Fleiri fréttir Deildin hefur verið opnuð Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið opnuð á ný eftir að veirusýkingar varð þar vart fyrir tveimur vikum síðan. 29.6.2006 07:15 Hálftímasigling til Vestmannaeyja Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu samgönguráðherra þess efnis að ferjusiglingar frá höfn í Bakkafjöru hæfust árið 2010. Rannsóknum á hafnarsvæðinu er ekki lokið ennþá. 29.6.2006 07:15 Röð af óhöppum Yfirsundlaugarvörður segir mengunarslys í sundlaug Eskifjarðar engum að kenna heldur hafi þetta verið röð keðjuverkandi óhappa. Strax var ljóst að um klórgasmengun væri að ræða. 29.6.2006 07:15 Hugsanlega skipt upp 29.6.2006 07:15 Á þriðja tug palestínskra ráðherra og þingmanna í haldi Spennan eykst enn fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelskar hersveitir handtóku 20 þingmenn Hamas og 8 ráðherra samtakanna í morgun og í gærkvöld. Skriðdrekar Ísraelshers eru nú í röðum við landamærin á norðurhluta Gaza-svæðisins. Loftárásir Ísraela á Gaza síðan í gær hafa skemmt ýmis mannvirki en hafa ekki enn valdið neinum meiðslum á fólki. 29.6.2006 07:09 Ófriður á Gaza-strönd Ísraelsher réðst inn á Gaza-svæðið í gær til að reyna að frelsa hermann sem er þar í gíslingu. Ísraelar hóta áframhaldandi árásum. 29.6.2006 07:00 Eldri borgarar deyja úr hita Að minnsta kosti tveir eldri borgarar létu lífið í hitabylgju sem hefur gengið yfir norðurhluta Rúmeníu síðustu daga. Kona sem var að störfum við akuryrkju féll niður og lést úr hjartaáfalli og sömu sögu er að segja af áttatíu og átta ára gömlum manni sem var á leiðinni út í búð. Í einni borginni var hringt hundrað og fjörutíu sinnum á sjúkrabíl vegna ástandsins og hefur heilbrigðismálaráðneyti Rúmeníu varað fólk við uppþornun og ofreynslu í hitanum. 29.6.2006 07:00 193.000 tonn af þorski Fimm þúsund tonnum minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári en á því sem er yfirstandandi. Óveruleg breyting verður á aflaverðmæti milli ára. 29.6.2006 07:00 Mávageri líkt við rottugang Afgreiðslu á tillögu borgarmeirihlutans um stórauknar aðgerðir gegn mávi í borgarlandinu með skotveiðum og eitrun, var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudag að tillögu minnihlutans. Ástæðan er sú að minnihlutinn vill meiri umræðu um málið og telur það ósannað að það skili tilætluðum árangri að auka mávadrápið. 29.6.2006 07:00 Vilja láta friðlýsa Ingólfsfjall Náttúruvernd Sigurður Sveinsson, lögmaður á Selfossi, segir stofnun hollvinasamtaka Ingólfsfjalls vera í bígerð. Það er ljóst hvað markmiðið er og þetta verður ærin barátta, segir Sigurður og segir marga vilja stöðva malarnám í fjallinu. Það verður ekki aftur tekið sem þegar hefur verið gert, en ef það á að taka áttatíu metra af fjallsbrúninni verður það verra en nokkurn tímann. 29.6.2006 07:00 Þakka skjót viðbrögð Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eru þakklát þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í gær og komu þannig í veg fyrir frekari skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fréttablaðinu barst í gær. 29.6.2006 07:00 Leituðu frétta í Shell-skála Katrín Jóhannsdóttir vinnur í Shell-skálanum sem er við aðalgötu Eskifjarðar. Hún segir að stöðugur straumur hafi verið af fólki þangað, bæði til að koma með fréttir og leita frétta. "Það vissu flestir heimamenn hvað gengi á, en aðkomufólk kom til okkar forviða yfir hvað gengi á." Að sögn Katrínar telur bæjarfólk almennt að vel hafi verið brugðist við aðstæðum. 29.6.2006 07:00 Móðurmálið lykilatriði í lausn dæma Fólk sem hefur ensku að móðurmáli leysir reikningsdæmi á annan hátt en það sem elst upp við kínversku. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á virkni heilahvela við lausn á reikningsdæmum. 