Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu samgönguráðherra þess efnis að ferjusiglingar frá höfn í Bakkafjöru hæfust árið 2010. Rannsóknum á hafnarsvæðinu er ekki lokið ennþá.

Röð af óhöppum

Yfirsundlaugarvörður segir mengunarslys í sundlaug Eskifjarðar engum að kenna heldur hafi þetta verið röð keðjuverkandi óhappa. Strax var ljóst að um klórgasmengun væri að ræða.

Á þriðja tug palestínskra ráðherra og þingmanna í haldi

Spennan eykst enn fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelskar hersveitir handtóku 20 þingmenn Hamas og 8 ráðherra samtakanna í morgun og í gærkvöld. Skriðdrekar Ísraelshers eru nú í röðum við landamærin á norðurhluta Gaza-svæðisins. Loftárásir Ísraela á Gaza síðan í gær hafa skemmt ýmis mannvirki en hafa ekki enn valdið neinum meiðslum á fólki.

Ófriður á Gaza-strönd

Ísraelsher réðst inn á Gaza-svæðið í gær til að reyna að frelsa hermann sem er þar í gíslingu. Ísraelar hóta áframhaldandi árásum.

Eldri borgarar deyja úr hita

Að minnsta kosti tveir eldri borgarar létu lífið í hitabylgju sem hefur gengið yfir norðurhluta Rúmeníu síðustu daga. Kona sem var að störfum við akuryrkju féll niður og lést úr hjartaáfalli og sömu sögu er að segja af áttatíu og átta ára gömlum manni sem var á leiðinni út í búð. Í einni borginni var hringt hundrað og fjörutíu sinnum á sjúkrabíl vegna ástandsins og hefur heilbrigðismálaráðneyti Rúmeníu varað fólk við uppþornun og ofreynslu í hitanum.

193.000 tonn af þorski

Fimm þúsund tonnum minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári en á því sem er yfirstandandi. Óveruleg breyting verður á aflaverðmæti milli ára.

Mávageri líkt við rottugang

Afgreiðslu á tillögu borgarmeirihlutans um stórauknar aðgerðir gegn mávi í borgarlandinu með skotveiðum og eitrun, var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudag að tillögu minnihlutans. Ástæðan er sú að minnihlutinn vill meiri umræðu um málið og telur það ósannað að það skili tilætluðum árangri að auka mávadrápið.

Vilja láta friðlýsa Ingólfsfjall

Náttúruvernd Sigurður Sveinsson, lögmaður á Selfossi, segir stofnun hollvinasamtaka Ingólfsfjalls vera í bígerð. Það er ljóst hvað markmiðið er og þetta verður ærin barátta, segir Sigurður og segir marga vilja stöðva malarnám í fjallinu. Það verður ekki aftur tekið sem þegar hefur verið gert, en ef það á að taka áttatíu metra af fjallsbrúninni verður það verra en nokkurn tímann.

Þakka skjót viðbrögð

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eru þakklát þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í gær og komu þannig í veg fyrir frekari skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fréttablaðinu barst í gær.

Leituðu frétta í Shell-skála

Katrín Jóhannsdóttir vinnur í Shell-skálanum sem er við aðalgötu Eskifjarðar. Hún segir að stöðugur straumur hafi verið af fólki þangað, bæði til að koma með fréttir og leita frétta. "Það vissu flestir heimamenn hvað gengi á, en aðkomufólk kom til okkar forviða yfir hvað gengi á." Að sögn Katrínar telur bæjarfólk almennt að vel hafi verið brugðist við aðstæðum.

Móðurmálið lykilatriði í lausn dæma

Fólk sem hefur ensku að móðurmáli leysir reikningsdæmi á annan hátt en það sem elst upp við kínversku. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á virkni heilahvela við lausn á reikningsdæmum.

Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun

Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofnuninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli.

Sjá næstu 50 fréttir