Fleiri fréttir Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. 10.6.2006 11:30 Ráðist á 17 ára ungling á Eiðistorgi Ráðist var á 17 ára ungling á Eiðistorgi um klukkan eitt í nótt og hann laminn og sparkað í höfuð hans. Hann var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Árásarmaðurinn, sem er tvítugur, er í haldi lögreglu. 10.6.2006 11:15 Þingmenn stjórnarflokkanna í viðbragðsstöðu Þingmenn stjórnarflokkana hafa verið beðnir um að vera í viðbragðsstöðu til þess að geta í skyndi komið á þingflokksfundi vegna breytinga á ríkisstjórninni. 10.6.2006 11:00 Rýma þurfti íbúðarhús vegna bruna í Keflavík Slökkviliðsmenn börðust við eld í Hjólbarðaverkstæði í Keflavík í nótt. Rýma þurfti íbúðarhús vegna brunans. 10.6.2006 10:39 Eldur logar í dekkjaverkstæði í Keflavík Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í dekkjaverkstæði í Keflavík. Í húsinu er nokkuð magn dekkja en þar er einnig smurstöð. Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist eldurinn eitthvað vera í rénun en slökkvistarf er enn í fullum gangi. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt slökkviliðinu í Hafnarfirði og frá Keflavíkurflugvelli vinna að slökkvistarfinu. 9.6.2006 23:57 Mannfall á Gaza-svæðinu Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. 9.6.2006 23:00 Einn hefur lýst yfir framboði í stjórn Framsóknarflokksins Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, tilkynnti á miðstjórnarfundi flokksins í dag að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til ritara Framsóknarflokksins. Hann er sá eini sem hefur gefið út að hann ætli að bjóða sig fram í stjórn Framsóknarflokksins. Kosið verður um nýja stjórn á flokksþingi í ágúst. 9.6.2006 22:41 Mörgæsabolti í Suður-Kóreu HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig. Sædýrasafn í Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi. Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara. 9.6.2006 22:32 Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. 9.6.2006 22:30 Fannst látinn í morgun Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í vikunni fannst látinn í morgun. Lögreglan lýsti eftir manninum, Hauki Frey Ágústssyni, á miðvikudaginn. Ekkert hafði þá spurst til hans síðan 1. júní. Lögreglan rannsakar nú lát Hauks. 9.6.2006 21:27 Suu Kyi hugsanlega veik Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest. 9.6.2006 21:23 Landhelgisgæslan stendur veiðiþjófa að verki Eftirlitsflugvélin Syn var í flugi yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í dag þegar áhöfnin stóð flutningaskip að því að þjónusta sjóræningjaskipið Carmen. Flutningaskipið heitir Polestar og er skráð í Panama sem frystiskip. 9.6.2006 19:00 Ekki nógu vel staðið að björguninni Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa segir ekki nægilega vel hafa verið staðið að björgunaraðgerðum á Viðeyjarsundi í september, þegar skemmtibáturinn Harpa fórst með þeim afleiðingum að tveir létust. Hann segir brýnt að samræma fjarskiptabúnað leitar-, björgunar- og stjórnunaraðila. 9.6.2006 18:45 Fækkun í rjúpnastofninum Talningar Náttúrufræðistofnunar Íslands í vor sýna fækkun á rjúpum. Sums staðar kom fram kyrrstaða og aukning mældist á Austurlandi en að meðaltali sýna talningar 12% fækkun frá síðasta ári. Ástand stofnsins er því ekki í samræmi við væntingar eftir tveggja ára uppsveiflu. Fækkunin nú kemur jafnt fram á friðaða svæðinu á Suðurlandi og á þeim svæðum þar sem rjúpnaveiðar hófust að nýju síðasta haust eftir tveggja ára hlé. 9.6.2006 18:00 Jónas Garðarsson segir af sér sem formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Tilkynning hefur borist frá Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnarmanni í Sjómannasambandi Íslands, um að hann muni draga sig út úr öllum trúnaðarstörfum fyrir SR og SÍ. Ástæðuna segir hann vera að koma í veg fyrir að persónuleg mál hans í kjölfar sjóslyssins þann 10. september síðastliðinn trufli hagsmunabaráttu sjómanna. 