Erlent

Segja lögreglu hafa beitt óþarfa ofbeldi

Mohammed Abdul Kahar, t.h. varð fyrir skoti í brjóstkassann og bróðir hans Abul Koyair, t.v. hlaut einnig meiðsl af völdum óblíðrar meðferðar lögreglumanna þegar bræðurnir voru handteknir þann 2. júní.
Mohammed Abdul Kahar, t.h. varð fyrir skoti í brjóstkassann og bróðir hans Abul Koyair, t.v. hlaut einnig meiðsl af völdum óblíðrar meðferðar lögreglumanna þegar bræðurnir voru handteknir þann 2. júní. MYND/AP

Tveir bræður sem breska lögreglan handtók í áhlaupi gegn meintum hryðjuverkamönnum í síðustu viku tjáðu sig opinberlega í fyrsta skipti í dag. Þeir voru yfirheyrðir í viku eftir áhlaupið áður en þeim var sleppt án nokkurrar ákæru.

Bræðurnir sögðust hafa haldið að innbrotsþjófar væru á ferð þegar lögreglumenn ruddust inn á heimili þeirra í Austur-London um miðja nótt, þann 2.júní síðastliðinn, án þess að kynna sig. Annar þeirra hlaut skotsár á brjósti og báðir segjast hafa sætt ofbeldi af hendi lögreglunnar.

Breska lögreglan hefur nú beðist afsökunar fyrir ofbeldi og óþægindi sem bræðurnir hlutu. Tony Blair sagði í gær að lögregla hefði brugðist hárrétt við þegar hún fékk vísbendingar um að unnið væri að gerð sprengja eða efnavopna í húsi bræðranna. Því hefði verið nauðsynlegt að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×