Fleiri fréttir Færir liðinu gæfu Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel. 14.6.2006 06:45 Karl Rove ekki ákærður Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins. 14.6.2006 06:30 Hert áætlun til að koma á friði Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka. 14.6.2006 06:30 Þrýst á endurkomu Tómasar Lögmaður Tómasar Zoëga læknis hefur sent forstjóra Landspítalans erindi þar sem óskað er eftir því að haft verði samráð við lækningaforstjóra spítalans um það hvenær Tómas taki aftur við starfi yfirlæknis geðsviðs. 14.6.2006 06:15 Rok og rigning í Reykjavík Veðurhorfur eru ekki góðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins næstu vikuna. Samkvæmt veðurstofu byrjar að rigna á þá í dag og verður bleyta og rok fram yfir helgi. Ástæðan er lægð sem er að ganga yfir landið í kjölfar hæðarhryggs, en henni fylgja skýjasvæði sem orsaka rigninguna. 14.6.2006 06:00 Þagði um félagana vegna ótta Maður á þrítugsaldri, Mikael Már Pálsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri afbrot. 14.6.2006 06:00 Eve in China 14.6.2006 06:00 Man ekki eftir að vera sviptur Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum róandi lyfja í tvígang. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt en var gripinn við að aka bifreið tvo daga í röð í ágústmánuði í fyrra. Hann bar við minnisleysi vegna heilablóðfalls. 14.6.2006 05:45 Endurupptöku málsins hafnað Endurupptökubeiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dómsmáls Jóns Ólafssonar gegn Hannesi í Englandi var fyrir nokkru hafnað en í dag verður áfrýjun Hannesar vegna úrskurðarins tekin fyrir í breskum dómstóli. 14.6.2006 05:45 Bush kom óvænt til Írak George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins. 14.6.2006 05:45 Fjögur hringormasmit í fólki Á undanförnum tveimur árum hafa greinst fjögur tilfelli af hringormasmiti í mönnum á Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Þeir sem smitast hafa eiga það sameiginlegt að hafa borðað hráan eða illa soðinn fisk, að því er segir í Farsóttafréttum Landlæknis. 14.6.2006 05:30 Kveikt í blaðabunka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt í fyrrinótt. Þetta er í annað skiptið sem slökkvilið höfuðborgarinnar er kallað út vegna elds í húsinu á rúmum mánuði. 14.6.2006 05:15 274 nemendur brautskráðir Háskólinn í Reykjavík brautskráði 274 nemendur síðastliðinn laugardag. Nemendurnir voru af átján brautum og úr þremur deildum. Úr lagadeild útskrifuðust 53 nemendur, úr viðskiptadeild 119 nemendur, 78 nemendur útskrifuðust úr tækni- og verkfræðideild og 24 voru brautskráðir af frumgreinasviði. 14.6.2006 05:00 Lithái áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald til 21. júní yfir Litháa sem grunaður er um aðild að innflutningi á tæpum tveimur lítrum af amfetamíni í vökvaformi, en það nægir til að framleiða rúm 13 kíló af amfetamíni í duftformi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í gæsluvarðhald á föstudag en úrskurðurinn var kærður. 14.6.2006 04:45 Rúta valt á Bláfellshálsi Hópferðabíll með 16 erlendum ferðamönnum valt á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og var ökumaður bílsins fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Hann var þó ekki alvarlega slasaður og sakaði aðra farþega ekki. 14.6.2006 04:45 Býst ekki við áframhaldi á risarækjueldi Guðlaugur Þór Þórðarsson, nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, á ekki von á því að mikill áhugi verði hjá nýjum meirihluta borgarstjórnar að halda áfram risarækjueldi á vegum fyrirtækisins. 13.6.2006 22:57 Nýr leiðtogi Al Kaída í Írak hótar árásum á næstu dögum Nýr leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak, Abu Hamza al-Muhajer, heitir því að hefna fyrirrennara síns, al-Zarqawis, og hótar hræðilegum árásum á næstu dögum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá al-Muhajer sem birt var á internetinu í dag. 13.6.2006 22:22 Mótmælum flaggað á Sigurboganum Sigurboginn í París varð óvænt vettvangur mótmæla gegn Íransstjórn í dag þegar andstæðingar kjarnorkuáætlana Íransstjórnar flögguðu skilaboðum sínum uppi á boganum. 