9.6.2006 16:54 Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hófst með stóryrtri ræðu Halldórs Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir á Hótel Sögu. Fundur hófst klukkan fjögur með ræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Halldór sagði að sátt væri um að flokksþing verði haldið seinni hluta ágúst mánaðar. Tillaga þess efnis hefði stuðning hans, varaformannsins, framkvæmdarstjórnar flokksins og þingflokksins. Halldór sagði misklíð innan flokksins hafa verið erfið en framsóknarmenn kæmu þó sterkari út úr þeim átökum. 9.6.2006 16:16 Landhelgisgæslan semur við Air Lift um leigu á þyrlu Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG undirrituðu í dag samning við forsvarsmenn fyrirtækisins Air Lift, þá Bjarne Slapgard framkvæmdastjóra og Erlend Folstad markaðsstjóra, um leigu á Super Puma þyrlu frá og með 1. október næstkomandi. 9.6.2006 16:12 Watching the World go by 9.6.2006 16:06 Fróði gefur út blað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fróði hafa gert með sér samning um dreifingu á tímariti í flugstöðinni. Tímaritið verður afþreyingar- og auglýsingatímarit með ferðatengdu efni. Áætlað er að tímaritið komi út annan hvern mánuð og mun fyrsta tölublaðið koma út í júlí. 9.6.2006 16:00 Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. 9.6.2006 16:00 TM semur við SOS um neyðarþjónustu Tryggingamiðstöðin hefur samið við SOS International í Danmörku um neyðarþjónustu við korthafa VISA Ísland. Auk þess hefur TM samið við SOS um neyðarþjónustu við handahafa Fjölskyldutrygginga og stakra ferðatrygginga hjá TM. Símtöl sem berast Europe Assistant, fyrri neyðarþjónustu TM, verða send á SOS í Danmörku eftir 1. júlí. 9.6.2006 15:45 Metár hjá Nordjobb hér á landi Aldrei hafa jafn margir komið til Íslands á vegum Nordjobb verkefnisins. 140 einstaklingar koma hingað til lands til vinnu í sumar og er þetta því metár hjá Nordjobb. Til samanburðar voru 96 norrænir starfsmenn hér á landi í fyrra á vegum Nordjobb. 9.6.2006 15:29 Samnýta upplýsingar úr læknisvottorði Tilraunaverkefni um samnýtingu upplýsinga úr læknisvottorði vegna krabbameinssjúklinga hófst um síðustu mánaðamót. Um er að ræða samvinnuverkefni Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.6.2006 15:22 Flestar hálendisleiðir enn lokaðar Flestar hálendisleiðir er enn lokaðar allri umferð á meðan frost er að fara úr jörð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er búið að opna leiðina frá Sigöldu í Landmannalaugar, um Hólsand frá Grímsstöðum í Ásbyrgi og frá Kelduhverfi að Hljóðaklettum. 9.6.2006 15:15 Sorg á sjómannadaginn á Akureyri Sjómannadagurinn á Akureyri verður með öðru sniði í ár en verið hefur. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í skugga sjóslyssins sem varð þann 27. maí síðastliðinn þegar eldur kviknaði um borð í Akureyrinni með þeim afleiðingum að tveir létust. 9.6.2006 15:00 Baltic State Summit 9.6.2006 14:38 Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. 9.6.2006 14:00 272 milljóna króna tap af rekstri Byggðastofnunar Tvö hundruð sjötíu og tveggja milljóna króna tap varð af rekstri Byggðastofnunar á síðasta ári og minnkaði um rúmar hundrað milljónir frá árinu 2004. Þetta kemur fram í nýrri árssýrslu stofnunarinnar. 9.6.2006 13:49 OR kaupir fjórar vatnsveitur af Borgarfjarðarsveit Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Borgarfjarðarsveit um kaup á fjórum vatnsveitum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé ræða veitur á Hvanneyri, í Bæjarsveit, á Kleppjárnsreykjum og í Reykholti. 9.6.2006 13:15 Þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum orkusamninga Það þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum fjárfestingar við Kárahnjúkavirkjun og því er mikilvægt að aflétta trúnaði af orkusölusamningi við Alcoa. Þetta segir Helgi Hjörvar, þingmaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem ætlar að leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. 9.6.2006 13:00 Bóluefni líklega skráð hér á landi um áramót Nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini verður að öllum líkindum skráð hér á landi um næstu áramót. Bóluefnið getur haft mikla þýðingu fyrir konur framtíðarinnar. 9.6.2006 12:45 Kaup Baugs á House of Fraiser að óbreyttu í höfn Kaup Baugs á bresku verslanakeðjunni House of Fraser eru að öllu óbreyttu í höfn, eftir að stjórn verslanakeðjunnar samþykkti í morgun yfirtökutilboð Baugs upp á 50 milljarða króna. 