29.6.2006 06:45 Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofnuninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli. 29.6.2006 06:45 Brást strax við mengunarslysi 29.6.2006 06:45 Einn handtekinn Írösk stjórnvöld hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásinni á Gullnu moskuna í Samarra í febrúar. Hinn handtekni, sem er sagður vera frá Túnis, heitir Yousri Fakher Mohammed Ali en gengur einnig undir nafninu Abu Qudama. 29.6.2006 06:30 Líkamsárás á unga stúlku Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra. 29.6.2006 06:30 Eiga engan rétt á upplýsingum Bresk mannréttindasamtök hafa beðið stjórnir 32 landa, þar með talið Íslands, um að koma í veg fyrir að bandarísk yfirvöld fái aðgang að trúnaðarupplýsingum um millifærslur í gegnum belgísku fjármálastofnunina SWIFT. 29.6.2006 06:15 Vilja hafa opið á sunnudögum Á flestum stöðum í Frakklandi má ekki hafa verslarnir opnar á sunnudögum, en á verslunargötunni Champs-Elysées eru þó leyfðar undantekningar. Flókin reglugerð ræður ferð og tvær lögsóknir munu brátt skera úr um hvað má og hvað má ekki. 29.6.2006 06:15 Varnarliðsþotur ógna fuglum Þrjár þotur varnarliðsins flugu meðfram Látrabjargi í gærmorgun að sögn Gísla Kristjánssonar, sem á jörð þar í grenndinni og var með ferðahóp við bjargið þegar atburðurinn átti sér stað. "Hávaðinn var gífurlegur enda magnast hann upp í bjarginu og svartfuglinn fælist og þúsundir eggja skolast í sjóinn þegar hann fer í slíku ofboði," segir hann. 29.6.2006 06:15 Rannsókn á spillingu hafin Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hóf í gær rannsókn á samningum milli norska hersins og þýska fyrirtækisins Siemens. Óháð rannsóknarnefnd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Siemens hefði vísvitandi sent norska hernum of háa reikninga fyrir verkefni, sem unnin voru á árunum 2000 til 2004. 29.6.2006 06:00 Lamdi leigubílstjóra í andlitið 29.6.2006 06:00 Sprunga komin í fjöreggið Frystihúsi HB-Granda á Akranesi verður lokað í fimm vikur í sumar og frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði verður lokað í þrjár vikur. Á Skaganum er þegar búið að loka og verður opnað aftur í lok júlí. 29.6.2006 05:45 Kynferðisbrot gegn stúlkum Karlmaður var í gær dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri stúlknanna innan klæða þeirra, en stúlkurnar voru sex og átta ára þegar atvikið átti sér stað. 29.6.2006 05:45 Hesthús gera gæfumuninn Vikuna 16.-22. júní var fleiri kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en Reykjavík samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Þetta mun vera einsdæmi. Alls var 93 kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en tuttugu færri í Reykjavík. 29.6.2006 05:15 Svefnpokaplássin hagstæð Nú þegar sumarið er komið leggja margar fjölskyldur land undir fót og ferðast um Ísland 29.6.2006 05:15 Framkvæmdir skornar niður Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta útboðum og framkvæmdum hins opinbera það sem af er 2006 og 2007 nær ekki til framkvæmda sem hafnar eru. 29.6.2006 05:00 Fagnar 120 ára afmæli í ár Landsbanki Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu á laugardag með dagskrá á fjórtán stöðum víðsvegar um land. 29.6.2006 04:45 Skíðaferðir í beinu flugi Skíðaferðir eru alltaf vinsælar hjá Íslendingum á veturna og nú hafa Heimsferðir hafið sölu á skíðaferðum til Salzburg í Austurríki. Ferðirnar eru í janúar og febrúar og er flogið í beinu flugi til Salzburg að morgni og komið út um hádegi. Í ár er boðið upp á þá nýjung að skíðaunnendur geta nú valið um að dvelja í 9, 12, eða 14 daga. 29.6.2006 04:45 Búið að veiða ellefu dýr 29.6.2006 04:30 Bæjarstjórinn heldur áfram 29.6.2006 04:30 Varar við hættu á flóðbylgju Samræmt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjuhættu við Indlandshaf er nú komið í gagnið, einu og hálfu ári eftir hamfaraflóðin sem urðu yfir 200 þúsundum að bana á annan í jólum 2004. 