13.6.2006 22:19 Landsflug rifti samningnum vegna vanefnda Landsflug hefur rift samningi sem gerður var við Flugfélag Vestmannaeyja um kaup á flugvélum Landsflugs og yfirtöku á innanlandsflugi Landsflugs. Þá hefur Landsflug dregið til baka uppsagnir flugmanna og annarra starfsmanna sem sagt var upp störfum eftir að kaupsamningur var undirritaður 24. maí síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Landsflugs segir vanefndir Flugfélags Vestmannaeyja ástæður riftunar. 13.6.2006 21:45 Framkvæmd EES samningsins rædd á fundi ráðherraráðs Framkvæmd EES samningsins var meðal þess sem rætt var á fundi ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg í gær. Á fundinum voru fulltrúar frá Noregi; Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Finnlandi, auk fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB. 13.6.2006 20:57 Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir innflutning á rúmum þremur kílóum af hassi og tæpum fjörtíu og sjö grömmum af kókaíni. Maðurinn reyndi að smygla fíkniefnunum til landsins í bíl með farþegarferjunni Norrænu en efnin fundust við leit tollvarða og lögreglu á Seyðisfirði 7. mars. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 8. mars og kemur gæsluvarðhaldið til frádráttar fangelsisdómi hans. 13.6.2006 20:26 Albert varð ekki að fellibyl Íbúar Flórídaríkis búa sig undir að hitabeltisstormurinn Albert gangi á land. Búist er við mikilli úrkomu tengdri óveðrinu en líkurnar á að það verði að fyrsta fellibyl ársins eru sagðar dvínandi. 13.6.2006 20:00 Telur að rekja megi húsleitina til samkeppnisaðila Samkeppniseftirlitið gerði fyrr í dag húsleit hjá Vísa Íslandi vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Framkvæmdastjóri VISA segist ekkert skilja í aðgerðunum og telur að rekja megi þetta allt til samkeppnisaðila. 13.6.2006 19:54 Dæmdur fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot Karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Maðurinn framdi brot sín með því að skila ekki skýrslum til skattyfirvalda vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi og með því að hafa komið sér undan því að greiða tekjuskatt og úrsvar á árunum 1998 til 2002. Manninum er einnig gert að tuttugu og fimm milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði. 13.6.2006 19:47 Eve Online fer vel af stað í Kína Yfir þrjátíu þúsund notendur skráðu sig inn á netleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir aðgang að honum í Kína í dag. Það er íslenska fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn, en hann gerist úti í geimnum eftir mörg þúsund ár. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum CCP að yfir 200 þúsund manns hafi skráð sig til leiks á opnunardeginum sem nálgast fjölda íslensku þjóðarinnar. 13.6.2006 19:15 Engin vettlingatök Tveir bræður sem handteknir voru í áhlaupi Lundúnalögreglunnar á dögunum vegna gruns um að þeir hygðu á hermdarverk lýstu í dag reynslu sinni. Þeir segjast hafa sætt fádæma fautaskap og haldið að þeirra síðasta stund væri runnin upp. 13.6.2006 19:00 Heyskapur hafinn undir Eyjafjöllum Sláttur hófst undir Eyjafjöllum í dag og má telja víst að bændur þar séu þeir fyrstu á landinu til að hefja heyskap þetta sumarið. Þeir segja grasið kraftmikið og gott og svo vel sprottið að það sé byrjað að leggjast. 13.6.2006 18:44 Eiður Smári væntanlegur til Barcelona í kvöld Knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen er ásamt Arnóri föður sínum væntanlegur til Barcelona í kvöld en fastlega er búist við að tilkynnt verði á morgun um sölu hans frá Englandsmeisturum Chelsea til Evrópumeistara Barcelona fyrir tólfhundruðmilljónir króna. Chelsea tilkynnti nú síðdegis að það hefði gefið Eiði Smára leyfi til viðræðna við Barcelona. 13.6.2006 18:37 Drífa Snædal ráðin framkvæmdastýra VG Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún tekur til starfa hjá flokknum í haust en þá lætur Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, af störfum sem framkvæmdastýra. 13.6.2006 17:57 Vinstri-grænir gagnrýna áherslur nýja meirihlutans Vinstri hreyfingin-grænt framboð segja að nýmynduð meirihlutastjórn í Reykjavik sé líklega sú versta fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Í yfirlýsingu sem borgarstjórnarflokkur sendi frá sér í dag segir að nýji meirihlutinn muni innsigla gamaldags karlapólitík þar sem verulega hallar á hlut kvenna í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar. 13.6.2006 17:40 Segja lögreglu hafa beitt óþarfa ofbeldi Tveir bræður sem breska lögreglan handtók í áhlaupi gegn meintum hryðjuverkamönnum í síðustu viku tjáðu sig opinberlega í fyrsta skipti í dag. Þeir voru yfirheyrðir í viku eftir áhlaupið áður en þeim var sleppt án nokkurrar ákæru. 