Fleiri fréttir Leitar tilboða í Straumsbréf Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað að leita eftir tilboðum í fimm prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási. Miðað við gengi Straums í gær er virði hlutarins tæpir tíu milljarðar króna. 30.6.2006 05:15 Myrtir vegna Tétsníu Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur staðfest að fjórir sendiráðsstarfsmenn Rússlands í Írak hafi verið myrtir af lítt þekktum hópi uppreisnarmanna sem talinn er tengjast al-Kaída-hryðjuverkanetinu. 30.6.2006 05:00 Fjallar um hlýnun jarðar Bandaríkjanna samþykkti á mánudag að taka til meðferðar mál, sem snýst um það hvort ríkisstjórn Bandaríkjanna beri skylda til að setja hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda. 30.6.2006 04:45 Ingimundur nýr bankastjóri Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað Ingimund Friðriksson í stöðu seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann hefur gegnt stöðu aðstoðarbankastjóra Seðlabankans frá árinu 1994. Ingimundur er fæddur 17. febrúar 1950 og hefur lokið MA-prófi í þjóðhagfræði. 30.6.2006 04:30 Skila tillögum fyrir áramót Fundur skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu meirihluta ráðsins, um stofnun sérstaks starfshóps um skipulag við Laugaveg. 30.6.2006 04:30 Allt að 356 prósenta munur á grænmetisverði Allt að 356 prósenta verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100 prósenta munur í 27 tilvikum. 29.6.2006 23:15 World Class hyggur á landvinninga í Danmörku Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót. 29.6.2006 23:04 Ísraelar handtaka palestínska þingmenn og ráðherra Spenna magnast enn á herteknu svæðunum eftir að Ísraelar handtóku fjölda palestínskra þingmanna og ráðherra. Ráðherrar sem ekki eru í höndum Ísraela hafa farið í felur. Eitt fórnarlamb átakanna var jarðsett í dag. Það var átján ára landnemi, sem palestínskir byssumenn rændu og skutu til bana. Enn er óvíst um afdrif ísraelska hermannsins sem var tekinn á sunnudag. Noam Shalit, father of kidnapped Israeli soldier, Corporal Gilad Shalit: "In this kind of situation time is crucial and every minute that passes is against us and Gilad." Ísraelskur her, grár fyrir járnum, er kominn inn á Gaza svæðið. Í gær og í nótt tóku Ísraelar átta ráðherra Hamas stjórnarinnar í Palestínu höndum, um 20 þingmenn og nærri sextíu aðra embættismenn. Aðrir ráðherrar eru í felum og stjórn Palestínu er nú óstarfhæf. (Arabic) Nasser Shaer, Palestinian deputy prime minister: (14.30) "There is a real disaster in Gaza now. In addition to the security disaster, tens or even hundreds of tanks and aeroplanes are shelling and destroying the power station which provides electricity for Gaza. This is not an action to eradicate terrorism, but a siege hurting the Palestinian people." Ísraelskar herflugvélar skutu í dag á bíl í Gazaborg, sem í voru palestínskir byssumenn. Þeir sluppu en ungur drengur meiddist. 29.6.2006 20:01 Vonast eftir íslenskri leyniþjónustu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vonast til að hægt verði að ræða á næsta þingi frumvarp um stofnun þjóðaröryggisdeildar - eins konar leyniþjónustu. Þetta er í samræmi við ráðgjöf evrópskra sérfræðinga sem telja að þetta ætti að vera 25-30 manna deild með víðtækar heimildir til hlerana, eftirlits og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni gegn hryðjuverkum. 29.6.2006 19:54 Nýtt megrunarlyf á markað Stefnt er að því að setja nýtt megrunarlyf á markað hér á landi í haust. Um er að ræða töflu sem þarf að taka daglega og er talin geta lækkað líkamsþyngd fólks um einn tíunda. 29.6.2006 19:49 Maður lét lífið í hagli Einn maður lét lífið og rúmlega hundrað manns slösuðust þegar mikil haglél féllu í Suðvestur-Þýskalandi. Haglið var á stærð við tennisbolta og olli miklum skemmdum á bílum og húsum. Bóndi á sjötugsaldri drukknaði þegar hann var að reka kýr inn í hús. Hann lenti í flóði þegar lækjarspræna varð að stórfljóti á augabragði. Talið er að tjón á mannvirkjum nemi hundruðum milljóna króna. 