26 vaktstöðvar eru í landi og fylgjast með og vinna úr upplýsingum úr 25 jarðskjálftamælum, sem og þremur djúpsjávarmælum sem nema óeðlilegar hreyfingar á sjávaryfirborðinu. Slíkt kerfi hefur verið í gangi í 40 ár við Kyrrahafið og sambærileg viðvörunarkerfi eru í bígerð fyrir Atlantshafið, Miðjarðarhafið og Karíbahafið.UNESCO hafði yfirumsjón með uppsetningu kerfisins. 28.6.2006 22:25 Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins. 28.6.2006 22:15 Starfshópur um Laugaveg Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. 28.6.2006 21:54 Orkla Media selt Örlög Orkla Media, sem íslendingar sóttust eftir að eignast á dögunum, eru ráðinn. Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt norska fjölmiðlarisann. Dagsbrún var í hópi sex fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa Orkla Media en ekkert varð úr þeim áformum. 28.6.2006 21:41 Ástin er engin tilviljun Ástin er engin tilviljun. Það er að minnsta kosti niðurstaða sænskrar rannsóknar. 28.6.2006 21:41 Fjarðabyggð kannar réttarstöðu sína Einn er enn á gjörgæslu eftir mengunarslysið í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega. 28.6.2006 21:38 Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja. Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði. 28.6.2006 21:23 Vörur rangt verðmerktar Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 28.6.2006 21:15 Varðhald framlengt vegna skotárásar Varðhald yfir þremur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa skotið á hús í Hafnarfirði úr haglabyssu og kastað bensínsprengju inn um sama glugga, var framlengt til 4. júlí í dag. Fólk var innandyra þegar árásin var gerð. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins vel. 28.6.2006 20:57 Landsvirkjun íhugar áfrýjun vegna kröfu um umhverfismat við Þjórsárver Landsvirkjun mun á næstunni skoða hvort dómi héraðsdóms um að hluti framkvæmda við Þjórsárver þurfi að fara í umhverfismat, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri um að úrskurður Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra vegna Þjórsárvera verði felldur úr gildi í heild sinni. Hins vegar féllst héraðsdómur á þá kröfu að framkvæmdir við setlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurður í Þjórsárlón þyrftu að fara í umhverfismat, og felldi þar með úr gildi úrskurð Jóns um það slíkt þyrfti ekki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er verið að skoða málið þar innanhúss. Skoðað verður hvort að ráðist verður í mat á umhverfisáhrifum þess hlutra framkvæmdarinnar sem dómur héraðsdóms kveður á um. Einnig verður skoðað hvort að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. En það koma auðvitað fleiri að málinu, íslenska ríkið og svo stefnendur. Að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri hafa umbjóðendur hennar ekki tekið afstöðu til þess hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað. Hún bendir á að sá þáttur úrskurðar setts umhverfisráðherra sem héraðsdómur felldi úr gildi hafi verið hvað mikilvægastur og að menn vonist til að leiði til þess að hætt verði við framkvæmdirnar alfarið. 28.6.2006 20:50 Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil. 28.6.2006 20:38 Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag. Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins. 28.6.2006 20:35 Stakk föður sinn í kviðinn Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt 17. júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst. 28.6.2006 20:31 12 ára stúlka bjargaði haferni frá drukknun Tólf ára Grundfirðingur sýndi mikið snarræði þegar hún handsamaði haförn sem féll í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Má segja að hún hafi bjargað konungi fulganna frá drukknun. Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur var í gærkvöldi ein á ferð á hesti sínum við Kirkjufellslón skammt frá heimabæ hennar. Á ferð sinni sá hún haförn, konung fuglanna, falla af himnum og ofan í lónið. Sigurbjörg beið ekki boðanna heldur synti á eftir erninum og dró hann í land. Hún vafði svo vesti sínu utan um hann og fór með hann út á veg þar sem hún beið í tvo tíma eftir hjálp. Örninn er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar en ljóst er að löng bið verður á því að hann fái að fara aftur út í frelsið enda er hann mjög lemstraður. kvót segir Tómas Ó. Guðmundsson forstöðumaður Húsdýra- og fjölskyldugarðsins en hann áréttaði einnig að þó stúlkan hefði sýnt mikla dirfsku við björgunina væri ekkert grín að lenda í arnarklóm enda launaði fuglinn Sigurbjörgu björunina með því að grípa um hana þéttingsfast með klónum. Sigurbjörg virðist þó ekki reiðari en svo að í samtali við NFS sagði hún að ætlunin væri að heimsækja fuglinn eins fljótt og hún gæti en hér má sjá tilvonandi heimkynni hans. Sigurbjörg sagði einnig að hún væri búin að gefa honum fuglinum nafn, það er Sigurörn. 28.6.2006 20:23 Sjá næstu 50 fréttir
Deildin hefur verið opnuð Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið opnuð á ný eftir að veirusýkingar varð þar vart fyrir tveimur vikum síðan. 29.6.2006 07:15
Hálftímasigling til Vestmannaeyja Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu samgönguráðherra þess efnis að ferjusiglingar frá höfn í Bakkafjöru hæfust árið 2010. Rannsóknum á hafnarsvæðinu er ekki lokið ennþá. 29.6.2006 07:15
Röð af óhöppum Yfirsundlaugarvörður segir mengunarslys í sundlaug Eskifjarðar engum að kenna heldur hafi þetta verið röð keðjuverkandi óhappa. Strax var ljóst að um klórgasmengun væri að ræða. 29.6.2006 07:15
Á þriðja tug palestínskra ráðherra og þingmanna í haldi Spennan eykst enn fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelskar hersveitir handtóku 20 þingmenn Hamas og 8 ráðherra samtakanna í morgun og í gærkvöld. Skriðdrekar Ísraelshers eru nú í röðum við landamærin á norðurhluta Gaza-svæðisins. Loftárásir Ísraela á Gaza síðan í gær hafa skemmt ýmis mannvirki en hafa ekki enn valdið neinum meiðslum á fólki. 29.6.2006 07:09
Ófriður á Gaza-strönd Ísraelsher réðst inn á Gaza-svæðið í gær til að reyna að frelsa hermann sem er þar í gíslingu. Ísraelar hóta áframhaldandi árásum. 29.6.2006 07:00
Eldri borgarar deyja úr hita Að minnsta kosti tveir eldri borgarar létu lífið í hitabylgju sem hefur gengið yfir norðurhluta Rúmeníu síðustu daga. Kona sem var að störfum við akuryrkju féll niður og lést úr hjartaáfalli og sömu sögu er að segja af áttatíu og átta ára gömlum manni sem var á leiðinni út í búð. Í einni borginni var hringt hundrað og fjörutíu sinnum á sjúkrabíl vegna ástandsins og hefur heilbrigðismálaráðneyti Rúmeníu varað fólk við uppþornun og ofreynslu í hitanum. 29.6.2006 07:00
193.000 tonn af þorski Fimm þúsund tonnum minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári en á því sem er yfirstandandi. Óveruleg breyting verður á aflaverðmæti milli ára. 29.6.2006 07:00
Mávageri líkt við rottugang Afgreiðslu á tillögu borgarmeirihlutans um stórauknar aðgerðir gegn mávi í borgarlandinu með skotveiðum og eitrun, var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudag að tillögu minnihlutans. Ástæðan er sú að minnihlutinn vill meiri umræðu um málið og telur það ósannað að það skili tilætluðum árangri að auka mávadrápið. 29.6.2006 07:00