13.6.2006 17:40 Vitnaleiðslum að ljúka í máli Saddams Aðaldómarinn í máli Saddams Husseins sagði í morgun að nú væri síðasta tækifæri fyrir verjendur Saddams að leiða vitni fyrir réttinn. Gefur það til kynna að nú fari að draga til tíðinda eftir átta mánaða réttarhöld. Þá eru einungis eftir lokarök verjenda og sækjenda, áður en dómararnir fimm bera saman bækur sínar og kveða upp dóm. 13.6.2006 17:35 Segir húsleit gerða vegna kvörtunar frá keppinauti Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri VISA Íslands, segist telja að Samkeppniseftirlitið hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu í dag vegna kvörtunar frá keppinauti þess, PBS, sem er danskt fyrirtæki. Þetta kom frá á blaðamannafundi sem fyrirtækið efndi til vegna húsleitarinnar. 13.6.2006 17:34 Kanna áfram möguleika á framleiðslu bóluefnis Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna ætla áfram að kanna möguleika á samstarfi norrænu ríkjanna um að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu ef heimsfaraldur heimur upp. Þetta kemur fram í frétt á vef Norðurlandaráðs. 13.6.2006 17:30 Óásættanlegt að Bandaríkin standi utan við Kyoto-sáttmálann Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum segir óásættanlegt að Bandaríkin skuli standa utan við Kyoto-sáttmálann. Þetta sagði hann eftir undirritun samstarfs við Háskóla Íslands um rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga. 13.6.2006 17:26 Heimilar veiðar á 50 hrefnum á árinu Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið leyfi til veiða á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni og hefjast veiðarnar væntanlega á næstu dögum. Veiðarnar undanfarin ár virðast ekki hafa haft merkjanleg áhrif á ferðamannastraum hingað til lands. 13.6.2006 17:00 Tafir vegna árekstra í Reykjavík Þrír minniháttar árekstrar urðu í Reykjavík rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Tveir árekstranna urðu á Bústaðarveg og varð Bústaðaraveg við Litlu hlíð lokað tímabundið vegna þessa. Þriðji áreksturinn var við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar. Búast má við einhverjum töfum í umferðinni vegna þessa en lögregla og tækjabílar virða hörðum höndum að því að greiða fyrir umferð á ný. 13.6.2006 16:35 Roger Waters causes traffic jam 13.6.2006 16:31 DVD's Only 13.6.2006 16:18 Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Visa Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Visa Ísland í dag og lagði hald á ýmis gögn. Forsvarsmenn Visa hafa boðað til blaðamannafundar vegna atviksins í húsakynnum sínum að Laugavegi 77 klukkan 17 í dag. 13.6.2006 16:13 Guðlaugur Þór nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur kaus Guðlaug Þór Þórðarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í embætti formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í dag. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, var kjörin varaformaður. 13.6.2006 15:31 Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir inndlutning á fíkniefnum. Maðurinn reyndi að smygla inn tæpum 3,8 kílóum af amfetamíni til landsins í ferðatösku í byrjun febrúar fyrr á þessu ári en hann var þá að koma með flugi frá París í Frakklandi. 13.6.2006 15:26 Bush birtist óvænt í Bagdad Bush Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Bagdad í dag til að funda með Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks. Til stóð að þeir ræddust við í fjarfundakerfi í dag, en al-Maliki fékk svo að vita með fimm mínútna fyrirvara, að Bush væri væntanlegur á staðinn. 13.6.2006 15:21 Bjarni Ármanns nýr formaður háskólaráðs HR Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, var kjörinn nýr formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík á aðalfundi ráðsins sem haldinn var í dag. Sverrir Sverrisson lét af formennsku í ráðinu en hann hefur setið í háskólaráði frá stofnun skólans árið 1998, þar af síðustu sex árin sem formaður þess. 13.6.2006 14:51 Eldur kom upp í íbúðarhúsi Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hæðargarði í Nesjum á Höfn í Hornafirði um klukkan eitt í dag. Fréttavefurinn Horn.is greinir frá því að mikinn reyk hafi lagt frá húsinu þegar Slökkvilið Hornafjarðar kom á staðinn. 13.6.2006 14:46 Sjá næstu 50 fréttir