29.6.2006 19:44 Heimsótti vin sinn haförninn Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Grundfirðingurinn ungi sem bjargaði haferni frá bráðum bana í fyrradag, kom í bæinn í dag til að heimsækja fiðraðan vin sinn en honum hefur hún gefið nafnið Sigurörn. 29.6.2006 19:36 Varað við grjóthruni í Óshlíð Vegagerðin biður þá sem aka um Óshlíð á Vestfjörðum að fara með aðgát þar sem búast má við grjóthruni úr hlíðinni. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og með henni eykst hættan á grjóthruni. 29.6.2006 17:16 Varaforsætisráðherra heimastjórnarinnar í haldi Ísraelskar herþyrlur skutu flugskeyti að bíl herskárra Palestínumanna í Gaza-borg í dag. Vitni segja að flugskeytið hafi þó geigað. Ísraelar hafa handtekið ráðherra og þingmenn Hamas-samtakanna til að knýja um að nítján ára ísraelskum hermanni, Gilad Shalit, verði sleppt úr haldi herskárra Palestínumanna. Meðal þeirra ráðherra sem Ísarelsmenn hafa handtekið er Nasser Shaer, vara-forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni. 29.6.2006 16:15 Landsátak gegn utanvegaakstri Landsátaki gegn utanvegaakstri var ýtt úr vör í dag. Nýr umhverfisráðherra fagnar átakinu og segir utanvegaakstur brýnni málaflokk en rjúpnaveiðar. 29.6.2006 16:08 Spænsk stjórnvöld ræða við ETA Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að hefja friðarviðræður við Frelsissamtök Baska, ETA. (LUM) Zapatero, forsætisráðherra Spánar tilkynnti um þetta í dag. Hann varaði við því að viðræðurnar ættu eftir að taka langan tíma og án efa reynast erfiðar. Innanríkisráðherra landsins verður síðan falið að upplýsa þing Spánar um framgang viðræðnanna. ETA tilkynnti í mars að samtökin ætluðu að leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt. Baskar vilja stofna sjálfstætt ríki í Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkum sem ETA hefur staðið fyrir og átökum þeim tengdum. 29.6.2006 16:00 Herréttur í málum Guantanamo-fanga ólöglegur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi ekki vald til að láta herrétt taka fyrir mál gegn meintun hryðjuverkamönnum. Rétturinn segir þá ákvörðun brjóta gegn Genfar-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga. 29.6.2006 15:45 Pulling a fast one 29.6.2006 14:20 Tveir enn á sjúkrahúsi eftir mengunarslysið á Eskifirði Tveir liggja enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir mengunarslysið á Eskifirði í fyrradag. Annar þeirra er á gjörgæsludeild en seinna í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði útskrifaður af gjörgæslu. 29.6.2006 13:37 Bónus með besta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem ASÍ gerði á dögunum, en í meirihluta tilfella var aðeins einnar krónu munur á lægsta verði Bónuss og verði í Krónunni. Mikið vantaði upp á að vöruverð væri nógu vel merkt í sumum búðanna. 29.6.2006 13:12 Hamingjan sanna er á Hólmavík Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta fólk í heimi og Hólmvíkingar eru hamingjusömustu Íslendingarnir. 29.6.2006 13:08 Búið að opna Sprengisand Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður. 29.6.2006 12:45 Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum. 29.6.2006 12:30 Guðni enn óákveðinn um formannsframboð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins. 29.6.2006 12:30 Þreyttir á skerðingu afla Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða. 29.6.2006 12:15 Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 29.6.2006 12:15 Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag. 29.6.2006 12:03 Færð á vegum Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km. 29.6.2006 11:32 Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini. 