9.6.2006 12:30 Sátt felur ekki í sér afsögn Guðna Sátt sem formaður og varaformaður Framsóknarflokksins gerðu í gærkvöld felur ekki í sér að Guðni Ágústsson segi af sér æðstu embættum í flokknum. Flokksþing verður í þriðju viku ágústmánaðar. 9.6.2006 12:15 Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. 9.6.2006 12:00 Newborn Seal at the Zoo 9.6.2006 11:51 Swimming in Iceland 9.6.2006 11:31 Ágústsson and Ásgrímsson make peace 9.6.2006 11:20 Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu. 9.6.2006 11:15 No More Alcoa Secrets 9.6.2006 11:07 Taka undir hugmyndir um Lyfjastofnun ríkisins Neytendendasamtökin taka undir hugmyndir landlæknis um að nauðsynlegt geti reynst að stofna á nýjan leik Lyfjaverslun ríkisins til að ná niður lyfjaverði hér á landi. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að það sé óþolandi að íslensk lyfsölufyrirtæki geti ekki boðið neytendum upp á sambærilegt verð á lyfjum og í nágrannalöndunum og að íslensk stjórnvöld verði þess vegna að grípa til aðgerða. 9.6.2006 11:00 Hafnar kröfu um bætur frá ríkinu vegna árásar á Litla-Hrauni Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, oftast kenndum við Vatnsberann, um bætur frá íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni fyrir þremur árum. 9.6.2006 10:45 Ökutækjabann í Bagdad Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld. 9.6.2006 10:30 Gripnir með stolna fartölvu Tveir grunsamlegir menn vopru gripnir glóðvolglir með fartölvu í fórum sínum í vesturborginni undir morgun og taldi lögreglan sig vera búna að finna þjófa, sem skömmmu áður höfðu brotist inn i fasteignasölu í miðborginni og stolið þaðan fartölvu. Mennirnir reyndust hinsvegar blá saklausir af því, en þó ekki saklausir eftir allt, því tölvan reyndist vera úr íbúð í vesturborginni, þar sem þeir höfðu brotist inn og stolið henni. 9.6.2006 10:00 Segir fullum sáttum náð í deilu innan Framsóknar Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við NFS að þeir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, hafi náð fullum sáttum á fundi þeirra í gærkvöld; handtakið sem sjá má á forsíðu Morgunblaðsins hafi verið traust. 9.6.2006 09:48 Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. 9.6.2006 09:45 Sjá næstu 50 fréttir
Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. 10.6.2006 11:30
Ráðist á 17 ára ungling á Eiðistorgi Ráðist var á 17 ára ungling á Eiðistorgi um klukkan eitt í nótt og hann laminn og sparkað í höfuð hans. Hann var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Árásarmaðurinn, sem er tvítugur, er í haldi lögreglu. 10.6.2006 11:15
Þingmenn stjórnarflokkanna í viðbragðsstöðu Þingmenn stjórnarflokkana hafa verið beðnir um að vera í viðbragðsstöðu til þess að geta í skyndi komið á þingflokksfundi vegna breytinga á ríkisstjórninni. 10.6.2006 11:00
Rýma þurfti íbúðarhús vegna bruna í Keflavík Slökkviliðsmenn börðust við eld í Hjólbarðaverkstæði í Keflavík í nótt. Rýma þurfti íbúðarhús vegna brunans. 10.6.2006 10:39
Eldur logar í dekkjaverkstæði í Keflavík Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í dekkjaverkstæði í Keflavík. Í húsinu er nokkuð magn dekkja en þar er einnig smurstöð. Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist eldurinn eitthvað vera í rénun en slökkvistarf er enn í fullum gangi. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt slökkviliðinu í Hafnarfirði og frá Keflavíkurflugvelli vinna að slökkvistarfinu. 9.6.2006 23:57
Mannfall á Gaza-svæðinu Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. 9.6.2006 23:00
Einn hefur lýst yfir framboði í stjórn Framsóknarflokksins Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, tilkynnti á miðstjórnarfundi flokksins í dag að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til ritara Framsóknarflokksins. Hann er sá eini sem hefur gefið út að hann ætli að bjóða sig fram í stjórn Framsóknarflokksins. Kosið verður um nýja stjórn á flokksþingi í ágúst. 9.6.2006 22:41
Mörgæsabolti í Suður-Kóreu HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig. Sædýrasafn í Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi. Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara. 9.6.2006 22:32
Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. 9.6.2006 22:30