Færir liðinu gæfu Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel. 14.6.2006 06:45
Karl Rove ekki ákærður Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins. 14.6.2006 06:30
Hert áætlun til að koma á friði Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka. 14.6.2006 06:30
Þrýst á endurkomu Tómasar Lögmaður Tómasar Zoëga læknis hefur sent forstjóra Landspítalans erindi þar sem óskað er eftir því að haft verði samráð við lækningaforstjóra spítalans um það hvenær Tómas taki aftur við starfi yfirlæknis geðsviðs. 14.6.2006 06:15
Rok og rigning í Reykjavík Veðurhorfur eru ekki góðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins næstu vikuna. Samkvæmt veðurstofu byrjar að rigna á þá í dag og verður bleyta og rok fram yfir helgi. Ástæðan er lægð sem er að ganga yfir landið í kjölfar hæðarhryggs, en henni fylgja skýjasvæði sem orsaka rigninguna. 14.6.2006 06:00
Þagði um félagana vegna ótta Maður á þrítugsaldri, Mikael Már Pálsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri afbrot. 14.6.2006 06:00
Man ekki eftir að vera sviptur Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum róandi lyfja í tvígang. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt en var gripinn við að aka bifreið tvo daga í röð í ágústmánuði í fyrra. Hann bar við minnisleysi vegna heilablóðfalls. 14.6.2006 05:45
Endurupptöku málsins hafnað Endurupptökubeiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dómsmáls Jóns Ólafssonar gegn Hannesi í Englandi var fyrir nokkru hafnað en í dag verður áfrýjun Hannesar vegna úrskurðarins tekin fyrir í breskum dómstóli. 14.6.2006 05:45
Bush kom óvænt til Írak George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins. 14.6.2006 05:45
Fjögur hringormasmit í fólki Á undanförnum tveimur árum hafa greinst fjögur tilfelli af hringormasmiti í mönnum á Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Þeir sem smitast hafa eiga það sameiginlegt að hafa borðað hráan eða illa soðinn fisk, að því er segir í Farsóttafréttum Landlæknis. 14.6.2006 05:30
Kveikt í blaðabunka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt í fyrrinótt. Þetta er í annað skiptið sem slökkvilið höfuðborgarinnar er kallað út vegna elds í húsinu á rúmum mánuði. 14.6.2006 05:15
274 nemendur brautskráðir Háskólinn í Reykjavík brautskráði 274 nemendur síðastliðinn laugardag. Nemendurnir voru af átján brautum og úr þremur deildum. Úr lagadeild útskrifuðust 53 nemendur, úr viðskiptadeild 119 nemendur, 78 nemendur útskrifuðust úr tækni- og verkfræðideild og 24 voru brautskráðir af frumgreinasviði. 14.6.2006 05:00
Lithái áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald til 21. júní yfir Litháa sem grunaður er um aðild að innflutningi á tæpum tveimur lítrum af amfetamíni í vökvaformi, en það nægir til að framleiða rúm 13 kíló af amfetamíni í duftformi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í gæsluvarðhald á föstudag en úrskurðurinn var kærður. 14.6.2006 04:45
Rúta valt á Bláfellshálsi Hópferðabíll með 16 erlendum ferðamönnum valt á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og var ökumaður bílsins fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Hann var þó ekki alvarlega slasaður og sakaði aðra farþega ekki. 14.6.2006 04:45
Býst ekki við áframhaldi á risarækjueldi Guðlaugur Þór Þórðarsson, nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, á ekki von á því að mikill áhugi verði hjá nýjum meirihluta borgarstjórnar að halda áfram risarækjueldi á vegum fyrirtækisins. 13.6.2006 22:57
Nýr leiðtogi Al Kaída í Írak hótar árásum á næstu dögum Nýr leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak, Abu Hamza al-Muhajer, heitir því að hefna fyrirrennara síns, al-Zarqawis, og hótar hræðilegum árásum á næstu dögum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá al-Muhajer sem birt var á internetinu í dag. 13.6.2006 22:22
Mótmælum flaggað á Sigurboganum Sigurboginn í París varð óvænt vettvangur mótmæla gegn Íransstjórn í dag þegar andstæðingar kjarnorkuáætlana Íransstjórnar flögguðu skilaboðum sínum uppi á boganum. 13.6.2006 22:19
