Fleiri fréttir

Mikil kjaraskerðing

Verðhækkanir á dísilolíu hafa í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka," segir Hlynur Snæland Lárusson, deildarstjóri bílaútgerðar hjá ferðaskrifstofunni Snæland Grímssyni. "Sérstaklega er um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir þröngan kjarna manna sem lifa á bílaútgerð."

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem farið hafði fram á að gæsluvarðhald þða er hann var dæmdur í til 15. júlí yrði fellt niður eða stytt.

Varðhald fellt úr gildi

Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júlí þess efnis að meintur kynferðisglæpamaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 15. júlí eins og Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði farið fram á.

Bretar undrandi og reiðir

Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum.

Geimskoti frestað

Hætt hefur verið við að skjóta geimferjunni Discovery á loft frá Flórída en áhöfnin var komin um borð og tilbúin að leggja í hann þegar ákvörðunin var tekin nú fyrr í kvöld. Mikil spenna var við Canaveral-höfða, en þúsundir ferðamanna voru þar saman komnir til að fylgjast með atburðinum.

Nýjar kartöflur eftirsóttar

Fyrsta uppskera ársins af nýjum íslenskum kartöflum úr Þykkvabænum sem komu í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun kláruðust úr hillum verslana á nokkrum klukkustundum.

Gísli þekkti morðingja sína

Fimmtíu og fjögurra ára Íslendingur sem var myrtur í Suður-Afríku hét Gísli Þorkelsson. Hann hafði búið í Suður-Afríku í ellefu ár og starfaði á eigin vegum við viðskipti. Hann á einn uppkominn son sem er búsettur á Íslandi.

Eitt og hálft ár fyrir nauðgun

Maður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að nauðga ungri stúlku á heimili hennar á Ísafirði eftir samkvæmi síðasta sumar. Stúlkan hafði lagst til svefns með vini sínum, en maðurinn vakti hann og vísaði burt áður en hann hóf að samfarir við stúlkuna sem þá vaknaði.

Óska eftir skattskýrslum öryrkja

Greiðslustofa lífeyrissjóðanna hefur krafist þess að þrettán hundruð öryrkjar skili skattframtölum síðustu þriggja ára áður en þeir fengu dæmda örorku. Í sumum tilfellum er um allt að tuttugu ára gömul gögn að ræða. Verði gögnunum ekki skilað fyrir fimmtánda júlí, falla greiðslur til þeirra frá lífeyrissjóðunum niður fyrsta október.

Bylgjan vinsælust í borginni

Rás tvö og Bylgjan njóta jafnmikillar hylli meðal landsmanna samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem gerð var dagana 9. til 15. júní síðastliðinn. Könnunin leiðir þó í ljós að munur er á kynjunum hvað hlustun varðar.

Ríkið sýknað í héraðsdómi

Ríkið var í gær sýknað af kröfum manns sem taldi sig hafa orðið fyrir ólögmætri gjaldtöku, en skattstjórinn í Reykjavík lagði á hann iðnaðarmálagjald á árunum 2001 til 2004.

Rostungur ræðst á ræðara

Hópur kajakræðara á Svalbarða varð fyrir árás rostungs í júní. Baldvin Kristjánsson leiðsögumaður sem fór fyrir hópnum segir að kajakmönnum stafi meiri hætta af rostungum en ísbjörnum.

Heita að herða á hryðjuverkavörnum

Dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 samþykktu í gær að herða á baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Á bráðafundi sem kallaður var saman í kjölfar sprengjutilræðanna í Lundúnum ákváðu ráðherrarnir að hrinda aðgerðaáætlun ESB um hryðjuverkavarnir í framkvæmd fyrir árslok.

Fjallagarpar á leið til Grænlands

Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu.

Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn

Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku.

Heilbrigðisstofnun sýkn saka

Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis sem þar starfaði en var sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúklinga.

Spáð straumi til Eyja

Að sögn þeirra sem fylgjast með þróuninni fyrir verslunarmannahelgina virðast Eyjar ætla að verða vinsælastar þetta árið. Hjá flugfélagi Íslands hefur þegar verið tekin ákvörðun um fjölmörg aukaflug til Eyja, enda eftirspurnin þegar orðin þó nokkur, þó að júlímánuður sé enn ekki hálfnaður.

Kona játaði aðild að morðinu

Tvennt er í haldi lögreglu vegna morðsins á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum athafnamanni, í Suður-Afríku, 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona. Réttað verður í máli þeirra í lok ágúst. Dánarorsök Gísla er enn ókunn en hann verður krufinn í dag.

Var myrtur við komuna frá BNA

Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum, var að koma úr heimsókn til systur sinnar í Bandaríkjunum. Þar hitti hann uppkominn son sinn, sem hann hafði boðið út að hitta sig. Lík Gísla verður flutt til Íslands til jarðsetningar.

Víðtæk samstaða um heilsársveg

Norðlendingar hafa horfið frá umdeildum áformum um hálendisveg yfir Stórasand en ætla þess í stað að taka höndum saman við Sunnlendinga um gerð heilsársvegar yfir Kjöl. Veggjöld eiga að standa undir kostnaði við framkvæmdina og líst samgönguráðherra vel á hugmyndina.

Níu íbúðir eldri borgara rýmdar

Milljónatjón varð í íbúðum aldraðra í Breiðabliki í Neskaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía við vatnsinntak í kjallara gaf sig og kalt vatn flæddi um 350 fermetra gólfflöt kjallarans.

Blaðamenn gæti meðalhófs

Stjórn Persónuverndar hefur sent frá sér álit um meðferð persónuupplýsinga og myndbirtingar á fréttamiðlum. Í álitinu kemur fram að fréttamenn skuli gæta meðalhófs í meðferð persónuupplýsinga og hafa í huga hvaða hagsmunum það þjóni að fjalla um einkamálefni einstaklinga án þeirra samþykkis.

Höfðaborg er morðhöfuðborg

Eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í gagnið hefur tekist að sjá út að einhverju leyti hverjir eru stórneytendur á ávanabindandi, ávísunarskyld lyf og gera læknum viðvart.

Vilja framtöl áratugi aftur í tíma

Landssamtök Lífeyrissjóða hafa sent um þúsund öryrkjum bréf þar sem óskað er eftir skattframtölum síðustu þriggja ára fyrir örorkumat þeirra. Í einhverjum tilvikum er beðið um skattframtöl frá áttunda áratugnum, en einstaklingum er aðeins skylt að geyma skattframtöl í sex ár.

Mótmæltu aðför að Hans Markúsi

Um tvö hundruð sóknarbörn mættu á fund í gærkvöld til stuðnings séra Hans Markúsi Árnasyni, sóknarpresti í Garðasókn að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns hans. Fundurinn stóð í tæpa tvo tíma og var á honum samþykkt samhljóða ályktun til stuðnings sóknarprestinum.

Á þriðja tug nýrra fyrirtækja

Á þriðja tug nýrra iðnaðar- og þjónustufyrirtækja hafa hafið starfsemi á Reyðarfirði frá því að tilkynnt var um álversframkvæmdir. Uppbyggingin kallar á milljarðafjárfestingar sveitarfélagsins en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að Reyðarfjörður verði miðpunktur Austurlands.

Óljóst um ábyrgð í meðlagsmálum

Forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga segir óljóst hver sé ábyrgur í meðlagsmálum þar sem barn hefur verið rangfeðrað. Hann segir meðal annars móður barnsins og ranga föðurinn bera einhvern hluta ábyrgðarinnar.

15 særðir eftir sprengingu

Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af tveir lífshættulega, er sprengja sprakk í Port of Spain, höfuðborg Trinidad og Tobago, í Karíbahafinu í gærkvöld. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu skammt frá þinghúsinu í borginni en enginn hefur lýst verkanaðinum á hendur sér.

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn að manni sem rændi töluverðu magni af örvandi lyfjum úr apótekinu Lyf og heilsu í Domus Medica við Egilsgötu í hádeginu í gær. Hann huldi andlit sitt og hótaði starfsfólki með veiðihnífi.