Fannst látinn í morgun Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í vikunni fannst látinn í morgun. Lögreglan lýsti eftir manninum, Hauki Frey Ágústssyni, á miðvikudaginn. Ekkert hafði þá spurst til hans síðan 1. júní. Lögreglan rannsakar nú lát Hauks. 9.6.2006 21:27
Suu Kyi hugsanlega veik Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest. 9.6.2006 21:23
Landhelgisgæslan stendur veiðiþjófa að verki Eftirlitsflugvélin Syn var í flugi yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í dag þegar áhöfnin stóð flutningaskip að því að þjónusta sjóræningjaskipið Carmen. Flutningaskipið heitir Polestar og er skráð í Panama sem frystiskip. 9.6.2006 19:00
Ekki nógu vel staðið að björguninni Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa segir ekki nægilega vel hafa verið staðið að björgunaraðgerðum á Viðeyjarsundi í september, þegar skemmtibáturinn Harpa fórst með þeim afleiðingum að tveir létust. Hann segir brýnt að samræma fjarskiptabúnað leitar-, björgunar- og stjórnunaraðila. 9.6.2006 18:45
Fækkun í rjúpnastofninum Talningar Náttúrufræðistofnunar Íslands í vor sýna fækkun á rjúpum. Sums staðar kom fram kyrrstaða og aukning mældist á Austurlandi en að meðaltali sýna talningar 12% fækkun frá síðasta ári. Ástand stofnsins er því ekki í samræmi við væntingar eftir tveggja ára uppsveiflu. Fækkunin nú kemur jafnt fram á friðaða svæðinu á Suðurlandi og á þeim svæðum þar sem rjúpnaveiðar hófust að nýju síðasta haust eftir tveggja ára hlé. 9.6.2006 18:00
Jónas Garðarsson segir af sér sem formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Tilkynning hefur borist frá Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnarmanni í Sjómannasambandi Íslands, um að hann muni draga sig út úr öllum trúnaðarstörfum fyrir SR og SÍ. Ástæðuna segir hann vera að koma í veg fyrir að persónuleg mál hans í kjölfar sjóslyssins þann 10. september síðastliðinn trufli hagsmunabaráttu sjómanna. 9.6.2006 16:54
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hófst með stóryrtri ræðu Halldórs Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir á Hótel Sögu. Fundur hófst klukkan fjögur með ræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Halldór sagði að sátt væri um að flokksþing verði haldið seinni hluta ágúst mánaðar. Tillaga þess efnis hefði stuðning hans, varaformannsins, framkvæmdarstjórnar flokksins og þingflokksins. Halldór sagði misklíð innan flokksins hafa verið erfið en framsóknarmenn kæmu þó sterkari út úr þeim átökum. 9.6.2006 16:16
Landhelgisgæslan semur við Air Lift um leigu á þyrlu Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG undirrituðu í dag samning við forsvarsmenn fyrirtækisins Air Lift, þá Bjarne Slapgard framkvæmdastjóra og Erlend Folstad markaðsstjóra, um leigu á Super Puma þyrlu frá og með 1. október næstkomandi. 9.6.2006 16:12
Fróði gefur út blað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fróði hafa gert með sér samning um dreifingu á tímariti í flugstöðinni. Tímaritið verður afþreyingar- og auglýsingatímarit með ferðatengdu efni. Áætlað er að tímaritið komi út annan hvern mánuð og mun fyrsta tölublaðið koma út í júlí. 9.6.2006 16:00
Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. 9.6.2006 16:00
TM semur við SOS um neyðarþjónustu Tryggingamiðstöðin hefur samið við SOS International í Danmörku um neyðarþjónustu við korthafa VISA Ísland. Auk þess hefur TM samið við SOS um neyðarþjónustu við handahafa Fjölskyldutrygginga og stakra ferðatrygginga hjá TM. Símtöl sem berast Europe Assistant, fyrri neyðarþjónustu TM, verða send á SOS í Danmörku eftir 1. júlí. 9.6.2006 15:45
Metár hjá Nordjobb hér á landi Aldrei hafa jafn margir komið til Íslands á vegum Nordjobb verkefnisins. 140 einstaklingar koma hingað til lands til vinnu í sumar og er þetta því metár hjá Nordjobb. Til samanburðar voru 96 norrænir starfsmenn hér á landi í fyrra á vegum Nordjobb. 9.6.2006 15:29
Samnýta upplýsingar úr læknisvottorði Tilraunaverkefni um samnýtingu upplýsinga úr læknisvottorði vegna krabbameinssjúklinga hófst um síðustu mánaðamót. Um er að ræða samvinnuverkefni Tryggingastofnunar ríkisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.6.2006 15:22