Landsflug rifti samningnum vegna vanefnda Landsflug hefur rift samningi sem gerður var við Flugfélag Vestmannaeyja um kaup á flugvélum Landsflugs og yfirtöku á innanlandsflugi Landsflugs. Þá hefur Landsflug dregið til baka uppsagnir flugmanna og annarra starfsmanna sem sagt var upp störfum eftir að kaupsamningur var undirritaður 24. maí síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Landsflugs segir vanefndir Flugfélags Vestmannaeyja ástæður riftunar. 13.6.2006 21:45
Framkvæmd EES samningsins rædd á fundi ráðherraráðs Framkvæmd EES samningsins var meðal þess sem rætt var á fundi ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg í gær. Á fundinum voru fulltrúar frá Noregi; Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Finnlandi, auk fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB. 13.6.2006 20:57
Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir innflutning á rúmum þremur kílóum af hassi og tæpum fjörtíu og sjö grömmum af kókaíni. Maðurinn reyndi að smygla fíkniefnunum til landsins í bíl með farþegarferjunni Norrænu en efnin fundust við leit tollvarða og lögreglu á Seyðisfirði 7. mars. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 8. mars og kemur gæsluvarðhaldið til frádráttar fangelsisdómi hans. 13.6.2006 20:26
Albert varð ekki að fellibyl Íbúar Flórídaríkis búa sig undir að hitabeltisstormurinn Albert gangi á land. Búist er við mikilli úrkomu tengdri óveðrinu en líkurnar á að það verði að fyrsta fellibyl ársins eru sagðar dvínandi. 13.6.2006 20:00
Telur að rekja megi húsleitina til samkeppnisaðila Samkeppniseftirlitið gerði fyrr í dag húsleit hjá Vísa Íslandi vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Framkvæmdastjóri VISA segist ekkert skilja í aðgerðunum og telur að rekja megi þetta allt til samkeppnisaðila. 13.6.2006 19:54
Dæmdur fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot Karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Maðurinn framdi brot sín með því að skila ekki skýrslum til skattyfirvalda vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi og með því að hafa komið sér undan því að greiða tekjuskatt og úrsvar á árunum 1998 til 2002. Manninum er einnig gert að tuttugu og fimm milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði. 13.6.2006 19:47
Eve Online fer vel af stað í Kína Yfir þrjátíu þúsund notendur skráðu sig inn á netleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir aðgang að honum í Kína í dag. Það er íslenska fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn, en hann gerist úti í geimnum eftir mörg þúsund ár. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum CCP að yfir 200 þúsund manns hafi skráð sig til leiks á opnunardeginum sem nálgast fjölda íslensku þjóðarinnar. 13.6.2006 19:15
Engin vettlingatök Tveir bræður sem handteknir voru í áhlaupi Lundúnalögreglunnar á dögunum vegna gruns um að þeir hygðu á hermdarverk lýstu í dag reynslu sinni. Þeir segjast hafa sætt fádæma fautaskap og haldið að þeirra síðasta stund væri runnin upp. 13.6.2006 19:00
Heyskapur hafinn undir Eyjafjöllum Sláttur hófst undir Eyjafjöllum í dag og má telja víst að bændur þar séu þeir fyrstu á landinu til að hefja heyskap þetta sumarið. Þeir segja grasið kraftmikið og gott og svo vel sprottið að það sé byrjað að leggjast. 13.6.2006 18:44
Eiður Smári væntanlegur til Barcelona í kvöld Knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen er ásamt Arnóri föður sínum væntanlegur til Barcelona í kvöld en fastlega er búist við að tilkynnt verði á morgun um sölu hans frá Englandsmeisturum Chelsea til Evrópumeistara Barcelona fyrir tólfhundruðmilljónir króna. Chelsea tilkynnti nú síðdegis að það hefði gefið Eiði Smára leyfi til viðræðna við Barcelona. 13.6.2006 18:37
Drífa Snædal ráðin framkvæmdastýra VG Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún tekur til starfa hjá flokknum í haust en þá lætur Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, af störfum sem framkvæmdastýra. 13.6.2006 17:57
Vinstri-grænir gagnrýna áherslur nýja meirihlutans Vinstri hreyfingin-grænt framboð segja að nýmynduð meirihlutastjórn í Reykjavik sé líklega sú versta fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Í yfirlýsingu sem borgarstjórnarflokkur sendi frá sér í dag segir að nýji meirihlutinn muni innsigla gamaldags karlapólitík þar sem verulega hallar á hlut kvenna í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar. 13.6.2006 17:40
