Innlent

Mannleg mistök bílstjóra

Það voru mannleg mistök flutningabílstjóra sem urðu til þess að ediksýru var dælt í klórgeymi sundlaugarinnar á Eskifirði í stað klórs í fyrradag, að sögn Þorsteins Ólafssonar, forstöðumanns heildsöludeildar Olís. Bílstjóri á vegum fyrirtækisins var að ferma bíl sinn með klóri til flutninga í sundlaugina en tók ediksýru fyrir misgáning. Hann dældi henni síðan óafvitandi á klórgeymi sundlaugarinnar.

"Við erum að átta okkur á því hvað hefur farið úrskeiðis og hvers vegna. Það er númer eitt hjá okkur að sjá til þess að svona lagað gerist ekki aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×