Erlent

Samkynhneigð ekki lengur geðveiki

Pentagon hefur loks viðurkennt að samkynhneigð flokkist ekki undir geðveiki.
Pentagon hefur loks viðurkennt að samkynhneigð flokkist ekki undir geðveiki.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hyggst nú breyta umdeildri reglugerð þar sem samkynhneigð er skráð á lista yfir "geðræna erfiðleika". Samkynhneigðir mega eftir sem áður ekki vera í bandaríska hernum en á síðasta ári voru 726 hermenn reknir úr hernum af þessari ástæðu.

Heryfirvöldum hefur hins vegar verið óheimilt að spyrja hermenn út í kynhneigð sína frá árinu 1993.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×