Segja lögreglu hafa beitt óþarfa ofbeldi Tveir bræður sem breska lögreglan handtók í áhlaupi gegn meintum hryðjuverkamönnum í síðustu viku tjáðu sig opinberlega í fyrsta skipti í dag. Þeir voru yfirheyrðir í viku eftir áhlaupið áður en þeim var sleppt án nokkurrar ákæru. 13.6.2006 17:40
Vitnaleiðslum að ljúka í máli Saddams Aðaldómarinn í máli Saddams Husseins sagði í morgun að nú væri síðasta tækifæri fyrir verjendur Saddams að leiða vitni fyrir réttinn. Gefur það til kynna að nú fari að draga til tíðinda eftir átta mánaða réttarhöld. Þá eru einungis eftir lokarök verjenda og sækjenda, áður en dómararnir fimm bera saman bækur sínar og kveða upp dóm. 13.6.2006 17:35
Segir húsleit gerða vegna kvörtunar frá keppinauti Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri VISA Íslands, segist telja að Samkeppniseftirlitið hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu í dag vegna kvörtunar frá keppinauti þess, PBS, sem er danskt fyrirtæki. Þetta kom frá á blaðamannafundi sem fyrirtækið efndi til vegna húsleitarinnar. 13.6.2006 17:34
Kanna áfram möguleika á framleiðslu bóluefnis Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna ætla áfram að kanna möguleika á samstarfi norrænu ríkjanna um að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu ef heimsfaraldur heimur upp. Þetta kemur fram í frétt á vef Norðurlandaráðs. 13.6.2006 17:30
Óásættanlegt að Bandaríkin standi utan við Kyoto-sáttmálann Forstöðumaður Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum segir óásættanlegt að Bandaríkin skuli standa utan við Kyoto-sáttmálann. Þetta sagði hann eftir undirritun samstarfs við Háskóla Íslands um rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga. 13.6.2006 17:26
Heimilar veiðar á 50 hrefnum á árinu Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið leyfi til veiða á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni og hefjast veiðarnar væntanlega á næstu dögum. Veiðarnar undanfarin ár virðast ekki hafa haft merkjanleg áhrif á ferðamannastraum hingað til lands. 13.6.2006 17:00
Tafir vegna árekstra í Reykjavík Þrír minniháttar árekstrar urðu í Reykjavík rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Tveir árekstranna urðu á Bústaðarveg og varð Bústaðaraveg við Litlu hlíð lokað tímabundið vegna þessa. Þriðji áreksturinn var við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar. Búast má við einhverjum töfum í umferðinni vegna þessa en lögregla og tækjabílar virða hörðum höndum að því að greiða fyrir umferð á ný. 13.6.2006 16:35
Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Visa Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Visa Ísland í dag og lagði hald á ýmis gögn. Forsvarsmenn Visa hafa boðað til blaðamannafundar vegna atviksins í húsakynnum sínum að Laugavegi 77 klukkan 17 í dag. 13.6.2006 16:13
Guðlaugur Þór nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur kaus Guðlaug Þór Þórðarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í embætti formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í dag. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, var kjörin varaformaður. 13.6.2006 15:31
Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir inndlutning á fíkniefnum. Maðurinn reyndi að smygla inn tæpum 3,8 kílóum af amfetamíni til landsins í ferðatösku í byrjun febrúar fyrr á þessu ári en hann var þá að koma með flugi frá París í Frakklandi. 13.6.2006 15:26
Bush birtist óvænt í Bagdad Bush Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Bagdad í dag til að funda með Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks. Til stóð að þeir ræddust við í fjarfundakerfi í dag, en al-Maliki fékk svo að vita með fimm mínútna fyrirvara, að Bush væri væntanlegur á staðinn. 13.6.2006 15:21
Bjarni Ármanns nýr formaður háskólaráðs HR Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, var kjörinn nýr formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík á aðalfundi ráðsins sem haldinn var í dag. Sverrir Sverrisson lét af formennsku í ráðinu en hann hefur setið í háskólaráði frá stofnun skólans árið 1998, þar af síðustu sex árin sem formaður þess. 13.6.2006 14:51
Eldur kom upp í íbúðarhúsi Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hæðargarði í Nesjum á Höfn í Hornafirði um klukkan eitt í dag. Fréttavefurinn Horn.is greinir frá því að mikinn reyk hafi lagt frá húsinu þegar Slökkvilið Hornafjarðar kom á staðinn. 13.6.2006 14:46