Vilja láta friðlýsa Ingólfsfjall Náttúruvernd Sigurður Sveinsson, lögmaður á Selfossi, segir stofnun hollvinasamtaka Ingólfsfjalls vera í bígerð. Það er ljóst hvað markmiðið er og þetta verður ærin barátta, segir Sigurður og segir marga vilja stöðva malarnám í fjallinu. Það verður ekki aftur tekið sem þegar hefur verið gert, en ef það á að taka áttatíu metra af fjallsbrúninni verður það verra en nokkurn tímann. 29.6.2006 07:00
Þakka skjót viðbrögð Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eru þakklát þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í gær og komu þannig í veg fyrir frekari skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fréttablaðinu barst í gær. 29.6.2006 07:00
Leituðu frétta í Shell-skála Katrín Jóhannsdóttir vinnur í Shell-skálanum sem er við aðalgötu Eskifjarðar. Hún segir að stöðugur straumur hafi verið af fólki þangað, bæði til að koma með fréttir og leita frétta. "Það vissu flestir heimamenn hvað gengi á, en aðkomufólk kom til okkar forviða yfir hvað gengi á." Að sögn Katrínar telur bæjarfólk almennt að vel hafi verið brugðist við aðstæðum. 29.6.2006 07:00
Móðurmálið lykilatriði í lausn dæma Fólk sem hefur ensku að móðurmáli leysir reikningsdæmi á annan hátt en það sem elst upp við kínversku. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á virkni heilahvela við lausn á reikningsdæmum. 29.6.2006 06:45
Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofnuninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli. 29.6.2006 06:45
Einn handtekinn Írösk stjórnvöld hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásinni á Gullnu moskuna í Samarra í febrúar. Hinn handtekni, sem er sagður vera frá Túnis, heitir Yousri Fakher Mohammed Ali en gengur einnig undir nafninu Abu Qudama. 29.6.2006 06:30
Líkamsárás á unga stúlku Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra. 29.6.2006 06:30
Eiga engan rétt á upplýsingum Bresk mannréttindasamtök hafa beðið stjórnir 32 landa, þar með talið Íslands, um að koma í veg fyrir að bandarísk yfirvöld fái aðgang að trúnaðarupplýsingum um millifærslur í gegnum belgísku fjármálastofnunina SWIFT. 29.6.2006 06:15
Vilja hafa opið á sunnudögum Á flestum stöðum í Frakklandi má ekki hafa verslarnir opnar á sunnudögum, en á verslunargötunni Champs-Elysées eru þó leyfðar undantekningar. Flókin reglugerð ræður ferð og tvær lögsóknir munu brátt skera úr um hvað má og hvað má ekki. 29.6.2006 06:15
Varnarliðsþotur ógna fuglum Þrjár þotur varnarliðsins flugu meðfram Látrabjargi í gærmorgun að sögn Gísla Kristjánssonar, sem á jörð þar í grenndinni og var með ferðahóp við bjargið þegar atburðurinn átti sér stað. "Hávaðinn var gífurlegur enda magnast hann upp í bjarginu og svartfuglinn fælist og þúsundir eggja skolast í sjóinn þegar hann fer í slíku ofboði," segir hann. 29.6.2006 06:15
Rannsókn á spillingu hafin Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hóf í gær rannsókn á samningum milli norska hersins og þýska fyrirtækisins Siemens. Óháð rannsóknarnefnd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Siemens hefði vísvitandi sent norska hernum of háa reikninga fyrir verkefni, sem unnin voru á árunum 2000 til 2004. 29.6.2006 06:00
Sprunga komin í fjöreggið Frystihúsi HB-Granda á Akranesi verður lokað í fimm vikur í sumar og frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði verður lokað í þrjár vikur. Á Skaganum er þegar búið að loka og verður opnað aftur í lok júlí. 29.6.2006 05:45
Kynferðisbrot gegn stúlkum Karlmaður var í gær dæmdur, í Héraðsdómi Reykjaness, í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað nuddað kynfæri stúlknanna innan klæða þeirra, en stúlkurnar voru sex og átta ára þegar atvikið átti sér stað. 29.6.2006 05:45
