Erlent

Á þriðja tug palestínskra ráðherra og þingmanna í haldi

Ísraelskir hermenn fögnuðu áður en þeir héldu inn á Gaza í gær.
Ísraelskir hermenn fögnuðu áður en þeir héldu inn á Gaza í gær. MYND/AP

Spennan eykst enn fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelskar hersveitir handtóku 20 þingmenn Hamas og 8 ráðherra samtakanna í morgun og í gærkvöld. Skriðdrekar Ísraelshers eru nú í röðum við landamærin á norðurhluta Gaza-svæðisins. Loftárásir Ísraela á Gaza síðan í gær hafa skemmt ýmis mannvirki en hafa ekki enn valdið neinum meiðslum á fólki.

Skriðdrekar Ísraelshers eru nú í röðum við landamærin á norðurhluta Gaza-svæðisins. Heimildarmaður BBC úr röðum Palestínumanna heldur því fram að þeir séu þegar komnir yfir landamærin. Þúsundir landgönguliða fóru hins vegar inn á suðurhluta Gaza í gærkvöldi. Þá fannst lík ísraelsks pilts á Vesturbakkanum í gærkvöld og hafa samtök herskárra Palestínumanna lýst yfir ábyrgð á dauða hans.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í gærkvöld yfir miklum áhyggjum af ástandinu. Aðgerðir Ísraelshers eru tilkomnar til að fá hermann úr þeirra röðum lausan úr haldi Palestínumanna en honum var rænt um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×