Erlent

Bush birtist óvænt í Bagdad

Bush fundaði í gær með helstu ráðgjöfum sínum um málefni Íraks.
Bush fundaði í gær með helstu ráðgjöfum sínum um málefni Íraks. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Bagdad í dag til að funda með Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks. Til stóð að þeir ræddust við í fjarfundakerfi í dag, en al-Maliki fékk svo að vita með fimm mínútna fyrirvara, að Bush væri væntanlegur á staðinn.

Allar heimsóknir erlendra leiðtoga til Íraks upp á síðkastið hafa verið með leynd til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Bush hvatti írösk stjórnvöld til að gera sitt ýtrasta til að vinna traust þjóðarinnar og nýta tækifærið nú þegar höggi hefur verið komið á hryðjuverkastarfsemi með falli al-Zarqawis, forsprakka al-Kaída-samtakanna í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×