Innlent

Hugsanlega skipt upp

Ekki er séð fyrir endann á togstreitu í hluthafahópi Straums-Burðaráss.

FL Group er, eftir kaup á hlut Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og tengdra aðila, stærsti einstaki hluthafinn í Straumi. Björg­ólfur Thor og tengdir aðilar ráða meirihluta félagsins. Boltinn er því hjá Björgólfi. Líklegasta niðurstaðan er að Straumi-Burðarási verði skipt upp. Hinir kostirnir eru samvinna fylkinga, sem ekki hafa starfað saman, eða yfirtaka annars aðila á hlut hins.

Með kaupunum breikkar hluthafahópur FL Group með aðkomu Magnúsar og Kristins. Viðræður um kaup tóku skamman tíma eftir að Þórður Már Jóhannesson, fyrrum forstjóri Straums, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, höfðu lagt á ráðin um viðskiptin. Líklegt er að Björgólfur, ásamt Jóni Ásgeiri muni leita leiða til framtíðarlausnar fyrir Straum og vilji forðast átök sem líkleg væru til að skaða fjárfestingu þeirra beggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×