Hesthús gera gæfumuninn Vikuna 16.-22. júní var fleiri kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en Reykjavík samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Þetta mun vera einsdæmi. Alls var 93 kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en tuttugu færri í Reykjavík. 29.6.2006 05:15
Svefnpokaplássin hagstæð Nú þegar sumarið er komið leggja margar fjölskyldur land undir fót og ferðast um Ísland 29.6.2006 05:15
Framkvæmdir skornar niður Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta útboðum og framkvæmdum hins opinbera það sem af er 2006 og 2007 nær ekki til framkvæmda sem hafnar eru. 29.6.2006 05:00
Fagnar 120 ára afmæli í ár Landsbanki Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu á laugardag með dagskrá á fjórtán stöðum víðsvegar um land. 29.6.2006 04:45
Skíðaferðir í beinu flugi Skíðaferðir eru alltaf vinsælar hjá Íslendingum á veturna og nú hafa Heimsferðir hafið sölu á skíðaferðum til Salzburg í Austurríki. Ferðirnar eru í janúar og febrúar og er flogið í beinu flugi til Salzburg að morgni og komið út um hádegi. Í ár er boðið upp á þá nýjung að skíðaunnendur geta nú valið um að dvelja í 9, 12, eða 14 daga. 29.6.2006 04:45
Varar við hættu á flóðbylgju Samræmt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjuhættu við Indlandshaf er nú komið í gagnið, einu og hálfu ári eftir hamfaraflóðin sem urðu yfir 200 þúsundum að bana á annan í jólum 2004. 26 vaktstöðvar eru í landi og fylgjast með og vinna úr upplýsingum úr 25 jarðskjálftamælum, sem og þremur djúpsjávarmælum sem nema óeðlilegar hreyfingar á sjávaryfirborðinu. Slíkt kerfi hefur verið í gangi í 40 ár við Kyrrahafið og sambærileg viðvörunarkerfi eru í bígerð fyrir Atlantshafið, Miðjarðarhafið og Karíbahafið.UNESCO hafði yfirumsjón með uppsetningu kerfisins. 28.6.2006 22:25
Stjórn Tryggingastofnunar kölluð saman Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Tryggingastofnunar, segir milljónafjársvik þjónustufulltrúa hjá Tryggingaststofnun, einsdæmi í 70 ára sögu stofnunarinnar. Hann segir að stjórn Tryggingastofnunar verði kölluð til fundar á næstu dögum vegna málsins. 28.6.2006 22:15
Starfshópur um Laugaveg Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. 28.6.2006 21:54
Orkla Media selt Örlög Orkla Media, sem íslendingar sóttust eftir að eignast á dögunum, eru ráðinn. Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt norska fjölmiðlarisann. Dagsbrún var í hópi sex fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa Orkla Media en ekkert varð úr þeim áformum. 28.6.2006 21:41
Ástin er engin tilviljun Ástin er engin tilviljun. Það er að minnsta kosti niðurstaða sænskrar rannsóknar. 28.6.2006 21:41
Fjarðabyggð kannar réttarstöðu sína Einn er enn á gjörgæslu eftir mengunarslysið í sundlauginni á Eskifirði í gær. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir réttarstöðu bæjarfélagsins verða kannaða ítarlega. 28.6.2006 21:38
Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja. Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði. 28.6.2006 21:23
Vörur rangt verðmerktar Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 28.6.2006 21:15
Varðhald framlengt vegna skotárásar Varðhald yfir þremur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa skotið á hús í Hafnarfirði úr haglabyssu og kastað bensínsprengju inn um sama glugga, var framlengt til 4. júlí í dag. Fólk var innandyra þegar árásin var gerð. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins vel. 28.6.2006 20:57