29.6.2006 11:21 Seagulls Compared to Rats 29.6.2006 10:37 Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag. 29.6.2006 10:35 Jafnaðarmenn berjast gegn mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skora á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í gær að lögð yrði áhersla á að mansal feli í sér alvarleg brot á mannréttindum. Vísað var í tillögunni til nokkurra aðgerða sem hægt er að grípa til, þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals. 29.6.2006 10:30 One Person In Critical Condition 29.6.2006 10:29 Fighter Jets from Keflavík to England 29.6.2006 10:04 Ölvaður ökumaður tekur til fótanna Ölvaður ökumaður brást með þeim óvenjulega hætti við óvæntum blikkljósum lögreglubíls í Reykjavík í nótt, að hann snarstansaði bílinn, stök út úr honum, læsti honum og tók svo til fótanna. Hann uggði ekki að þeim aðstæðum að lögrelgumennirnir gátu ekið á eftir honum í rólegheitum þar til þeim leiddist þófið, stukku út úr lögreglubílnum og hlupu hann uppi. 29.6.2006 09:45 Faglærðir mótmæla í dag Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mun mótmæla fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundar þar með fulltrúum ríkisins. Háskólamenntað starfsfólk krefst sömu launa og fólk hefur í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum, en starfsmenn sveitarfélaganna eru oft með 25 þúsund krónum hærri laun en ríkisstarfsmennirnir. 29.6.2006 09:30 Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir að búa í dýrasta landi í heimi, en fast á hæla okkur fylgja hinir síglöðu Ástralir. 29.6.2006 09:15 Ferð Discovery frestað Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu. 29.6.2006 09:00 Samkynhneigð ekki lengur geðveiki Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hyggst nú breyta umdeildri reglugerð þar sem samkynhneigð er skráð á lista yfir "geðræna erfiðleika". Samkynhneigðir mega eftir sem áður ekki vera í bandaríska hernum en á síðasta ári voru 726 hermenn reknir úr hernum af þessari ástæðu. 29.6.2006 08:45 Verður að upplýsa morð stúlknanna sem fyrst Forsætisráðherra Belgíu flutti sjónvarpsávarp í gærkvöld þar sem hann sagði það vera algjört forgangsverkefni að komast til botns í máli stúlknanna tveggja sem fundust myrtar í borginni Liege í gær. Stúlkurnar, Stacy Lemmens sjö ára og Nataly Mahy tíu ára, voru stjúpsystur en þær hurfu fyrir þremur vikum. 29.6.2006 08:15 Orustuvélarnar frá Keflavík fara til Englands Flugsveit bandaríska flughersins hér á landi með fjórum F-15 orustuflugvélum og fimm björgunarþyrlum, sem formlega var lögð niður í gær, mun framvegis tilheyra fertugustu og áttundu orustusveit breska flughersins , sem hefur aðsetur á Lakenheath á Englandi. 29.6.2006 08:05 Halldór kallaði Jón fram Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins, en kosningar fara fram á flokksþingi í ágúst. 29.6.2006 08:00 Kerfi sem kannski aldrei verður notað Strætó bs. og Reykjavíkurborg hafa varið rúmum 109 milljónum króna á þremur árum í þróun svokallaðs Smartkortakerfis, sem enn bólar ekkert á. Búist er við að kostnaður við verkefnið muni verða um 130 milljónir í lok þessa árs. 29.6.2006 08:00 Gat ekki talað í sólarhring "Ég gat eiginlega ekki talað fyrr en klukkan fimm í gær," segir Jóhanna Lindbergsdóttir, sem varð fyrir klórgaseitrun í sundlauginni á Eskifirði á þriðjudag. Jóhanna varð fyrir mestri eitrun þeirra sem ekki voru fluttir á brott frá sjúkrahúsinu í Neskaupstað. 29.6.2006 07:45 Landadrykkjan drepur marga Fjörutíu og tvö þúsund Rússar deyja árlega úr neyslu heimatilbúins landa, að því er Rashid Núrgalíeff, innanríkisráðherra Rússlands, greindi frá. Hann lét einnig hafa eftir sér að drykkjusýki Rússa væri "þjóðarharmleikur," sem hefði fækkað Rússum stórlega frá falli Sovétríkjanna. Á árunum 1991 til 2001 jókst áfengisneysla í Rússlandi um fjörutíu prósent, samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 29.6.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Leitar tilboða í Straumsbréf Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað að leita eftir tilboðum í fimm prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási. Miðað við gengi Straums í gær er virði hlutarins tæpir tíu milljarðar króna. 30.6.2006 05:15
