Innkaupasamlag gegn háu lyfjaverði 29. júní 2006 07:30 Misbrestur á ódýrari samheitalyfjum Frumheitalyfin hafa lækkað verulega í verði, að mati heilbrigðisráðherra, en misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu flutt inn. Markaðurinn virðist því ekki hafa skilað lægra verði. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið sé með það til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heilbrigðisstofnunum. Þetta yrði gert til að vinna gegn háu lyfjaverði. Ráðherra hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem stofnunin er beðin um að brýna fyrir lyfjafræðingum að upplýsa sjúklinga um ódýrari samheitalyf, sé verðmunur frumlyfja og samheitalyfja meiri en fimm prósent. Jafnframt er stofnunin beðin um að ítreka "þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lyfjalögum til að knýja á um úrbætur, sé ástæða til að mati stofnunarinnar, svo sem að veita áminningu sem getur verið undanfari leyfissviptingar," eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins. Lyfjaverðskönnun ASÍ sýndi nýlega að lyfjaverð er hátt á Íslandi og að lyfjafræðingar hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum láti undir höfuð leggjast að benda á ódýrari samheitalyf sem hafa sömu virkni og eru jafngóð og frumlyfin en bara ódýrari. "Frumlyfin hafa lækkað verulega með samningum við þá sem selja frumlyfin en takmarkað magn af samheitalyfjum er flutt inn. Misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu hér á markaði," segir Siv og hefur efasemdir um árangur markaðslögmálanna við að ná niður lyfjaverði. "Þegar maður horfir á muninn á verði lyfja hér og erlendis þá virðist markaðurinn ekki hafa skilað lægra verði. Það er mjög sérstök staða að þurfa að fara að flytja inn lyf með innkaupasamlagi en hugsanlega eina svarið miðað við þá stöðu sem við erum í í dag," segir hún. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að sér lítist ekkert á það að ríkið setji upp innkaupasamlag. Ríkið ætti að kanna hvort markaðurinn hafi brugðist, velta fyrir sér hvers vegna ef svo reynist vera og hvaða úrræði séu þá til staðar. "Ég fæ ekki séð af hverju ríkið ætti að geta gert þetta betur en einhver annar," segir hann og bætir við að lyfjaverð á frumlyfjum sé orðið lægra hér en í Danmörku. Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, mótmælir því harðlega að lyfjafræðingar standi sig ekki í stykkinu við að benda á ódýrari samheitalyf. Það komi berlega í ljós í könnun ASÍ. Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið sé með það til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heilbrigðisstofnunum. Þetta yrði gert til að vinna gegn háu lyfjaverði. Ráðherra hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem stofnunin er beðin um að brýna fyrir lyfjafræðingum að upplýsa sjúklinga um ódýrari samheitalyf, sé verðmunur frumlyfja og samheitalyfja meiri en fimm prósent. Jafnframt er stofnunin beðin um að ítreka "þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lyfjalögum til að knýja á um úrbætur, sé ástæða til að mati stofnunarinnar, svo sem að veita áminningu sem getur verið undanfari leyfissviptingar," eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins. Lyfjaverðskönnun ASÍ sýndi nýlega að lyfjaverð er hátt á Íslandi og að lyfjafræðingar hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum láti undir höfuð leggjast að benda á ódýrari samheitalyf sem hafa sömu virkni og eru jafngóð og frumlyfin en bara ódýrari. "Frumlyfin hafa lækkað verulega með samningum við þá sem selja frumlyfin en takmarkað magn af samheitalyfjum er flutt inn. Misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu hér á markaði," segir Siv og hefur efasemdir um árangur markaðslögmálanna við að ná niður lyfjaverði. "Þegar maður horfir á muninn á verði lyfja hér og erlendis þá virðist markaðurinn ekki hafa skilað lægra verði. Það er mjög sérstök staða að þurfa að fara að flytja inn lyf með innkaupasamlagi en hugsanlega eina svarið miðað við þá stöðu sem við erum í í dag," segir hún. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að sér lítist ekkert á það að ríkið setji upp innkaupasamlag. Ríkið ætti að kanna hvort markaðurinn hafi brugðist, velta fyrir sér hvers vegna ef svo reynist vera og hvaða úrræði séu þá til staðar. "Ég fæ ekki séð af hverju ríkið ætti að geta gert þetta betur en einhver annar," segir hann og bætir við að lyfjaverð á frumlyfjum sé orðið lægra hér en í Danmörku. Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, mótmælir því harðlega að lyfjafræðingar standi sig ekki í stykkinu við að benda á ódýrari samheitalyf. Það komi berlega í ljós í könnun ASÍ.
Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira