Fleiri fréttir

Ætlar að stöðva átök hvað sem það kostar

Forsætisráðherra Íraks segist ætla að stöðva átökin í landinu, hvað sem það kostar. Átökin í Írak hafa aldrei verið verið meiri og hafa tugir fallið í árásum síðustu tvo sólarhringa.

Breytingar á forystu Framsóknarflokksins óhjákvæmilegar?

Menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins. Þetta segir þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson. Hann útilokar ekki að það hafi verið mistök af hálfu flokksins að krefjast forsætisráðherrastólsins.

Milosevic ekki myrtur

Ekkert bendir til þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið myrtur og óvíst er hvort hægt hefði verið að bjarga honum hefði hann fengið þá læknisaðstoð sem hann óskaði eftir. Þetta er niðurstaða dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur dauða forsetans mars en þá var hann í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi.

Meirihluti myndaður í Skagfirði

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Skagafirði hafa samið um myndum meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Oddviti Samfylkingarinnar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verður forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks Gunnar Bragi Sveinsson verður formaður byggðarráðs.

Væntingavísitala Gallups undir 100 stigum

Væntingavísitala Gallups mælist nú undir 100 stigum í fyrsta sinn síðan í desember árið 2002. Þegar hún mælist undir hundrað, þá eru fleiri neytendur svartsýnir á efnahagsástandið, en bjartsýnir.

Kananum lokað í dag

Miðbylgjuútvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eða "kananum", eins og hún var alltaf kölluð, verður lokað í dag samkvæmt brottflutningsáætlun bandaríkjahers.

Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í Asíu

Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í mörgum löndum Asíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN AIDS sem fer með mál sjúkdómsins hjá Sameinuðu þjóðunum.

Reyklausi dagurinn í dag

Alþjóðlegur baráttudagur gegn tóbaksnotkun er í dag, eða „Reyklausi dagurinn" eins og hann var kallaður. Lögð er áhersla á að hvetja fólk til að hætta tóbaksnotkun. Fyrir tuttugu árum sögðust um 27 prósent landsmanna reykja en sú tala er nú komin niður í 20 prósent.

Gengu berskerksgang í París

Óeirðarlögreglan í París hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir að mótmælendur gengu berserksgang um nokkur úthverfi borgarinnar og kveiktu í byggingum og bílum, þar á meðal í lögreglubifreið.

Úrskurður í þjóðlendumálum

Óbyggðanefnd mun í dag kveða upp úrskurð í fimm þjóðlendumálum og fjalla þau öll um landssvæði á Suðvesturlandi. Þau varða Stór-Reykjavík, Ölfus, Grafning, Grindavík, Vatnsleysu og Kjalarnes og Kjós.

Fjöldi látinna kominn í tæplega 6000

Fjöldi látinna eftir að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter reið yfir indónesísku eyjuna Jövu er nú kominn í tæplega sex þúsund. Þá eru tæplega 650 þúsund manns heimilislausir samkvæmt yfirvöldum í landinu

Svissneska farþegaþotan enn í Keflavík

Swiss Air farþegaþotan, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að annar hreyfill hennar bilaði þegar hún var stödd skammt frá landinu á leiði sinni til Bandaríkjanna, er enn á flugvellinum. Sextíu manns sem voru um borð gistu í Keflavík og víðar í nótt.

Leyniskyttumorðinginn fundinn sekur um 6 morð til viðbótar

Hinn fjörutíu og fimm ára gamli John Allen Muhammad var í gær fundinn sekur um að hafa skotið til bana sex manns eftir réttarhöld þar sem hann sá sjálfur um málsvörn sína. Alls féllu tíu manns og þrír særðust þegar Muhammad skaut fólk til bana af handahófi úr launsátri í Viginíuríki og í Maryland í Washington árið 2002.

Kosningabaráttan kostaði vart undir 200 milljónum

Kosningabarátta framboðanna fimm í Reykjavík hefur vart kostað undir tvö hundruð milljónum króna, að mati Viðskiptablaðsins. Þó brast ekki á auglýsingaflóð í taugatitringi síðustu dagana, eins og stundum hefur gerst.

Bætist við heraflann í Austur-Tímor

Hermenn frá Nýja-Sjálandi komu til Austur-Tímor í morgun til að reyna að stemma stigu við þeim átökum sem verið hafa í landinu undanfarið og hafa kostað tuttugu og sjö manns lífið.

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi þegar K-listi og A-listi í Bolungarvík mynduðu meirihluta án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta, í rúmlega sextíu ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur.