Múslímar verða fyrir aðkasti

Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd.

Með afla upp á 140 milljónir

Verksmiðjutogarinn Engey RE kom til heimahafnar í Reykjavík undir miðnætti úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Granda með aflaverðmæti upp á tæpar 140 milljónir króna. Það er einhver verðmætasti farmur sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi.

25% með miklar áhyggjur af árás

Um 25% Bandaríkjamanna hafa miklar áhyggjur af því að hryðjuverkamenn muni gera árás á landið fljótlega, að því er könnun sem birt var í gær sýnir. Þá eru 44% Bandaríkjamanna fremur áhyggjufullir, 19% hafa ekkert sérstaklega miklar áhyggjur og 11% hafa engar áhyggjur.

Illa búin ásamt barni í Þórsmörk

Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af þýskri ferðakonu, sem var komin langleiðina inn í Þórsmörk undir kvöld í gær, ásamt þriggja ára gömlu barni sínu og voru þau bæði mjög illa búin þrátt fyrir slæmt veður.

Einn látinn vegna fellibylsins

Að minnsta kosti einn maður lét lífið er fellibylurinn Dennis fór um Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær en hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins og þeirra flóða sem myndast hafa í kjölfarið. Hjólhýsaeigendur hafa farið einna verst út úr flóðunum enda reynst erfitt að færa þau til í færð sem þessari.

Mótmæla komu Rússanna

Samtök herstöðvaandstæðinga, sem á tímum kalda stríðsins þóttu höll undir Rússa þegar þau voru að mótmæla dvöl bandaríska hersins á íslenskri grundu, mótmæla nú komu rússnesku herskipanna til Reykjavíkur.

Enskar konur geta orðið biskupar

Konur geta nú orðið biskupar í enskum kirkjum eftir að lögum innan kirkjunnar var breytt á dögunum. Málið, sem er afar umdeilt, hafði verið rætt fram og aftur en yfirmenn kirkjunnar skiptust í tvær fylkingar.

Viðskiptavinum vændiskvenna refsað

Páfagarður hvatti í gær til þess að lög yrðu sett um að viðskiptavinum vændiskvenna yrði refsað og að konur yrðu verndaðar frá nútíma þrælahaldi. Yfirlýsingin er gefin út í framhaldi af tveggja daga ráðstefnu sem haldin var um vændi og mansal í júní.

Breska lögreglan með húsleitir

Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar.

Hafnar aðstoð Bandaríkjamanna

Fidel Castro, forseti Kúbu, hafnaði 50 þúsund dollara aðstoð frá Bandaríkjastjórn í gær eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir um helgina. Castro ávarpaði þjóð sína og sagði að það væri alveg ljóst að Kúba myndi aldrei þiggja neina aðstoð frá Bandaríkjunum.

Lögreglumaður særðist í sprengingu

Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk á kaffihúsi í menningarhúsi Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Sprengjan er sögð hafa verið heimatilbúin og hafði henni verið komið fyrir í kaffivél á staðnum.

Hafðist við á flugvelli í eitt ár

Fyrrverandi Keníabúi, sem hafðist við í meira en eitt ár á flugvellinum í Naíróbó, fékk breskan ríkisborgararétt í morgun. Maðurinn, Sanjay Shah, var viðstaddur sérstaka athöfn í breska sendiráðinu í Naíróbí og fær hann afhent breskt vegabréf innan viku.

Sími Landhelgisgæslunnar niðri

Sími Landhelgisgæslunnar, 545-2100, liggur niðri fram eftir degi. Neyðarnúmer gæslunnar, 511-3333, er hins vegar virkt.

75% Dana telja árás líklega

Fleiri Danir óttast að hryðjuverkaárás verði gerð í Danmörku en áður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þrír af hverjum fjórum telja líklegt að Danmörk verði fyrir árás á næstu árum. Helmingur þjóðarinnar styður enn stríðið í Írak.

Sjá næstu 50 fréttir