Flestar hálendisleiðir enn lokaðar Flestar hálendisleiðir er enn lokaðar allri umferð á meðan frost er að fara úr jörð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er búið að opna leiðina frá Sigöldu í Landmannalaugar, um Hólsand frá Grímsstöðum í Ásbyrgi og frá Kelduhverfi að Hljóðaklettum. 9.6.2006 15:15
Sorg á sjómannadaginn á Akureyri Sjómannadagurinn á Akureyri verður með öðru sniði í ár en verið hefur. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í skugga sjóslyssins sem varð þann 27. maí síðastliðinn þegar eldur kviknaði um borð í Akureyrinni með þeim afleiðingum að tveir létust. 9.6.2006 15:00
Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. 9.6.2006 14:00
272 milljóna króna tap af rekstri Byggðastofnunar Tvö hundruð sjötíu og tveggja milljóna króna tap varð af rekstri Byggðastofnunar á síðasta ári og minnkaði um rúmar hundrað milljónir frá árinu 2004. Þetta kemur fram í nýrri árssýrslu stofnunarinnar. 9.6.2006 13:49
OR kaupir fjórar vatnsveitur af Borgarfjarðarsveit Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Borgarfjarðarsveit um kaup á fjórum vatnsveitum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé ræða veitur á Hvanneyri, í Bæjarsveit, á Kleppjárnsreykjum og í Reykholti. 9.6.2006 13:15
Þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum orkusamninga Það þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum fjárfestingar við Kárahnjúkavirkjun og því er mikilvægt að aflétta trúnaði af orkusölusamningi við Alcoa. Þetta segir Helgi Hjörvar, þingmaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem ætlar að leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. 9.6.2006 13:00
Bóluefni líklega skráð hér á landi um áramót Nýtt bóluefni gegn leghálskrabbameini verður að öllum líkindum skráð hér á landi um næstu áramót. Bóluefnið getur haft mikla þýðingu fyrir konur framtíðarinnar. 9.6.2006 12:45
Kaup Baugs á House of Fraiser að óbreyttu í höfn Kaup Baugs á bresku verslanakeðjunni House of Fraser eru að öllu óbreyttu í höfn, eftir að stjórn verslanakeðjunnar samþykkti í morgun yfirtökutilboð Baugs upp á 50 milljarða króna. 9.6.2006 12:30
Sátt felur ekki í sér afsögn Guðna Sátt sem formaður og varaformaður Framsóknarflokksins gerðu í gærkvöld felur ekki í sér að Guðni Ágústsson segi af sér æðstu embættum í flokknum. Flokksþing verður í þriðju viku ágústmánaðar. 9.6.2006 12:15
Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. 9.6.2006 12:00
Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu. 9.6.2006 11:15
Taka undir hugmyndir um Lyfjastofnun ríkisins Neytendendasamtökin taka undir hugmyndir landlæknis um að nauðsynlegt geti reynst að stofna á nýjan leik Lyfjaverslun ríkisins til að ná niður lyfjaverði hér á landi. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að það sé óþolandi að íslensk lyfsölufyrirtæki geti ekki boðið neytendum upp á sambærilegt verð á lyfjum og í nágrannalöndunum og að íslensk stjórnvöld verði þess vegna að grípa til aðgerða. 9.6.2006 11:00
Hafnar kröfu um bætur frá ríkinu vegna árásar á Litla-Hrauni Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, oftast kenndum við Vatnsberann, um bætur frá íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni fyrir þremur árum. 9.6.2006 10:45
Ökutækjabann í Bagdad Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld. 9.6.2006 10:30
Gripnir með stolna fartölvu Tveir grunsamlegir menn vopru gripnir glóðvolglir með fartölvu í fórum sínum í vesturborginni undir morgun og taldi lögreglan sig vera búna að finna þjófa, sem skömmmu áður höfðu brotist inn i fasteignasölu í miðborginni og stolið þaðan fartölvu. Mennirnir reyndust hinsvegar blá saklausir af því, en þó ekki saklausir eftir allt, því tölvan reyndist vera úr íbúð í vesturborginni, þar sem þeir höfðu brotist inn og stolið henni. 9.6.2006 10:00
Segir fullum sáttum náð í deilu innan Framsóknar Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við NFS að þeir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, hafi náð fullum sáttum á fundi þeirra í gærkvöld; handtakið sem sjá má á forsíðu Morgunblaðsins hafi verið traust. 9.6.2006 09:48
Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. 9.6.2006 09:45