Myrtir vegna Tétsníu Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur staðfest að fjórir sendiráðsstarfsmenn Rússlands í Írak hafi verið myrtir af lítt þekktum hópi uppreisnarmanna sem talinn er tengjast al-Kaída-hryðjuverkanetinu. 30.6.2006 05:00
Fjallar um hlýnun jarðar Bandaríkjanna samþykkti á mánudag að taka til meðferðar mál, sem snýst um það hvort ríkisstjórn Bandaríkjanna beri skylda til að setja hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda. 30.6.2006 04:45
Ingimundur nýr bankastjóri Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað Ingimund Friðriksson í stöðu seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann hefur gegnt stöðu aðstoðarbankastjóra Seðlabankans frá árinu 1994. Ingimundur er fæddur 17. febrúar 1950 og hefur lokið MA-prófi í þjóðhagfræði. 30.6.2006 04:30
Skila tillögum fyrir áramót Fundur skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu meirihluta ráðsins, um stofnun sérstaks starfshóps um skipulag við Laugaveg. 30.6.2006 04:30
Allt að 356 prósenta munur á grænmetisverði Allt að 356 prósenta verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100 prósenta munur í 27 tilvikum. 29.6.2006 23:15
World Class hyggur á landvinninga í Danmörku Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót. 29.6.2006 23:04
Ísraelar handtaka palestínska þingmenn og ráðherra Spenna magnast enn á herteknu svæðunum eftir að Ísraelar handtóku fjölda palestínskra þingmanna og ráðherra. Ráðherrar sem ekki eru í höndum Ísraela hafa farið í felur. Eitt fórnarlamb átakanna var jarðsett í dag. Það var átján ára landnemi, sem palestínskir byssumenn rændu og skutu til bana. Enn er óvíst um afdrif ísraelska hermannsins sem var tekinn á sunnudag. Noam Shalit, father of kidnapped Israeli soldier, Corporal Gilad Shalit: "In this kind of situation time is crucial and every minute that passes is against us and Gilad." Ísraelskur her, grár fyrir járnum, er kominn inn á Gaza svæðið. Í gær og í nótt tóku Ísraelar átta ráðherra Hamas stjórnarinnar í Palestínu höndum, um 20 þingmenn og nærri sextíu aðra embættismenn. Aðrir ráðherrar eru í felum og stjórn Palestínu er nú óstarfhæf. (Arabic) Nasser Shaer, Palestinian deputy prime minister: (14.30) "There is a real disaster in Gaza now. In addition to the security disaster, tens or even hundreds of tanks and aeroplanes are shelling and destroying the power station which provides electricity for Gaza. This is not an action to eradicate terrorism, but a siege hurting the Palestinian people." Ísraelskar herflugvélar skutu í dag á bíl í Gazaborg, sem í voru palestínskir byssumenn. Þeir sluppu en ungur drengur meiddist. 29.6.2006 20:01
Vonast eftir íslenskri leyniþjónustu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vonast til að hægt verði að ræða á næsta þingi frumvarp um stofnun þjóðaröryggisdeildar - eins konar leyniþjónustu. Þetta er í samræmi við ráðgjöf evrópskra sérfræðinga sem telja að þetta ætti að vera 25-30 manna deild með víðtækar heimildir til hlerana, eftirlits og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni gegn hryðjuverkum. 29.6.2006 19:54
Nýtt megrunarlyf á markað Stefnt er að því að setja nýtt megrunarlyf á markað hér á landi í haust. Um er að ræða töflu sem þarf að taka daglega og er talin geta lækkað líkamsþyngd fólks um einn tíunda. 29.6.2006 19:49