46 drepnir í Írak í gær

Að minnsta kosti 25 manns féllu og um sjötíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í grennd við vinsælan grænmetismarkað í norðurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gærkvöld. Alls féllu því 46 manns í landinu í sprengjuárásum í gær.

41 maður handtekinn

Lögreglumenn víða um Evrópu handtóku á sunnudag 41 mann, eftir að ítalska lögreglan kom upp um glæpahring þar sem börn níu ára og eldri voru keypt eða leigð af fátækum fjölskyldum í Búlgaríu. Lögregla telur að vel yfir 100 börnum hafi verið smyglað til ýmissa Evrópulanda.

Fæturnir hafa stækkað á göngunni

Jón Eggert Guðmundsson göngugarpur sem þræðir nú strandvegi landsins til þess að afla fé fyrir Krabbameinsfélagið kom í Eyjafjörð í gær. Hann segir gönguna hafa gengið vel hingað til en að fæturnir á sér hafi stækkað á síðustu vikum.

Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok.

Mönnum bjargað af Hvannadalshnjúk

Fimm mönnum, sem lentu í snjóflóði í hlíðum Hvannadalshnjúks um hádegisbilið, hefur verið bjargað. Þrír þeirra slösuðust en þó ekki alvarlega, og voru þeir fluttir af jöklinum með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, nú síðdegis. Björgunarmenn stukku í fallhlíf niður á Öræfajökul og þyrlan ferjaði einnig björgunarmenn upp á jökul þar sem þeir sigu niður úr þyrlunni eftir að í ljós kom, um þrjú-leytið, að hún gat ekki lent á jöklinum vegna lélegs skyggnis.

Umræðu um RÚV ólokið

Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins.

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

20 % strikuðu nafn Eyþórs út

Tuttugu prósent kjósenda í Árborg sem kusu Sjálfstæðisflokkinn strikuðu yfir nafn Eyþórs Arnalds á laugardag en flokkurinn fékk 1689 atkvæði í kosningunum. Það þýðir að 340 kjósendur strikuðu yfir nafn hans. Eyþór hafði sjálfur hvatt kjósendur til þess að strika yfir nafn hans fremur en að kjósa annan flokk. Til þess að yfirstrikanir hafi áhrif á niðurröðun manna á framboðslista þurfa fimmtíu og eitt prósent kjósenda hans að strika yfir einn og sama frambjóðandan.

Ekkert að gerast í varnarviðræðum

Brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi gengur mun hraðar en íslensk stjórnvöld hefðu getað gert sér grein fyrir. Forsætisráðherra segir ekkert nýtt að gerast í varnarviðræðunum.

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

Fallist á kröfu verjenda í Baugsmálinu

Fallist var á kröfu verjenda í Baugsmálinu þess efnis að fá að spyrja matsmenn sérstaks saksóknara um tölvupóst sem sönnunargögn. Að sögn Jakobs R. Möllers, verjanda Tryggva Jónssonar, hefur niðurstaða dómsins mikla þýðingu fyrir vörn ákærðu.

Sjálfstæðirmenn og Framsókn funda í Árborg

Slitnað hefur upp úr viðræðum vinstri flokkanna í Árborg um myndun meirihluta í bæjarfélaginu. Sjálfstæðismenn hafa þegar hafið viðræður við Framsóknarmenn um meirihlutasamstarf. Upp úr viðræðunum slitnaði þegar ekki náðist samkomulag um málefni skólans á Eyrabakka og Stokkseyri en Samfylking og Framsókn vildu áfram haldandi uppbyggingu hans á meðan Vinstri grænir höfðu aðrar hugmyndir.

Búið að bjarga slösuðum frá Hvannadalshnjúki

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur náð að bjarga þremur mönnum sem slösuðust í snjóflóði á leiðinni upp á Hvannadalshnjúk. Mennirnir eru komnir til Hafnar og verða fluttir þaðan með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, til Reykjavíkur. Einn mannanna er ökklabrotinn og annar með snúinn ökkla og hugsanlega skaddað liðband.

Fimm fallhlífastökkvarar stukku úr flugvél yfir Hvannadalshnjúki

Fimm fallhífastökkvarar á vegum Landsbjargar stukku úr flugvél til að koma fólkinu til bjargar sem lenti í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk um hádegi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem björgunarmenn stökkva í fallhlíf úr flugvél í björgunaraðgerðum á Íslandi.

Ólafur Ragnar haldinn til Litháen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt til Litháen í morgun. Þar í landi ætlar hann meðal annars að taka þátt í ársþingi samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Þegar hafa um það bil tuttugu borgir í Evrópu staðfest þátttöku í verkefninu.

Sjá næstu 50 fréttir