Landsvirkjun íhugar áfrýjun vegna kröfu um umhverfismat við Þjórsárver Landsvirkjun mun á næstunni skoða hvort dómi héraðsdóms um að hluti framkvæmda við Þjórsárver þurfi að fara í umhverfismat, verði áfrýjað. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri um að úrskurður Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra vegna Þjórsárvera verði felldur úr gildi í heild sinni. Hins vegar féllst héraðsdómur á þá kröfu að framkvæmdir við setlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurður í Þjórsárlón þyrftu að fara í umhverfismat, og felldi þar með úr gildi úrskurð Jóns um það slíkt þyrfti ekki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er verið að skoða málið þar innanhúss. Skoðað verður hvort að ráðist verður í mat á umhverfisáhrifum þess hlutra framkvæmdarinnar sem dómur héraðsdóms kveður á um. Einnig verður skoðað hvort að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. En það koma auðvitað fleiri að málinu, íslenska ríkið og svo stefnendur. Að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Áhugahóps um verndun Þjórsárvera og fleiri hafa umbjóðendur hennar ekki tekið afstöðu til þess hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað. Hún bendir á að sá þáttur úrskurðar setts umhverfisráðherra sem héraðsdómur felldi úr gildi hafi verið hvað mikilvægastur og að menn vonist til að leiði til þess að hætt verði við framkvæmdirnar alfarið. 28.6.2006 20:50
Bæjarstjórastaða í Grundarfirði eftirsótt Tuttugu og þrjár umsóknir hafa borist um stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á héraðsfréttavefnum Skessuhorni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor með þriggja atkvæða mun og ætlar hann að ráða bæjarstjóra í stað Bjargar Ágústsdóttur sem gegnt hefur starfinu um árabil. 28.6.2006 20:38
Samingar opinberra starfsmanna túlkaðir þröngt Það verður aldrei aftur látið viðgangast, ef BSRB fær því mögulega komið við, að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Þetta segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, eftir fund bandalagsins, Kennarasambands Íslands og Bandalags háskólamanna með samninganefnd fjármálaráðuneytisins í dag. Þar var farið yfir forsendur fyrir endurskoðun á kjarasamningum hjá opinberum starfsmönnum eftir að nýgerða samninga á almennum vinnumarkaði. Ögmundur segir fjármálaráðuneytið túlka endurskoðunarákvæði í samningum opinberra starfsmanna þröngt en eftir eigi að fara nákvæmlega til hverra endurskoðunin nái. Það sé í höndum aðildarfélaga BSRB en það sem snúi að félagsmönnum almennt verði á borði bandalagsins. 28.6.2006 20:35
Stakk föður sinn í kviðinn Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt 17. júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst. 28.6.2006 20:31
12 ára stúlka bjargaði haferni frá drukknun Tólf ára Grundfirðingur sýndi mikið snarræði þegar hún handsamaði haförn sem féll í Kirkjufellslónið skammt fyrir innan Grundarfjörð. Má segja að hún hafi bjargað konungi fulganna frá drukknun. Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára Grundfirðingur var í gærkvöldi ein á ferð á hesti sínum við Kirkjufellslón skammt frá heimabæ hennar. Á ferð sinni sá hún haförn, konung fuglanna, falla af himnum og ofan í lónið. Sigurbjörg beið ekki boðanna heldur synti á eftir erninum og dró hann í land. Hún vafði svo vesti sínu utan um hann og fór með hann út á veg þar sem hún beið í tvo tíma eftir hjálp. Örninn er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar en ljóst er að löng bið verður á því að hann fái að fara aftur út í frelsið enda er hann mjög lemstraður. kvót segir Tómas Ó. Guðmundsson forstöðumaður Húsdýra- og fjölskyldugarðsins en hann áréttaði einnig að þó stúlkan hefði sýnt mikla dirfsku við björgunina væri ekkert grín að lenda í arnarklóm enda launaði fuglinn Sigurbjörgu björunina með því að grípa um hana þéttingsfast með klónum. Sigurbjörg virðist þó ekki reiðari en svo að í samtali við NFS sagði hún að ætlunin væri að heimsækja fuglinn eins fljótt og hún gæti en hér má sjá tilvonandi heimkynni hans. Sigurbjörg sagði einnig að hún væri búin að gefa honum fuglinum nafn, það er Sigurörn. 28.6.2006 20:23