Maður lét lífið í hagli Einn maður lét lífið og rúmlega hundrað manns slösuðust þegar mikil haglél féllu í Suðvestur-Þýskalandi. Haglið var á stærð við tennisbolta og olli miklum skemmdum á bílum og húsum. Bóndi á sjötugsaldri drukknaði þegar hann var að reka kýr inn í hús. Hann lenti í flóði þegar lækjarspræna varð að stórfljóti á augabragði. Talið er að tjón á mannvirkjum nemi hundruðum milljóna króna. 29.6.2006 19:44
Heimsótti vin sinn haförninn Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Grundfirðingurinn ungi sem bjargaði haferni frá bráðum bana í fyrradag, kom í bæinn í dag til að heimsækja fiðraðan vin sinn en honum hefur hún gefið nafnið Sigurörn. 29.6.2006 19:36
Varað við grjóthruni í Óshlíð Vegagerðin biður þá sem aka um Óshlíð á Vestfjörðum að fara með aðgát þar sem búast má við grjóthruni úr hlíðinni. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og með henni eykst hættan á grjóthruni. 29.6.2006 17:16
Varaforsætisráðherra heimastjórnarinnar í haldi Ísraelskar herþyrlur skutu flugskeyti að bíl herskárra Palestínumanna í Gaza-borg í dag. Vitni segja að flugskeytið hafi þó geigað. Ísraelar hafa handtekið ráðherra og þingmenn Hamas-samtakanna til að knýja um að nítján ára ísraelskum hermanni, Gilad Shalit, verði sleppt úr haldi herskárra Palestínumanna. Meðal þeirra ráðherra sem Ísarelsmenn hafa handtekið er Nasser Shaer, vara-forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni. 29.6.2006 16:15
Landsátak gegn utanvegaakstri Landsátaki gegn utanvegaakstri var ýtt úr vör í dag. Nýr umhverfisráðherra fagnar átakinu og segir utanvegaakstur brýnni málaflokk en rjúpnaveiðar. 29.6.2006 16:08
Spænsk stjórnvöld ræða við ETA Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að hefja friðarviðræður við Frelsissamtök Baska, ETA. (LUM) Zapatero, forsætisráðherra Spánar tilkynnti um þetta í dag. Hann varaði við því að viðræðurnar ættu eftir að taka langan tíma og án efa reynast erfiðar. Innanríkisráðherra landsins verður síðan falið að upplýsa þing Spánar um framgang viðræðnanna. ETA tilkynnti í mars að samtökin ætluðu að leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt. Baskar vilja stofna sjálfstætt ríki í Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkum sem ETA hefur staðið fyrir og átökum þeim tengdum. 29.6.2006 16:00
Herréttur í málum Guantanamo-fanga ólöglegur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi ekki vald til að láta herrétt taka fyrir mál gegn meintun hryðjuverkamönnum. Rétturinn segir þá ákvörðun brjóta gegn Genfar-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga. 29.6.2006 15:45
Tveir enn á sjúkrahúsi eftir mengunarslysið á Eskifirði Tveir liggja enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir mengunarslysið á Eskifirði í fyrradag. Annar þeirra er á gjörgæsludeild en seinna í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði útskrifaður af gjörgæslu. 29.6.2006 13:37
Bónus með besta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem ASÍ gerði á dögunum, en í meirihluta tilfella var aðeins einnar krónu munur á lægsta verði Bónuss og verði í Krónunni. Mikið vantaði upp á að vöruverð væri nógu vel merkt í sumum búðanna. 29.6.2006 13:12
Hamingjan sanna er á Hólmavík Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta fólk í heimi og Hólmvíkingar eru hamingjusömustu Íslendingarnir. 29.6.2006 13:08
Búið að opna Sprengisand Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður. 29.6.2006 12:45
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum. 29.6.2006 12:30
Guðni enn óákveðinn um formannsframboð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins. 29.6.2006 12:30
Þreyttir á skerðingu afla Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða. 29.6.2006 12:15
Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 29.6.2006 12:15
Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag. 29.6.2006 12:03
Færð á vegum Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km. 29.6.2006 11:32
Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini. 29.6.2006 11:21
Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag. 29.6.2006 10:35
Jafnaðarmenn berjast gegn mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skora á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í gær að lögð yrði áhersla á að mansal feli í sér alvarleg brot á mannréttindum. Vísað var í tillögunni til nokkurra aðgerða sem hægt er að grípa til, þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals. 29.6.2006 10:30
Ölvaður ökumaður tekur til fótanna Ölvaður ökumaður brást með þeim óvenjulega hætti við óvæntum blikkljósum lögreglubíls í Reykjavík í nótt, að hann snarstansaði bílinn, stök út úr honum, læsti honum og tók svo til fótanna. Hann uggði ekki að þeim aðstæðum að lögrelgumennirnir gátu ekið á eftir honum í rólegheitum þar til þeim leiddist þófið, stukku út úr lögreglubílnum og hlupu hann uppi. 29.6.2006 09:45
Faglærðir mótmæla í dag Faglært starfsfólk hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra mun mótmæla fyrir utan rúgbrauðsgerðina í dag á meðan samninganefnd fundar þar með fulltrúum ríkisins. Háskólamenntað starfsfólk krefst sömu launa og fólk hefur í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum, en starfsmenn sveitarfélaganna eru oft með 25 þúsund krónum hærri laun en ríkisstarfsmennirnir. 29.6.2006 09:30
Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir að búa í dýrasta landi í heimi, en fast á hæla okkur fylgja hinir síglöðu Ástralir. 29.6.2006 09:15
Ferð Discovery frestað Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu. 29.6.2006 09:00
Samkynhneigð ekki lengur geðveiki Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hyggst nú breyta umdeildri reglugerð þar sem samkynhneigð er skráð á lista yfir "geðræna erfiðleika". Samkynhneigðir mega eftir sem áður ekki vera í bandaríska hernum en á síðasta ári voru 726 hermenn reknir úr hernum af þessari ástæðu. 29.6.2006 08:45
Verður að upplýsa morð stúlknanna sem fyrst Forsætisráðherra Belgíu flutti sjónvarpsávarp í gærkvöld þar sem hann sagði það vera algjört forgangsverkefni að komast til botns í máli stúlknanna tveggja sem fundust myrtar í borginni Liege í gær. Stúlkurnar, Stacy Lemmens sjö ára og Nataly Mahy tíu ára, voru stjúpsystur en þær hurfu fyrir þremur vikum. 29.6.2006 08:15
Orustuvélarnar frá Keflavík fara til Englands Flugsveit bandaríska flughersins hér á landi með fjórum F-15 orustuflugvélum og fimm björgunarþyrlum, sem formlega var lögð niður í gær, mun framvegis tilheyra fertugustu og áttundu orustusveit breska flughersins , sem hefur aðsetur á Lakenheath á Englandi. 29.6.2006 08:05
Halldór kallaði Jón fram Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins, en kosningar fara fram á flokksþingi í ágúst. 29.6.2006 08:00
Kerfi sem kannski aldrei verður notað Strætó bs. og Reykjavíkurborg hafa varið rúmum 109 milljónum króna á þremur árum í þróun svokallaðs Smartkortakerfis, sem enn bólar ekkert á. Búist er við að kostnaður við verkefnið muni verða um 130 milljónir í lok þessa árs. 29.6.2006 08:00
Gat ekki talað í sólarhring "Ég gat eiginlega ekki talað fyrr en klukkan fimm í gær," segir Jóhanna Lindbergsdóttir, sem varð fyrir klórgaseitrun í sundlauginni á Eskifirði á þriðjudag. Jóhanna varð fyrir mestri eitrun þeirra sem ekki voru fluttir á brott frá sjúkrahúsinu í Neskaupstað. 29.6.2006 07:45
Landadrykkjan drepur marga Fjörutíu og tvö þúsund Rússar deyja árlega úr neyslu heimatilbúins landa, að því er Rashid Núrgalíeff, innanríkisráðherra Rússlands, greindi frá. Hann lét einnig hafa eftir sér að drykkjusýki Rússa væri "þjóðarharmleikur," sem hefði fækkað Rússum stórlega frá falli Sovétríkjanna. Á árunum 1991 til 2001 jókst áfengisneysla í Rússlandi um fjörutíu prósent, samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 29.6.2006 07:30